Alþýðublaðið - 17.03.1965, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 17.03.1965, Blaðsíða 15
hennar. Hann hafði ekki búizt við að hún væri svona ung eða svona feimin. Hár henuar var dekkra en venjulega, því það var rakt eftir þvottinn og hún hafði greitt það í tagl, svo hreinar lín- ur hiris hjartalagaða andlits henr. ar komu skýrt í ljós. Hún var í óbrotnum, hvítuni baðmullarkjól. — Þetta er ekki ungfrú Reeves. Þetta er Kerry . . . Kerry O’ Keefe, sagði Johnny virigjarn- lega Hún kinkaði kolli og leil aftur niður fyrir sig. — Ég hefíii átt að segja þér það! — Kerry. Þú ert svo falleg, Kerry. Af hverju — gerir þú þetta? Augu hennar urðu d:mm af reiði. — Geri ég hvað? V*nn fyr- ir Solly? Kannske af sömu ár stæðu og þú. Eða kallar þú það ekki að vinna fyrir hann, að vera fullti-úi hans í réttarsal’ Hann hefði ekki náð jafn langt og þetta, ef hann hefði ekki haft góðan lögfræðing á launalistan- um. — Fyrirgefðu, sagði Johnny. — Þetta var mér að kenna. Hún hló og tók við rjómaflösk- unni. — Ég vil bara hafa þetta á hreinu. Enaar prédikanir. Auk þess er ég hætt. en þú ekki. Við skulum sleppa þessu. Kaffið er inni í eldhúsinu. Ég skal koma með eggiahræruna og allt hitt. Hann stóð smástund og leit um hverfis sig. — Ég er hrevkin af garðinnm mínum hérna fyrir ut- an, sagði hún. — Ég hafði aldrei vonast til að hafa_garð. SÆNGUR REST-BEZT-koddar Endurnýjum gömlu sængurnar, eigum dún- og fiðurheld ver. Seljum æðardúns- og gæsadúnssængur — og kodda af ýmsum stærðum. DUN- OG FIÐURHREINSUN Vatnsstíg 3. Sími 18740. — Þú ert engin stórborgar- stúlka. Þú ert bóndastúlka í hjarta þínu. Hann brosti til hennar. — Þorpsstúlka. Og tréð í garð- inum er mimosa. Ég vona að þig langi ekki til að sitja í skugga þess. 1 . — Ég baðst afsökunar og þú sagðir að við skyldum sleppa þessu. — Fyrirgefðu, í þetta skipti var allt mér að kenna. Hlátur hennar minnti hann á sólargeisla, sem læðast milli þéttra trjá- greina. 4 mwMwmwwMwwwww — Hér er sjálfsafgreiðsla. Hún setti kaffikönnuna á borðið. Eft- ir að þau höfðu borið fram boll- ana sátu þau í gulum hæginda- stólum meðan tíminn leið. Johnny Brayton Virti hana alvar legur fyrir sér og hann skildi að mjög alvarlegur hlutur hafði skeð í hjarta hans. Hann vissi að hann elsk.iði þessa stúlku, sem hann vissi ekki neitt um og var engan veginn viss um, en hann vissi að henni leið eins og hon- um. Hann snerti við henni einu sinni og strauk yfir pilsið henn- ar klunnalegur í hreyfingum eins og hann hefði aldrei snert stúlku fyrr. Og hann spurði hana að- eins um eitt — hvenær hún hefði fæðzt. — Undarlegt, sagði hún létt í máli. — Ég fæddist fyrir tuttugu og einu ári síðan. Ég hef nefnt svo marga fæðingarstaði við svo margs konar fólk, að ég er búin að gleyma því sjálf hvar ég fædd ist — einhvers staðar frá Nome til Puerto Cambello. En ég veit að þú er frá Norður-Baltimore Það efast enginn um það. — Áttu við að ég sé leiðin- legur? — Nei, alls ekki. Þægilegur og elskulegur. Menntaður maður. — Ég hélt að þú værir farln að álíta mig einhvern óþokka eft ir það livernig ég tróðst hingað inn. Þig Iangaði ekkert til að bjóða mér inn. V.|| wmttöm lUIUJU BINDI FÁST ALSTADAR — Nei, og ég hafði mínar ástæð ur fyrir því. — En þig iðrar þess ekki? Hún hristi höfuðið. — Ég er fegin því. — Heyrðu mig Kerry. Þú verð ur að hætta — — Við vorum búin að koma okkur saman um að sleppa því, sagði hún rólega. — Við skulum tala um þig, en ekki mig. — Það er ekkert að segja. Ég tók lögfræðipróf og fékk vinnu fyrir þrem vikum. Aðstoðarmað- ur lögfræðings. Ég myndi svelta í hel, ef ég byggi ekki heima . . . handan við hornið í Mt. Vernon Place. Við erum fjögur «ystkin- in — einn bróðir minn og ein systir eru gift og svo er það eftirlætissystir mín, sem er ní- tján ára og ætlaj- að gifta sig þegar hann er búinn í hernum. Hann er ágætur, af gamalli Balti- more-fjölskyldu. Leiðinlegur. Hann leit á hana, en hún hristi höfuðið og hló. — Ég sagði það ekki. — Ég held að fjölskylduböndin séu sterkari hér en annars stað-, ar. hélt Johnny Brayton áfram. Kannski af því að eldra fólkið kennir manni. Um leið og maður getur setið á hesti er manni kennt hvernig og hvar. Þannig viðheldur maður erfðavenjunum og foreldrar og afar og ömmur verða vinir manns. Þetta er nokk urs konar hefð og það er erfitt að útskýra það. — Hvers vegna er ég líka að revna það? Hann sá fyrir sér si'na stoltu og óhagganlegu ömmu, frú John Summerfield og ,.Camilla Anne fréttablað fjölskyldunn- ar“. — Er faðir þinn læknir? Þekkt ur læknir? — Ekki meðal barna sinna. Fjölskylda okkar er mamma. Það er hún, sem er af gamalli Balti- more-fjölskyldu og það er hún, sem sá um uppeldi okkar Pabbi sést við miðdegisverðarborðið, ef hann-er heima. Hann brosti. — Svo þú veizt þá, að það er engin djúp ást með í spilinu. — Mér heyrist þú ekki einu sinni kunna vel við hann. — Ég hef aldrei haft cækifæri til þess. Hann er sjarmerandi, duglegur og heimsvanur maður, en börn eru honum aðeins leik- föng. Við erum tilraunadýr. Held ur hærra sett en tilraunarottur, en ekki mikið. Ég skil ekki hvers vegna hann gifti sig og eignaðist börn. En pabbi hennar mömmu var þekktur læknir og yfirmaður hans á sjúkrahúsinu, svo það var gott fyrir framtíðina. Mamma er stórkostleg. Við myndum öll berj ast fyrir hana til síðasta blóð- dropa. Kerry sá að brosið dó á vör- um hans. — Þú hefur áhyggjur af henni, sagði hún varlega. — Er hún . . . veik? — Hún myndi ekki segja okk- ur það. Hann hristi höfuðið. — Ég veit ekki hvað er að. Hún er svo róleg og hrein og bein Þrung in af lífi, sjóferðalög, veiðiferða- lög, reiðtúrar, allt mögulegt. þetta sumar er fyrsta sumarið, sem við erum ekki í Gibson Island. Pabbi var vanur að vera í bænum, en ekki við. En það var líka allt í lagi, því hann er alltaf hjá ríkum sjúklingi sín- um. Konu, sem heitir frú Rist- wich. Hún er ekkja eftir olíu- kóng frá Texas. Hún leitaði til hans í fyrravor og hann hefur meðhöndlað hana síðan. — Segir mamma þín ekkert? — Það get ég ekki hugsað mér. Hann hefuf alltaf haft einhverja konu í eftirdragi. Þessi er bara ríkari en allar hinar. Hann hef- ur aðeins áhuga fyrir því að hafa sem mesta peninga út úr þeim, en hann er alltof slunginn til að . . . Síminn hafði hringt nokkrum sinnum meðan þau drukku kaffið, en hún hristi aðeins höfuðið þeg ar hann hætti að tala svo hún gæti tekið símann. Auk þess hafði hann aðeins hringt eina hringingu. Nú hringdi tvisvar og SÆNGUR Endurnýjum gömlu sængurnar. Seljum dún- og, fiðurheld ver. NÝJA FIDURHREINSUNIN Hverfisgögu 57A. Sfml 16738. EFNÁLAUG AUSTURBÆJAR’ Látið okkur hreinsa og pressa fðtin! Fljót og góð afgreiðsla, .; vönduð vinna. Hreinsum og pressum samdægurs,; ef óskað er. FATAVIÐGERDIR. } i 1 EFNALAUg _ :tF n AUSTURBÆUAR Skipholti 1. - Sími 1 6 3 4 6. ; -------------------------------j i í þriðja skiptið stóð hún á fætun Hann stóð og starði á eftir henni, þegar hún hvarf inn um dyrnar til að birtast strax aftuiS, Hann leit blíðlega á hana en þð alvarlega, því hann vissi að þatf yrði ekki svo auðvelt að eiga vi® alla meðlimi fjölskyldu hennar. En hann vissi sem betur fer ekki* að hann átti eftir að standa í dyrai gættinni og segja: — Ég vildi að ég hefði dáið áður en ég hitti þig' — að hann ætti eftir að velja milli þessarar stúlku og móður sinnar og að orðin, sem hann liafði sagt fyrir skömmu: — Vi8 myndum öll berjast fyrir hana mömmu til síðasta blóðdropa, yrðu biturt. gall og brennan^l sársauki. Hún gekk til hans, hún vár <„mjög föl. — Þú verður að fara, Johnny, sagði hún. — Fyrirgefðu, en ég verð að fara niður í borginá. Starf mitt — Blekkingin brast og rödd Johnny Brayton varð hvassari og orðin sárari, en hann hafði ætlað , i ser. — Næturklúbbssöngkonan snýr aftur til — — Já. Augu liennar skutuí gneistum og hún hnykkti til höfð ina. — Og ég vil að þú farir niS þegar. Hún opnaði dyrnar. 6RANNIH1S „Þu getut t)ara látiS það vera »81 pegar eg er ao sKamma sjalfa mig' 8 Mera. T ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 17. marz 1965 J.5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.