Alþýðublaðið - 23.03.1965, Page 5

Alþýðublaðið - 23.03.1965, Page 5
1 íslenzka sjónvarpib... Framhald. af 16. síðn. Ummæli mín voru svo fáorð, að það kann að hafa gefið tilefni til misskilnings, sem unnt hefði verið að komast hjá, ef ég hefði rætt nán ar þau atriði, sem um var spurt. En ég vil ekki að neinn vafi sé á því, að það, sem ég sagði, er sann- leikanum samkvæmt. Ummæli min voru þessi orðrétt: „Að síðustu vil ég svo segja þetta 1 tilefni af fyrirspurn, sem hátt- virtur þingmaður beindi til mín i lok ræðu sinnar varðandi kvik- myndaeftirlit með Keflavíkursjón- varpinu. Sjónvarpið í Keflavík heyrir ekki undir menntamálaráðu neytið á sama hátt og Ríkisútvarp- íð heyrir undir menntamálaráðu- neytið eða kvikmyndasýningar heyra imdir menntamálaráðuneyt- ið. Keflavíkursjónvarpið heyrir undir utanríkisráðuneytið og sú löggjöf, sem um það mundi fjalla, er varnarsamningurinn og reglu- gerðir settar á grundvelli laga til fitaðfestingar á varnarsamningn- um. Hitt er annað mál, að ég tel það tvímælalaust vera á valdi ís- lenzkra stjórnvalda að hafa full- komið eftirlit með þeim kvikmynd um, sem birtast í Keflavíkursjón- varpinu. Mér hefur aldrei verið greint frá því, og kvikmvndaeftir- litsmönnum ekki heldur, að f Keflavíkursjónvarpinu hafi verið sýndar kvikmyndir, sem íslenzkt kvikmyndaeftirlit myndi hafa bann að, og þangað til ég fregna — eða kvikmyndaeftirlitsmenn hafa fregn Njósnari Framh. af bls. 1. hring. En í fyrra skýrði fyrrver- andi klefafélagi hans í fangelsinu bvo frá, að Lonsdale hefði sagt sér, að hann hefði ferðast mikið um Bandaríkin og búið bæði í Kaliforníu og á Florida. í greininni segir Lonsdale frá hvernig hann hefði komið Þjóð- verja nokkrum til að gerast njósn ari fyrir kommúnista, eftir að þeir höfðu sétið að tafli í New York. Hann skýrir einnig frá einu ferðalagi sínu til San Fransiseo, sem hann fór til að leggja „ag- ent m-212” lífsreglurnar um það, hvernig hann ætti að skyggja 3 menn, sem höfðu góða þekkingu á hernaðaráætlunum Bandaríkj- anna, og að safna ýmsum upplýs- ingum um eldflaugarannsóknir og iðnaðar og verzlunarleyndarmál. Þá segir Lonsdale frá, að hann hafi öðru hvoru ekið nokkra kiló- metra frá New Ýork borg til að senda 30 sekúntna dulmálssend- ingar til annarra njósnara. Dul- málið var hann áður búinn að taka upp á segulband og sendi hann þær með hjálp lítillar sendi stöðvar, sem hann hafði í bíl sín- um og gerði enga tilraun til að fela. — Ef ég hefði sagt frá einhverj um hluta þeirra upplýsinga, sem Við náðum í, er ég viss um, að þær myndu koma af stað sárs- aukafullum rannsóknum innan bandaríska utanríkisráðuneytis- ins, skrifar Lonsdale. ir — af slíku, hef ég ekki talið og tel ekki ástæðu til neinna af- skipta af minni hálfu um þetta efni. En jafnskjótt og ég fæ um það áreiðanlegar fregnir. sem yfir maður kvikmyndaeftirlitsins, að sýndar séu í bandaríska sjónvarp- inu kvikmyndir, sem íslenzka kvik- myndaeftirlitið hefði bannað eða mundi vilja banna, þá mun ég taka það mál til þeirrar athugunar og þeirra afskipta, sem ég tel rétt og heimilt“. Það er kunnugra en að frá þurfi að segja. að kvikmyndaeftirlit ým- issa landa hefur bannað sýningu kvikmynda alveg og bannað að sýna aðrar myndir óstyttar, þ. e. a. s. krafizt þess, að þær væ'ru styttar, áður en þær væru sýndár. Er þess t. d. skemmzt að minnast, að ein af nýjustu myndum hins heimsfræga sænska leikstjóra, Ing mars Bergmans, „Tystanden", mun hafa verið bönnuð óstytt í ýmsum löndum, m a. í Noregi og Þýzka- landi. Fyrir skömmu varð mikil deila um það í Svíþjóð, hvort yfir höfuð ætti að leyfa sýningu sænskr ar myndar, sem ber heitið „491“, þar í landi. Sýning hennar mun bafa verið leyfð þar, en var bönn- uð sums staðar annars staðar. Þetta nefni ég aðeins sem dæmi. Það, sem ég átti við, v*r, að mér væri ekki kunnugt um, að i Kefla- víkursjónvarpinu hefðu verið sýnd ar kvikmyndir, sem talin hefði ver- ið ástæða tii þess að banna hér, annað hvort algjörlega eða nema að áskilinni styttingu. Ég var ekki að ræða þá spurn- ingu, hvort í Keflavíkursiónvarp- inu hefðu verið sýndar kvikmynd- ir, sem hefðu verið eða mundu vera bannaðar börnum i kvik- myndahúsum hér, né heldur þá spurningu, hvort gera ætti sýn- ingu mynda í Keflavíkursjónvarp- inu háða íslenzkri kvikmyndaskoð- un með þeim hætti að þar mætti ekki sýna neina þá kvikmynd, sem bönnuð myndi vera börnum í ís- lenzkum kvikmyndahúsum. Ég hafði að vísu ekki séð og hef ekki enn séð þann lista, sem annar hinna tveggja kvikmyndaeftirlits- manna hér i Reykjavík mun hafa látið formann menntamálanefndar neðri deildar fá um kvikmyndir, Hafnarfirði, 22. marz. — SÞ. KLUKKAN 4.25 aðfaranótt sunnudags var Slökkvilið Hafnar- fjarðar kvatt út að fjárhúsum Gunnlaugs Stefánssonar, fyrrver- andi kaupmanns, sem eru í hraun- inu norður af Bílaverkstæði Hafn- arf jarðar. Þegar varðmaður slökkvi liðsins kom á vettvang, stóðu hús- in tvö í björtu báli og byrjað að loga í því þriðja, en því tókst að bjarga lítt brunnu. Hin tvö brunnu til kaldra kola. 1 Börn liafa verið að kveikja í sem sýndar hefðu verið í Kefla- víkursjónvarpinu, en hefðu verið bannað börnum í kvikmyndahús- um hér. En það skiptir engu máli í þessu sambandi. Ég hef hins veg- ar talið, að íslenzkt sjónvarp eigi ekki að vera háð kvikmyndaeftir- liti með sama hætti og kvikmynda hús. Menntamálanefnd neðri deild- ar var á sömu skoðun, ágreinings- laust, því að hún gerði til- lögu um að taka ákvæði um það í frumvarpið, að væntanlegt ís- lenzkt sjónvarp skyldi sjálft bera ábyrgð á þeim myndum, sem það sýndi, þ. e. a. s. að myndir þess skyldu ekki vera háðar skoðun kvikmyndaeftirlitsmanna. Var þetta samþykkt samhljóða 1 neðri deild. Virðist þá varla koma til greina að láta aðrar reglur gilda um Keflavikursjónvarpið, þó að það haggi auðvitað ekki þeirri stað reynd, sem ég undirstrikaði í orð- um mínum á fimmtudaginn. að auð vitað hafa íslenzk stjórnvöld full- an rétt til allra þeirra afskipta af því, sem sýnt er í Keflavíkursjón- varpinu, er þau kæra sig tim. Ná- kvæmlega sama reglan gildir t. d. í Danmörku, Noregr og Svíþjóð. í engu bessara landa er sjónvarpið háð kvikmyndaeftirlitinu. Sjön- varpsstöðvarnar bera sjálfar á- byrgð á því efni, sem þær sýna. í öllum þessum löndum eru oft sýndar í sjónvarpi kvikmyndir, sem almenna kvikmyndaeftirlitið hefur bannað börnum aðgang að í kvikmyndaliúsum, en yfirleitt er það þá venjan að láta þess getið í dagskrá og jafnvel á undan mynd- inni, að hún sé ekki heppileg fyrir börn. Hliðstæðri reglu tel ég, að væntanlegt íslenzkt sjónvarp ætti að fylgia, og ég fyrir mitt leyti teldi. rétt, að slíkar reglúr yrðu settar. um Keflavíkursjónvarpið þótt það sé ekki í mínum verka- hring að setia þær. Hins vegar tel ég ekki unnt að láta þær reglur gilda um sjónvarp, fremur en raun ar um útvarp eða blöð og bækur, að þar megi ekkert birtast, sem börnum er ekki ætlað. Slíkri reglu er og livergi fylgt, þar sem ég hef fengið fréttir af. Húsráðendur á þeim heimilum, sem liafa sjónvarp og raunar útvarp, verða að gæta þess svo sem kostur er, að börn sinu þarna í hrauninu og er stórt svæði svart yfir að líta. Talið er að eldsupptök hafi verið af völd- um sinubrunans. Gunnlaugur Stef ánsson hætti fjárbúskap fyrir 2 árum, en húsin rúmuðu 30 fjár. í þeirn var nú geymt byggingar- efni og var það óvátryggt, en hús- in, sem voru járnvarin timburhús, voru eitthvað tryggð. Slökkvistarf- ið var erfiðleikum háð, því að allt vatn varð að flytja að, og eldur var í gólfskán og taði undir gólf- rimlurn, sem erfitt var að komast að. i-iriF '1iJÍ Fjárhús brenna í Hafnarfirði horfi ekki á og hlusti ekki á það efni, sem þeim er talið óholt með sama hætti og sú skylda hvílir á þeim að gæta þeirra t. d. fyrir óhollu lestrarefni. Með þessum orðum vona ég, að mér hafi tekizt að skýra pau at- riði varðandi Keflvaikursjónvarp- ið og kvikmyndaeftirlitið, sem laus lega var að vikið hér í þessari hátt virtu deild s. 1. fimmtudag og virð- ist hafa valdið nokkrum misskiln- ingi. Starfsfræðsla Framhald. af 16. síðu. spurðu 52, hjúkrúnarnám 180, fóstrunám 175, fóstrustörf 115, garðyrkju 63 og um 200 sáu kvikmyndina „Bóndi er bú- stólpi". Lögreglan var að vanda mjög vinsæl og til hennar leit- uðu 460, þar af 60 sérstaklega um störf rannsóknarlögreglu. Þá voru einnig i hópnum 135 stúlkur, sem áhuga höfðu fyrir að fræðast um störf kvenlög- reglu. Um tollþjónustu spurðu 62, og um slökkvistörf 40. Um störf hjá Landsímanum spurðu 61, og 170 sóttu vinnustaði stofn unarinnar. Þá spurðu 109 um almenn skrifstofustörf. Stál- skipasmíði dró til sín 90, járn- iðnaður 70 og tæknifræði 200. Um ferðamál spurðu 150, söng og tónlistarnám 92 og brauða- og kökugerð 50. Flugið heillar jafnan marga, og spurðu nú 350 um flugfreyjustörf, 300 um flugmannastörf, 60 um flug- virkjastörf, 40 um störf flug- umferðarstjóra og milli 400 og 500 heimsóttu Verkstæði Flug- félags íslands. Starfsfræðsludegi þessum var; sem öðrum stjórnað af Ólafi Gunnarssyni, sálfræðingi. sem óþreytandi hefur verið i bar- áttu fyrir þeim, og undirbún- ingi þeirra. Á hann V'ssulega mikla þökk skilið, og einnig þeir leiðbeinendur, sem gefa tíma sinn til þess að gera dag- inn sem beztan. Gagnsemi hans verður vart metin til fulls. Iðnrekendur Framhajd af 1. síðu á stofn innlend fyrirtæki, sem framleiddu iðnvarning úr alumini- um. Að loknu.m umræðum bar stjórn félagsins fram tillögu, og var hún samþykkt samhljóða. Að síðustu þakkaði formaður FÍI starfsfólki, fundarstjórum og nefndum fyrir störf sín og fundarmönnum funda setu og sleit síðan ársþinginu. — Fundarstjóri var Sveinn B. Val- fells. Tillagan, sem samþykkt var, er svohljóðandi: Ársþing iðnrekenda 1965 lýsir stuðningi sínum við fram komnar huginyndir um stórvirkjanir. — Telur ársþingið eðlilegt að í því sambandi þurfi að tryggja sölu væntanlcgrar orku og að ástæðu- laust sé að ætla, að sjálfstæði bjóðárinnar þurfi að stafa hætta af því. þó að erlendu fyrirtæki verði heimilað að reisa aluminium verksmiðju á íslandi. Bílaeign Framh. af bls. 1. taka fleiri en átta farþega eru 417, vörubifreiðir eru alls 6279. Af fólksbifreiðum eru 112 teg. Sú tegund sem mest er af er Ford, eða 3124. Volkswagen er næstur i röðinni, af þeirri ger9 eru 3074 bifreiðir, þá koma Willys jeppar næstir, eða 2401. Af vörubifreiðum eru 109 teg. 20,2% þeirra eru af Chevrolet- gerð eða 1268, næst mest er til af Ford vörubifreiðum eða 120H og þriðja tegundin í röðinni er Dodge, af þeirri gerð eru 427 vörubifreiðir. Á síðustu tíu árum hefur bif- reiðaeign landsmanna rösklega tvöfaldazt. Árið 1955 voru skrá- settar alls 15611 bifreiðir, — og hefur þeim fjölgað á hverju ári, en aldrei jafn mikið og á síðusttl þremur árunum. Aftur á móti lief- ur bifhjólum fækkað nokkuð á fyrrgreindu tímabili. Elzti skrásetti bíllinn hér á landi er af árgerðinni 1923, tvær bifreiðar eru frá árinu 1926. Sli árgerð sem mest er til af er frá árinu 1963, eða 3392 bifreiðir, frá 1964 eru 3008 bifreiðir og 610 af árgerð 1965. Fiskböllin Framhald af síðu 16. er allt að verða búið. Ýsu áttí ég alveg til klukkan 4, nú gr það mest þorskur og reyktpr fiskur. Allir sem koma inn, fá eitthvað. — Eg var að velta því fyrir mér, hvort ég ætti að stofna einhvern sjóð í tilefni dags- ins, en svo fannst mér bezt að fólkið, sem verzlar hjá mér, fengi að njóta þess. — Jæja, vinurinn. Þetta skeður nú ekki nema einu sinni á öld — og ég býzt ekki við, að geta haldið upp á aldar- afmælið, — svo segi ég ekki meira. Steingrímur var kátur og hress og ekki á honum að heyra, að fisksalar hafi bar- izt við fiskleysi og óáran frá því fyrir áramót, enda hefur nú ræzt úr. Það fyrirtæki, sem hóf göngu sina klukkan 4 að morgni þann 21. marz áiiið 1913, fcr heldur ekki pð leggja upp laupana, þó að eitt hvað blási á móti í bili. i Hi^barðeviðQcrðfir G&mjóvimHsctof«aM tttatMld 3S; tUytdMfk, OPfO AtXA DAOA (U3CA LAUÚAftDACA OQ BUNNUDAGA) FRAKL.aTU.32. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 23. marz 1965 '5

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.