Alþýðublaðið - 23.03.1965, Page 12

Alþýðublaðið - 23.03.1965, Page 12
 Seldi allan fisk á hálfvirði í gær Rcykjavík, 22. marz. - Klukkan 4 í nótt sem leið voru liðin nákvæmlega 52 ár síðan Steingrímur í Fiskhöll- inni byjaði að verzla með fisk. | í gærkvöldi auglýsti hanh í útvarpinu, að af sérstöku til- | efni væri allur fiskur seldur á | hálfvirði í dag. Ekki var nán- | ar greint frá tilefninu. — Af hverju heldurðu upp | á 52ja ára afmælið, en lileyp- ir 50 ára afmælinu fram hjá, | ! Steingrímur? — Það gera spilin. Þau eru | 52 og ég legg þau á borðið. Annars á ég bráðum 70 ára i afmæli, þann 2. apríl svo það munar ekki miklu að ég hafi verið gabbaður inn í lieiminn. Þá ætla ég norður í land til dóttur minnar og vera þar um tíma. I , —• Er ekki mikið að gera í r dag? — O, jú, blessaður vertu. það mcst þorskur og reyktur nógan fisk í morgun, en nú Framh. á 5. bls. Steingrímur í Fiskhöllinni: — Spilin á borðið! {WWWWMWMWWHMWWWWWWMIimMWIWWWVWWIIMHWMWWWWWWWMM ÍSLENZKA SJÚNVARPIÐ BERI SJÁtFT ÁBYRGD Á EENI SlNU -heyri ekki undir kvikmyndaeftirlitið Reykjavík, 22. marz. Gylfti Þ. Gíslason menntamálaráð- feerra kvaddi sér hljóðs utan dag- akrár í efri deild í dag vegna blaða fikrifa uin ummæli hans á Alþingi síðastliðinn fimmtudag, er hann svaraði fyrirspurn frá Alfreð Gísla syni. Menntamálaráðherra mælti á þesa leið í dag: Á síðasta fundi þessarar hátt- virtu deildar s.l. fimmtudag svar- aði ég með fáeinum orðum fyrir- spurn frá Alfreð Gíslasyni um kvik myndaeftirlit og Keflavíkursjón- varpið. Ég hef orðið þess var að orð mín hafa verið misskilin. Dag- blaðið „Þjóðviljinn" spurði og á laugardaginn í fjögurra dálka fyrir sögn að frétt um þcssar umræður hvort ég hafi sagt vísvitandi ósatt. Framh. á 5. bls. 45. árg. — ÞriSjudagur 23. marz 1965 - 68. tbl. Ratsjármerki sett upp á Innra - Hólmi Reykjavík, 22. marz. — GO. PÉTUR SIGURÐSSON, torstjóri Landhelgisgæzlunnar, sýndi frétta mönnum hin nýju ratsjártæki varð skipsins Óðins í dag. Eins og kunn- ugt er tók varðskipið brezkan tog- ara út af Vestfjörðum í fyrri viku og voru þá þessi tæki notuð í fyrsta sinni. Tæki þetta, sem er í raun- inni ekki annað en viðauki við venjulegt Kelvin Hughes ratsjár- tæki, tekur mynd af ratsjárskíf- unni jafnóðum og framkallar hana á 3 sekúndum. Þannig er hægt að leggja fram í rétti ljósmyndir af því, sem ratsjáin sýnir, þegar tog- ari er tekinn, eða annað tilefni gefst. Landhelgisgæzlan hefur haft þessa aðferð til athugunar lengi, eða síðan 1952, hins vegar hefur hún ekki komizt á nothæft stig fyrr en nú. Gæzlan beitti sér fyrir því, að sett var upp ratsjármerki að Innra- Hólmi á Hvalfjarðarströnd. Merki þetta er því sem næst í hánorður frá Reykjavikurhöfn og eftir þvl geta varðskipin og raunar öll skip, sem hafa ratshjá um borð, stillt tæki sín, jafnt ratsjár, sem átta- vita. Myndratsjáin uppsett mun kosta nálægt 750.000 krónum. Undirbún- ingur að uppsetningu hennar hef- ur tekið um 9 mánuði, en það flý.tti fyrir oa minnkaði kostnaðí að gert hafði. verið ráð fyrir tæki sem þessu við smíði skipsins og niður- setnirigu siglinga- og staðsetning- artækja. Loftskeytamaðurinn á Óðni bendir á upplýsta mynd af ratsjárskífunni. Myndavélin er þarna undir og framkallar stöðumyndina á tæpum 3 sekúndum á kvikmyndafilmu. — (Mynd: JV). Á 4. þúsund sóttu starfsfræðsluna Reykjavík, 22. marz. — ÓTJ. MIKILL fjöldi af ungu fólki leitaði sér fræðlsu um ýmis störf á starfsfræðsludeginum s. 1. sunnudag. Alls komu þangað 3374, sem spurðu um 170 starfs greinar, skóla og stofanir. Eins og við var að búast var mis- jöfn aðsókn til leiðbeinenda og verða þá hér nefndar þær grein ar, sem fleiri en 40 forvitnuð- ust um: Húsmæðraskóla 116, liús- mæðrakennaraskóla 63, íþrótta- kennararskóla 57, Kennaraskól- ann 97, Bréfaskóla SÍS 65, Sam vinnuskólann 45, og um 500 sóttu fræðslusýningu hans. — Fræðslusýning Verzlunarskól- ans var einnig vel sótt, þang- að komu 680. Um nám í Hand- íðaskólanum spurðu 51. Tækni- skólanum 50, Námsflokkum Reykjavíkur 50, og um leiklist- arnám 59. Um læknisfræði , Framh. á 5. bls.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.