Alþýðublaðið - 07.04.1965, Side 7

Alþýðublaðið - 07.04.1965, Side 7
Telja sanngjarnt oð borgin kaupi húsin eftir brunabótamati Hljóðfæraleikur og dans á Litla Sviöinu S.L. sunnudagskvöld var frura sýning í Lindarbæ á tveim leik- dönsum eftir Fay Werner, ball ettmeistara Þjóöleikhússins- A /undan Lelkdönsunum léku nokkr ir nemendur úr Tónlistarskólan um í Reykjavík tvær kammer tónsmíðar eftir Mozart. Fyrst var leikinn Kvartett fyrir flautu og Strengi K. 285 og voru hljóð færaleikaramir Jón H. Sigur- björnsson (flauta), Guðný Guð- mundsdóttir (fiðla), Ásdís Þor- steinsdóttir (viola) og Gunnar Björnsson (cello). Flutningurinn var allþokkalegur þótt eigi geti hann talizt merkilegur list viðburður. Rétt er þó að geta þess að ílautujeikarinn og cello leikarinn virðast lofa góðu. Síð ara Mozartverkið var Klarinett kvintett K. 581 og hann léku Sig urður Steinþórsson (klarinett), Guðný Guðmundsdóttir (viola) og Gunnar Björnsson (cello). Þótt fullt tillit sé tekið til hugsanlegs taugaóstyrks þessara nýliða, þá var Jeikur hópsins lak ari en við hefði mátt búast. Hug myndin um efnisskrá sem sam lanstendur af kammertónlist og ballett er í sjálfu sér góð en hitt er máski ámælisvert, að leggja spilaþiennsku nemenda fram sem söluvöru á opinberum vettvangi og þó sérstaklega, ar hún stenzt ekki lágmairkskröf ur- Það er mikill ábyrgðarhluti skólayflrvalda að veita sam- þykki sítt til þess að nemendur leikl opinberlega á samkomum þar sem áheyrendur margir hverjir hljóta að yfirvega frammi stöðu hljóðfæraleikaranna án til lits til þess að hér er um að ræða nernendur sem komnir eru mis langt á menntabrautinni. Þetta er máski enn alvarlegra vegna þess að íslenzkar (sem erlendar) kurteisisvenjur ein- kennast öðru fremur af hræsni Því er hætta á að fóik, fyrir kurt eisis sakir, tel ji nemendunum trú um að leikur þeirra hafi verið „sérstaklega góður". Nei, þetta er ekki heppilegasta leiðin til þess að byggja upp og þroska virðingu nemandans fyr ir sjálfum sér og tónlxstinni. Framlag Þjóðleikhússins á þessari kvöldskemmtun var það að nemendur úr Listdansskólan um dönsuðu tvo balletta er Fay Werner hefur samið við tón iist eftir Prokofieff og Dave Bru beck. Sá fyrri var Vision Fugitives við samnefnda tónlist eftir Pró kofieff.. Ekki verður sagt' með sanni að hreyfingar þessa dans fólks séu sérlega liðugar né augnayndi. Sýning þessi var lík ari skrautsýningu á skólaskemmt un en ballett. Þyngsli mikil voru yfir dönsurunum þó eigi væri það í öllum tilfelium vegna kílóa fjölda. Síðari ballettinn néfnist Stúlk Framhald á 10. síðu. NÝLEGA var haldinn aðalfund- ur Framfarafélags Seláss og Ár- bæjarbletta F.S.Á. Þar var til um- ræðu meðal annars hið nýja skipu lag hverfisins, sem mun að fullu lokið, að minnsta kosti fyrir Ár- bæjarbletti, enda framkvaémdir hafnar þar við götulagnir með skólp- og vatnslögnum. Einnig er þegar byrjað á byggingum. í þessum hverfum er fyrirhugað að búi um 7-8 þúsund manns. — Vissulega má gera sér vonir um að starfsemi F.S.Á. megi eflast á ókomnum árum í vaxandi byggð- arlagi austan Árbæjar, með sam- vinnu við hina nýju íbúa til áfram- haldandi starfa að hagsmunamál- um sínum. Einkum á sviði mennta mála, tómstunda og æskulýðsstarfs, sem og annarra framfaramála. Félagsheimilið, sem byggt var fyrir liðlega 10 árum síðan, fyrir gjafafé og í sjálfboðavinnu íbú- anna, sýnir, að máttur samtak- anna orkar mikils til til jákvæðs félagslífs, og stofnun F.S.Á. hef- ur stuðlað að ýmsum framfaramál um okkar. Skólastarfsemi hefur verið rek- in í húsi félagsins um árabil, í góðri samvinnu við fræðsluyfir- völd. í húsinu hefur einnig farið fram unglingastarf, svo sem skáta starf, barnastúka, tómstundastarf i samráði við æskulýðsráð. Einnig barnagúðsþjónustur séra Bjarna Sigurðssonar sóknarprests, og æf- ingar kirkjukórs Árbæjarkirkju. Ungmennafélag fékk einnig af- not af husinu. Félagið sækir fast um úthlutun lóðar undir byggingu veglegs fé- lagsheimilis og áhugi er fyrir í- þrótta starfsemi og sundlaugar- byggingu. Á aðalfundi félagsins voru til umræðu vandamál þeirra félags- manna, sem eru svo óheppnir að hús þeirra lenda utan ramma skipu lagsins. Hér var upphaflega leyft að byggja flytjanleg sumarliús úr timbri, 25 fermetra að stærð. —• Varð það til þess að hér risu var- anlegri hús, sem búið var í allt árið. Sum þessara húsa verða nú að hverfa á næstunni, og samþykkti fundurinn að sanngjarnt væri að eigendum væri greitt fullt bruna bótamat fyrir þau. Leit fundur- inn svo á að vænta mætti skilnings ráðamanna borgarinnar á þessum lágmarkskröfum, og því ekki trú- að, að vandamáli fólksins sem I hlut á, verði svarað á neikvæðan hátt. Félagið hét því þessu fólkí að- stoð sinni, eins og öllum með- bræðrúm er skylt, og kaus þriggja manna nefnd til samráðs við borg- aryfirvöld um úrbætur. Á aðalfundinum skýrði fráfar-.. andi stjórn frá viðleitni sinni til að fá símamál hverfanna í beti'* liorf. Sjálfvirkt samband símans kom hér á síðasta ári og eftir að hafa verið aðnjótandi hálf-sjálfvirka sambands um árabil, gerðu notend ur sér vonir um að sjálfvirkt sam- band við borgina yrði snurðulítið. Önnur varð raunin á, varð sam- band símans svo slæmt, að altalað var, að fljótlegra væri fyrir sím- notendur að fara með strætisvagni , til borgarinnar, en að bíða réttr- ar tóntegundar biðtóns símans.ErU, ,, þó ferðir strætisvagnanna strjálar svo ekki sé meira sagt. Boðið var bæjarsímastjói'a á símnotendafund, þar sem hann upp lýsti ýmsa tæknigalla á apparat- inu, ásamt fleiri erfiðleikum í sam bandi við hið flókna kerfi hinnar nýju stöðvar. Bæjarsímastjóri kvað unnið að lagfæringum dag og nótt. Tillaga var samþykkt að leita - ásjár neytendasamtakanna fyrir I símnotendur, sem töldu að um ■ svika-þjónustu væri að ræða og engan veginn hægt að selja '] fullu verði, eins og forráðamenn símans heimta þó. Liggur sú mála leitun hjá Neytendasamtökunum til úrlausnar. íbúar hverfisins eru undraijni, yfir, að ekki skuli lagðir stokkar í hinar nýiu götur fyrir hitaveit^, Hefur félagið þó skorað á borgar- ráð að hítavéita fyrir húsin sé tek i in með í framkvæmdunum. Á þvf hlýtur áð sparast mörg krónarj,, þegar svo djúpir skurðir eru gcr'á- ir, sém hér .má sjá fyrir skólp og vatn. , Nokkrar ályktanir voru gerðar á aðalfundnum, varðandi hagsmun'í|, Frh. á 10. siðu.' ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 7. apríl 1965 J

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.