Alþýðublaðið - 01.05.1965, Blaðsíða 3
LÍTIL BÓK UM
MIKINN MANN
Haraldur Jóhannsson: Klukk-r
an var eitt. Viðtöl við Ólaf
Friðriksson. Bókaútgáfan
Fróði.
ÍSLENDINGAR eru sískrifandi,
sérstaklega ævisögur og æviminn
íngar. Eru kynstur gefin út af
slíkum bókmenntum, og ber
langmest á sögum um bændur,
fiskimenn og víðreista spekinga.
Hitt héfur lengi verið athyglis
vert, hve forustumenn islenzkra
stjórnmál hafa gert lítið af því
að skrifa endurminningar sínar
og miðla þannig næstu kynslóð .
af reynslu sinni og þekkingu,
einmitt þeirri kynslóðinni, sem
mest gagn hefði af. Eins hefur
verið lítið um, að aðrir rituðu
íevisögur þessarar manna, þótt
nokkuð hafi það aukizt á allra
síðustu árum.
Það er til dæmis merkilegt að
athuga ritstörf Ólafs Friðriksson
ar, en hann dreymdi alltaf um
að helga sig rithöfundarstörf-
um að fullu. Hann skrifaði leynl
lögreglusögu, þýddi Jaek London,
safnaði dýrasögum fyrir börn,
En honum virðist ekki hafa kom
ið til hugar að skrlfa um lang
merkUegasta efni sem hann
þekkti, en það var hann sjálfur.
íslenzkri sögu og bókmenntum
hefði vafalaust Verið mikill feng
* ur að eignast slíkt rit-
Nú er komið út lítið kver við
tala við Ólaf Friðriksson, og
hefur Haraldur Jóhannsson hag-
fræðingur ritað þau- Þetta er lít
il bók um mikinn mann. Hún hef
ur að geyma sundurlausar end-
urminningar frá ýmsum ævi-
skeiðum. Er að henni fengur,
hún virðist samvlzkusamlega
gerð af höfundi og er fallega
út gefin. Höfundi er sýnilega
Ijóst, að þetta er aðeins brot,
sagan af ævi Ólafs er önnur
og meiri. Til dæmis sleppir höf
undur vísvitandi öllum afskipt
um Ólafs af stjómmálum eftir
1923.
Líklega er höfuðgalli ritsins
sá, hve aldurhniginn Ólafur var
orðinn, er viðtölin fóru fram.
Þetta er of litið og of seint,
og má þó ekki Jíta á þau um-
mæli sem gagnrýni á höfund
bókarinnar. Það stóð öðrum nær
að fá Ólaf til að segja sögu sína
og koma henni á prent.
Ólafur segir fyrst frá bernsku
minningum sínum á Austfjörð
um og Norðurlandi- Eru þar frá
sagnir af síldarvinnu og skiptum
Ólafs við mág sinn Gttó Túli
níus á Akureyri. Segir Ólafur
svo frá, að Ottó hafi stungið
upp á þvi við sig, að hann færl
til útlanda til að kynna sér líf-
ið þar. Getur lesandinn veQt
vöngum yfir bví hvor^ þessi stór
liuga mágur Ólafs hafi ekki með
uppástungu sinni (vafalaust frek
Framhaild á 8. síðu.
HÉR fara á eftir nokkrar stutt-
ar tilvitnanir eftir Ólaf Friðriks
son úr viðtalsbókinni Klukkan
var eitt:
Bernskuár á Eskifirði
í barnaskólanum var prédik
ari á vetrin- Það kom enginn í
kirkju af Eskifirði inn á Hólma
nema á sumrin. Eg fékk að fara
með til að hlusta á hann. Þeg
ar við vorum komin heim aftur
var verið að spyrja mig: „Hvað
sagði presturinn?“ Þá kunni ég
alltaf ræðuna, og hélt hana
fyrir fólkið. . .
Frá Hafnarárum.
Minnisstæðastur er mér Guð
jón Baldvinsson úr Svarfaðar
dal. Hann hafði styrk til fjög
urra ára til náms við Háskól-
ann. Hann ætlaði sér að verða
kennari á íslandi. Hann var
jafnaðarmaður. Þá vissi ég
ekki, hvað jafnaðarstefna var.
Hafði aðeins heyrt hennar get
ið. Við ræddum mikið um jafn
aðarstefnu. Eg reif allt sam-
•an niður. En ég las ýmislegt
um þessi efni; um verkalýðsfé
lög, kaupfélög, Henry Georgism
ann. Og ég var á öllum pólitísk
um fundum. "'
Um uppkastið.
Friðrik VIII. hafði í ræðu á
Kolviðarhóli minnzt á „mine to
riger.“ Við héldum þess vegna
að við ættum að fá nokkuðanik
ið frelsi. Um kvöldið,' er ég
heyrði fyrst uppkastið, var ég
ákaflega mikið á móti því. En
þegar daginn eftir - . .' er ég
sá undirtektir íhaldsblaðanna,
sá ég, að það var stórbót að
því. Þá snérist ég, Eg hafði eig
inlega fylgt gamla Sjálfstæðis
flokknum, en þá fylgdi ég eng
um flokki.
Formaður málfunsáa-
félags í Höfn.
Þá var það, að ég fékk eitt
sinn nokkuð kunnan .jafnaðar
mann, sem var forustumaður
ungra jafnaðarmanna> ,til þess
að tala um jafnaðarstafnuna.
Þegar ég heyrði hann,, skýra
jafnaðarstefnuna, sá -.ég,; að ég
var jafnaðarmaður.
■ . ..
Ólafur og danskir
jafnaðarmcnn.
Ég sá fram á, að; það yrði
sagt, þegar ég kæmhheim og
boðaði jafnaðarstef-nuna, að
Danir hefðu sent mig, • ef ég
gerðist handgenginn- dönskum
sósíaldemókrötum. Eg- sótti
fundi hjá-þeim og heyrði marga
forustumenn þeirra halda ræðu
meðal þeirra Stauning.og Borg
bjerg.
Kosningabarátta
á Akureyri.
Við settum upp spjald, sem
hneykslaði yfirstéttina, sem
enginn kannaðist þó við að
væri til. Á spjaldinu stóð:
„Verkamenn, kjósið verka-
menn“. Erlingur (Friðjónsson)
náði kosningu. Við sem sagt
komum einum að. Andstæðing
arnir kærðu kosningarnar. Það
var víst hálft ár, sem þeir
ætluðu ekki að hleypa Erlingi
inn. Erlingur settist ekki í bæj
arstjórnina fyrr en í júlí, lield
ég-
Kjarabarátta
í Reykjavík.
Það var þó ekki lágt tíma
kaup, sem olli mestum ugg
hjá mér, heldur hitt, hve mjög
verkamenn voru látnir vaka.
í prentsmiðjunni 1
Gutenberg.
Þar kynntist ég Jóni Ðald-
vinssyni, sem í fyrstunni hafði
enga trú á jafnaðarmennskunni
Hann var sá eini sem andmælti
í Gutenberg. Þegar ég hafði tal
að dálítið við hann, skipti hann
um skoðun.
Um stefnuna.
Sósíaldemókratar, jafnaðar-
menn, hafa trú á því, að verka
lýðurinn geti sigrað auðvalds
stéttina á þinglegan hátt, geti
smám saman breytt þjóðfélag
inu þannig, að framleiðsla og
verzlun komizt í hendur al-
mennings, þ.e. að þau verði rek
in með hagsmuni almennings
fyrir augum, en ekki hagsmuni
fárra auðmanna, svo sem á
sér stað nú. Aðalvopn jafnaðar
manna í baráttunni við auðvald
ið er kosningarétturinn, verka-
lýðsfélagsskapurinn og kaupfé
lagsskapur.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 1. maí 1965 J