Alþýðublaðið - 01.05.1965, Blaðsíða 5
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiimimiiiiMiiiiiiii
s 1111111111(11111!^
Stefnan er skýrt,
en varlega mörkuð
Jón Si&urðsson
— ÞAÐ sem mest.verð
ur rætt og hugsað um í ná
inni framtíð í verkalýðs-
hreyfingunni eru kaup-
gjaldsmálin og þeir samn
ingar sem fram undan eru
við atvinnurekendur,
sagði Jón Sigurðsson, for
maður Sjómannasam-
bandsins, er Alþýðublað-
ið innti hann frétta úr
verkalýðsbaráttunni í
sambandi við-1. maí.
Jón benti á að þessir samn
ingar væru að kalla á næstu
grösum, flest veríkalýðsfélög
hefðu samninga lau'sa í byrjun
júní, — einkum verkamenn og
verkakonur, önnur hefði samn
inga bundna nokkuð lengur.
— Það er þá ekki nema um
mánuður, þar til að þessu er
komið. Hvað líður undirbún-
ingi? Eru viðræður hafnar?
— Viðræður við atvinnurek-
endur eru ekki hafnar, en farið
er lítiliega að ræða við ríkis-
stjórnina- Það hefur ekki verið
dregin nein dul á það af hálfu
verkalýðshreyfingarinnar að
þess er vænzt að fresturinn
verði notaður vel. Það verði
byrjað snemma á raunveruleg
um samningaviðræðum, svo að
ekki þurfi að koma til stöðvun
ar því að stöðvun er alltaf dýr
ust. Um það er engum blöðum
að fletta. r
— Hver er meginstefnan hjá
verkalýðshreyfingunni?
— Hún er alveg skýr, og má
segja að hún sé varlega mörk
uð. Eins og . frá hefur verið
skýrt í Alþýðublaðinu, þá var
haldin ráðstefna í marzlok að
tilhlutan Alþýðusambands-
stjórnar til þess að ræða kaup-
gjaldsmálin almennt og þó
fyrst og fremst væntanlega
samninga í vor. Ráðstefnan
stóð yfir 1 tvo daga og mættir
voru fulltrúar frá helztu félög
um víðs vegar að af landinu.
Um það var alger samstaða að
full þörf væri á kjarabótum
vegna aukinnar dýrtíðar, að
auka þyrfti rauntekjur á tíma-
einingu. Ályktunin sem gerð
var á ráðstefnunni um kaup-
gjaldsmál var mjög hógvær.
Enda þótt ekki væri nokkur á
greiningur um að kjarabætur
væru bráðnauðsynlegar, þá er
ekkert því til fyrirstöðu að því
er séð verður að vei’kafólk muni
fallast á að þær verði að ein-
hvérju í formi lækkaðra skatta
eða annars sem hækkar tekjur,
þó ekki sé um að ræða beina
kauphækkun- Öllum er hvort
eð er ljóst að mikil bein kaup
liækkun veldur dýrtíð hækkandi
vöruverð mundi fylgja í kjölfar
ið.
— Þessi mál eru í höndum
sameiginlegrar nefndar sem
verkalýðsfélögin hafa kosið sér,
er það ekki?
— Jú, það er auðvitað æski
legt að verkalýðsfélögin geti
staðið saman að þessari samn
ingsgerð. Ráðstefnan káus
nefnd til að hafa á hendi for
ustu í samningaumleitununum,
og er vonandi að innan hennar
verði gott samstarf. Æskilegast
Rætt við Jón
Sigurðsson, for-
mann Sjómanna
sambandsins
af öllu er að samkomulag tak
ist um það sem nefndin getur
fallizt á, og um það yrði sam
ið- Hins vegar er samningsrétt
urinn í höndum hvei's félags fyr
ir sig. Hvert félag verður að
taka lokaákvörðunina. Samn-
inganefndin hefur ekkert umboð
til að gera heildarsamninga, þó
að raunverulega þyrfti svo að
vera. Þannig verður það vafa
laust í framtíðinni, eð a að
minnsta kosti um að ræða
stærri samningsheildir heldur
en nú er. Að því er nú i raun
inni stefnt með fleiri og sterk
ari sérgreinasamböndum. Þau
eru nú sem óðast að festast í
sessi og auka sína starfsemi-
— Hvað viltu helzt segja um
skipulagsmál verkalýðshreyfing
arinnar?
— Málin hafa nú tekið dálítið
aðra stefnu en ég og fleiri ósk
uðum. Við hefðum. viljað koma
á róttækri skipulagsbreytingu
þannig að félögum yrði ekki hóp
að saman eftir atvinnugi-einum,
heldur yrði Alþýðusambandið
allt skipulagt á nýjan leik eftir
vinnustöðum, þeir saman sem
saman vinna. En eins og nú er
þá er\i menn á sama vinnustað
oft í mörgum féjögum. — Um
þetta voru .ekki skiptar skoð
anir eftir stjórnmátalegum sjón
armiðum. Hér kom annað til.
Framhaid á 8. síðu.
Trésmiðaíélag
Reykjavíkur
hvetur meðlimi sína til að |
taka þátt í hátíðahöldurn |
dagsins. |
Gleðilega hátíð.
' STJÓRNIN.
C
£
iiiMitMHiiiiiiumimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHMiiiiiiiiiMiiiiiiiMiiiiiiiiiiHMiiMiiiiimiiimmmiiiiiMiiiiMtiiiHiiiiiii E
C
|
Sendum öllu vinnandi fólki |
til sjávar og sveita » |
beztu árnaðaróskir
í tilefni dagsins f
Kaupfélag Þingeyinga |
Húsavík.
<IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIMMIII|llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllMIIMIIIIIIIIIIIIIinillll “
| /ð/o, félag
| verksmiðjufólks
flytur öllum félagsmönnum sínum
bcztu árnaðaróskir í tilefni
1. maí.
Stjórn Iðju.
*'k iiiiiiiiiiiimiiiiiniiiiiiiiiimiiiiiiiiinimiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiimiiiiiiimimimniMiiiiiiMiiiiiii 11111111111111111
ALÞÝOUBLAÐÍÐ - 1. maí 1965 5
u.v'.úA CdiM ídhll X
MMiMmmrtmiiimMmiiimitiiiiiiiiiimiimiiinmiUl