Alþýðublaðið - 18.05.1965, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.05.1965, Blaðsíða 4
! Bitstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröudal. — Ritstjórnarfull- trúi: Eiður GuSnason. — Símar: 14900 -14903 — Auglýslngasimi: 1490G. ASsctur: Alþýðuliúsið við Hverfisgötu, líeykjavik. — Prentsmíðja Alþýðu- blaðsins, — Askriftargjald kr, 80.00. — I .lausasölu kr. 5.00 cintakið. Utgefandi: Alþýðufiokkurinn. STRÁKARNIR ÞRÍR TVEIR KUNNINGJAR sátu yfir kaffibolla um síðustu helgi. Þeim varð tíðrætt um flugmál, sér- .staklega hina frægu ræðu Arnar Johnsons, er hann réðist á Loftleiðir fyrir að reyna að kaupa hlutabréf Flugfélags íslands. Þá varð öðrum mannanna að orði: — Þetta er eins og hjá strákunum mínum. —■ Nú sagði hinn. — Já, ég á þrjá stráka, Stundum kemur fyrir, að það fýkur í mig við þann elzta, og ég skamma hann 'hressilega. Þá bregzt sjaldan, að sá elzti notar fyrsta tæki- færi til að skamma þann næstelzta, og heyri ég þar éþægilegt bergmál af mínum eigin skömmum. Og fyrir kemur þar á ofan, að sá næstelzti beit- ir aldri sínum og yfirburðum yfir þann yngsta með þ ví að taka hann og húðskamma! Þetta virðist vera alveg eins hjá flugfélögunum. SAS gerir atför að Loftleiðum til að reyna að koma þeim fyrir kattarnef og losna við óþægilega ■samkeppni. Loftleiðir snúa sér við fyrsta tækifæri að Flugfé- lagi íslands og reyna á laun að kaupa upp hlutabréf þess til að ná tangarhaldi á félaginu. Og Flugfélag íslands reynir að gleypa flugþjón ustu Björns Pálssonar til að draga úr samkeppni litlu félaganna! SLEGGJUDÓMUR NOKKRAR RYSKINGAR urðu á útifundi svo- kallaðra hernámsandstæðinga eftir Keflavíkur- jgöngu, og voru þar aðallega unglingar að verki. Hafa orðið blaðaskrif um þetta atvik og þau næsta nýstárleg. í fyrsta lagi er furðulegt, að kommúnistar skuli hafa skap í sér til að hneykslast á þessu atviki, með því að þeir eru sá pólitíski flokkurinn, sem þjálfar menn sína í óeirðum og beitir þeim um allan heim. Meira að segja hér uppi á íslandi hafa kommúnist- ! ar gengið allra manna lengst í þessum efnum — og Jiafa því sízt ráð á að hneykslast. í öðru lagi tala bæði kommúnistar og sumir dálkahöfundar Morgunblaðsins um þessi uppþot á þann hátt, að þau sýni „uppeldi ameríska sjónvarps íns “t Sjónvarpinu má kenna um ýmislegt, en þetta er dnránleg fullyrðing manna; sem ekki hafa hugmynd ’viim, hvernig sjónvarpið er. Ef önnur menningargagn rýni þessara aðila er á borð við þennan sleggjudóm, i er ekki á góðu von. HEMPELS SKIPAMÁLNING: Utanborðs og innan á tré og járn. TIL IÐNAÐAR: Á vinnuválar, stálgrindahús, tanka o. m. fl. Ryðvarnargrunnur og yfirmálningar alls konar. TIL HÚSA: Grunnmálning, lakkmálning í mörgum litum, þakmálning og aðrar utanhússmálningar á járn og tré. Framleiðandi: Slippfélagið í Reykjavík h.f. Sími 10123. (plastmálning) UTANHÚSS OG INNAN í MÖRGUM LITUM. ★ Sterk ★ Áferðarfalleg ★ Auðveld í notkun ★ Ódýr. Fást víða um land og í flestum málningarverzlunum í Reykjavík. á, horninu ALÞYBUBLAÐH) hefur nú birt álit nokkurra framámanna í samgöngumálum um hægri og vinstri liandar akstur. Flestir eru þessir ágætu menn hægri- sinnar, og þó að ég hafi Iátið í ljós þá skoðun mína, að breyting sé ekki aðeins óþörf heldur líka óhagkvæm og hættuleg, þá verð ég játa, að flestir, sem ég hef talað við, eru hægrisinnar. Hins vegar er það engin sönnun fyrir því hvort rétt sé að breyta eða ekki, því að breytingagimin út í loftið ríður ekki við einteyming hjá okkur íslendingum og kostn aður skiftir þá engu máli eins og dæmin sýna og ganua. ÉG ÞYKIST HAFA ákveðna skoðun í þessu máli, en ég fer ekki að eyða tíma eða vinnu minni í mjkil skrif um það, því að málinu hefur verjð ráðið til lykta að því er virðist, og ég hef svo mörg önnur áhugamál og aðkall andi, að nóg er — og get víst ekki haft nein varanleg áh.rif á lausn ina héðan af. Ég segi aðeins: „Vesgú. Þairna er brautin( sem þið hafið sjálfir ákveðið að fara. Spýtið í. Við munum senda björg unarmenn á eftir ykkur til að bjarga því sem bjargað verður-“ HÉR FARA Á EFTIR tvö bréf frá „vinstrimönnum," en á morg un eða liinn daginn birti ég bréf frá „hægrimanni“ — og með þess um bréfum held ég að rétt sé að láta staðar numið að sinni eða þangað til að reynsla fæst af breytingunni, hvenær sem það verður. Sk- Sk. skrifar: ,,ÞAKKA ÞÉR FYRIR pistil þinn um breytingarnar á akstursregl- unum. Ég fæ ekki fremur en þú og margir góðir menn, skilið nauð syn þess að við förum að breyta til úr vinstri í hægri akstur. Þetta verður ofsalega dýrt, en auk þess er það hættulegt. Við höfum al gera sérstöðu og þurfum hvorki að samræma reglur okkar við regl ur annarra þjóða, né að breyta vegna þess að svo margir íslend ingar fari utan með bifreiðar sín ar.“ B.S- SKRIFAR: ,,Ég þakka þér af alhug fyrir bréf þitt 7. maí sem ber yfirskriftina: „Hægri handar akstur hér er fásinna.“ Þetta er sannarlega orð í tíma talað. Við verðum að mynda sam 'tök, sem berjast með hnúum og hnefum gegn „fásinnunni". Svo birtir þú i dag (13. 5-) tvö bréf um þetta mál. Annar bréfritarinn er okkur sammála, og talar af mikilli skynsemi og hófsemi um málið- En hinn vil ólmur taka upp hægri handar akstur. Og hér ger ist sama sagan og áður: Engin minnstu rök eru færð fram mál inu til upplýsingar og stuðnings. Sitt sýnist hverjum um vinstri eða hægri. ★ Of hættulegt og dýrt. ★ , Falsrök hægri manna. ★ Kveðum fásinn- una niður! Hinsvegar er þar talsvert af fals rökum, þeim sömu og áður hafa heyrzt. ÉG KALLA ÞAÐ FALSRÖK, þegar því er haldið fram, að við verðum að breyta til vegna þess, að aðrar þjóðir hafa liægrihand ar akstur. Þessi rök eru álíka viturleg og ef því væri haldið fram, að við ættum að leggja nið ur „ylhýra málið“ okkar — ís- lenzkuna, vegna þess að aðrar Framh. á 15. síðu. ARMUL I SIMI 38500 NÚ ÞEGAR óskum vér að ráða tvo unga og reglusama menn, annan til skrifstofustarfa og hinn við skoðun tjóna. Hér er um góð framtíðarstörf að ræða. Nánari upplýsingar gefur Skrifstofuumsjón liggja umsóknareyðublöð þar frammi. Upplýsingar eru ekki gefnar í síma. SAMVIN N UTRYGGINGAR 4 18. maí 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.