Alþýðublaðið - 18.05.1965, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 18.05.1965, Blaðsíða 13
Sími 5 01 84 Heljarfljót Litkvikmynd um ævintýraferð i frumskógum Bólivíu. Jörgen Bit- sch og Arne Falk Rönne þræða sömu leið og danski ferðalangur- inn Ole Miiller fór í sinni síðustu ferð, — en villtir Indíánar drápu hann og köstuðu líkinu 1 Heljar- fljótið. Sagan hefur komið út ó íslenzku. íslenzkt tal. kl. og 9. Sírni 5 02 49 Eins og spegilmynd INGMAR BERGMANS Áhrifamikil Oscar-verðlaunamynd gerð af snillingnum Ingimar Berg- mann. Sýnd kl. 7 og 9. Pússningarsandut Heimkeyrður pússningarsandui og vikursandur, sigtaOur e0« ósigtaður við húsdyrnar «0« kominn upp á hvaða hæO aen er, eftir óskum kaupenda. SANDSALAN sf. við ElUSavec Sírnl 41920. SÆNGUR \ REST-BEZT-koddar Endurnýium gHmlo sængurnar, eigum dún- og fiðurheld ver. Seljum æðardúns- og gæsadúnssængur __ og kodda aí ýmsum stærðum. DUN- OG FIÐURIIREINSUN Vatnsstís 3. Sími 18740. < Maðurinn var greinilega kurt eis maður, því hann reis á fæt ur. — Fyrirgefðu Siggi minn, — sagði hann. Ég þekki hann Gunna bróður þinn. Ég kann að dansa, vertu blessaður. — Svo staulaðist hann upp stig ann. Ég hló. Sigurður leit á eftir mannin- um og svo á mig. —. Það var gott að heyra, að hann kannað dansa skinnið, — sagði hann. — Þú ert falleg í kvöld. Er þetta nýr kjóll? — —-Já, — svaraði ég. — Hvern ig lízt þér-,á hann? — — Hann er fallegur eins og innihaldið, — sagði liann. — Eigum við að dansa? — Við vorum löngu búin að borða og hljómsveitin farin að leika fyrir dansi. Það var enginn á dansgólfinu. Mér hefur alltaf fundist það einhver aðalkosturinn við Naust, að hljómsveitin þar er ekki jafn hávær og annars stað ar. Þar þarf fólk ekki að hrópa yfir borðin til að tala saman eins og tíðkast á skemmtistöð- um í Reykjavík. Við gengum út á dansgólfið. Mér hefur aldrei þótt sérstak lega gott að dansa við Sigurð. Ekki vegna þess, að hann geti ekki dansað, hann hefur lært hjá góðum kennurum, rvthamnn hefur hann líka. Það er eitthvaO annað, sem vantar. O, jæja, sumir liafa það í fót unura, sem aðrir hafa í höfOina og því ekki það. ÞaO er ekkl hægt að ætlast til alls. Sigurður dansaði eins og dans inn væri miög alvarlegur hlut- ur, sem nauðsvnlegt væri að ein beita sér að. Ég hafði það alltaf á tilfinningunni, að hann dans aði eins og væri hann að taka þátt í danskeppni og allt hans væri undir því komið að hann virtist hrevfa sig lýtalaust. Mér hefur aUtaf þótt gaman að dansa. í mínum augum er dans skemmtun;, stundum róleg ur, stunduð glaðlegur, skemmti- legur eða listrænn, en aldrel yf ir máta alvarlegur. Sjálfsagt höfum við tekið okk ur vel út á dansgólfinu. Hann var alveg mátulega hávaxinn fyrir mig. Höfuðið á mér náði upp að nefinu á honum og það finnst mér hæfilegur stærðar- munur á dansgólfi. Hann þrýsti' mér fast að sér og dansaði áfram yfir gólfið, þegjandi og alvarlegur. Ég leit upp að inngansinum. Fólkið, sem kom inn hristi af sér snjóinn áður en það fór úr yfirhöfnunum. Það snjóaði ákaft fyrir ut- an. 2. kafli. Stormurinn næddi um glugg- ann á herberginu, sem Einar hafði tekið á leigu til að hitta Rósu í. Hann brosti við henni, þar sem hún lá við hlið hans á dívaninum. Snjórinn og stormurinn fyrir Framhaldssaga eftir Ingibjörgu Jónsdóttur 2.HLUII utan jók einungis á vellíðan hans inni í hlýju herberginu. Fátt fannst hontim betra ? vondu veðri en að liggja uppi í dívan með svona kynbombu við hliðina. — Að hugsa sér að við skul um vera hérna saman! — sagði hann upp úr eins manns hljóði. Hún teygði letilega úr sér og strauk heitum vörunum um vanga hans. — Það er naumast þér að þakka, — sagði hún svo með sinni hrjúfu og letilegu rödd. Hann minntist þess, hve oft hann liafði horft á hana heima hjá Halldóri, horft á hana og hugsað sitt. — Ekki gerðir þú alltof mik ið til að ná í mig, — safði hún og strauk yfir handlegg hans. — Ég þekki manninn þinn vel, — sagði hann og rödd hans var dáVítið hörkuleg. — Það hefði verið óeðlilegt hefði ég eltst við þig. Hann er maður- inn þinn og vinur minn. — Svo eiga þau tvö, lítil börn, hugsaði hann. Rósa glotti hæðnislega. — Vináttan virðist ekki hafa haldið aftur af þér í kvöld, — sagði hún. Hann ýtti henni frá sér og spratt á fætur. Stundum hata ég hana, hugs aði hann. Stundum finnst mér hún hreinasta hóra. — Því ætti vinátta frekar að halda aftur af sér en skyldu- ræknin af þér? — spurði hann. Snjókoman og stormurinn fyrir utan hlýjaði honum ekki lengur heldur þreytti hann. Nú minntist hann þess að hann átti eftir að fara út í vonda veðrið og sækja bíl handa þeim. Það var enginn sími í her- berginu. — Viltu meira gin? — spurði hann. — Já. — Hún hrosti enn hæðnislega. Hún vissi, að hon- um bauð oft við henni, en þrá hans var viðbjóðinum sterkari, hrifningin hatrinu og hún hafði gaman af. Hann hellti í glas hennar. — Vertu ekki svona nízkur á ginið, — sagði Rósa. — Ég fer heim eftir augnablik, þú mátt ekki gleyma þvf, að ég er i níu híó. — Hún teygði úr sér. — Ég verð að hafa eitthvað að hugga mig við, þegar heim kemur. — Einar bætti þegjandi í glas hennar. — Gjörðu svo vel, — sagði hann og rétti henni það. — Hvernig ætlarðu að útskýra vín lyktina? Hún hló. — Ég skrapp á Mímisbar og fékk mér one for the road áður en ég lagði af stað heimleiðis. Fata viðgerðir SETJUM SKINN A JAKKA AUK ANNARRA FATA- VIÐGERÐA SANNGJARNT VERÐ. Skipholti 1. — Sími 16446. SÆNGUR Endurnýjum gömlu sængurnar. Seljum dún- og fiðurheld ver. NÝJA FH)URHREÍNSUNW Hverfisgögu 57A. Sími 187S8. — Flökrar þig aldrei við lyg- inni? — spurði hann. — Eitthvað verður maður að hugga sig við, — svaraði hún. — Þarfnastu huggunar í hjónahandinu? — Hún-hló aftur. — ’Halldór er ágætur — svaraði hún. — Mér þykir bara vænt um hann. — — Dásamlegt! — sagði Einar. — Þú ert svei mér rausnaleg að eyða allri þessari væntumþykju á manninn þinn. —• — Hann er eiginlega alltof góður fyrir mig, — sagði hún sigri hrósandi yfir að vera svona vond og án þess að skammast sín hið misnsta. — Já, alltof góður. —• — Svo sannarlega, — svaraði Einar. — Enda þyrfti þinn mað ur að vera hrein skepna til að vera ekki betri en þú. — Hún lagði daðurslega undir flatt. — Finnst þér ég svona and- styggileg? — — Já, — svaraði hann ákveð- inn. — Og það þó þú hafir dregið mig á tálar? — Hann hló. — Það má sjálfsagt ræða lengi um það, hvort dró hitt á tálar, — sagði hann. — Eitt er ©PIB connnmn 3fS3 HOCO ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 18. maí 1965 |,3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.