Alþýðublaðið - 18.05.1965, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 18.05.1965, Blaðsíða 5
Vill friðarsamninga við Arabaríkin Jerósalem, 17. maí. (ntb-reuter-af p). Forsætisráðherra ísraels ' Levi Eskhol gerði Arabaríkjunum í dag formlegt tilboð um friðarviðræð- ur milli þessara ríkja. í ræðu, er hann héit £ Þjóðþinginu, lagði Esk hol fram drög að friðaráætlun, sem byggð er á virðingu fyrir sjálfstæði og fullveldi allra ríkja á svæðinu. Tilboðið hljóðar m. a. upp á það, að arabísku ríkin fái aðgang að miðjarðarhafsströnd ísraels í mynd svokallaðs frísvæð- is, þar sem komið verði fyrir olíu flutningakerfi. Auk þess gerir á- ætlun þessi ráð fyrir samvinnu að því cr snertir ferðir ferðamanna og gagnkvæma efnahagsaðstoð. Samkvæmt áætlun þessari á og að geta átt sér stað ýmis konar lagfæring á landamærum ríkjanna þar sem nú eru erfiðleikar vegna daglegs lífs fólksins. Þá gerir á- ætlunin einnig ráð fyrir því, að stöðvað verði vígbúnaðarkapp- hlaupið í Austurlöndum nær og allt það fjármagn, sem nú er notað til vígbúnaðar, verði notað til að hraða efnahagsþróun land- anna. Eshkol lét í ljós ánægju sína yfir þeim tillögum um frið- samlega sambúð, sem fram hefur komið frá vissum aðilum í Araba- Stefnubreyting senn í Vietnam? Saigon, 17. maí. (ntb-reuter). Ekki kom í dag til sprengju- árása á Norður-Vietnam fremur en undanfarna daga og í Saigon er litið á það sem merki þess, að í aðsigi sé meiri liáttar stefnu- breyting af hálfu Bandaríkjanna. Fréttamenn í Saigon veltu því fyr ir sér hvort verið gæti, að John- son forseti liefði stöðvað sprengju árásirnar til að láta í ljós með því velvilja sinn, og reyna þar með að fá Norður-Vietnam til að setjast að samningaborðinu. — í Suður-Vietnam héldu hins vegar bandarískar orustuflugvélar áfram árásum sinum á stöðvar Vietcong skæruliðana. Á mánudag sprakk 225 kílóa sprengja af slysni í bandarísku flugbækistöðinni í Bien Hoa. 4 öðrum sprengjum varnaumlega forðað frá því að springa. — Á sunnudaginn átti sér stað keðju- sprenging af hreinni slysni á flug velli þessum og urðu þær til þess að 22 Bandaríkjamenn og 1 viet- namiskur maður fórust og flugvél ar eyðilögðust. Sprengjur þessar voru allar stilltar á tíma. 110 manns slösuðust alvarlega við sprengingar þessar og 25 flugvélar skemmdust. - Reuter-fréttastofan segir, að hlé það, er gert hafi verið á loftárás um Bandaríkjamanna á Norður- Vietnam, stafi af skipulagslegum ástæðum. Bandarísk hernaðaryfir völd vilja kynna sér rækilega það tjón, er orðið hafi á brúm, skot- færageymslum og öðrum þeim mannvirkjum, er loftárásir hafa verið gerðar á síðustu vikur, að sagt er. Talsmaður Hvita hússins vildi samt sem áður ekkert segja í dag um það hvort rétt 'væri að Johnson forseti hefði sjálfur fyr- irskipað stöðvun loftárásanna. — Bandarískir embættismenn í Sai- gon neituðu í dag að segja neitt um það, hvers vegna loftárásunum hefði verið hætt, sögðu, að her- þeirra væri reiðubúinn til þess, hvenær sem væri, að hefja sprengjuárásir sínar á ný. vantar unglinga til blaðburðar á Seltjarnarnesi. AlþýðublaSiS Sími 14-900 Járnsmiðir! Járnsmiðir! Vantar járnsmiði vana viðgerðum til vinnu á Austfjörð- um, lengri eða skemmri tíma. — Mikil vinna. Upplýsingar gefur Gísli Guðlaugsson, síldarverksmiðj- unni, Vopnafirði. heiminum. Hann kvaðst leggja til, að teknar yrðu upp viðræðiu- milli ísraels og þeirra landa, sem und- irrituðu vopnahléssamninginn ár- ið 1949. Skulu þær viðræður stefna að friðarsamningum. Rýmingarsala Rýmingarsala Peysusett, verð kr. 75,00. — Dömupeysur, verð frá kr. 150,00. — Barnanáttföt, verð kr. 50,00. — Barnaflauelis- buxur, verð kr. 95,00. — Dömu- og unglingablússur, verð kr. 75,00. — Nælondömuskjört kr. 75,00 o. m. fl. Verzlunin Á S A Skólavörðustíg 17. — Sími 15188. Þýzkir Kvenskór Liitzel Ný sending komin. SKÓVAL Austurstræti 18. — Eymundssonarkjallara. Sel^um í dag og næstu daga nokkrar gerðir a£ karlmannaskóm fyrir kr. 240,00 — 315,00 og 443,00. Ennfremur karlmannasandala fyrir kr. 275,00. Skóbúb Austurbæjar Laugavegi 100. Höfum flutf skrifstofur og afg reicfslu í NVTT VERKSMIÐJUHÚS LYNGAS1 GARÐAHREPPI SÁPliGERÐIN FRIGG SÍMI 51822 Munið HAB - sími 22710 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 18. maí 1965

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.