Alþýðublaðið - 21.05.1965, Blaðsíða 2
eimsfréttir
siácasflfónei nótf
★ SANTO DOMINGO: — Tveir ráðherrar úr uppreisnarstjórn
Caamanos ofursta í Dóminikanska Iýðveldinu féllu í götuhardaga
i Santo Domingo í gær. Fulltrúi Bandaríkjanna hjá OAS hefur
jstaðfest þetta, en borið til baka ásakanir Caamanos urn, að banda-
rískir hermenn eigi sökina á falli ráðherranna. Johnson forseti
liefur skipað bandariskum hermönnum að gæta hlutleysis í borg-
erastyrjöldinní
★ KAIRÓ: — 121 fórst, en sex björguðust, allir slasaðir, í
inesta flugslysi ársins í gaer í eyðimörkinni skammt frá Kairó,
£íex apar björguðust óskaddaðir. í flugvélinni voru 22 pakistanskir
4>Iaðamenn og sex flugfreyjur. Flugvélin, sem var að gerðinni
'Coeing 707-B. var að vígja nýja flugleið frá Karaclii til London.
★ DA NANG: — Skæruliðar Vietcong gerðu í gær hörðustu
úrás sina til þessa á bandarisku landgönguliðana, sem verja Da
•iS'ang-flugstöðina, en aðeins einn Bandarikjamaður féll. Bandarísk-
'«r flugvélar gerðu þrjár loftárásir á Norður-Vietnam. Hálfri
•nilljón flugmiða var varpað til jarðar aðeins 80 km. frá Hanoi.
★ WIESBADEN: — Elísabet drottning skoraði í gær á þýzku
■og brezku þjóðina að gleyma ágreiningi, sem aðskilið hefur þjóð-
irnar fyrstu fimmtíu ár þessarar aldar og einbeita sér í þess stað
’fia því, sem tengir þær saman og myndað getur gruhdvöll að
tiýjum og bættum skilningi í framtíðinni.
★ NÝJU DELHI: — 40 pakistanskir hermenn féllu í bardög-
við indverska hermenn við Mendhar í Kasmír í gær.
★ STOKKHÓLMI: — Sænski rikissaksóknarinn á að ákveða
« morgun hvort fangelsa skuli sex leiðtoga sænsku nazistahreyf-
Ingarinnar eða sleppa þeim úr haldi.
★ GENF: — Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin samþykkti í gær
tneð 69 atkvæðum gegn 29 breytingu á lögum stofnunarinnar þess
«fnis, að reka megi um stundarsakir ríki úr samtökunum, sem
gerist sekt um kynþáttamisrétti.
★ NÝJU BELHI: — Tveir indverskir fjallgöngumcnn klifu í
:gær upp á hæsta fjall licims, Mount Everest í Himalaya-fjöllum.
Nýjar tillögur í mál
efnum aldraöra
Reykjavík. — EG.
Á borgarstjórnarfundl í gær-
kvöldi gaf prófessor Þórir Kr.
Þórðarson yfirlit yfir störf nefnd-
ar, sem starfað hefur frá árinu
1963 og fjallaöi um málefni aldr-
aðs fólks í höfuðborginni. Á veg-
um nefndarinnar hefur verið
samin ítarleg greinargerð um
málið, sem getið verður hér í
blaðinu síðar.
Nefndina skipuðu:
Þórir Kr. Þórðarson, form.
Gísli Sigurbjörnsson,
Astrid Hannesson,
Guðmundur Löve,
Erlendur Vilhjálmsson,
Dr. Jón Sigurðsson,
Sr. Jón Þorvarðarson,
Páll Kolka - og
Dagný Auðuns. 1
Tillögur nefndarinnar eru á
þessa leið:
1. Samræmd og endurskoðuð
verði öll löggjöf, sem snertir mál
efni aldraðs fólks sérstaklega, þ.
e. lög um almanna tryggingar,
framfærslulög, lög um sjúka
menn og örkumla, lög um heimil-
ishjálp og byggingasjóð aldraðs
fólks.
2. Stefnt skal að þvi með sam-
ræmdum aðgerðum ríkisvalds,
borgaryfii-valda, kirkju og frjálsra
félagssamtaka, að öldruðu fólki
verði gert kleift að dvelja sem
lengst í heimahúsum. Til stuðn-
3. Kosta skal kapps um, að
aldrað fólk, sem er svo umönn-
unarþurfi, að það getur ekki dval
ið í heimahúsum, eigi ætíð kost
á vist á viðeigandi hæli. Skal
því lögð áherzla á byggingu hjúkr
unarheimila, elliheimila, sjúkra-
deilda fyrir langlegusjúklinga og
hæla fyrir geðtruflað fólk.
4. Jafnframt framangreindum
ráðstöfunum verði einstaklingar
og fjölskyldur hvattar til þess að
sjá farborða öldruðum foreldrum
og skyldmennum svo Iengi sem
kostur er os ekki koml til opin-
berrar aðstoðar fyi’r en nauðsyn
krefur.
Veröur stjórnar-
kreppa í ísrael?
Tel Aviv, 20. maí. (ntb-reuter).
Tveir fylgismanna Davíðs Ben
Gurians, hin 78 óra gamla leið-
toga Verkamannaflokksins, sögðu
sig úr stjórninni í dag vegna vax-
andi sundurþykkju Ben Gurians
og Levi Eskhols forsætisráðherra.
Ráðherrar þessir eru Almogi,
byggingamálaráðherra og Pares,
I varalandvarnaráðherra. Almogi
^ segir í bréfi, að hann segi sig
úr stjórninni þar eð hann sjái
sér ekki annað fært eftir að Esk-
hof hafi lýst því yfir á fundi I
stjórn flokksins að þeir ráðherrar
sem væru sammála Ben Gurion
yrðu að fara úr stjórninni. *
Sagt er að Ben Gurion íhugi
stofnun nýs flokks með stuðn-
ingi nokkurra flokksbrota innan
Verkamannaflokksins.
Ben Gurion, sem sagði af sér
sem forsætisráðherra 1963, sagði
í opnu bréfi í dag, að hann hefði
komizt að þeirri niðurstöðu, að
I.evy Eskhol væri ekkl gæddut
þeim hæfileikum, sem forsætis-
ráðherra þyrfti að liafa. ‘
Aukið öryggi
Reykjavík, EG.
Hafnarstjórn Reykjavíkur sam«
þykkti á fundi sínum fimmtu-
daginn 13. maí, að keyptir skull
fjórir Iéttir alúminium landgang-
ar til notkunar við höfnina.
| Hefur þegar verið leitað eftlr
tilboðum í landgangana, en þeir
munu verða staðsettir við togara-
bryggjuna, þar sem oftast liggja
f j órirtogararíeinu.
fjórir togarar í einu. Hefur hafn-
arstjórn óskað eftir að Togaraaf-
greiðslan annist um notkun land
ganganna. Kaup þessi eru liður í
auknum öryggisráðstöfunum við
Reykjavikurhöfn.
Auknar kröfur um
flugstjóramenntun
í f gærkvöldi komu fram í
i Þjóðleikhúsinu átta ungir lista
J menn frá Rússlandi, sem
cskemmtu þar með tónleikum,
: listdansi og töfrabrögðum. Eru
■ þeir hér á landi á vegum
Ski-ifstofu skemmtikrafta. —
Munu þeir dvelja hér til 28.
þ. m. og koma fram á nokkr-
um stöðum úti á landi.
Skemmtiskrá þessara lista-
manna er mjög fjölbreytt og
einkum sniðin við hæfi ungs
fólks, þótt allir geti að sjálf-
sögðu haft af henni ánægju.
Þeir hafa að undanförnu ver-
ið á ferð um Noreg og Dan-
mörku og haldið þar slcemmt-
anir og verið afbragðsvel tek
ið, héðan heldur hópurinn til
Svíþjóðar, þar sem þeir munu
skemmta víðs vegar um land-
ið.
Framh. á 5. bls.
Flugmálastjóri hefur farlð fram
á það við samgöngumálaráðuneyt
ið að gerðar verði auknar mennt-
únarkröfur til flugstjóra frá því
sem áður’hefur verið.
Eina krafan um almenna mennt
un, sem nú er gerð til þeirra
sem ljúka flugmannaprófum, er
sú, að þeir hafi gagnfræðapróf,
en í tillögum fiugmálastjóra, er
hins vegar gert ráð fyrir, að skil-
yrði til að öðlast flugstjóraréttindi
verði þau, að viðkomandi 'hafi
stúdentspróf frá máladeild
menntaskóla í ensku, stærðfræði
og eðlisfræði.
Á fundi með fréttamönnum í
gær, sagði flugmálastjóri, að þrátt
fyrir það, að ékki eru gerðar
meiri kröfur um almenna mennt
un flugmanna hér en raun ber
vitni, þá hafi íslenzkir flugmenn
staðið sig síður en svo verr ein
erlendir starfsbræður þeirra með
meiri undirstöðumenntun, er þeir
hafa tekið erlend próf, sem flug-
stjórar allra landa verða að gang
ast undir.
Harður árekstur
Reykjavík, 20. maí. — ÓTJ.
NOKKUÐ harður árekstur varð
á mótum Grensásvegar og Miklu
brautar í dag. Bandariskri og
rússneskri bifreið lenti þar sam-
an með þeim afleiðingum að öktl
maður hinnar síðarnefndu meidd-
ist á síðu. — Ekki voru meiðsli
hans þó talin alvarleg.
21. maí 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ