Alþýðublaðið - 10.07.1965, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.07.1965, Blaðsíða 1
Laugardagur 10. júlí 1965 - 45. árg. - 151. tbl. - VERÐ 5 KR. Reykjavík, EG. SNEMMA í gærmorgun náðist samkomulag um öll meginatriði kjaradeilunnar miili verkalýðsfélaganna í Reykjavík og Hafnarfirði. Samkomulagið var ekki undlrritað fyrr en undir kvöld í gær vegna þess að lengri tíma tók, en ætlað hafði verið, að gera sérsamning við starfsfólk Mjólkursamsölunnar. Meginatriði hins nýja samkomulags eru: ' ★ Vinnuvika verður 44 klukkustundlr með óskertu grunnkaupi. ★ Allt grunnkanp hækkar um 4%. ★ 5%kauphækkun eftir tveggja ára samfeltt starf hjá sama at- vinnurékenda. ★ í veikin’da og slysatilfellum fær verkafólk nú rétt á allt að 14 daga kaupi auk þess réttar er það áður hafði. ★ Eftirvinnuálag verður 50% á dagvinnukaup en næturvinnuálag 91%. ★ Gerðar voru margvislegar taxtartilfærshar og breytijtigar, sem verkalýðsfélögin hafa lagt áherzlu á að næðu fram að ganga. Samkomulag þetta var staðfest á fundum Dagsbrúnar. Hlifar, Framsóknar, Framtíðarinnar og Vinnuvedtendasambands íslands í gærkveldi og gildir það til 1. júní næsta ár. . Fundurinn, sem samkomulag þetta náðist á hófst klukkan tvö eftir hádegi á fimmtudag og lauk ekki fyrr en undir kvöldmat í gær kveldi. Þá var sáttafundum í Al- þingishúsinu samt ekki lokið því >000000000000000 klukkan niu hóf sáttasemjari fund með mjólkurfræðingum og við- semjendum þeirra. Bar enn tals- vert á milli í þeirri deilu, en freista átti að ná samkomulagi. Stóð fundur þessara aðila enn er blaðið fór í prentun klukkan tólf á miðnætti. Framh. á bls. 5 TAXTARNIR Reykjavík. TAXTAR verkamanna- og verkaiívennafélaganna í Reykjavík o(g Hafnarfij/ði verða samkvæmt nýja sam- komulaginu sem hér segir (án vísitöluuppbótar): Hjá verkamannafélögun- um: I. Taxti II. — III. — IV. — V. — VI. — VII. — VIII. — IX. — Taxtar verkakvennafélag. anna: I. Taxti kr. 39,23. Vinna viö fiskflökun o. fl. II. Taxti kr. 36.49 Hreingern ing, sláturhúsavinna. III. Taxti Gólfræsting 24.48 pr. ferm. á mánuði Fimleikahús 20.65 pr. fcr meter á mánuði Salerni 27.92 pr. ferm. á mánuði. IV. Taxti kr, 36.42 Pökkun X og snyrting í frystihúsum. n V. Taxti kr 35,98 Almenn 0 vinna. X >ooooooooooooooo< Reykjavík, RÍKISSTJÓRNIN hefur lýst því yfir, að hún muni beita sér fyrir stórfelldum umbótum í húsnæðis málum, en undanfarið hafa farið fram viðræður fulltrúa ríkis- stjórnarinnar og fulltrúa ASÍ um húsnæðismál og liafa þær átt þátt í að greiða fyrir samningagerð. Var yfirlýsing ríkisstjórnarinnar, sem birt er hér í heild á eftir, end anlega sarjjþykkt af ríkisstjórn- inni á fundi klukkan hálf níu í gærkveldi. Megin atriði yfirlýsingarinnar eru þau, að upphæð hámarkslána Húsnæðismálastjórnar verður end urskoðuð um næstu áramót með hliðsjón af hækkun byggingarvísi- tölu og lánsupphæðin síðan endur skoðuð og hækkuð árlega næstu fimm árin. Ríkisstjórnin og Reykjavikur- borg munu í samvinnu við verka lýðsfélögin beita sér fyrir bygg- ingu 250 ódýrra íbúða á ári fram til 1970 og verði meginhluti þeirra seldur láglaunafólki í verkalýðsfélögum með sérstökun® kjörum, og með byggingu þessara íbúða á einnig að gera tilraun að lækka hinn háa byggingarkostnað. Yfirlýsing ríkisstjórnarinnan fer hér á eftir i heild. Framh. á 5. bls.. kr. 38.24 - 39r33 - 40.70 - 41,37 Samningamir undirritaðir í alþingishúsinu í gær. Á efri myndinni eru fulltrú- ar Verkamannafélagsins Dagsbrúnar vinstra megin, og fulltrúar Hlífar í Hafnarfirði hægra megin. Á neðri myndinni sjást fulltrúar Framtíðarinnar í Hafnarfirði. Sigurrós Sveinsdóttir formaður félagsins til vinstri. — Á hægri myndinni eru fulltrúar Verkakvennafélagsins Framsókn- ar. Formaður félagsins Jóna Guð jónsdóttir til vinstri og Þórunn Valdimarsdóttir til hægri. (Mynd: JV)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.