Alþýðublaðið - 10.07.1965, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.07.1965, Blaðsíða 4
Ritstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Ritstjóriiarfull- trúi: Eiður Guðnason. — Símar: 14900 - 14903 — Auglýsingasími: 14906. Aðsetur: Alþýðuhúsið við HverfisgÖtu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu- blaðsins, — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 eintakið. Utgefandi: Alþýðuflokkurinn. SAMKOMULAG SAMKOMULAG hefur nú náðst í kjaradeilum verkalýðsfélaganna í Reykjavík og Hafnarfirði. Þeg <ar þetta er skrifað, áttu félagsfundir í félögunum sem hlut eiga að máli að vísu eftir að staðfesta sam ■komulagið, en þau héldu fundi sína í gærkveldi. Með þessu samkomulagi styttist vinnuvika hjá þeim félögum, sem í hlut eiga, úr 48 stundum í 44, kaup hækkar um 4%, veikindadagar og réttindi á því sviði aukast verulega, og þar fyrir utan fengust fram aldurshækkanir og margvíslegar tilfærslur og breytingar til bóta frá því sem áður var. Aðdragandi þessa samkomulags hefur verið lang ur og' félögin öll samningslaus frá því í byrjun júní. ' Verkalýðsfélögin hafa fengið meginkröfum sínum framgengt og sérstaklega verður að telja styttingu ivinnuvikunnar mikinn sigur, en um það stóð lengi ■þóf. Hafa aðgerðir félaganna, yfirvinnubönn og stutt ar vinnustöðvanir vafalaust átt talsverðan þátt í að flýta fyrir samningsgerðinni. í sambandi við lausn þessara mála hefur ríkis- stjórnin sent frá sér yfirlýsingu um húsnæðismál og væntanlegar umbætur á því sviði. Þar lýsir ríkis- stjórnin yfir, að hún muni beita sér fyrir margvís- , legum umbótum í húsnæðismálum, sem sumar hverj ar eru stórfelld nýjung og eiga vafalaust eftir að reynast láglaunafólki mjög raunhæf kjarabót. Meginatriði yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar eru sem hér segir: Lánsupphæð til þeirra, sem hófu byggingar- framkvæmdir 1. apríl til 31. desember 1964 hækki úr 150 í 200 þúsund krónur á íbúð. Hámarkslán Húsnæðismálastjórnar verði end urskoðuð frá og með 1. janúar 1966 með hliðsjón af hækkun vísitölu byggingarkostnaðar og verði síðan endurskoðuð árlega og hækki næstu fimm ár um að minnsta kosti 15 þúsund krónur á ári jafnvel þótt byggingarkostnaður hækki lítið eða ekki. Þá er gert ráð fyrir stórfelldu átaki til byggingar íbúða fyrir láglaunafólk í iverkalýðsfélögum og skal stefnt að því að byggja ekki færri en 250 íbúðir á ári á árunum 1966 — 1970 og verði 200 þessara íbúða ætlaðar til sölu til láglaunafólks, en 50 verði ráðstaf að af Reykjavíkurborg, meðal annars í sambandi við útrýmingu heilsuspillandi húsnæðis. Við byggingu þessara íbúða skal nota hagkvæmustu aðferðir sem þekkjast, þær eiga að vera hagkvæmar og án íburða-r og skal selja þær með sérstaklega hagkvæmum kjör um, þannig að kaupendur fái allt að 80% að láni, út á verðmæti íbúðanna. Hér er um að ræða stórt skref fram á við til lausn ar húsnæðisvandanum og mun allur almenningur fagna þessari yfirlýsingu sem og því, að samkomulag skuli nú hafa tekizt hér sunnanlands. 4 10. júlí 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Karlamagnús- arsýning HINN 26. júní sl. var opnuS í Aa- chen í Vestur-Þýzkalandi listsýn ing á vegum Evrópuráðsins, þar sem kynnt er list frá dögum Karla magnúsar. Er þar brugðið upp myndum af því menningarlífi, sem þróaðist í skjóli hirðar hins vold uga miðaldakeisara. Karlamagnús fékk konungdóm árið 768 og var krýndur keisari árið 800. Hann sat lengstum í Aachen. Á sýningunni eru m. a. fjölda- mörg handrit frá tíma Karlamagn úsar, mörg þeirra skreytt mynd- um, sum rituð með gullstöfum og nokkur með purpurablöðum. Þá eru ýmsir gripir úr gulli og fíla- beini, bréf og uppdrættir, þar sem sjá má þróun leturgerðar, kirkju- gripir og stórt myntsafn. Sýning- armunirnir eru fengnir að láni frá ýmsum löndum, allt frá Svíþjóð til Rúmeníu og Spánar. Meðal þeirra er> mjög dýrmætt guðspjallahand- rit, sem að hálfu er geymt í Vatí- kaninu, en að hálfu í landsbóka- safninu í Búkarest og hefur ekki verið á einum stað um aldabil. Karlamagnúsar-sýningin í Aa chen er tíunda listsýning Evrópu- ráðsins. Tilgangur allra sýning- anna hefur verið sá, að kynna RHöskvastærð Framhald af 2. síðu. takist að rétta við fiskistofnana á svæðinu og afli fari minnkandi, þá hlýtur að því að koma að sá floti, sem þar hefur stundað veiðar leiti á önnur og fengsælli mið. Þá má búast við að einhver hluti hans a. m. k. leiti á miðin umhverfis ísland, sem gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir fiskistofnana þar. Það er því mikið hagsmunamál f.vrir íslenzkar fiskveiðar að þær aðgerðir sem gripið er til þar austur frá berd tilætlaðan árang- ur“, segir Ægir. í greininni er tekið fram, að sú möskvastækkun sem samþykkt var á fundinum gildi aðeins á þessu svæði, en ekki hér við land, en frá miðju ári 1964 hefur möskvastærð hér verið 120 mm. Telja margir eðlilegt að möskvinn verði einnig stækkaður liér og komu fram radd- ir um það á fundinum, en engin tillaga lá hins vegar fyrir um það og var því engin ókvörðun tekin. Það mál þarf allt nánari athugun ar við fyrir næsta fund nefndar- innar. sem haldinn verður í maí á næsta ári. Þá var. á fundinum rætt mikið um alþjóðlegt eftirlit með fram- kvæmd alþjóðasamnings um fisk vernd o. fk, sem nefndin fjallar um. Þeim röddum hefur að undan förnu farið fjölgandi, sem telja óhjákvæmilegt að einhvers konar alþióðlegu eftirliti sé komið á til að sjá um að ákvæðum t. d. um möskvastærð sé alls staðar hlýtt, en slíkt myndi ekki aðeins veita aukið aðhald, heldur. einnig og ekki síður eyða misskilningi og tortryggni milli fiskimanna þess- ara þióða, sem stunda veiðar á sömu slóðum með samskonar veið- arfærum. Árið 1964 var stofnuð sérstök alþjóðanefnd til að fjalla um þetta vandamál og var Davíð Ólafsson kiörinn formaður henn. ar. Sú nefnd hélt fund síðastliðið vor og lagði fram álit á fundinum í Moskvu, en henni var falið að starfa áfram og kanna enn betur ýmis tæknileg atriði í sambandi við framkvæmd hugsanlegs al- þjóðaeftirlits. tímabil í lista- og menningarsögu Evrópu með því að safna saman á einn stað dýrgripum, sem ella eru varðveittir á víð og dreif um álf- una. (Frétt frá upplýsingadeild Evr- ópuráðsins, 28. júní 1965. — Þ. V.) BfLSTJÓRAR {gnlinenlal Hjólbarða undir bíiinn strax í dag G0MMIVINNUSTOFAN H.F. Skipholti 35, Reykjavík. — Sími 31055

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.