Alþýðublaðið - 04.05.1921, Síða 3

Alþýðublaðið - 04.05.1921, Síða 3
s ALÞYÐUBLAÐtÐ heldur aðalíund fimtudaginn 12. þ. m. kl. 7Vs síðd. í Goodtemplarahúsinu. DAGSKRÁ: 1. Skýrsla framkvæmdastjórnar um starfsemi fé- lagsins á síðastl. ári. 2. Lagður fram til úrskurðar ársreikningur 1920. 3. Kosinn 1 maður í framkvæmdastjórn. 4. Kosnir 3 menn í gæzlustjórn. 5. Yms mál. Arsreikningur 1920 liggur frammi félagsmönnum til athugunar á skrifstofu gjaldkera, Bergþórug. 45. Reykjavík 3. maí 1931. Framkvæmdastjórnm. b. Skuldir vegna styrks, er veittur hefir verið eftir þessum lögum, fyrnast á 5 arum. Allar fátækraskuldir frá fyrri árum, sem ekki er veð fyrir og orðnar eru til fyri- 1 jau. 1920, skulu falla i fyrningu, ef ekki hafa verið innheimtar fyrir 1. jan. 1922. Greinatalan breytist samkvæmt þessu. Málið var til umræðu í deild- inni á mánudaginn og fóru svo leikar, að breytingartiiiögur þess- ar voru allar feldar. Má það furðu gegna. En við hverju má ekkí búast af þeina skjáhröfnum, sem Alþingi sitj i? Þetta verður lagt á minnið til næstu kosn- inga. Jtumingja Jffðller. Jakob Möller er aii reiður yfir því í gær f Vísi, að Alþýðublað- ið skyldi finna að ræfilsskap hans í togaravökumálinu. Sannast á honum hið fornkveðna, að sann- leikanum er hver sárreiðastur. Ýmsir vinir Möllers vilja halda því fram, að honum hafi ekki verið þetta sjálfrátt, og má svo vera; en hans er villan hin sama fyrir það. Ritstj. talar um óhlat- drcega rannsókn í togaravöku- málinu, og þykist þar hafa fund- ið haldgóða ástæðu til þess að bera af sér bleyðiorðið; en hve margir skyidu honum sammála þar? Ætii slík Hóhlutdrœg rann- sókn* yrði ekki full lengi á leið- inni. Eða finst „þingmanninum" mörg hundruð áskoranir sjómanna og frásögur þeirra um vökurnar, ekki uægileg ástæða ti! þess, að hafist sé handa? Hvað mundi Dýraverndunarfél. segja ef farið væri eins illa með hesta, eins og farið hefir verið með (slenzka togaraháseta? Eða kannskejakob telji hásetana óþarfari þjóðfélag- inu, en „skynlausar* skepnurnarl Möller endar þessa dásamlegu vörn sína á þessum orðum: „Hins vegar riður nú meira á því um þessar mundir, að vel sé vakað en sofið á togurunum, með- an alt er í óvissu um það, hvort unt verður að halda þeim eða þeir verða tekuir upp í skuldir.* Jú, takið þið við því piltarl „Nú hefði eg gefið þér á hann,* sagði karlinn við strákinn, „ef þú værir ekki þessi tuska.” Þeim ferst, leppalúðum auð valdsins, að vera að sletta því f sjómenn, að þeir slóri, þegar vit- anlegt er að engir menn starfa eins ósleitilega og þeir. Og eng- inn getur sakað sjómennina um það, þó útgerðarmenn togara „spili sig á hausinn” með alls- konar asnastrikum. Ætli sjómenn- irnir hefðu jafnóðum eytt öllum strfðsáragróðanum i svallferðir til útlanda,- Iaxveiðar upp í Borgar- firði, sumarbústaði út um sveitir, múrveggi utan um lóðir sínar, silkikjóla, háa hatta o. s. frv,? Nei, ónei. Togaraútveginum væri ekki komið eins og er, ef s|ó menn mættu ráða: Ef togararnir hefðu altaf verið rfkiseign. €rleii sínskeytl. Khöfn, 4. mai Skaðabætnrnar. Sfmað er frá Mainz að riddara- liðs og fótgönguliðshersveit sé lögð af stað til Ruhrhéraðsins og að haldið sé áfram herútboðinu. Washingtonfregn hermir, að svar Bandarfkjanna hafi hvatt Þjóðverja til að senda bandamönn- um beint tilboð. Upptæk rit kommnnista. Lundúnafregu hermir, að yfir- völdinrhafi gert upptækar margar smáiestir af hvatningaauglýsingum kommunísta. lim Saginn og veginn. Ámicns. Alþb!. getur því miður ekki flutt vísu yðar sem þér nefn- ið „Mannkynssögu handa konung- hollu fóiki*. Það yrði þá líklegast gert upptækt. Pétnr Jónsson. Tuttugu cg tvö^ný lög hefir Pétur Jónsson sungið nýlega á grammofónplötur, og þykir hafa tekist mjög vel. Sum af þeim eru lög sem feasis hefir sungið áður, en var ekki á- nægður með hvernig tekist hafði. Hjálparstöð Hjúkrunarfélágstns Líkn er opin sem hér segir: Mánudaga. . . . kl. n—12 f. b. Þriðjudaga ... — 5 — 6 e. h. Miðvikudaga . . — 3 — 4 e. k, Föstudaga.... — 5 — 6 e. h. Laugardaga ... — 3 —4 e. h, j

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.