Alþýðublaðið - 04.08.1965, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.08.1965, Blaðsíða 3
FÍB AÐSTOÐAÐI460 BÍLA Á SUÐUR OG VESTURLANDI Reykjavík OÓ. ÞRÁTT fyrir óhcmjumikla um ferð' um verzlunarmannahelgina urðu engin stórslys. Öllum þeirn sem unnu við umferffareftirlit ber saman um aff ökumenn hafi sýnt óvenjumikla gætni og tillitssemi úti á þjóffvegum og er ekki sízt því aff þakka hve greifflega og slysalaust öli umferff var þessa mes.tu umferffarhelgi sem veriff hefur til þessa. 17 viðgerðarbílar voru úti á veg unum á vegum Félags ísl. bifreiða eigenda. Höfðu þeir allir mikið að gera, því alltaf vill brenna við að farið er í langferðir á bílum sem ekki eru í fullkomnu lagi. Á Suður og Vesturlandi gerðu starfsmenn FÍB við 390 bíla og eru þá með- taldar bæði stærri og smærri við- gerðir, auk þess voru aðstoðaðir 70 bílar, svo að alls hafa 460 bif reiðaeigendur notið þjónustu FÍB frá laugardegi til mánudags á' þessum landshlutum. í gærkvöldi höfðu ekki borizt tölur um hve margir bílar voru aðstoðaðir á Norður og Austurlandi, en þeir voru ófáir. Á þessu má sjá hve ►ooooooooooooooo<; Þórsmerkur- dans ÞAÐ var dansaff af hjart- ans lyst í Þórsmörkinni um lielgina, en þar voru þúsund ir manna samankomnar, Iangflest ungt fólk. Nokkrir slösuðust í Þórsmörk um helg ■ ina, en þar var læknir til staffar og sjúkrabíll flutti þá í bæinn, sem komast þurftu á sjúkrahús. MYND ÓR. mikil þörf er á vegaþjónustu sem ] þessari. Meðal vegaþjónustubíl-; anna voru tveir, sem eingóngu sáu um hjólbarðaviðgerðir og aðrir, tveir sem staðsettir voru á vega-; köflum sem eru illfærir venjuleg-! um bílum. Einnig var sjúkrabíll j frá FÍB staðsettur við Stóru-Mörk og tók hann þar við slösuðu fólki og sjúku úr öðrum sjúkrabíl, sem Hjálparsveit skáta hafði á sínum vegum í Þórsmörk. Ur Þórsmörk voru fluttir sjö sjúklingar til Reykjavíkur. Fjórir þeirra höfðu beinbrotnað en þrír veiktust hast arlega og þurfti að koma þeim hið bráðasta á sjúkrahús. í Þórsmörk höfðu skátar einnig sjúkratiald og var Auðólfur Gunnarsson. 'Íájkn- ir, önnum kafinn þar alla verzlun armannahelgina. Þótt slysin væru ekki fleiri en raun ber vitni, þiu-fti náttúrlega að binda um ó- tal skrámur og sinna minni háttar kveisum. Vegaþjónustubílar FÍB voru nú staðsettir á Vestfjörðum í fyrsta sinn. og höfðu þeir mikið að gera, enda umferð þar sízt minni en annars staðar éf landinu. Síldveiðín heldur minni en í fyrra Reykjavík. — GO. SAMKVÆMT skýrslu Fiskifé- lagsins um síldveiðarnar norðan og FÍB bi I sótti sjúkl ing að Koiviðahóli Reykjavík OÓ. ÞEGAR sjúkrabíll FÍB var að leggja af stað frá Reykjavík á leið í Stóru-Mörk s.l. sunnudag, barst beiðni frá barnaheimili, sem rek ð er á Kolviðarhóli um að j flytja tvo veika drengi til Reykja víkur. Sjúkrabíllinn fór því beint að Kolviðarhóli og sótti drengina og flutti á Slysavarðstofuna. Ann ar þeirra reyndi-st vera með I sprunginn botnlanga og var hann þegar í stað skorinn upp á Hvíta bandinu. austan síðastliðna viku voru aðal- veiðisvæðin við Hrollaugseyjar og Tvísker. Veður var þar hagstætt alla vikuna, en veiði fremur dræm framan af. Vikuaflinn nam 126,- 280 málum og tunnum, en var í sömu viku í fyrra 88,532 mál og tn. Á miðnætti síðastliðins laug- ardags var heildaraflinn á veiði- svæðunum fyrir norðan og aust- an kominn upp í 1,097,916 mál og tunnur, en var á sama tíma í fyrra 1.463,115 mál og tunnur. Aflinn hefur verið hagnýttur sem hér segir. Samsvarandi tölur frá í fyrra í svigum: í salt, upp saltaðar tunnur 76366 (134,602), í frystingu, uppmældar tunnur, 5290 (20211) og í bræðslu 1.016,- 260 mál (1,308,302 mál). ísinn óvenfn- lega nálægt Blaðinu barst í gær ískort frá Landhelglsgæzlunni og er það birt hér að ofan. Sjá má tvær spangir út af Vestfjarða- kjálkanum og strjált ísrek við þær. Önnur, spöngin er djúpt út af Vestfjörðum í norðvest- urátt og liggur því næst á Hal- anum, hin spöngin byrjar norð ur af Horni, um 25 mílur út, liggur þaðan í austurátt og slð- an í suður og nær alllangt inn fyrir landhelgislínuna. Suður oddi hennar í því sem næst beint í austur frá Horni. Sam- kvæmt þeim upplýsingum sem blaðið hefur aflað sér, verður flest ár ekki vart við ís á sigl- ingaleið hér við landið. UMVWMWWUMMWWMM»MWWtWVWMWMWWWWW Pólitískir erffið- leikar í Saigon Saigon og Washington, 3. ágúst (NTB-Reuter) JOHNSON ýorseti Itrekaði í dag loforð sitt um, að Bandaríkín muni gera allt sem l þeirra valdi stend- ur til að koma á samningum um lausn á Vietnam-deilunni. Eirunig Itrekaði hann þann ásetning Banda ríkfanna að berjast gegn árás. — Við höfum sagt, að við séum reiðubúnir að fara hvert sem er og ræða ástandið við hvaða ríkis- stjórn sem er, hvenær sem er, sagði forsetinn. Ef fundarstaður er tilgreindur munum við sitja í rétt- um stól á réttum tíma. í Saigon hafa nokkrir suður- vietnamiskir herforingjar látið í Ijós von um að mynduð verði borg araleg stjórn svo að þeir geti helg- að stríðinu alla krafta sína. Aðrir herforingjar munu hlynntir því, að i Nguyen Cao Ky flugmarskálkur láti af embætti forsætisráðherra. Bollaleggingar um nýja stjórn- málaerfiðleika gerðu vart við sig eftir að japanska fréttastofan Ky- odo skýrði frá því nýlega, að Cao Ky forsætisráðherra hefði ákveðið að segja af sér, en þessi frétt var borin til baka. Varnarráð Suður- Vietnam undir forsæti Nguyen Van Thieu kemur til fundar á morgun og ræðir þá sennilega framtíð stjórnarinnar og stöðu for- sætisráðherra ns. Cao Ky mun verða að því spurður hvort hann hyggist verða áfram flugmarskálk- ur jafnframt því sem hann gegn- ir embætti forsætisráðherra. Óánægja vissra herforingja virð ist gera vart við sig um leið og Nguyen Chanch Thi hershöfðingi,. yfirmaður herfylkis í Da Nan reyn- ir að auka áhrif sín í Saigon. Thi hefur náið samband við búddatrú-' armenn í Hué, sem voru í broddi fylkingar andstæðinga Diem-stjórn arinnar. Thieu hershöfðingi mun hafa hafnað tillögu Thi hershöfð- ingja um, að Van Lieu ofursti, yf- irmaður lögreglunnar verði gerður * að yf irmanni landgönguliðanna, enda mundi það auka völd This. í Peking hefur í fyrsta sinn af opinberri hálfu verið látið í ljós álit á áformum Bandaríkjamanna um að senda 50.000 manna liðs auki til Vietnam. Kínverski komm- únistaflokkurinn lýsti þv£ yfir, að Johnson væri að undirbúa stríð í líkingu við Kóreustríðið. Norður-vietnamiska fréttastofan gaf í dag út yfirlýsingu þar sem Framhald á 15. síffu Þyrlan leit- ar að líki » Reykjavík - ÓTJ LÍK Gunnars Leóssonar, sem. drúkknaði í Hvítá í Borgarfirði sl. • föstudagskvöld er enn ófundið, eða j var það þegar Alþýðublaðið hafði: samband við sýslumanninn í Borg- í arnesi kl. rúmlega 7. Þyrla Land ? helgisgæzlunnar var þá að leita og i leitar i kvöld um alla ána, á eyr--: um hennar og svo strandlengjwnar alla austur á Mýrar. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 4. ágúst 1965 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.