Alþýðublaðið - 04.08.1965, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 04.08.1965, Blaðsíða 9
SKRÍPALEIKUR I PORTÚGAL FORSETAKOSNINGAR fóru ný- lega fram í Portúgal. Kosningarn- ar hafa ef tii vill haft sínar já- kvæðu hliðar: Enginn þurfti að vaka eftir úrslitunum. Allt hafði verið ákveðið löngu áður en kosn- ingarnar fóru fram. Forsetinn var heldur ekki kos- inn beinni kosningu að þessu sinni. Fram til ársins 1958 var um beina „kosningu” að ræða, en at- burðir, sem gerðust í kosninga- baráttunni og voru Salazar ein- ræðisherra óþægilegir, urðu þess valdandi, að hann breytti kosn- ingafyrirkomulaginu og hætti smám samam tilraunum sínum til að telja þjóðinni og sérstaklega útlendingum trú um, að lýðræði ríkti í Portúgal. Mótframbjóðandanum árið 1958, Humberto Delgádo hershöfðingja, tókst að tryggja sér nær fjórðung atkvæða þrátt fyrir alla þá erfið- leika, sem yfirvöldin ollu honum. Fyrir þennan glæp var Delgado syiptur stöðu sinni, ofsóttur af yfirvöldunum og að lokum varð hann að biðja um hæli sem pólit- ískur flóttamaður í sendiráði BrasUíu í Lissabon og síðar í Bras- ilíu. í apríl sl. fannst lík Delgados skammt frá landamærum Spánar og Portúgals. Hörðum andstæðingi Salazars hafði verið rutt úr vegi. ★ Einn flokkur Aðeins einn stjórnmálaflokkur, Þjóðarsambandið, er leyfður í Portúgal. Blöð og útvarp eru háð strangri ritskoðun og eru verk- færi í höndum einræðisstjórnar ínnar. Pólitísk áróðursspjöld eru bönnuð, stjórnmálafundir eru ekki leyfðir og stjórnarandstæðingar, aðallega stúdentar, prófessorar og verkamenn, eru dæmdir í þunga refsingu fyrir „undirróðursstarf semi”. Forseti Portúgals hefur sára- lítU áhrif. Samt ákvað stjórnin 1959, að þjóðin skyldi ekki lengur kjósa forsetann heldur takmark- aður hópur kjörmanna. Kjörmenn þessir eru meðlimir þjóðþingsins, fulltrúar samvinnufélaga og full- trúár bæiar- og sveitarstiórna. Einræðisstjórnin ákveður fyrir- fram hverjir eiga skuli sæti á þessari kjörmannasamkundu, og kjörmenn kjósa samkvæmt vilja stjórnarinnar. Frambjóðandi stjórnarinnar, Americo Thomas, fyrrverandi for- seti og aðmíráll, Var því endur kjörinn forseti landsins til næstu sjö ára. ★ Obileiörn stefna Á sama tíma og þróunin stefnir víðast hvar í heiminum í átt til frjálslyndari stjórnarhátta reyna yfirvöldin í Portúgal að synda á móti straumnum. Þetta á ekki að- eins við um stjórnmálaþróunina í landinu sjálfu heldur einnig um afstöðu Portúgals til nýlendnanna. Þannig áttu fulltrúar „landsvæða Portúgals handan hafsins” sæti á kjörmannaþinginu, sem kaus for- setann á dögunum. Öll ríki heims nema Portúgal kalla þessi land- svæði sínu rétta nafni, þ. e. portú- galskar nýlendur. Á sama tíma og fyrrverandi nýlenduveldi hafa 'með friði og spekt veitt nýlend- um sínum sjálfstæði og halda á- fram að gera það, ríghalda Portú galar enn í kredduna um, að portúgölsku nýlendurnar séu „óað- skiljanlegur hluti móðurlandsins". SALAZAR — einvaldur í 35 ár Þessi afstaða er Portúgölum mikil byrði — og einnig banda- mönnum þeirra. En þótt Portúgal sé aðili að Aalantshafsbandalag- inu viðurkennir ekkert NATO- ríki nýlendustefnu Portúgala. Þ'etta hefur skýrt verið tekið fram, bæði innan NATO og ekki sízt á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Norðmenn gerðu t. d. ljósa grein fyrir afstöðu sinni — og margra annarra, er portúgölsku nýlend- urnar voru tvívegis teknar til um- ræðu í Öryggisráðinu 1963—’64. ★ Stefnu andmælt a Afstaða sú, sem Norðmenn gerðu grein fyrir, var í stuttu máli á þessa leið: Norðmenn geta ekki fallizt á, að landsvæði undir stjórn Portúgala séu hluti af Portúgal. Söguleg þróun og þjóð- félagsleg uppbygging á landsvæð um þessum styðja ekki þessa stað- ) hæfingu. Norðmenn halda því fram, að þessi landsvæði njóti ekki sjálfstjórnar innan ramma stofnskrár SÞ. Norðmenn telja, að samkvæmt stofnskránni séu Portú- galar skuldbundnin til að búa þessi landsvæði undir sjálfstjórn og að það sé verkefni SÞ að trj’ggja það að þróunin í átt til sjálfstjórnar hefjist sem fyrst. Af þessu komi fram, að íbúar portú gölsku landsvæðanna eigi kröfu til sjálfsákvörðunarréttar. Ennfrem- ur> telja Norðmenn, að tími sé kominn til þess að Öryggisráðið lýsi því ótvírætt yfir, að gera verði þjóðunum á portúgölsku landsvæðunum kleift, að öðlast sjálfsákvörðunarrétt og að ráðið hvetji Portúgala formlega til að viðurkenna þennan rétt og koma því til leiðar, að neyta megi þessa réttan. Þetta gerðist 1963. Flest ríki heims eru áreiðanlega sammála Norðmönnum, en Portúgalar halda í „landsvæði” sín. Vonandi er, bæði fvrir Portúgala og banda- menn þeirra, að landið breyti stefnu sinni, bæði inn á við og gagnvart Afríku, áður en það verð ur um seinan. Tony Curtis, 40 ára (allir halda að hann sé miklu yngri.) á að leika aðalhlutverkið í nýrri mynd sem nú á að fara að taka og nefn ist „My last Duchess" (Síðasta hertogaynjan mín). Framleiðendur myndarinnar hafa enn ekki ákveð ið, hver hertogaynjan verður, en þessar koma til greina: Leslie Caron, Claudia Cardinale, Jeanne Moreau og Jean Simmons. Claudia Cardinale, 26 ára, og Birgitte Bardot, 30 ára, gerðu báð ar löndum sínum þann sóma á dögunum að vera viðstaddar opn un jarðganganna undir Mont Blanc við Courmayer (milli Frakklands og Ítalíu), Þó að þær hafi verið samhuga í þetta skiptið eru þæn í verunni verstu fjandkonur. ÚTSALA ÚTSALA Sumarútsalan hefst í dag Tízkuvörur á stórlækkuðu verði hjá BÁRU Austurstræti 14. FRÁ HÚSNÆÐISMÁLASTJÓRN: i Auglýsing til umsækjenda um íbúðalán hjá Byggingasjóði ríkisins. í framhaldi af yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um húsnæðismál við kjarasamninga verka- lýðsfélaga og vinnuveitenda í júlí sl. er nauð , synlegt að allir lánsumsækjendur, er eiga fyrirliggjandi viðurkennda lánsumsókn og byrjað hafa byggingaframkvæmdir (og/eða gert kaup á íbúðum) leggi nú þegar eða eigi síðar en 15. september n.k. fram vottorð byggingafulltrúa (eða oddvita) um hvenær framkvæmdir hófust við húsið (eða botnplata var steypt) — hafi umsækje'ndur ekki þegar lagt fram slíkt vottorð. . ' . | Ennfremur skal fram tekið: 1) Að umrædd vottorð ber lánsumsækjend- um að leggja fram, hvort sem þeir hafa keypt íbúðir sínar í smíðum eða byggt þær sjálfir. 2) Sameiginlegum vottorðum fyrir fjölbýlis- hús er nauðsynlegt að jafnframt fylgi nafnaskrá yfir lánsumsækjendur í viðkom andi húsi. 3) Þeir íbúðaeigendur, sem áður hafa fengið einhverja úrlausn lánsumsókna sinna, en telja sig eiga, með hliðsjón af fyrrnefndri yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, rétt til frekari lánveitinga, ber einnig að leggja | fram vottorð um hvenær byrjunarfram- kvæmdir þeirra hófust (eða botnplata var steypt) ásamt viðbótarlánsumsókn, fyrir hinn tilgreinda tíma þ.e. 15. september 1965. — Eftir þann tíma verður slíkum umsóknum ekki veitt móttaka. Reykjavík, 1. ágúst 1965. Húsnæðismálastofnun rikisins. Benzínsalð Hjólbarðaviðgerðir Opið alla daga frá kl. 8—23,30. Hjólbarðaverkstæðið Hraunholt Hornl Lindargötu ðg Vitastígs. — Síxui 23900. " \ ALÞVÐUBLAÐIÐ — 4. ágúst 1965 §

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.