Alþýðublaðið - 15.09.1965, Blaðsíða 6
GLUGGINN
HANN VAR EINHVERJU
SINNI í FLUGVÉL OG SÁ
ÞÁ MYND AF RITHU
HAYWORTH í BLAÐI.
HANN SNERI SÉR AÐ
SESSUNAUT SÍNUM OG
SAGÐI: - ÉG ÆTLA AÐ
KVÆNAST ÞFSSARI
STÚLKU ÞEGAR ÉG KEM
HEIM , . . OG HANN STÓÐ
VIÐ ORÐ SÍN.
HANDTAKIÐ var þétt, en höndin
var mjúk og þykk .... Fingurnir
voru langir, en það er fágætt um
menn, sem eru eins breiðvaxnir
og Orson Welles.
Orson Welles er ekki vanur að
gánga rólega inn í herbergi, hann
kemur eins og hvirfilbylur. Þessi
þykkvaxni maður er hlaðinn mikl-
um lífskrafti.
Hnöttótt höfuðið og barnslegt,
uppbrett nefið virðast ekki hæfa
risastórum líkamanum.
Það er erfitt að fá viðtal við
Welles, og þegar það loksins hef-
ur tekizt, þá er reynt að nota tím-
ann út í yztu æsar,
✓ '
Orson Welles líktist mest birni
í útliti, og hann hreytir út úr sér
orðunum. Hann er með hendurn-
ar í vösunum, og án þess að biða
eftir fyrstu spurningunni, segir
hann: „Við skulum hafa þetta á
hreinu strax. Ég undariegur mað-
ur“. Hann virðist meina þetta.
Hann bætir skyndilega við: „Mér
leiðist, ef ég ekki er sí og æ að
vinna að einhverju nýju”.
Hann talar hratt og ákveðið,
hættiir svo skyndilega og horfir
tómlega fram fyrir sig. Svo fer
hann hendi um úfið hárið og held-
ur síðan áfram.
„Það tók mig meira en níu ár
að fá leyfi til þess að gera kvik-
mynd eins og ég vildi sjálfur. Það
var „Othello”, harmleikur, án
málamiðlana, án úrlausnar. Ég
held, að framleiðendurnir hafi
ekki verið of hrifnir af henni”.
Og það eru orð að sönnu. Loks-
ins, fjórum árum eftir að töku
myndarinnar lauk, var hún frum-
sýnd í Ameríku.
Og nú, níu árum eftir töku
„Óthello”, hefur Orson Welles
loksins tekizt að koma í fram-
kvæmd þeirri fyriræt.lun sinni að
leika í s’nni eigin útgáfu af „Fal-
staff” Shakespeares.
Hann hefur tekið atriði úr
fyrsta og öðrum þætti leikritsins
Henrik IX og bætt við þau nokkr-
um atriðum úr leikritunum Rík-
harður II. og Kátu konunnar í
Windsor, þannig að aukariersóna
þessarra leikr'ta verður aðalper-
sóna kvikmvndarinnar. Kvikm.vnd
in hefur hlotið nafnið OHTMES of
MIDNIGHT (Kvöldklukkur). Har-
rý Sahzman hefur lagt fé tii mynd-
arinnar, sá sami og stendur að
myndunum um James Bond. Aðal-
hlutverkin leika John Gielgud
Jeanne Morcau, Margret Ruther-
ford, o. fl.
Orson Welles hefur ekki aðeins
séð um texta og teiknað leikbún-
inga, hann hefur einnig haft leik-
stjórn myndarinnar á hendi og
leikur sjálfur Falstaff.
Umræðumar taka að snúast um
aðra leikstjóra og leikara, sem hon
um er vel við eða sem hann ber ó-
vildarhug til, — og Welles hefur
sínar eigin skoðanin um starfs-
bræður sina. Hann segir: „Ég
hafði mikla ánægiu af að vinna í
„Þriðja mann'num” undir stjóm
Carol Reed. Hann er mjög óvenju
legur leikstjóri: Honum þykir ekki
aðeins vænt um verkefni sitt, held-
ur vill hann einnig að leikendun
hans sýni leik. Það eru fáir leik-
stjórar, sem hæfft er að segia bað
sama um. Nokkr:r hinna svoköll-
uðu „miklu leikstióra” em of ólík-
ir mínu skapferli +il þess að ég
geti haft nokkurt skvnsamlegt álit
á þeim. Til dæmis Ingmar Berg-
man ....
Gagnrvnendur Welles halda því
fram, að hann sé tilfínningalaus
og hrokafullur. Eiginkona hans
Paola Mori, ver hann með því að
segia: — „Þeir le’karar, sem
kvarta vegna Wel'es. gera það,
vegna þess að þá sjálfa vantar
„neistann”.” Eða með öðrum orð-
um: Frú Paola Mori Welles efast
ekki um að gagnrýnin á rætur að
rekja til afbrýðisemi.
Einstaklingshyggjumaðurinn, sem
hefur ánægju af að brjóta upp á
nýjum viðfangsefnum og gagnrýn-
andinn Orson Welles er einn um-
ræddasti maður samtíðarinnar.
Hann spreyUr sig við öll hugsan-
leg tjáningarform.
Orson Welles fæddist 6. maí
1915 í Kenosha í Wisconsin. Móðir
hans var kunnur píanóleikari og
faðir hans þekktur hugvits
maður og verksmiðjueigandi. Öll
sín bernskuár umgekkst hann tón-
listarmenn, málara, leikara og
framle’ðendur, sem komu á heim-
ili hans og þeir litu á hann sem
jafningja sinn.
Móðir hans dó, þegar hann var
kornungur og ásamt föður sínum,
ferðaðist hann í nokkur ár um
Bandaríkin og Evrópu.
Welles fór fyrst í skóla tíu ára
gamall. Hann var séndur í Todd-
skólann nálægt Chicago. Það er
erfitt að segja, hvorum varð það
meira til góðs, skólanum eða
Welles, bví að ekki leið á löngu,
þar til Welles stjórnaði og lék að-
alhlutverkin í skólaleikjunum og
hann tciknaði einnig leiktjöldin.
Þegar hann yfirgaf skólann, 16
ára gamall, var hann ekki lengi að
ákveða, að háskólinn væri ekki
staður fyrir sig. Þess í stað fór
hann í langt ferðalag. Þegar hann
kom til írlands, tókst honum að
fá hlutverkið „Alexander hertogi"
í svningum Gate leikhússins á
Gyðingnum Siiss”. Welles fékk
góða dóma og jafnframt fleiri hlut
verk. Welles er fyrsti ameríski
leikarinn, er leikur sem gestur í
hinu fræga Abbey le'khúsi.
Þegar hann kom aftur til New
York, leitaði hann til leikhús-
mannsins Houseman, sem bauð
honum aðalhlutverk í Phoenix leik
húsinu. Sama ár hóf hann starf við
útvarpsþáttinn MARCH OF
TTTVTR.
Welles og Houseman stofnuðu
saman Mercury leikhúcið. sem
se'nna átti eftir að verAa miög
frmgt. Jafnframt starfaði Welles
við útvaroið. Fyrirlestrar hans eða
nU'i heldur endursaenir um bók-
mnnntir urðu mjög vinsælt út-
VPrngefni.
Oa einn morgun hegar hann
vsknaði. var hann orð.'nn heims-
Hann hafði snnt út í út-
vornsbætti kvölrPð áðnr útpáfii
c'no ó Tnnrásin frá Marz eftir H.
n Wells. Sendingin var svo raun-
<■ ■
Orson Welles ekur um götur Hong Kong, þar sem hann býr ásamt konu sinni. Maori, sem er ítölsk
5 15. sept. 1965 - ALPÝÐUBLAÐIÐ
veruleg, að margir hlustenda
trúðu henni. Lögregla og sjúkra-
bílar voru send út, og hlustendur
flúðu heimili sín af ótta við inn-
rás utan úr geimnum, sem þeir
héldu, að hefði orðið.
Skömmu eftir var Welles boðið
til Hollywood. Og þangað fór
liann. En kvikmyndajöfrarnir
höfðu ekki gert ráð fyrir ráðriki
hans. Hann var nýkominn, þegar
hann lét uppi ráðagerðir sínar um
að hann vildi le;ka i „Citizen Ka-
ne”, ásamt því að hann vildi ekki
að þekktustu leikarar samtíðar-
innar léku í myndinni, aðeins leik-
arar úr Mercury leikhúsinu hans
voru nógu góðir.
Eftir frumsýningu á „Citizen
Kane” luku flest dagblöðin lofs-
orði á Welles. Jafnvel keppinautar
hans í Hollywood urðu að viður-
kenna, að hann hefði komið með
nýjar hugmyndir fyrir kvik-
myndirnar og ýmsa tæknilega
möguleika, sem enn eru í góðu
gildi.
Welles kvænt'st í fyrsta skipti
1934, en um fyrstu konu hans, sem
hann skildi við 1940, hefur verið
lítt vitað. Aftur á móti var mikið
talað um vináttu hans og Dolores
del Rio. sem var eldri að árum en
Welles, var heimskona, hún hafði
góðar gáfur. ekki einungis listræn-
ar, en einnig á sviði stjórnmála
og félagsmá’a. Fegurð hennar var
óvenjuleg og gáfur liennar ögruðu
Welles, en þó tókst honum aldrei
að ná yfirhönd vfir beim.
Og það hefur sennilega verið or-
sök þess, að þau skildu. Hún fór
til Mexieo t'l þess að framleiða
sínar eigin kvikmyndir, og hann
ferðað^ist til Suður-Ameríku til
þess að taka nokkrar myndir fyrir
kvikmyndina „It‘s all true”, sem
var gerð eftir beiðni bandarísku
stjórnarinnar — en það var geysi-
mikil fræðslumynd, sem aldrei
hefur verið lokið.
Það er sagt, að þegar Welles
sat í flugvélinni á leið frá Suður-
Ameríku, hafi hann verið að blaða
í kvikmyndariti. og bá kom hann
allt í einu auga á st.úlkuna á for-
síðu ritsins. R;tu Havworth.
Það er einnig sagt, að hann hafi
þá um leið snú'ð sér að sessunaut
sínum, einum vina s;nna, og sagt:
„Ég ætla að kvænast þessarri
stúlku, þegar éa kem heim.
Og hann stóð við orð sín.
'í'ramh á bls. 10