Alþýðublaðið - 15.09.1965, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 15.09.1965, Blaðsíða 8
sÞegar verkalýðsmálaráðstefnunni á Sauðárkróki lauk síðastliðinn sunnudag, hafði blaða- maður frá Alþýðublaðinu tal af nokkrum fulltrúanna, sem hana sátu, og spurði þá um állt þeirra á þessari fyrstu verkalýðsmálaráðstefnu Alþýðuflokksins utan Reykjavíkur. MJÖG VEL HEPPNUÐ VERKALÝÐSRÁÐSTEFNA Eggert G. Þorsteinsson félagsmálaráðherra: — Mér finnst ráðstefnan hafa í alla staði tekizt mjög vel, og sanna það, að þörf er fyrir fleiri svip- aðar ráðstefnur úti um landið, ut- an Reykjavíkur. Aftur á móti tel ég nauðsynlegt, að Reykvíkingar sæki þessar ráðstefnur, til að skilja sjónarmið þeirra, sem úti á landsbyggðinni búa. Sjónarmið þeirra, eru gjörólík og miðast við lífsbaráttu þeirra. Hugmyndin er að koma á slíkum ráðstefnum víð- ar, og er mikið atriði að það verði gert, bæði samtakanna vegna og til að auka mönnum skilning á aðstöðu hvers annars. Hálfdán Sveinsson, Akranesi: — Þetta var mjög þarfleg ráð- stefna og hefði það gjaman mátt vera fyrr, að framámenn í verka- lýðsmálum hittust, — einmitt utan Reykjavíkur. Bezt væri að þetta yrði endurtekið I hverjum landsfjórðungi eða hverju kjör- dæmi. Við, sem búum við næga atvinnu, og jafnvel svo mikla, að fólk fær ekki frítima, — höfum sannarlega gott af að hlusta á mál þeirra manna, sem búa við árstíða bundið atvinnuleysi. Það er okkur lærdómsríkt, að kynnast kringum stæðum þessa fólks hér á Norður- og Norðausturlandi, sem er svo ákveðið í að yfirgefa ekki þá staði, sem það býr á, heldur vill reyna að byggja upp nýjar atvinnu greinar, þegar undirstöðuatvinnan, sjávarútvegurinn, bregzt, eins og nú hefur átt sér stað. Núverandi ríkisstjórn hlýtur að gera það, sem í hennar valdi stendur til að leysa vanda þessa dugmikla fólks. Kolbeinn Helgason, Akureyri: — Þessi nýbreytni í starfi flokksins hefur gefizt mjög vel, og er vonandi að áframhald verði á þessu sviði. Ráðstefnan hefur orðið til að lífga upp þessi mál og hvetja menn til starfa. Mín á- hugamál eru hjá.samtökum verzl- unarmanna, en þeir hafa átt litl- um skilningi að fagna meðal þeirra, sem stjórna verkalýðsmál- unum. Verzlunarmennirnir hafa algera sérstöðu, og eru nú bjart- sýnir á framtíðina, því að nú er verið að sverfa þá agnúa, sem verið hafa á þessum málum. Kristján Dýrfjörð, Hafnarfirði: — Ráðstefnan hefur verið góð, og má segja, að hún hafi verið nauðsynleg til að hrista upp í pokahorninu, og vekja menn til al- varlegrar umhugsunar um verka- lýðsmálin. Allir þeir, sem ég hef talað við, hafa verið þakklátir fyr- ir það framtak forystumanna okk- ar, að koma þessari ráðstefnu á fót. Þessi verkalýðsmálaráðstefna hefur tekizt vel og hún er góðs viti. Sigurður Gunnarsson, Húsavík: — Eg get ekki sagt annað, en að ráðstefnan hafi tekizt sæmi- lega vel, þótt æskilegra hefði ver- ið að við hefðum haft lengri tíma til að ræða svona mikilsverð mál. Svo vonum við að eitthvað verði gert meira í atvinnumálunum, en umræðurnar eru góð byrjun. Það verður að gera eitthvað í þessum málum áður en fleira fólk flytzt frá þeim stöðum, sem búa við at- vinnuleysi hér fyrir norðan, en skipulagning atvinnumálanna verð ur að vera númer eitt. Q 15. sept. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.