Alþýðublaðið - 18.09.1965, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 18.09.1965, Blaðsíða 7
VIÐURKENNA PORTÖGALAR RHODESÍU SEM RÍKI? PRENTNEMAFÉ LAGIÐ 25 ARA SPENNAN í sambúð stjórnar hvítra manna í Rhodesíu og brezku Btjórnarinnar hefur aukizt til muna Við þá tilraun Ian Smiths forsætis- ráðherra að fá Portúgal til þess að viðurkenna Rhodesíu sem sjálf- Stætt ríki. Rhodesía er ennþá undir yfirráðum Breta og er ekki heimilt að liafa eigin sendiherra erlendis. Þrátt fyrir þetta hefur Rhodesíu- stjórn sent sendimann til Lissa- bon, höfuðborgar Portúgal. Til þessa hefur Bretum tekizt að koma í veg fyrir tilraun Smith* til þess að fá sendimann sinn-opinber- lega viðurkenndan, en engin end- anleg ákvörðun hefur enn verið tek ín í málinu. Hart er að portúgölsku stjórn- inni lagt, bæði frá Salisbury og London. Portúgalar eru ein af ör- fáum þjóðum, sem enn eiga ný- lendur í Afríku og skýringin á hinu óljósa svari, sem portúgalska stjórnin hefur gefið við kröfu Breta um að rhodesiski fulltrúinn skuli ekki fá viðurkenningu, er ugglaust sú samvinna, sem Portú- galar hafa komið á við stjórn hvíta minnihlutans í Rhodesíu. — Þegar fram í sækir kann þessi sam- vinna að hafa mikla þýðingu fyrir varnir portúgölsku nýlendnanna Angola og Mozambique, nágranna Rhodesíumanna í austri og vestri. VIÐSKIPTABANN? ■ Brezka stjórnin situr fast við sinn keip. Hún hefur gert Rho- desíustjórn ljóst, að með því að senda sérstakan stjórnarerindreka á sínum vegum til Lissabon án þess að fá til þess heimild hjá brezku stjórninni fremji hún brot á stjórn arskránni. Portúgölum hefur einn- ig verið gerð ljós grein fyrir þvi, IAN SMITH: — lýsir hann y}ir sjálfstæði? að fuil viðurkenning á fulltrúa Rhodesíu geti leitt til þess að Bret ar slíti stjórnmálasambandi . við Portúgala. Ef Bretar slíta stjórnmálasam- bandinu kann svo að fara að Bretar geri alviiru úr hótun sinni um við skiptabann á Rhodesíu. Brezka stjórnin hefur hvað eftir annað lýst því yfir að ef Rhodesía lýsi yfir sjálfstæði verði slíku við- skiptabanni komið á, en það gæti riðið efnahag Rhodesíu að fullu. Bretar vilja ekki veita Rhodesíu sjálfstæði fyrr en hvíti minnihlut- i inn hefur veitt hinum afrísku íbú- um aukið frjálsræði. SJÁLFSTÆÐISYFIRLÝSING Deilan um sendimann Rhodesíu í Lissabon heldur þvi áfram. Portúgalska stjórnin hefur ekki beygt sig fyrir kröfu Breta og hef- ur hingað til látið nægja að gefa ! óskýrar yfiriýsingar um stöðu þá, sem rhodesíski fulltrúinn muni fá. Portúgalar og Rhodesíumenn hafa á undanförnum tólf mánuðum auk- ið samvinnu sína á sviði efnahags- og verzlunarmála, og litið er á til- kynninguna um sérstakan rhodes- ískan sendiherra í Lissabon sem mikilvæga eflingu þessarar sam- vinnu. í London ríkir einnig nokkur uggur um, að ákvörðun Smiths for- sætisráðherra um að skipa sérstak an sendiherra í Lissabon sé undan- fari yfirlýsingar um sjálfstæði Rhodesfu. Óttast er, að stjórnin í Rhodesíu freistist til að lýsa yfir þvi að yfir- ráðum Breta í landinu sé lokið vegna þeirra erfiðleika, sem brczka samveldið á nú við að stríða sök- um ófriðar tveggja aðildarríkja' þess, Indlands og Pakistans. Sam- einuðu þjóðirnar eiga einnig við mikla örðugleika að etja um þess- ar mundir og ósennilegt er að sam tökin gætu látið til skarar skríða í málinu. PRENTNEMAEÉLAGIÐ á 25 ára afmæli um þessar mundir, og hafa prentnemar haldið upp á afmælið í stjórn félagsins eru nú: Formað ur, Guðmundur Kr. Aðalsteins- son, varaformaður, Haukur Már Haraldsson, gjaldkeri Guðmundur Þ. Halldórsson, ritari, Stefán Í>1 afsson, varastjórn: Bergur Jónsson Ásgeir Valdimarsson og Hermann Aðalsteinsson. (Sjá mynd.) Félagið rekur margs konar starf semi og hefur hún eflst. mjög upp á síðkastið. Það rekur skrifstofu gefur út tímarit, heldur fundi og skemmtikvöld og fer í ferðalög, en nýlega fóru tólf prentnemar í kynnisferð til Evrópu á vegum fdlagfeáns. í ferðinni fójru þeir m.a. á prentlistarsýninguna í Par is og skoðuðu eina fullkomnustu prentvélaverksmiðju heims i Heifl elberg. í félaginu eru nú um 60 prent nemar, en félagið er ásamt fé lagsmálaistarfsemi sinhi, tækS f kjarabaráttu prentnema og full trúi þeirra út á við. Musica Islandica Nýlega eru komin út tvö hefti í tónverkaflokknum Musiea Islandt ica, sem Menningarsjöður gefur út. I hefti númer 7 er stef með tilbrigðum eftir Helga Pálsson. í hefti númer 9 er Prelúdía og tvö föld fúga um nafnið Bach eftir Þór arinn Jónsson. Bæði heftín eru prentuð í Austurríki «ns og fyrri hefti í sama flokki. OOOOOOO^^^OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOooooooooooooooooooooooooooo punktar ★ KJOR IÐNNEMA. Iðnnemasamband íslands hefur nýlokið ársþingi sínu og endurkjörið Gylfa Magmísson formann. Var á þinginu rætt um margvísleg hagsmunamál iðnncma, ekki sízt það frum- varp, að nýrri iðnfræðslulög- gjöf, sem ríkisstjórnin hefur látið undirbiía og lagði fyrir síöasta þing. Frumvarpið kom svo seint fram, að ekki var kostur þess að afgreiða það, enda stórmál, sem vert er að íhuga vel. Hitt leyndist ekki kunnugum, að bæði var frum- varpið vel undirbúið og fól í sér byltingu á kjörum iðnnema. Það átti að verða — og verð- ur vonandi — 'fyrsta skrefið til að færa iðnnámið inn í skóla að öllu lcyti, eins og það hlýt- ur að verða í framtíðinni, og verði þá verkleg kennsla i skó laverkstæðum. Kjör iðnnema hafa lengi ver- ið frumstæð og skammarleg fyrir nútima þjóðfélag. Á mið- öldum var það slíkt lífshnoss fyrir menn, að komast inn í hin voldtigu iðnaðar-gildi, að unglingur og ungir menn gengu undir margra ára þrælk- un hjá meistara sínum, áður en þeir fengu inngöngu í helgidóminn. Þetta hefur að vissu leyti haldizt fram undir vora daga. Iðnnemar hafa ver- ið ódýrt vinnuafl fyrir meist- ara, sem margir hverjir hafa lítið hirt um að veita þeim víð- tækt- verknám. Þetta er að breytast og hlýt- ur að breytast enn til muna. Iðnnemar verða að fá sömu aðstöðu til að stunda nám í sinni grein og annað ungt fólk. Þeir verða að fá sóma- samleg laun fyrir þá vinnu, sem þeir láta af hendi. Þeir verða að ■ geta sótt þekkingu sína í iðnskóla, bæði bóklegt og verklegt, svo framarldga sem þess er kostur. Önnur lagabreyting, sem nú- verandi ríkisstjórn kom á, snertir iðnnema mjög. Það er hið nýja kerfi tæknináms með innlendum tækniskóla. Með því er ekki aðeins sköpuð að- staða til aukinnar tækni- menntunar hér á landi, heldur er opnuð leið til framhalds- náms fyrir alla iðnaðarmanna- stéttina, en sú leið hefur hing- að til verið að mestu lokuð. Allt stefnir. þetta í rétta átt. Samt hefur Iðnnemasamband- ið miklu hlutverki að gegna í framtíðinni. NÚ eru skattskrárnar víðast hvar komnar fram og menn hafa séð, hvað þeir og náung- inn eiga að gjalda í hina sam- eiginlegu sjóði. I fyrra skrif- uðu dagblöðin vart um annað en skattana en mina í ár ríkir um þá óvanaleg þögn. Meira að segja Tíminn er hættur að tala um ofsköttun. í þess stað verður þehn mestur matur úr smyglinu. Satt er það, útsvörin og skattarnir virðast nokkuð skikkanlegri í ár en í fyrra. Má þalcka það fyrst og fremst þeim lagfæringum, er gerðar voru á skattstiganum á siðasta þingi. Og ef til vill skattalög- reglunni, er sett var á lagg- irnar í fyrra. Að minnsta kosti er talið, að slcattsvikin séu ekki eins stórkostleg og oft áiður. . En það er víst, að ástand skatta- og tollheimtunnar hér á landi er langt frá því að vera neinni þjóð sæmandi. I skjóli slælegs eftirlits í þeim efnum hafa óprúttnir einstakl- ingar dregið til sín gífurlegan gróða á kostnað þeirra, er tí- unda verða hverja krónu og þeirra er fara ekki verzlunar- ferðir á hverju ári til litlanda. Tollsvikinn varningur streym- ir inn i landið með farmönn- um og ferðafólki. Áfengi og tóbaki virðist smyglað inn í skipsförmum, ef marka má at- burði siðasta mánaðar, og því dreift á skipulegan hátt inn- anlands. Og á meðan verður ríkissjóður af iekjum, er nema hundruðum milljóna árlega. Á þessum málum verður ríkisvaldið að taka með mik- ið meiri festu en hingað til. Herða verður skattaeftirlitið og uppræta skattsvikin. Toll- gæzluna þarf að efla og setja nýjar reglur vm leyfilegan inn flutning ferðamanna og fara eftir þeim. Meöan þessi ósómi viðgengst, er tilgangslaust að tala um réttláta niðurjöfnun skatta. (Skaginn, Akranesi). ooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo< ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 18. sept. 1965 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.