Alþýðublaðið - 25.09.1965, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 25.09.1965, Blaðsíða 16
Sumir eru á þeirri skoðun, að allt þetta æði, í sambandi við Bítl- ana og þá tónlist, sem þeir hafa rutt braut og haldið í efstu sætum vinsældalistanna, sé nú brátt búið að vera. En ég er ekki á sama máli. Að minnsta kosti er bítlamúsík og bítlamenning í hávegum höfð hérlendis í dag, og á eftir að vera þó nokkuö lengi enn, ef að líkum lætur. Það er að minnsta kosti svo, að þegar blessuð íslenzku börnin heyra minnst á einliverja af þess- Við framiciáum ósköp af Afríku-skreið, sem aumingrja negrarnir éta í neyð, Þeim fannst þó í upphafi horngrýti hart að horfa á þorsk-smettið kolbikasvart. Á inótmælaaðgerðum tóku þeir törn. Þeir töldu það harðþurrkuð niggara-börn. um frægu liljómsveitum úti í heimi, verða þau mörg hver alveg friðlaus. Ef þau sjá eitthvert blað eða tímarit með mynd af uppáhalds- hljómsveitinni sinni, eru þau ekki í rónni fyrr en þau hafa fengið að klippa myndina úr, og helzt að hengja hana upp á vegg í lierberg- inu sínu. Það má ekki heyrast í útvarp- inu eitt einasta lag, sem þessir snillingar leika, þá koma börnin hlaupandi að útvarpstækinu —■ og hreyfa sig ekki þaðan, fyrr en lag- ið eða iögin eru búin. Þetta er algengt. ■ Hámarki náði nefnt æði, fyrir skömmu, þegar hárprúðir túlkendur bítiltónlistar „The Roll- ing Stones” komu fram í sjónvarp- inu frá Keflavík. Þegar þetta er nefnt hámark æðisins eru að sjálf sögðu undanskilin lætin, sem voru í kring um Bretana hérna um dag- inn. — Það var alveg sama hvert farið var um bæinn þann dáginn; alls staðar mátti heyra börnin tala um þennan merkisat- burð. „Rollingarnir eru á sjónvarp inu í kvöld,” sögðu þau hvert við annað, og á eftir fylgdu miklar bollaleggingar um það, hvert þau gætu farið til að horfa á „Rolling- ana.” Sumir höfðu „tíví” heima hjá sér; þeir þurftu ekki að hafa á- hyggjur af þessum málum. Aðrir urðu að finna ástæðu til að heim- sækja frændana eða frænkurnar, sem áttu sjónvarp. Það er orðið al- gengt að afar og ömmur eyði tím- anum, það sem eftir er æfinnar við að horfa á sjónvarp, og þeir, sem áttu isvo ,,moderniseraða“ afa o@ ömmur, vissu hvert þeir áttu að fara til að sjá þá, sem almennt eru nefndir „Rollingarnir” meðal yngri kynslóðarinnar. Vonandi hefur þetta nú allt far- ið vel og blessuð börnin ekki spillzt mikið við að skoða skerma sjónvarpstækjanna þessa kvöld- stund. Þá geta allir verið ánægð- ir, bæði 60 merkilegustu íslend- ingarnir og allir hinir. Svo eru aðalbítlarnir „þessir ússlensku te bettless”, — eins og yngstu aðdáendur þeirra nefna þá mjög á dagskrá í bíóauglýsingum heimsins um þessar mundir. Það er nefnilega nýbúið að frumsýna „Hjálparmyndina” þeirra og und- anfarið hafa verið að hefjast sýn- ingar á henni víða um heim. Ef að líkum lætur líður ekki á löngu, þar til íslenzkir aðdáendur Bítlanna fá að sjá kvikmyndiria í Tónabíói, sem virðist 'véra aðal bítlabíóið hér á landi. Það er kannski ekkert und- arlegt, þégar tekið er tillit til þess, að það er tónlistarfélag, sem á það. Svo bíða blessaðir óspilltir sveita unglingarnir eftir að myndin verði sýnd í sveitinni þeirra, sennilega í félagsheimilinu. Það yrði þá að sleppa balli þá kvöldstundina, en hver veit nema þeir þarna í sveit- inni, auglýsi ball á eftir, eins og þegar kvenfélagið er með bazar, hlutaveltu eða fund. Þeir hafa van- ið sig á það í sveitinni, að hafa alltaf ball á eftir öllu, sem skeður. Annars kæmi auðvitað líka til greina, að hafa ball á meðan mynd- in er sýnd, — því að í myndinni „Hjálp” leika „alvörubítlarnir” og syngja að minnsta kosti sjö lög. Það mætti þá taka pásur milli laga, á meðan þetta „ússlenska” kjaftæði, sem enginn skilur í sveit inni nema presturinn, stendur yfir. Það yrði nú fjör í því að láta svona fræga menn spila á balli hjá sér. En f.vrst ég á annað borð er far- inn að minnast á böllin í sveitinni væri ekki úr alfaraleið að eyða nokkrum orðum á þá, sem um tón- listarflutning sjá við slík tæki- færi. Það er nú meiri fjölbreytn- in í nöfnunum á þeim „orkestr- Framh. á 15. síðu. í stuttu máli sagt finnst mér kostirnir við að búa í sveit afskaplega margir — -ekki sízt fyrir það, hvað kon urnar sjá miklu meira af cig inmönnum sínum en til dæm is í bæjum .... Tíminn. . Nú ér víst komið á vopna hlé o@ friður alls staðar í Iheiminum — nema í Kópa- voginum ...... Svo höfðiun við nærri því markaðinn misst. Á mannáti hafa ekki svertingjar lyst. Svo hausana skárum við skreiðinni frá, ef skyldu þeir fást til að éta hana þá. En afhausun þessi var alls ekki nóg. Af ógleði svertinginn skreiðinni spjó. Að sjálfsögðu finnur hún sæmileg ráð, hin sagnfræga þjóð, þar sem Edda var skráð. Fagurt nafn hcfur oft freistinga mátt, þótt feli það innihald morkið og grátt. Svo Eddu vér nefnum nú íslenzka skreið. Og auðvitað gripu þeir bitann mn leið. Nú andríki Snorra þeir hafa um hönd. Vor háspeki berst út uin svertingjalönd í verzlunum þeirra er „feðranna frægð“ í fallegum umbúðum, liausuð og slægð. Þeir meta í hrifning vort háfleyga mái, og háma í sig Eddu af lífi og sál. Kankvís. Y íOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.