Alþýðublaðið - 29.09.1965, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.09.1965, Blaðsíða 2
eimsfréttir síáastlidna nótt • • • ■ • ★ NEW YÓRK: Pakistan lagði til í gær, að indverskar og pakistanskar hersveitir yrðu fluttar burtu frá Kasmír og gæzlulið á vegum SÞ yrði sent til að fylgjast með þjóðaratkvæði um pólit- íska framtíð lar.dsins. ★ SAIGON: Mikil orrusta var í uppsiglingu í gærkvöldi með Vietcong og hersveitum Suður-Vietnamstjórnar á svæðinu við Phu- Cu-skarðið, um 480 km norðaustan við Saigon. Talið er, að Viet- congmenn, sem venjulega berjast í 100—200 manna hópum, hafi sent 1.000 manna lið til orrustusvæðisins. ★ MANlLA: Gífurlegt eldgos varð í gær á eynni Taal á Filippseyjum, og talið er að fjöldi manns sé grafinn undir þykku liraun- og öskulagi. Opinberlega er sagt, að 8 manns hafi beðið bana, en hugsanlegt talið að um 2.000 manns hafi verið á eynni, er eldgosið varö. ★ BLACKPOOL: Harold Wilson forsætisráðherra var ákaft fagnað á flokksþingi brezkra jafnaðarmanna í gær eftir að hann liafði haldið uppi vörnum fyrir stefnu stjórnarinnar. Hann kvaðst ekki mundu efna til kosninga á næstunni. ★ LONDON: Bi-ezki stjórnarfulltrúinn í Rhodesíu, John B. Johnston kom til Lundúna í gær til viðræðna við brezka valda- inenn um sjálfstæði nýlendunnar, sem fer með stjórn eigin mála, Sjálístæðismálið er komið á alvarlegt stig og búizt við að Rhodesíu- menn krefjist þess að Smith forsætisráðherra og Bottomley sam- veldisráðherra haldi þegar í stað lokafund með sér um málið. ★ STRASSBORG: íhaldsmenn í Bretlandi munu á næstunni leggja hart að stjórn Verkamannaflokksins að gera skýra grein íyrir stefnu sinni í Evrópumálunum, sagði formælandi íhalds- (lokksins brezka í utanríkismálum, Christopher Soames, á fundi Evrópui'áðsins í Strassborg í dag. ★ PARÍS: Frakkar og Kínverjar hófu í gær viðræður sín í milli C I’arís um aukin menningarlcg, vísindaleg og tæknileg samskipti. ★ MOSKVU: Sovézkj ikommúnistaflokkurinn bjó sig í gær tmdir að framkvæma einhverjar róttækustu efnahagsumbætur, sem sögur fara af í Sovétríkjunum og munu umbæturnar breyta atvinnuvegum landsins þar sem teknar verða upp aukagreiðslur og gróðamöguleikar verða auknir. Tilgangurinn er að gera sovézk- ar vörur ódýrari og gera gæði þeirra sambærileg við það bezta sem fáanlegt er á Vesturlöndum. ★ WASHINGTON: Callaghan, fjármálaráðherra Breta, sagði I gær að brezka stjórnin hefði sigrað í baráttunni gegn greiðslu- halla og gengisfellingu. Veröur Lidó lokaö fyrir unglingana? VEITINGAHÚSIÐ Lido hefur und- anfarin ár verið relcið eingöngu sem skemmtistaður fyrir unglinga 00 ekki verið selt þar áfengi. Starf semin hefur gengið vel enda mikil nauðsyn á sérstökum skemmtistað fyrir ungt fólk, sem ekki hefur að- gang að vínveitingahúsum eða á þangaö neitt erindi. En í haust kregður svo við að viðkomandi yf- irvöld banna unglingum innan 16 ára aldur aðgang að staðnum og sjá forráðamenn hans ekkí fram á ttniíað en að hætta þessu rekstrar- fórmi, ef ekki fæst leiðrétting á. Lögreglusamþykkt Reykjavíkur théelir svo fyrir, að 12—14 ára ung- lítigar fái að vera úti á kvöldin til kí.' 22 að vetrum. Um fimmtán ára úngiíhga er ekki rætt, en alla vega fá þeir ekki aðgang að þessum skemmtistað. Hefur Lido marg- sinnis leitað eftir undanþágu frá þessari reglu varðandi 15 ára ung- linga, en árangurslaust. Ef ekki fæst leiðrétting á þessu segjast forráðamenn skemmtistaðarins verða að loka eða breyta staðnum í vínveitingahús. Unglingaskemmtanir í Lido hafa verið undir strangasta eftirliti og aldrei verið kært yfir vínneyzlu þar, enda sérstök áherzla lögð á að fyrirbyggja slíkt. Síðar í vikunni verður gerð tilraun til að bjóða upp á góða erlenda skemmtikrafta í Lidó og er ekki að efa að aðsókn- in verður mikil þau kvöldin en til lengdar þolir reksturinn ekki slik útgjöld eða að halda starfseminni áfram með hálft hús flesta daga vikunnar. 2 29. sept. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ VERKBANN Á TRÉSMIDl Reykjavík — GO í GÆRDAG boðaði Meistarafélag húsasmiða verkbann á alla félags- menn Trésmiðafélags Reykfavíkur, en þeir hafa verið í verkfalli frá 20. sept. sl. á Árbæjarsvæðinu. Bú- izt var við að Vinnuvetendasam- band íslands boðaði einnig verk- Pakistan vill SÞ-fið í Kasmír New York, 28. 9. (NTB-Reuter.) Pakistan lagði til í dag að ind verskar og pakistanskar hersveit ir yrðu fluttan burtu frá Kasmír og gæzlulið á vegum SÞ yrði sent til landsins til þess að fylgjast með þjóðaratkvæði um pólitíska framtíð þess. Pakistanski utanríkisráðherrann Zufiikar Ai Bhuttu, kom fram með þessa tillögu í ræðu í almennum umræðum Allsherjarþingsins eftir að hafa haldið uppi harðri gagn rýni á SÞ þar eð samtökunum hafi ekki tekizt á undanförnum 18 ár um að leysa Kasmírdeiluna. Hann ítrekaði hótun Pakistans um að segja sig úr SÞ, ef lausn yrði ekki fundin fljótlega. Framh. á 14. síðu. bann á Trésmiðafélagið annað hvort í gær, eða í dag. Meistarafélagið hefur kært verk fallið í Árbæjarhverfinu fyrir Fé- lagsdómi og fór málflutningur fram í gær. Málið hefur verið dómtekið, en samkvæmt upplýsing um Hákonar Guðmundssonar for- seta dómsins, er ekki vitað enn hvenær dómur fellur. Úrskurðar- efni Félagsdóms er hvort heimil séu verkföll á takmörkuðum svæð- um, eða lijá hluta af stærri við- semjendaheild. Aðrar vinnudeilur, sem heyra undir Vinnuveitendasamband ís- lands, hafa verið leystar. Þó hefur enn ekki verið samið við málara, en þeir hafa ekki boðað verkfall. í fyrradag var samið við netagerðar- menn, kjötiðnaðarmenn og bólslr- ara. Þessi mynd er tekin í Ar bæjarhverfinu, fyrir nokkr um dögum, en verkfall tré smiða þar í hverfinu hófst fyrir nokkru. Atvinnurekend ur hafa nú boðað verkbann á alla meðlimi Trésmiðafélags Reykjavíkur, og kemur það til framkvæmda eftir eina viku, en um helgina er vænt anlegur úrskurður félags dóms, um það hvort verkfali trésmiða í Árbæjarhverfi sé löglegt eður ei. OOOOÓOOOOOOOOOO< Sveitarstjórnarmál komin út SVEITARSTJÓRNARMÁL, tíma rit Sambands ísl. sveitarfélaga, 3. hefti 1965, er nýkomið út. Forustu grein fjallar um lánasjóð sveitar félaga, og er talið að framgang ur þess máls sé eitt allra brýnasta nauðsynjamál sveitarfélaganna f landinu. Sagt er frá fundi fulltrúa ráðs sambandsins 8. og 9. apríl Framhald á 15. síðu. ÓSÆMILEG HEGÐUN GAGN- Fyrirlestrar í Háskólanum Prófessor Henri Clavier frá Strass bourg flylur fyrirlestra á vegum Guðfræðideildar háskólans sem hér segir: Miðvikudaginn 29. september: Pauline Tought in the Old Testa- ment. Fimmtudaginn 30. september: Faith and Works, an essay of com- parative and biblical theology. Allir fyrirlestrarnir hefjast kl. | 10.15 f. h. og verða fluttir í V. i kennslustofu Háslcólans. M / VART SJO ARA TELPU Rvík, — ÓTJ. ÁTJÁN ára piltur var handtekinn í gærdag fyrir ósæmilega hegðun gegn 7 ára telpu. Teipan var á gangi úti á götu þegar pilturinn kom til hennar og bauðst til að aka henni heim. Hún þáði boðið, en er upp í bifreiðina kom kvaðst pilturinn þurfa fyrst inn í Sorp eyðingarstöð með rusl. Ók hann þangað og losaði sig við ruslið, en áður en hann ók telpunni heim tók hann að fara höndum um hana. Varð hún mjög óttaslegin og sleppti hann henni þá út og ók á brott. Stúlkan sagði móður sinni af þessu, eri húri hringdi síðan í lögregluna. Lögreglan fór upp í sorpeyðingarstöð og kannaði drasl ið sem ökumaðurinn hafði fleygt. Fundust þar gögn sém bentu til þess hver pilturinn væri, og var hann handtekinn. Rannsóknarlög reglan hefur nú málið til meðferS ar- J GÓÐ AÐSÓKN AÐ SÝNINGU HARÐAR Aðsókn að málverkasýningu Harðar Karlssonar í Ásmundarsal við Freyjugötu hefur verið mjög góð. Sýningin var opnuð um síS ustu helgi og eru alls á henni 24 myndir. í gærdag höfðu 16 mynd ir selst. Sýninu Harðar lýkur á sun.iU dagskvöld, og er hún opin daglcga frá klukkan 2 til 10.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.