Alþýðublaðið - 29.09.1965, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 29.09.1965, Blaðsíða 8
i l I j I j i { í i > : I I I { •t í í 1 f Limamýkt Grand Ballet Classique de France. Gestaleikur 24.—27. septem- ber 1965. Franskur ballettflokkur sótti Þjóðleikhúsið heim um helgina og hafði þar fjórar sýningar jafn- marga daga í röð; heimsókninni er lokið og flokkurinn farinn af landi burt, áleiðis í sýningarför til Bandaríkjanna, þegar þessar linur koma á prent. En undanfar- in kvöld hefur leikhúsið verið þéttskipað unnendum og aðdáend- um dansmenntar og öðrum áhuga- mönnum á þessa listgrein. Klass- iskur ballett er íslenzkum áhorf- endum mesta nýnæmi, enda var flokknum virktavel tekið á frum- sýningu hans á föstudagskvöld. Gestaleikir Þjóðleikhússins eru með markverðustu þáttum í starfi þess og gott að minnast margrar heimsóknar þangað á undanförn- um árum. Gestaleikirnir leiða okkur einatt fyrir sjónir nýjar og framandi listgreinir sem hér eru ails ékki til ellegar þá á mjög frumstæðu stigi ennþá; það er skemmst að nefna ballettheim- sóknir til dæmis. Þeir geta líka orðið þakksamlegt tækifæri til samjafnaðar við okkar eigin leik- mennt; og eflaust eru þessar heimsóknir lærdómsríkar leikhús- fólki okkar. Undanfarið hafa ball- ettflokkar verið langtíðastir gest- ir í Þjóðleikhúsinu, — en það er orðið æðilangt síðan erlendur leikflokkur hefur komið í heim- sókn. Og gestaleikir einstakra leikara eru fátíðir nema þá í söng leikjum; slíkar heimsóknir gætu þó orðið þarflegar og skemmtileg- ar ekki síður en heimsóknir er- lendra leikstjóra. Það kann að þykja ankannalegt að rifja þetta upp í tilefni af komu góðra gesta; ef til vill var einhver í leikhús- inu við sýningar franska ballett- flokksins sem sá opnast fyrir sér nýja veröld á sviðinu, sem á eftir að minnast hennar sem mótandi atburðar í lífi sínu. En það sem vel er gert, verður einatt til að rifja upp það, sem mætti gera betur. Það getur nærri að leikmaður með mjög takmarkaða þekkingu og skilning á danslist er ekki fær j um að leggja neinn „dóm” á sýn- ! ingu Grand Ballet Classique de ; [ France. Hér verður heldur ekki i skrifað nema fátækleg þakklætis- í orð fyrir ánægjulega kvöld- skemmtun. Frumsýningin hófst með þokkafullum rómantískum ballett, Les Sylphides eftir Fok- S ine við tónlist Chopins; Ijóðræn limamýkt af þessu tagi er einkar hugnæm þó hún verði kannski ekki til að „hrífa áhorfendur í annan heim” eins og leikskráin ætlast til. Sem betur fer. Ýmsir munu hafa skemmt sér jafnvel eða JAQUELINE DE MIN. betur við fjörið og gáskann í Pas de Ðeux úr Don Quichotte eftir Petiþa og Les Forains eftir Koch- no. Én undirritaður hafði fyrir sitt leyt^ mesta ánægju af „hreinni kórtíografíu” síðustu ballettanna tveg^ja á dagskránni, Pas de Quaire eftir Dolin og Noir et Blanc eftir' Serge Lifar; síðari ballettinn þótti. mér hámark kvöldsins og þessarar fallegu, fjölbreyttu sýn- ingar. — Á seinni sýningum sinum mun flokkurinn hafa sýnt önnur viðfangsefni og ber þar hæst hinn nafnkunna ballett Giselle. Ballettmeistari Grand Ballet Classique de France er Beatrice Mosena, en höfuðdansarar Liane Dayde, Genia Melikova, Maina Gielgud, Marianna Hilarides, Vik- tor Rona, Felix Blaszka, Gil Ur- bain og Michel Nunes. Af þessum vöktu þau mesta athygli Melikova Dayde og Rona, en þau síðar- nefndu tvö gæddu Don Quichotte miklum og heillandi þokka. Sin- fóníuhljómsveit íslands lék undir stjórn Jean Poussards. Hafi þau öll heila þökk fyrir komuna — ÓJ. 8 290 sept. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Halldór Laxness; Upphaf mannúðarstefi Ritgerðir. Helgafell 1965. 258 bls. Halldór Laxness íslenzkar „húmanismi” í síðustu bók í hans munni verður það ,. úðarstefna” sem er ágætt < það er bara ekki farið að því saman við Rauða kr< Fangahjálpina eða AA-san mannúð og mannúð er sem: hvað. En Laxness heykist að útleggja „húmanisti” á veg; mannúðarmaður eða virðist ekki duga; hann húmanistana barasta hún sem líka er ágætt. Raunar er það ekki húm inn sem afmarkaður sög fyrirburður sem einkum ve huga Laxness í aðalgrein þt bókar; öllu heldur notar húmanismann til að koma færi við nútímakirkju ei kommúnismann. Umræða h£ húmanisma og kirkjuvald n leiðir fram til síðustu trú ingar hans, trúarinnar á iu arlyndi og frjálsræði í m£ um skiptum, á mannlega semi. Húmanisminn er engir speki, segir hann, heldur ræði til að stunda hvaða heimspeki sem vera ska hafna öllum; æðstiprestur úðarstefnunnar er heilbrigc semi. Og bólvirki skynse mannúðar er reyndar sú evrópska borgarastétt sem i ur fyrr átti ekki alténd pallborðið hjá þessum höfi „í hverjum stað þar sem ræði er vanrækt, forboð drepið niður, verður ekki 1 komizt að ómennsk öfl nái á menntalífinu og oeri þa hönd. Ýmsir tala um borga ina eins og hún væri kúki nr. 2, sumir jafnvel eins < væri kúklúxklan nr. 1, e? og siður var að tala um d miðöldum. En það er hætt þar sem henni er útrými miðaldirnar aftur með páf málbann, ritbann, listbann, málabann, rannsóknarrétt villingabrennur; og að þar sá kapítalismi, ríklskapítal sem býður heim einræði < aræði og einn er miskunnai en liið margliöfðaða a borgarastéttarinnar.” Þannig tekur þessi bók strenginn og Skáldatími fyrra, heldur áfram reikni: um skáldsins við kommún og sína eigin fortíð. í ræ mannlega samábyrgð fyrir 1 gegn hungri er afneitað heimsformúlum til lausnar lagsmálunum; í bezta fal „hagkvæm blanda” kenni stuðlað að því að léysa böl ins. Og innstæðunni lýki skírskotun um mannúð í v

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.