Alþýðublaðið - 29.09.1965, Blaðsíða 15
Forsetaefsii...
Kramhald úr opnn.
Einhver sem ég man ekki leng-
xi r hver var komst svo að orði
um Skáldatíma að bókin lýsti þró-
unarferli höfundarins úr komrnún-
ista yfir í Svía. Þetta er kannski
miöur góðgjarnlega sagt, en sann:
leiksögn er í því. Spjallgreinar
Laxness fyrir „fjölmiðlunartækin“
og annað efni þessarar bókar ber
líka allt að þeim brunninum. Höf-
undur þeirra er enginn uppreisn-
armaður né myndbrjótur lengur;
undir niðri fáguðu heimsmanns-
yfirbragði hans býr nú virðulegur
velferðarboi’gari, sannarlega ósátt-
ur við hversdagslega borgaralega
meðalhegðun og skoðanir í sam-
félaginu. Þess vegna gæti hann víst
liæglega orðið forseti þess — ef
þar að kæmi. — Ó.J.
Glugginn
Frh. <xf (>. síffu.
þegar stúlkan er kvikmyndastjarna
en maðurinn ekki, þá er þetta svo
erfitt. Það eru svo margav freist-
ingar í sambandi vi-ð starfið. Ef
ég væri igóð manneskja gæti það
kannske blessast, en ég er það
bara ekki. Ég vil vera svo sjólf-
ráð. Ég hef alltaf verið dugleg
að bjarga mér. Það byrjaði strax
og ég var í iskóla. Foreldrar mín
ir bjuggu í Indlandi. Og í sumar
fríunum var éi? kyrr í skólanum.
Það gerði mig duglega. Ég lærði
að bjarga mér isjálf, án foreldra
minna, án ihjálpar nokkurs.
Nú iie'f ég hlotrð vinsældir í kvik
myndunum og er orðin umtöluð
og nú taía é!g um sj'álfa mig. Öll
um finnst gaman að tala um sjálfa
sig og séu þeir hvattir til þess
igeta þeir bara alls ekki liætt. Ég
tala stanzlaust um isjálfa mig Hvar
endar þetta eiginlega?
Olg Julie Christie brosir tví-
ræðu brosi. Hún hefur sett sér
hátt takmark og er um það bil að
ná því.
fþróttir...
Eramhald af 11. sfðu.
yfir. Undirritaður hefur fylgst
með æfingum frjálsíþróttamanna
meira og minna undanfarin 20 ár,
og hreinskilnislega sagt er meira
um það nú, að menn hangsi og
leiki sér á æfingum, en áður var.
Það er betra að æfa af kappi í 30
mínútur, en leika sér í 2 klukku-
stundir. Það verður enginn óbar-
inn biskup.
Þjálfaraskortur er einnig mjög
alvarlegur í frjálsíþróttum, sér-
staklega úti á landsbyggðinni, en
það er svo umfangsmikið mál og
alvarlegt, að rætt verður urn það
síðar sérstaklega.
Við skulpm vona, að frjáls-
iþróttafólkið sýni meiri dugnað og
hörku í framtíðinni. Ýmsir frjáls-
íþróttamenn tala um, að þeir fái
ekki tækifæri, en er hægt að ætl-
ast til þess að sótzt sé eftir ís-
lenzkum frjálsíþróttamönnum á
mót erlendis, meðan árangurinn er
ekki betri en raun ber vitni. Við
eigum aðeins 2 frjálsíþróttamenn,
sem eru boðlegir á alþjóðleg mót,
og það er ekki nógu gott. Um leið
og afrekin batna, verður auðvelt
að fá keppinauta.
Það mótið, sem mesta athygli
vakti í sumar, var vafalaust Lands-
mót UMFÍ, sem fram fór að Laug-
arvatni í byrjun júlí. Afrekin voru
að vísu í meðallagi, en fram-
kvæmd og þátttaka til fyrirmynd-
ar. Ungmennafélag íslands vinnur
gott starf með Landsmótunum. En
frjálsíþróttafólk alls landsins þarf
að fá tækifæri til að þreyta keppni
árlega. Frjálsíþróttafólk utan af
landi mætir illa á Meistaramót ís-
lands, og því þarf að efna til móts,
sem vekur áhuga um allt land. Þar
hefur frjálsíþróttaforystan verk að
vinna. — Ö.
Sovét.. .
Framhald af 3. síðu
stjórnarinnar samþykki þessi lög
í dag eða á fimmtudag þegar fyrsta
fundi stjórnarinnar um sex mán
aða skeið lýkur.
Upp frá þessu verða fyrirtæk
in sjálf að standa undin rekstri
sínum og auknum gróða verði var
ið til aukagreiðslna fyrir vel unn
in störf. Fyrirtækin geta ekki leng
ur snúið sér til stjórnarinnar og
beðið hana um aðstoð, en að vest
rænni fyrirmynd verður þeim veitt
lán til endurbóta á verksmiðjum
Enn fremur verður dregið úr völd
um stjórnvaldanna og framleiðsl-
unni verður í rikari mæli hagað
í samræmi við eftirspurn en hin
um flóknu og mótsagnakenndu „
kvótum" og normum, sem hafa ver
ið hyrningasteinn sovézks áætl
unarbúskapar síðan 1917.
Áætlun Kosygins er talin djörf
tilraun til að laga iðnaðinn að nú
tíma þörfum í stað þess að reka
liann á grundvelli hugmynda, sem
settar voru á blað í marxistískum
kennslubókum fyrir mörgum ár
um.
Stjórnmálafréttaritarar í Moskvu
telja hins vc-gar, að taka muni
mörg ár að koma hinum fyrir
huguðu breytingum til leiðar, og
að hugmyndin um miðskipun sem
grundvallarneglu standi óhöeguð
Kosvgin sagði, að kommúnista-
flokkurinn v'ldi fá arð af hverri
rúb’u sem fest væri í atvinnu
greinunum og að mestöllu eftir
liti yrði haldið áfram. Fyrirtækin
mundu áfram keppa að vissu tak
marki, þeim yrði sagt hvaða vör
ur bau ættu að framleiða og hve
mikið fé bau gætu fest í kaup á
nv.ium vélum.
ww hASmili .. .
Framhald af síffu 3.
Verður það væntanlega gert næsta
sumar. Heildarkostnaður við bygg
ingu heimilisins nemur rúmlega
þremur milljónum króna, og hafa
margir aðilar, bæði einstaklingar
og fvrirtæki hjálpast að við að
standa straum af honum. Stvrkt
arsíóður vangefinna sem er í
vörzlu félagsmálaráðunevtisins
Ipgði fram 1.5 milljónir. Fevlria
viknrborg 100 búsund. Lionskliíbþ
arn'r Þór og Niörður vernlepar
fiárunnþfeðir og ýmsar vélar. Kveh
félag stvrktarfélags Vangefinna
gaf einnig stnra fjárhæð op svn
mætti tenpi telia. Sagði Friðfinn
ur ð fiindi með fréttamönnum o«
n*-r.vm pestum að be'r væru miö»
hekWátir boim mörgu Sem róll
Imfííii biðlnarhönd. án aðstnðnr
beVra befði heimilið aldrei risið
RarssbeimUið getlir tekið 10
op befu- AUn Stenning verið ríð
inn fnrc*nðnmaður beSS. en bann er
sérmenntað'ir í stjorn svona heim
ila. Yfinlæknir Kópavogshælis mun
úrskurða um vist á heimilinu, og
hafa þegar verið teknir þangað sex
drengir, Friðfinnur gat þess að
lokum að mikil þörf væri fyrir
svona heimili. í þessum málum
væri svo mikið ógert að það vekti
furðu þeirra sem til þekktu, og
kvaðst hann vona að þetta mætti
batna sem fyrst.
Askenasi...
Framhald af 1. síðu.
ið 1945 fékk hann inngöngu í
Músíkskóla Tónlistarháskólans í
Moskvu en þar eru mjög ströng
inntökuskilyrði enda er kennsla
á mjög háu stigi.
Vladimir Askenasí lauk við þenn
an skóla árið 1955, en ári áður
höfðu þau tíðindi gerst að hann
var ásamt fimm öðrum ungum pí
anóleikurum valinn til að vera
fulltrúi lands síns á Chopinkeppn
inni í Varsjá. Valið var úr sextíu
manna hópi. og það sýnir bezt
styrk ofangreinds músíkskóla (sem
telst til unglingafræðslustigs) að
tveir af þeim sex sem fóru til
Varsjár voru úr honum. Kennari
Askenasis á þessum árum var Súm
batjan. “4>W
í keppninni í Varsjá varð Asken
así annar í röðinni. Ári síðar hóf
hann nám við Tónlistarháskólann
og lauk þaðan prófi árið 1960.
Kennari hans var prófessor Léf
Oborin. Árið 1956 hlaut liann
fyrstu verðlaun í samkeppni Elisa
betar Bretadrottningar í Bruxelles,
og fór skömmu síðar í hljómleika
ferð til Bandaríkjanna. Þýzkalands
og fleiri landa, og hlaut hvarvetna
góða dóma.
Árið 1962 hlaut Vladimír Asken
así ásamt enska tónlistarmannin
um Ogdon fyrstu verðlaun í sam
keppni píanista sem kennd er við
Tsjaikovsky. Síðan hefur hann ferð
azt víða um heim og lxaldið tón
leika.
Húsakaup...
Framhald af síffu 3.
framkvæmda, svo sem að framan
segir. í byrjun apx’íl sl. nefndi Guð
mundur í. Guðmundsson sem mats
mann af sinni hálfu Tómas Vig-
fússon, húsasmíðameistara, en
dómsmálaráðuneytið tilnefndi af
sinni hálfu Helga Eyjólfsson, húsa
smíðameistara. í matsgerð þeirra
kemur fram, að húsið Brekkugata
13 er 1325 rúmmetrar að stærð.
Niðurstaða matsgerðarinnar hljóð-
ar svo;
„í matinu höfum við tekið til-
lit til aðstæðna við byggingar-
framkvæmdir, þegar þær fóru
fram, ástand eignarinnar nú og
fyrningu, samanber bréf dóms- og
kirkjumálaráðuneytisins dags. 1.
apríl 1958, eins og neðan greinir:
„... .Við matið verði lagt til
grundvallar byggingarkostnaður
íbúðarhúsa á þeim tíma, er mat-
ið fer fram, að frádreginni eðli-
legri fyrningu, og fullt tillit
verði tekið til kostnaðar við lóð
hússins og húsgrunn .... ”
Með hliðsjón af byggingarkostn
aði, eins og hann er í dag og á-
standi eignarinnar metum við hús-
ið á kr. 3.710.000.00.
Samkvæmt framanlögðum reikn
ingum eiganda á framkvæmdum
við lóðina og önnur mannvirki, er
á henni eru, fært til núverandi
verðlags, metum við þær á ....
kr. 1.027.000.00
Heildarmat kr. 4.737.000.00”
Svo sem fram kemur af ofan-
greindum tölum er rúmmetraverð
í húsinu metið kr. 2.800.00.
Komið hafa fram í blaðaskrif-
um, ábendingar um, að ekki hafi
verið gætt nægilega við kaupin á-
kvæða laga um embættisbústaði
dómara. í 2. gr. þeirra laga segir:
„Nú verða héraðsdómaraskipti og
sá, er af störfum lætur, eða bú
hans, á hús, sem að dómi ráð-
herra er hæfur héraðsdómarabú-
staður, og skal þá ríkisstjórnin
kaupa eignina, ef viðtakandi hér-
aðsdómari óskar, enda fáist hún
fyrir hæfilegt verð að dómi sér-
fróðra óvilhallra manna”. Af þessu
er Ijóst, að með bréfinu frá 1. apríl
1958 eru teknar aðrar og meiri
skuldbindingar á ríkissjóð en sam-
kvæmt tilvitnaðri lagagrein, þ. á
m. um matsgrundvöll.
Matsmönnunum er, samkvæmt
bréfi ráöherra 1. apríl 1958, bein-
línis fyrir lagt að meta hús og lóð
miðað við kostnaðarverð hvors
tveggja á þeim tíma, þegar matið
fer fram. Frá þessu ber að draga
eðlilega fyrningu á húseign, og er
við það miðað í matinu. En lóða-
verðið er, samkvæmt fyrirmælum
bréfsins byggt á framlögðum kostn
aðarreikningum á framkvæmdum
við lóðina og önnur mannvirki, er
á henni eru, fært til núverandi
verðlags, eins og áður segir.
Kostnaðurinn varð svo mikill
vegna alveg sérstakrar mannvirkja
gerðar á lóðinni, þar sem sprengt
er inn í Hamarinn svo kallaða fyr-
ir húsinu. Um þessar ákvarðanir
ber ekki að saka matsmenniná,
heldur leiðir þær af þeim skuld-
bindingum, sem teknar voru á rík-
issjóð með bréfinu 1. apríl 1958,
Af því er varðar val á mats-
manni af hálfu dómsmálaráðu-
neytisins hefur verið fundið að því,
að Helgi Eyjólfsson, húsasmíða-
meistari hafi verið valinn, þar
sem liann væri jafnframt fram-
kvæmdastjóri sölunefndar varnar-
liðseigna, og málefni hennar
heyrðu undir utanríkisráðherra.
Helgi er þó ekki á neinn veg svo
háður utanríkisráðherra um það
starf, að skert geti sjálfstæði haris
í matsstörfum eða réttdæmi, enda
verður ekki véfengt, að Helgi Eyj-
ólfsson er einhver færasti kunn-
áttumaður, sem völ er á í því efni,
sem matið fjallaði um.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið,
28. september 1965.
Svegtarstjómarmál
Framhald af 2- síðu
sl. og birtar ályktanir fundarins.
Birt er erindi það er Hjálmar Vil
hjálmsson, ráðuneytisstjóri félags
mála ráðuneytisins, flutti á fund
inum um stækkun sveitarfélaga
nna, og sagt er frá ljósmyndabók
um íbúa og býli í Rauðasandg
hreppi, sem oddviti hreppsins, Snáe
björn Thoroddsen, færði samband
inu að gjöf í tilefni af 20 ára af-
mæli þess fyrr á árinu. Þá er í
heftinu greint frá breytingum á
lögum um tekjustofna sveitarfé
laga, og sagðar fréttir frá sveitar
stjórnum. ,(
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 29. sept. 1965