Alþýðublaðið - 20.11.1965, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 20.11.1965, Blaðsíða 13
ÍÆMBíP D~' —: Síml 50184. Ég elskaði þig í gær (Le Mepris) Stórmynd í litum og cmemascope — eftir skáldsögu Alberto Mora vias. Leikstjóri: Jean-Luc Godard Framleiðandi: Carlo Ponti Brigitte Bardot ÍSíSS&íi -C vJLHIl LU Í j GODARDj elsttede! 10 @ cf I im C' efter en roman, ! af AIBERTO MORAVIA Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð bömum. 40 PUND AF VANDRÆÐUM („40 pounds of Troubles) Amerísk gamanmynd í litum og Panavision. Tony Curtis. Sýnd kl. 5. Simi 50249 The I.A.M.I. Amerískar bítlamyndir. ■ Sýnd kl. 5 og 9. Vinnuvélar til leigru. Leigjum út púsninga-steypu- /irærívélar og hjólbörur. Rafknúnir grjót- og múrhamrar með' borum og fleygum. Steinborvélar — Vibratorar. Vatnsdælur o. m.fl. LEIGAN Simi 23480. S.F. oooooooooooooocx Blaðburður ALÞÝÐUBLAÐIÐ vantar blaffburðarfólk í nokkur liverfi í Reykjavík. Þar á meffal eru þrjú stór íbúar- hverfi. Blaffið beinir þvi hér til foreldra stálpaffra barna, aff þeir hlaupi nú undir baggra meff blaöinu og leyfi börnum sínum aff bera þaff út. Umrædd hverfi eru þessi: MELAR LAUFÁSVEGUR LINDARGATA Auk þess vantar blaffburff arfólk á Scltjarnamesi svo og í miffbæinn, Laugaveg og Hverfisgötu. >000000000000000 Mmy Douglas Warren AKVÖRÐUN hvað sem það kostar. Er það klíníkdaman ykkar —. hvað heit- ir hún nú aftur? — Cherry Haz- eltyne? Hún er svo falleg að þú ert að reyna að hlífa henni líka. — Ég sagði þér að ég vissi ekki hver það var sagði hann þrjóskulega. — Og ég sagði þér að ég tryði þér ekki. En það er ekki til neins fyrlr þig að reyna að þegja Al- ard. Ég er búin að segja þér að ég skal komast að því livað sem það kostar. Hödd hennar var há og skerandi og græn augu hennar skutu gneistum. — Hvernig veiztu að það var slys? spurði hún og rödd hennar skalf af reiði. — Ertu viss um að þetta hafi ekki verið morð- tilraun? Ég held við ættum að hringja á lögregluna. — Hagaðu þér ekki eins og geðsjúklingur Clothilde, sagði Alard hvasst. — Það er það versta sem hugsast getur að lög- reglan sé sótt hingað. Hugsaðu um framtið hans sem læknis. — Ég er dauðþreytt á að hugsa um framtíð manna og lækna. Þið læknar eruð allir svo skít- hræddir við skilnað að maður gæti haldið að þið væruð ka- þólskir. Ef ég hefði getað skilið við Ben áður en ... Hún þagn- aði og lauk ekki við setninguna. — Ég veit um hvað þú ert að hugsa, sagði Alard. — Þú átt við áður en Malcolm Harvey trúlofaðist Pamelu Gershner? Hún eldroðnaði. —. Og hvað með það? Hingað til hafði ég enga skilnaðarsök á hendur hon- um og nú er það of seint hvað Harvay viðkemur En ég get hitt aðra menn ef ég er frjáls. Og ég verð rík ... Gleymdu því ekki að ég veit nákvæmlega hvað Ben hefur í tekjur. — Þú verður ekki rík ef þetta hneyksli fréttist, sagði hann hörkulega. — Ben er búinn að vera sem læknir í Macquarie Street eftir það. Þú hefur ekkert sem þú getur sannað. Og jafn- vel þó þér takist að búa einhver j- ar sannanir til þá efa ég að þú hafir miklar tekjur sem fráskil- in eiginkona fátæks læknis. — Auðvitað ertu á Bens máli, sagði hún reiöilega. — En ég held að hér séu nægar sannan ir. Ef ég hringi til lögreglunn nar og tilkynnt að þetta slys hafi orðið verða þeir að hjálpa mér til að finna hver var hér með Ben þegar slysið vildi til. Ef það hefur þá verið slys. Ég hef aðeins þín orð fyrir því. Það getur eins vel verið að hon um hafi verið hrint eða ráð izt á hann. — Ég fullvissa þig um að ekkert slíkt skeði. Það er mjög heimskulegt af þér Clothilde að ætla aö blanda lögreglunni í þetta mál. — Ég skal hugsa um það, 19 sagði hún þungbúin. — En á meðan er ég ákveðin í að kom ast að því hver var hjá honum þegar þetta skeði. Ég hef minar leiðir til þess. Hann hefur ver ið heldur lítið heima upp á síð- kastið. Hjá hverri hefur hann verið? Þó lögreglunni sé ekki blandað í málið Alard gæti ég leigt mér einkaspaejara. Fótatak og umgangur heyrðist fyrir framan. Það voru sjúkralið arnir. — Það er gott að þið komið, SÆNGUR REST-BEZT-koddar Endurnýjum gömlu sængurnar, elgum dún- og fiðurheld ver. Seljum æðardúns- og gæsadúnssængur —■ og kodda af ýmsum stærffum. DÚN- og FBBURHREIN SUN Vatnsstíg 3. Sírnl 18740 sagði Alard. — Ég er Alard lækn ir. Hallam læknir er í svefnher berginu. Hann féll og rak höfuðið í. Ég fékk pláss fyrir hann á Sydney sjúkrahúsinu. — Þér verðið að fyrirgefa hvað við komum seint herra, sagði ekillinn. — En stúlkan á sím anum heyrði ekki rétt húsnúm er. Við fórum í ranga íbúð og urðum að fara aftur til að fá rétta númerið. — Honum liður eftir vonum þó hann hafi ekki komizt til með vitundar, sagði Alard. — Rétt herra, sagði maður inn. — Hvar er sjúklingurinn.? Alard visaði, þeim í svefnher bergið. Hann vissi vel af þvi að Clothilde stóð í gættinni og fylgdist með þeim. Hafði hún á hyggjur af líðan Bens eða hugs aði hún einungis um það hvern ig hún gæti sem bezt fengið skilnaðinn og hve mikið hneyksli það yrði? Hugsaði hún ef til vill aðeins um fjárhaginn? , Alard sagðist mundu fara með þeim á sjúkrahúsið. Hann vildi segja frá adrlininnspýtingunni. Hann spurði Clothilde varlega hvort hún vildi ekki fara heim fyrst. Hún hristi höfuðið. — Nei þú þarft ekki að fylgja mér. Ég geng. Það er mjög stutt héðan. En þú skalt ekki halda að ég ætli að gleyma þessu svona auð veldlega. Ég ætla að finna stúlk una og ég hef sterkan grun um það hver hún er. 4. Það var dimmt þegar Cherry kom heim. Don var ekki heima um helgina. Mamma hennar og Ted voru ekki komin heim af tónleikunum. Það var heitt í veðri en henni var kalt. Áfallið sem hún hafði orðið fyrir hafði eyðilagt áhrif kokkteilanna og kampavínsins sem hún hafði drukkið. Hún var alveg ódrukk in og hana langaði í kaffi. Hún fór inn i eldhúsið og kveikti ljós'ð. Hún nennti ekki að skola kaffipokann svo að hún hitaði sér neskaffi og henni rlýn aði við heitan drykkinn. Kaffið róaði líka æstan hug hennar. Henni leið mjög illa og hún hafði mikið samvizkubit. En FATA VIÐGERÐIR Setjum skinn á jakka ! auk annarra fata- viffgerffa. Sanngjarnt verff. Waug SSH fi A (JS Sklpholt 1. - Simi 16348. SÆNGUI Endurnýjum gömlu sænguraai Seljum dún- og fiðurheld ver, NÝJA FIÐURHREINSUNIN Hverfisgötu 57A. Siml 18733 Alard hafði fullvissað liana um at) lífi Bens væri engin hætta búin. Ekkert sem kom fyrir fyrr um kvöldið var hennar sök. Hún reyndi að minnsta kosti aff telja sjálfri sér trú um það. En hefði hún.ekki sparkað svona frá sér meðan Ben var að bera hana fram hjá arninum hefði hann á reiðanlega aldrei hrasað og fallið. Hefði það verið betra að hún leyfði honum að koma sínum vilja fram? En hún vissi að þrátt fyrir allt vínið sem hún hafði drukkið hafði sú tilhugsun fyllt hana viðbjóði. — Er ég svona mikið smábam, hugsaði Jiún. — Yerð ég aldrei fullorðin Hún hugsaði um allt annað en augnaráð Alards eftir að hann hafði litið yfir herbergið og séð matboriðið, kokteilglösin, kampa vínsflöskuna og töskuna henn ar opna á snyrtiborðinu i svefn herberginu. Henni fahnst hræðilegt aff hann skyldi hafa þetta álit á henni. Það var svo óréttlátt. Hún elskaði Ben og hana langaði til að verða konan hans en hana langaði ekki til að verða ástmey hans. Samt hafði Ben auðsýni lega ætlað sér það. Demanta og perluarmbandið var enn í vesk inu hennar. Alard hafði vakið at hygli hennar á þvi. Hún ætlaði að skila Ben því aftur. Hún vildl Á ‘ m | E'IGUSH >- SPOKLH — “ ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 20. nóv. 1965 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.