Alþýðublaðið - 04.12.1965, Side 5

Alþýðublaðið - 04.12.1965, Side 5
LEIKIR FYRIR BÖRN Hér eru tveir leikir, sem yngri kynslóðin hefur áreið anlega gaman af að reyna einhvern daginn, því að nú er svo kalt úti, að það er varla hægt að leiká sér þar, en þessa leiki er hægt að fara í hvar sem er innan dyra. ■fr HVAÐ ER í KÖRFUNNI MINNI? í þessum leik verða allir þátt- takendur að hafa blýant og blað. Húsbóndinn gengur á milli með körfu eða tösku, sem í eru 10 eða 12 mismunandi hlut- ir, en yfir opið þarf að breiða handklæði eða eitthvað annað, til þess að hlutirnir sjáist ekki. Sem dæmi um nothæfa hluti í ieikinn getum við tekið . kart- öflu, greiðu, penna, fimmeyr- ing eða eitthvað annað. Það má ekki vera neitt, sem maður sting ur sig á, því að þátttakendur eiga hver eftir annan að stinga hendinni undir íklútinn og þreyfa á því, sem er undir yfir- breiðslunni. Hver um sig fær eina mínútu til að þukla á hlutunum og síð- an á hann að skrifa á blaðið, hvaða hlutir séu í körfunni eða töskunni. Sá, sem skrifar flest rétt, hefm’ unnið leikinn. ýV KAPPHLAUP Nú kemur annar leikur, en sá er miklu líflegri en hinn, því að hann er raunverulega ekki annað en kapphlaup í kring um stofuborðið. En það geta aðeins tveir tekið þátt í leiknum í einu, og þeir eiga að snúa bökum saiman áður en þeir taká á sprett. Hvor þeirra fær epli, sem hann stingur milli hnjánna og jólakort, sem hann leggur á höf- uðið á sér, áður en kapphlaupið' hefst. Hendurnar eru krosslagðar á brjóstinu og svo hefst keppnin, sem er fólgin í því, að verða á undan í kring um borðið, tií sama staðar, sem þátttakandinn Lagði af stað frá — en þetta verð ur 'að gerast án þess að maður missi nokkuð af því, sem hann er með. Nú er rétti tíminn til þess að byrj a jólabaksturinn, og að öllum líkr indum eru einhverjar húsmæöur þcgar farnar aö baka til jólanna. Viö birtum hér nokkrar upp skriftir af indælis kökum og vonum, að þær geti orðið til aö auka fjölbreytni jólabrauðsins. EPLATERTUR 300 gr. af hveiti, 200 gr. af smjöri eða smjörlíki, 50 gr. af lyftidufti, 2 egg , 2 matskeiðar af sykri. í fyllingu: 75 gr. af smjöri, 100 gr. af sykri, 2 stór epli. Skraut: egg, sykur og möndl ur. Hnoðið saman smjörinu og hveitinu, einnig lyftiduftinu, sykrinum, og eggjunum. Látið deigið síðan bíða á köldum stað í eina klukkustund. Rúllið deig inu síðan út í fjóra kringlótta botna. Hrærið þá saman smjörið og sykuriun í fylllnguna, smyrjið því á 2 botnana setjið þar ofan á niðurskorin eplin og lcggið síðan hina tvo botnana ofan á, þannig að úr deiginu verða tvær kökur tveggja botna. Kökurnar eru síð an þéttar saman í kantinn meff gaffli. Geymdar þannig í 10 mín útur, en eru svo penslaffar meff eggi og sykri og möndlum. Bak aðar viff góffan hita í um 20 mín. f ENSK JÓLAKAKA 240 gr. af hveiti, örlítið salt, 1 teskeið af lyftidufti, 150 gr. af smjöri, 90 gr. af rúsínum, 90 gr. af kirsuberjum, skorin í helminga, 150 gr. af sykri 2 stór egg. safinn úr einni lítilli appels ínum ásamt rifnum berkin um. Sigtiff hveitiff og lyftiduftiff og setjiff í skál ásamt örlitlu salti Bætiff smjörinu í og hnoðið sam an við hveitiff, þar til deigiff verff ur eins og fín brauffmylsna. Bæt iff þá í rúsínum, kirsuberjum og sykrinum. Iíræriff vel. Setjið egg in í eitt og eitt. Síffast er bætt í appelssínusafanum og berkin um, og hrært vel. Setjið deigiff í forrn og bakiff í um það bil eina til eina og hálfa klukkustund. SÍTRÓNUSTENGUR 90 gr af sykri, 150 gr. af smjöri, rifinn börkur af>/i sítrónu, 1 teskeiff af sítrónusafa, 240 gr. af hveiti. Hrærið sykur og smjör, þar til þaff er létt og ljóst. Bætiff í sítrónuberkinum og safanum. Ilræriff vei í. Bætiff síffan hveit inu, smám saman. Setjiff deigið í stórt grunnt form og setjið rák ir í deigiff meff gaffli. Bakið síff an viff hægan hita, þar til kakan er ljósbrún og hökuff í gegn. Þeg ar kakan er tekin úr ofninum er hún skor?n í 14 litlar stengur og sykur dreift ofan á. Stengurn ar eru látnar kólna í forminu. FINNSKT KAFFIBRAUÐ 375 gr. af hveiti, 250 gr. af smjöri, 125 gr. af sykri. Þessu er öHu Imoffaff saman og búnar til úr því fingurþykkar lengjur, sem eru síðan penslað er með eggi, og dreift yfir sykri og söxuffum möndlum. Lengjurn ar eru svo skornar í G cin. lang ar stengur. Bakað viff góffan hita í um 10 mínútur, ENGIFERKÖKUR 500 gr. af liveiti, •200 gr. af smjöri, 500 gr. af sykri, 20 gr. af lyftidufti, 2 egg, i | •14 — 1 matskeiff engifer, 1 tesk. negull, 1 tesk. natron. ’ i i Smjöriff er hnoffaff saman yid ! hvcitiff. Lyftiduftiff er hrært sani j an viff svolítiff af sykrinum, egg ; in eru hrærff. Þetta allt er síffan j hnoðaff vel sanian. Úr deigimr i eru búnar til fingurþykkar lengj j ur, sem bakast viff freinur góffan ; hita í 10 mínútur. Þá eru Iengj i urnar skornar á ská í litlar í „snittur“ og stungiff aftur í ofn inn og bakaðar viff mjög líúnn hita, þar til brúnirnar cru Sjós brúnar. Framhald á 10. síffu. -----»■ jj fimmta síða Anna K. Brynjúlfsdóttir valdi uppskriftirnar og tók myndina af tertunum. 'JÓLABLAÐ 1965

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.