Alþýðublaðið - 04.12.1965, Blaðsíða 13
'OOOOOOOOOOOOOOO OOOOOOOOOOOOOOOO'
ooooooooooooooooooooooooooo^oooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo
Hjátrú og tónverk
Ef þú sem ferðamaður á Spáni horf-
ir á nautaat, og ferð ósjálfrátt að
flauta nautabanamársinn úr Carmen,
fara hinir spönsku áhorfendur strax
að sussa á þig. Og ef þú óaðvitandi
heldur áfram að flauta, rignir yfir
þig formælingum og blótsyrðum úr
öllum áttum. Og ef að nautaatið endar
þannig að nautabaninn er borinn út
af leikvanginum, er þér kennt um ófar-
ir hans.
Með þessu lagi var einum frægasta
nautabana allra tíma, Fernando Caba-
rello, fagnað er hann gekk inn á leik-
vanginn til að berjast í 49. sinn.
Hann var svo illa farinn eftir bar-
dagann, að hann eyddi því sem eftir
var af æfinni í hjólastól. Þess vegna
er þessi mars bannaður á öllum
spönskum Jeikvöngum.
Gamalt sikileyskt þjóðlag, sem eitt
sinn var alltaf efst á lista á öllum
meiriháttar hljómleikum, heyrist
nú aldrei spilað. Þó er það miklu betra
en hið gatslitna „La Paloma.“ Lagið
var einu sinni spilað á veitingahúsi
i Messina árið 1908 þegar jarðskjálfti
lagði borgina í rúst, og 80 þúsund
manns fórust. Síðan hefur verið talið
að Jagið færði óhamingju. Sagt er að
tveir hljósveitarstjórnendur hafi dott-
$
ið niður dauðir meðan verið var að
leika lagið, og enginn hefur þorað að
verða sá þriðji.
Preludia Chopins „Regndroparnir11
er líka útskúfuð hjá öllum hjátrúar-
fullum hljóðfæraleikurum. Hann samdi
hana lá Mallorea, niðurbrotinn og
berklavei'kur Vinir hans vonuðu að hið
milda loftslag myndi lækna hann. En
allt í elniu breyttist veðrið og það tók
að riigna Og í marga daga sat Chopin
hóstandi við vinnuborð sitt og horfði
á regndropana renna niður eftir rúð-
unni hjá sér, og honum fannst þeir
líkjast tárum. Þá fékk hann hugmynd-
ina, og samdi þetta hugljúfa verk, og
dó skömmu síðar.
Hinn mikli hnefaleikakappi, Jan Jaa-
go, isem einhivcrjir muna kannski eftir,
var heimsmeistari í þungavigt í mörg
ár, áður en hann var sigraður af
Þjóðverjanum Sdhvvarz. Það er sagt
að hann hafi tapað vegna þess að
„Inngöngumars skylmingamannanna"
hafi verið leikinn þegar hann gekk
inn í hringinn. Það hafði alltaf fært
honum óhamingju. En aðstoðarmaður
hans hafði alltaf séð svo um, að það
væri ekki epilað, en ihann hafði gleymt
því í þetta eina sinn — „og þegar
ég heyrði fyrstu tónana, vissi ég að
ég myndi tapa,“ sagði Jan eftir keppn-
ina.
Franskt hermannalag er næstum því
forboðið í Frakklandi. Með það lag á
vörunum fór ein hersveit í orrustu, og
féllu allir í sveitinni.
Það eru í rauninni mjög fá tónverk,
sem eru orðlögð um allan heim í sam
bandi við hjátrú. Þar er m.a. „Sorgar-
symfónían," eftir Gustaf Mahler, og
„Symfoni Patheticue“ eftir Tschai-
kovski. Um hina síðari ganga margar
sögur milli hljómlistarmanna. Tschai-
kovksi samdi hana skömmu fyrir dauða
sinn, og á að hafa lagt svo á, að yfir
þann mann sem léki hana dyndi ein-
hver óhamingja.
Og það merkilega er, að það hefur
ýmislegt skeð sem setja -má í sam-
iband við þesisi álög. T.d. dó klarinettu
leikari í Stokkhólmi, þegar eftir að
verkið var flutt. Bandariski hljóm-
sveitarsjórnandinn Victor Kolar segir
að þetta sé symfónía dauðans og óham-
ingjunnar, og því til stuðnings sagði
toann að tveir af nánustu vinum hans
hafi dáið eftir að hafa tekið þátt í
flutningi verksins
Árið 1950 stjórnaöi Arthur Roni-
zinski filharmoniuhljómsveitinni í Los
Angeles, og var þá þetta verk flutt.
Fjórum klukkusturidum síðar var hon-
um á síðustu stundu bjargað úr elds-
voða á brennandi hóteli.
17 ára
ÆFIN —
berst áfram
eftir hinn'i straumhörðu á tímans,
niður gljúfur iífsins.
ÞÚ
sem einu sinni varst barn —
og ert að verða maður —
bei-st nú áfram
EFTIR
þröngri rennibi-aut
minninganna
off —
mörg persónan
sem
strandað hefur
í fljóti tímans
heftir
gert minna
en
þú.
lítið barn
lig-gur í vöggru sinni
Á MEÐAN
gamall maður
með grátt bár
er borinn til grrafar.
NÚ
situr þú
í fremsta sæti
í
strætisvagrii framtiðrainnar
sem er
á ÍéiS
eftir
AÐALBRAUT
LÍFSINS.
✓
Það líður varla sá dagur, að
ekki komi fram á sjónarsvið
ið einhver, sem kallar sig skáld
- ekki sízt þessa dagana, þeg
ar bókaframleiðsla, bókasala og
bókakaup eru allt að kæfa.
En það eru til mörg skáld
sem ekkl fá verk sín útgefin
af einhverjum ástæðum, en það
er ekki þar méð sagt, að þau
séu neitt óefnilegri en hin.
Við höfum þá ánægju að
kynna hér skáldskap, eins og
yngri ljóðasmiðum þessa lands
en sá heitir Soffonías Sakkarias
son og þetta er í fyrsta sinn, er
verk hans eru látin á þrykk
út ganga.
Soffonías fer sínar eigin leið
ir á skáldskaparbrautinni og
eru því ljóð háns |ijöróUk ljóð
um annarra ungskálda, bæði aö
forminu til og eins vegna þess
að í Þeim er heilmlkil hugsun.
Lesendur geta Svo sjálfir
dæmt um liæfiíeika hans, með
þvf að lesa ljóðin, sem eru hér
til hægri og vlnstri.
Ef ljóð Soffoníasar Sakkarias
sonar líka vei er hugsanlegt
að við fáum leyfi skáldsins til
að birta síðar flciri verk hans. |
100 ára
Það er að verða
RTFMAGN SLAU ST
á
ljósastaurum
æfi þinnar.
Túrbínur
Sogsvirkjunar lífs þíns
eru orðnar eyddar
— og slitnar,
EN
smíði þeirra
hefur verið vönduð,
OG
ÞESSVEGNA
endist
þú
lengur
EN
aðrar vélar mannkynsins.
Þú varst
lítil fluga
og
flaugst um
í
háloftum lífsins,
EN
AB LOKUM
flýgur þú
upp í ginið
á ljóni
eilífðarinnar.
JÓLABLAÐ 1965
þrettánda siða