Alþýðublaðið - 04.12.1965, Síða 15

Alþýðublaðið - 04.12.1965, Síða 15
Hann Jón, sem varr alltaf kallaður "Jón litli" COSPER — Þú mátt ekki fara, fyrr en þú ert búinn aS smakka á jólabakkelsinu mínu . . . ANNAR HLUTI Þá er nú annar liluti Jólablaðsins kominn út, en eins og- skýrt var frá í fyrsta blaðinu, verða hlutamir fjórir, alls 64 síður, og munu þeir tveir, sem eftir eru, fylgja blaðinu um næstu tvær helgar. Það styttist til jóla, því að nú er kominn 5. desember og verzlanirnar minna okkur á, með öllum jólaskreytingunum í sýn- ingargluggunum, að jólahátíðin er ekki langt undan. Við völdum torfkirkjuna gömlu á Víðimýri í Skagafirði til að prýða forsíðu blaðsins að þessu sinni, en Ragnar Páll Einarsson listmálari teiknaði þessa mynd, eins og þá siðustu. Það er kyrrt vetrarkvöld; norðurljósin skreyta himininn og fólk ið úr sveiíinni er á leið til kirkju. Ritstjóri: ölaíur Ragnarsson Myndámót: Prentmyndagérð Alþýðublaðsinsv: Útgefandi: Alþýðublaðið Setning og prentun: Prentsmiðja Alþýðublaðsins SPAKMÆLI Hatur og óánægja bera alltaf vonda ávexti. (Danskt) Flestum minnkar frelsi, þá fengin er kona (íslenzkt). Geymdu bað sem þú hefur, — þá er það tiltækt, þegar' þörf er fyrir það. (Þýzkt) Betur sjá augu en auga. (íslenzkt). HANN Jón litli var alltaf kall- aður Jón litli; líka eftir að hann var orðinn stór. En það voru áll- ir sammála' um það, að mikið væri í Jón litla spunnið — miðað við stærð — og margt skemmti- legt er til, sem haft er eftir hon- um á ýmsum tröppum aldurs- stigans. I ! ! EINU SINNI kom Jón litli inn í strætisvagn, en hann var, þó- nokkuð kvefaður (þe.a.s. Jón litli). Vagninn var fullur, nema hvað eitt sæti var laust við hlið- ina á gamalli konu, sem leit út fyrir að vera dálítið siðavönd. Jón litli kaus heldur að setjast þarna, en að standa. Svo leið tíminn, en Jón litli var alltaf að sjúga upp í nefið og veitti kon- an því eftirtekt, því að hún spurði eftir nokkra stund: — „Hefurðu ekki vasaklút, drengur minn?” — Jón litli leit undr- andi á konuna og svaraði: „Jú, jú, ég lief vasaklút, — en ég lána hann ekki ókunnugum.” EINHVERJU sinni var það, að Jón litli sótti um stöðu sem léttadrengur á einhverju Sam- bandsskipanna. Hann var kallað- ur til viðtáls við skipstjórann og fór um borð í þeim tilgangi að ræða við þennan tilvonandi yfir- mann sinn. „Jæja, drengur minn,” sagði skipstjórinn, „ég geri ráð fyrir því, að það sé sama sagan rueð þig eins og aðra, — sá heimskasti úr fjöl- skyldunni sendur til sjós.” „Nei, herra minn,” svaraði Jón litli, „þetta er allt orðið breytt frá því að þér voruð ung- ur.” ! ! ! ÞEGAR Jón litli var í 1. bekk i gagnfræðaskólanum, argaði hann einu sinni upp yfir sig í nátíúrufræðitíma: „Kennari það er rotta undir borðinu hjá mér.” „Nei, nei,” svaraði kennarinn rólega. — „Þetta er bara ímynd- un.” Eftir nokkra stund spurði Jón litli: „Kennari, hefur ímynd- un langa rófu?” ! ! ! ÉG MAN eftir því, að hann Jón litli var einu sinni að selja Vísi niður í Austurslræti — er hajin hrópaði hástöfum: „Stór- kostleg fjársvik, sexiiu hafa ver- ið snuðaðir.” — Jón litli seldi drjxigt af blöðunum þann dag- inn. Blaðakaupandi einn sneri sér að honum eftir að hafa flett blaðinu og sagði: „Hvaða lýgi er þetta, strákur, — það stendiir ekkert um þetta í blaðinu.” ; Þá var það, að Jón litli kall- aði ennþá hærra en fyrr: „Geysileg fjársvik, sextíu og einn snuðaður.” . . . 20 króna virði 19. okt. 1901. Hroðalegt ódæðisverk varð manni á norður í Skagafirði í réttum í haust, Hrolleifstaðarétt hann beit af manni eyrað. Það var bóndi úr Sléttuhlíð, sem verkið vann. Eyrað fannst dag inn eftir, og er mælt að Magnús læknir á Hofsósi geymi það í spíritus, og að lagsbi-æður hafi Það er sagt . . . — að hinn fullkomni eiginmað- ur finnist ekki i hjónabandinu. EF læknir þinn lætur þig hfa fjórar taugastyrkjandi töflur og segir þér að taka þær á hálftíma- fresti, hve lengi myndu töflurn- ar endast? euiijuejxeqSouuja ijbas 60 milljarððr bílfarma ★ Þið liafið kannski heyrt sög- una um persneska kónginn, sem vildi í þákklætisskyni við mann- inn, sem fann upp taflborðið, gefa honum eitt hveitikorn á fyrsta reit taflborðsins, tvö á annan, fjögur á þriðja, átta á þann fjórða og þannig áfram á hvern reit á taflborðinu. Reit- irnir eru 64 og fjöldi hveiti- kornanna átti alltaf að tvöfald- ast við hvern reit. Þessi heiðurslaun voru aldrei greidd, og lágu til þess gildar ástæður. Á síðasta reitnum áttu nefnilega að liggja samtáls 18.446.744.43.709.551.615 hveiti- korn — eða með öðrum orðum: 18 trilljónir, 446 milljarðar, 744 billjónir, 43 milljarðar, 709 milljónir 551 þúsund og 615. Ef við ætluðum að flytja állt þetta magn á 10 tonna bííum, sem eru algengir flutningsbílar hérlendis, þá yrðu það hvorkl meira né minna er 60 milljarðar bílfarma. Þess má geta hér um leið, að árlega eru framleiddar „aðeins” 235 milljónir tonna af hveitikorni i heiminum. UTAN VIÐ SIG Framhald úr Opnu skreþpa frá, einmitt þegar hún ætlaði að sjóða egg. í flýti rétti hún Newton egg og úr og bað hann að sjóða eggið meðan hún væri í burtu. Þegar hún kom aftur skömmu síðar sá hún snlllínginn standa í þungum þönkum við eldstóna og virða eggið fyrir sér um leið og hann dró úrið upp úr sjóðandi vatninu með hinni hendirini. Það þarf engum að koma á óvart að þessi sami Newton glevmdi brúðkaupi sínu. Austurríki erfðafræðingurinn Swaboda komst að því skömmu áður en hann átti að flytja fyrirlestur, að hann hafði gleymt úrinu sínu heima. Hann sendi stúderrt nokkurn eftir úrinu. En svo fann Swaboda úrið í öðrum frakkavasanum. Hann tók það upp úr vasanum til að gá hvað klukk- an væri og hrópaði til stúdentsins, sem en stóð í dyrunum: „Ég held að þér getið ;ótt það á tíu mínútum ef þér flýtið yður-“ En metið í athugunarleysi á Lois Past eur. í kennslustund þvoði þessi frægi sýkla fræðingur nokkur kirsuber í vatnsglasi áður en hann borðaði þau. „Þetta er engin óhófleg varkárni," sagði hann hátíðlega, „heldur eina örugga ráðið til þess að losna við lífshættuleg smitefni." Þegar hann hafði lokið við að þvo berin bar hann glasið að vörunum og tæmdi það í einum teyg. „En herra prófessor, vatnið.........“ hrópuðu nokkrir nemendur. „Vatnið?“ end- urtók Pasteur undrandi, „hvað.á ég oft að segja ykkur að vatn er heilnæmasti drykkur í heiminum!" sætzt upp á það daginn eftir, aið eyrbítur borgaði hinum 20 kj'. fyrir eyrnamissinn. i . ísafold. Hundðtízka ! Einmitt núna, þegar allir eru að hugsa um jólaföt og jóla tízku, berast okkur þær fréttír utan úr hinum stóra heimi, áð velklædur hundur í dag, skuli ganga í blúndubuxum, ilma af frönsku ilmvatni, nota naglá- lakk og vera með gullband um liálsinn. Þetta er haft eftir brezk um tízkumeistara sem kallaí sig „Dior hundalieimsins“, en hann heitir í raun og veru Waltér Ellson. Nýlega hélt hann sýn ingu á hundafötum í Harrogafe í Englandi, og vakti hún að sjáíf sögðu mikla athygli. Hann teluý, að hundar verði líka að eiga náttföt og hversdagsföt, — hvoit tveggja klæðskerasaumað. . . i Það er kannski gott, að huncja hald er bannað hér í höfuðborg inni. j Fangi nokkúr í austurrískh fangelsi skrif- aði eitt sirtíi unnusti sinúi bréf, sem rit- skoðunar- I: mennirnir hjá hernum skemmtu sér vel yfir. \í því stóð m.a.: — Ástin mín, ég skrifa þetta bréf til þín mjög, mjög hægt, þvi að ég veit, að þú hefur aldréi verið hraðlæs i OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO' OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO^ JÓLABLAÐ 1965 Regnbogi □ Regnbogri myndast þegár bæði er sól og rigning. Þá brotna sólargeislarnir í regndropunuin en þeir brotna mismikið eftir bylgjulengd sinni og leysast upp í litróf, sem hverfisí í boga yfSr liimininn. RegnbogSnn er eih- hver fegursta sýn, sem til erj f náttúrunni, en litrákimar erti: Rautt (yzt), gult, gi-ænt, blátt og fjólublátt, Stundum sést tviö- faldur regnbogi. Þá er litaröðín öfug í ytri boganum. Alrauður regnbogj sést endrum og eins undir sólarlag. fimmtánda síða

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.