Vísir - 06.11.1958, Síða 5

Vísir - 06.11.1958, Síða 5
Fimmtudaginn 6. nóvémber 1958 V I S I B jtð vestati: Húsbyggingar eru enn í fullum gangi. Mikill fjöldi húsa í smíðum. ísafirði, 31. okt. 1958. Það er til marks um milda tið, að líúsbyg'g'ingar úti eru enn í fulíum gangi. Undanfarið hafa menn átt því að venjast, að hús hafa lítið eða alls ekki orðið steypt síðarihluta september. Nú hefur verið unnið að slíkum húsabyggingum allan október. Voru þrjú íbúðarhús hér í bæ útibyrgð um síðustu helgi. Nú hefur kólnað í bráð, en menn væntu þess, að hlýindin komi bráðlega aftur, bæði til þess að vinna við húsbyggingar og annað. Óvenju mörg hús í byggingu. Líðandi ár er áreiðanlega met- ár i húsabyggingum hér um langt skeið. Meira en tíu ibúðar- hús eru í smiðum. Sum að verða tilbúin til ibúðar, önnur skemmra komin. Þá er Lands- bankinn nýi, sem vigður verður í næsta mánuði, og eitt verzlun- arhús í smíðum. Að íbúðarbyggingum vinna menn nú langt um meira sjálfir, en áður var venjulegt. Sumir byggja lika með samhjálp sam- starfsmanna og kunningja. Það hefur tafið margan illa hve erf- iðlega hefur verið að fá bygg- ingarefni og ýmislegt til húsa. Má segja, að furðanlega hafi ræzt úr hjá flestum. Það eru nær allt ungir menn, sem nú standa í húsabyggingum. Er dugnaður þeirra og bjartsýni lofsverð, þvi það er mikið átak nú að koma sér upp húsnæði fyr- ir sig og fjölskylduna. Fjárlieimtur í réttum voru víða slæmar. Stafar það af góðviðrinu í haust. Hefur fé leitað lengra á fjöll en oft áður. I síðustu viku var farið í eftirleitir frá mörg- um bæjum hér í Djúpinu. Fannst margt fé á fjöllum, sem ekki hafði áður komið til rétta. Flugvöllur við ísafjörð. Bygging flugvallar fyrir land- flugvélar er hafin fyrir nokkru. Hefur hingað til verið unnið að þvi að færa þjóðveginn til Súða- víkur, sem á kaíla lá um það land, sem tekið verður til ofani- burðar og undir flugbraútir. Haldið mun áfram með flugvalla gerðina eftir þvi sem tíð leyfir. Nýjung við losun togara og vélbáta. Togarafélagið Isfirðingur h.f. hefur látiö, smíða fyrir sig færi- bönd til lpsunar á fiski úr tog- urum og vélbátum. Vélsmiðjan Klettur í Hafnarfirði hefur smið að færiböndin að miklu leyti, en sumt í þeim fengið erlendis frá. Færiböndin á að reyna i Hafnar- firði í dag eða morgun. svo víst sé að þau skili fullu verki. Reyn- ist svo verða þau bráðlega sett upp á hafnarbakkanum hér. Færibönd til losunar á sild hafa verið i notkun hjá Síldar- versmiðjum ríkisins í mörg ár, eins og alkunnugt er. Hinsvegar eru færibönd til losunar á fiski nýjung. Verða þau aðeins notuð með góðum árangri í þeim höfn- um, þar sem sjaldan er sjóþungi og mismunur flóðs og fjöru ekki ýkja mikill. Slík skilyrði eru einmitt fyrir hendi hér á Isa- firði. Vænta menn því, að þessa mikilsverða umbóta komizt sem fyrst í framkvæmd. Alhvít jörð í fyrsta sinn nú. I morgun var hér aihvit jörð í fyrsta sinni á þessum vetri. Þetta var bara föl, sem kallað er, en samt ábreiða yfir jörðina, allt til sjávar. Þetta er eins og viðvörun, að veturinn sé kominn. Þorsknetaveiðar hér í Djúpinu halda enn áfram. Afli hefur nú glæðzt aftur, en fiskurinn smærri og meira í hnöppum. Lítur út fyrir að þetta sé ný fiskiganga. Sumir bátarnir hafa fengið 9—10 lestir í lögn. dag og dag í einu, én svo minna teknir eftir annað veifið. Búið er nú í haust að taka 40 lestir af fiski til herzlu norður í Grunnavík. Mun það eins dæmi, að slíkur afli hafi þar borizt að landi um veturnætur. — Arn. Gefsiavirkni - Fi'h. af 1. s. margfaldazt þar og á öðrum Norðurlöndum undanfarnar vikur. Er óhætt að gera ráð fyrir, að liin uggvænlega aukning á geislavirkni í lofti hér stafi einmitt af þessum tilraunum sovétstjórnarinn- ar. S.þj. slofna ekki fastaBið. Oll áform um að stofna fast gæzlulið Sameinuðu þjóðanna hafa verið lögð á hilluna. Hin sérstaka stjórnmála- nefnd samtakanna gerði sam- þykkt í þessu efni eftir að Hammarskjöld hafði sagt í greinargerð, að skilyrði væru fyrir hendi til þess að bregða við, ef hættuástand skapaðist. í skyndi, og hefðu samtökin nú nokkra reynslu í þessum efn- um. Breti veginn á Kýpur. Brezkur borgari var myrtur í Limasol á Kýpur í nótt, en ekki var sagt nánara frá morð- inu í morgun. Þrír unglingar voru hand- að skammbyssa hafði fundizt í bíl, sem þeir voru í. — Öllum, 26 ára og yngri, er bannað að vera úti að næturlagi. Bann í þessu efni var endurnýjað nú í vikunni. Fiítttía: 75 kvikmyndir á 5 árum. Um næstu helgi hefst sjötta starfsár Filmíu með því, að sýnd verður brezka kvikmyndin „Kona hverfur“ eftir Alfred Hitchcock. Þau fimm ár, sem Filmía hefur starfað, hefur félagið sýnt 75 úrvalsmyndir frá öllum skeiðum kvikmyndalistarinnar — allt frá aldamótum fram á síðustu tíma. Flestar myndirn- ar hafa verið um 10 ára gamlar. Árlega hafa verið sýndar 13— 15 myndir og verður svo í ár. Ákveðið er að sýna 4 myndir fyrir jól. Mikil aðsókn hefur verið að Filmíu öll þau ár, sem félagið hefur starfað, en kannske aldrei meiri en í fyrravetur, er marg- ir urðu frá að hverfa. Hver mynd er sýnd tvisvar hverju sinni, á laugardögum kl. 15 og sunnudögum kl. 13. Sýhing- arnar eru í Tjarnarbió. ChurchiBI heiðraður. i | Sir Winston Churchill flaug í gær til Parísar og verður í dag við hátíðlega athöfn afhentur frelsunarkrossinn, sem tveir menn, sem ekki eru franskir, hafa fengið. Flugvélarnar. Saga er væntanleg til Rvk. kl. 18.30 frá Hamborg, Kbh. og Osló; fer síðan til New York kl. 20.00. ■ FILMIA Skírteini verða afhent í Tjarnarbíói f DAG KL. 5-7 og á morgun og föstudag á sama tíma. Nýjum félagsmönnum bætt við. Beit a5 auglýsa í Visí AÐALFUNDUR Stúdentafélags Reykjavíkur verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu laugardaginn 8. nóvember 1958 klukkan 3 síðdegis. D a g s k r á : Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. AFCREIDSLUSTARF Stúlka óskast í kjötbúðina Sólvallagötu 9. 7 Sími 18644— ' i f 6 og 12 volta. ! ' BÍLAPERUR 6 og 12 volta, flestar gerðir. 'f'. SMYRILL, Húsi Sameinaða — Sími 1-22-60. SENDISVEINN ÓSKAST Röskur piltur 14 ára eða eldri óskast til sendiferða. Uppl. í skrifstofunni. Dagblaðið Vísir. STÚLKA vön að sauma og sníða kvenfatnað getur fengið góða atvinnu nú þegar. — Tilboð sendist blaðinu fyrir laugardag merkt: „87“. Kaupi gull og silfur Pappírspokar allar stærðir — brúnir úi kraftpappír. — Ódýrari ei erlendir pokar. Pappírspokagerðin Sími 12870. ÓDÝRT Útsala af eldri gerðum og lítið eitt gölluðum herrapcplínkápum Verð frá kr. 200/— kvenpoplínkápum frá kr. 350/— og barnaregnkápum frá kr. 100/— Salan fer fram á 3. hæð verksmiðjunnar, Skúlagötu 51. 0 Sjóklæðagerð Islands FATASKÁPUR einfaldur eða tvöfaldur, má vera notaður óskast til kaups. Uppl. í síma 1-6013. Aðeins 3 söludagar eftir í II. flokki Vinningar 996, samtals 1.255.000 kr. HAPPDRÆTTI HASKOLA ISLANÐS

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.