Vísir - 13.11.1958, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 13. ndvember 1958
Vf SIR
Leikfélag Hafnarf jarðar:
Gerviknapinn
eftir John Chapntan Leikstjóri:
Kíemens Jónsson.
.. !
Sjónlei’vurinn „Gerviknap-
inn“ eftir John Chapman er
sagður hafa verið sýndur nærri
26C0 sinnum í London, og það
getur vel verið rétt. Eg dreg
það ekki í efa, mér þj’kir meira
að segja heldur trúlegt, að það
verði sýnt eins oft í Hafnar-
firði — að tiltölu við fólks-
fjölda.
En hitt er aftur vafasamara,
að flest hið sama prýði leikinn
i báðum borgunum. Þó hef eg
því miður ékki samanburð.
Englendingar kalla þetta
,,farce“, sem útleggst ýmist
skopleikur eða skrípaleikur, og
hlýtur þá auðvitað að vera tals-
vert frelsi til að ýkja hlutina
og sýna allskyns afkáraskap,
enda var það óspart gert, en
bara of ótamið. Það er líf í
tuskunum þarna á sviðinu og
mikið hlegið í salnum svo sem
vera ber. Leikritið er þó ekki
að neinu leyti nýstárlegt,
nokkuð um gömul margtuggin
skopleikjabrögð, en þó laglega
samið.
Leikstjóra hefir tekizt að fá
ágætan hraða í leikinn, hafa
hann misfellulausan, í honum
er ekki dauður punktur, og er
það út af fyi’ir sig rnikill kost-
ur. Þetta er í heild skemmtileg
vitleysa. En ósköp er leikui'inn
xnisjafn. Þó er það nú svo, að
það er fi'eistandi að taka vilj -
ann fyrir verkið. Yfirleitt er
leikið af svo miklu lífi og fjöri,
að flestir hljóta að vera í bezta
skapi á meðan á þessu stendur.
Þótt ekki væi'i annað, þá er
þess virði að fara að horfa á
..Gerviknapann11 til þess eins að
sjá vinnukonu ofurstans, leikna
af Steinimni Bjarnadóttur. Það
er ekki ofsagt, að hún ,,á“ svið-
ið í hvert sinn sem hún birtist,
án þess að trana sér fram. Skop
íeikaragáfa hennar er frum-
leg og gróf. Og útlitið á
nxanneskjunni, guð ' minn góð-
tir. Það eitt var nóg til' að
manni datt í hug það sem karl-
inn sagði: Nú skyldi eg hlæja,
væri eg ekki dauður. Hin dá-
samlega heimska og afkára-
skapur, sem hún gerir sér upp,
er svo ósvikið og einlægt og
náttúrulegt, að hún hlýtur
| sannai'lega að vera með beztu
leikkonum okkar. Og hún átti
lika aðdáun allra áhorfeixda
þetta kvöld.
Langflestir leikararnir virð-
ast vera talsvert sviðvanir en
ekki eftir því þjálfaðir. Sumir
þeiri'a leika, ekki aðeins af
miklum áhuga, heldur af svo
mikilli atorku, að þeir eru
lengst af utan og ofan við hlut-
vei'kið. Þetta einkennir þrjót-
ana þrjá, nema helzt Eagnar
Magnússon, sem hefir bezt hóf
á bægslaganginum. Af aðal-
leikurum er ofurstinn Guðjón
Einarsson svo ójafn í mæli, sem
stingur í stúf við hið ágæta
gervi, að tal hans kemur í gus-
um um of, enda þótt hounm
takist oft vel í geðshræringum.
Katla Ólafsdóttir er eiginlega
full „sönn“ innan um allan af-
kái'askapinn. Og tilhugalíf
unglinganna er hvorki fugl né
fiskur. Að öllu samanlögðu er
þetta hið skellihlægilegasta
grin. Hafi allir aðstandendur
þakkir fyrir dugnað og áhuga
og Steinunn Bjaraadóttir lof
fyrir leikinn.
Leiktjöld gerði Magnús Páls-
son og þau gerðu sýninguna
heilsteyptari en ella.
G. B.
MokafEi hjá Akureyrartogurum.
Sfuiida ílcslir veiðar vid JSý-
fi:<ii(lEialand.
Akureyri í morgun.
Mokafli hefur verið hjá flest-
um Akureyrartogaranna að
! undanförnu, einkum þeim, sem
stundað hafa veiðar á hinum
nýju karfamiðum við Ný-
fundnaland.
Þrír togarahna hefa veitt þar
vestra að undanförnu, Kaldbak-
ur, Svalbakur og Harðbakur.
Um miðja síðustu viku kom
Kaldbakur af Nýfundnalands-
miðum með fullfermi af karfa.
sem allur fór í hraðfrystingu
á Akurey.ri. Togarinn fór út
aftur s.l. sunnudag. Svalbakur
kom af sömu miðum 2. nóv. s.l.
með 283 lestir af karfa. Togar-
inn fór á veiðar aftur daginn
eftir. Hann v.ar í gær búinn
að afla 120 lestir og hefur til-
kynnt löndun ri.k. mánudag.
Togarinn Harðbakur landaði
föstud.aginn 7. nóv. .343 lestum
af karla og fór á veiðar á sunnu-
daginn. Sléttbakur stundaði
veiðar, einn Akureyrartogai'-
anna, á Vestfjarðamiðum, og
fór með afla sinn til Þýzka-
lands. Hann seldi afla sinn. ca.
130 lestir, í Cuxhaven 8. þ. m.
fyrir rúmlega 102 þúsund mörk.
Togarinn' lagði af stað til ís-
lands s.l. þriðjudag.
Vegna hins mikla afla togai'-
anna og löndunar þeirra á Ak-
ureyri hefur verið mjög mikil
atvinnar-þar í landi að undan-
förnu.
Deildi a skólakerfi
landsins.
Akureyri í morgun.
í gær flutti Jónas Þorbergs-
son fyrrv. útvarpsstjóri erindi
um þjóðfélags- og uppeldisniál
í Alþýðuhúsinu á Akureyri.
Erindi sitt nefndi ræðumaður
„Brotalöm íslenzkra sögu-
tengsla" og deildi í því fast á
núverandi skólakerfi.
Taldi ræðumaður fulla þöi'f
á að kennsla á fyrstu árum
skólaskyldunnar yrði að mestu
leyti vei'kleg og að hin bóklega
ítroðsla hæfist ekki fyrr en um
eða eftir 10 ára aldur barnsins.
Kringkonur endurtaka
kvöSdskemmtun.
Kvenfélagið Hringurinn hélt
; kvöldvöku í Sjálfstæðishúsinu
s.I. föstudagskvöld.
Fjöldi fólks varð frá að
hverfa, enda var um óvenju-
fjölbi’eytt skemmtiatriði að
ræða og fýsti mai'ga að sækja
skemmtun þessa. Hefur því ver-
ið ákveðið að endurtaka skemrrit
unina í Sjálfstæðishúsinu næst
komandi sunnudagskvöld, en
ekki næstk. laugardagskvöld
eins og misi'itaðist í Morgun-
blaðinu í morgun.
ýatla Ólafsdóttir, Guöjón Einarsson, Steinunn Bjarnadóttir, Uóra Iteyndal og Harry Einarsson
ss%
a>
Eftirtaldar bækur eru nýkomnar
í bókaverzlanir:
1. „Svíður sárt í brenndum"
Ekki þarf að minna á, að bóka Guðrúnar frá Lundi ei*
ævinlega beðið með mikilli eftii’væntingu af alþýðu
manna til sjávar og sveita. — Sagan, sem nú er komin
i bókaverzlanir, er ný, hefur hvergi birzt áður og gerist
á síðustu árurn í sveit og við sjó. Verð bókarinnar er
sama og á þeirri, sem kom í fyrra: Kr. 125,00.
2. Hanna, vertu hugrökk
Sjötta bókin í röðinni af hinum vinsælu Hönnu-bókum.
Fimmta bókin, „HANNA HEIMSÆKIR EVU“, kom í
vor og er nú því nær uppseld.
3. Matta-Maja vekur athygli
Að undanteknum HÖNNU-bókunum hafa engar telpna-
bækur náð jafnmiklum vinsældum og sögurnar um
Möttu-Maju.
4. Jonni í ævintýralandinu
Segir þar frá 13 ára röskum dreng af enskum ættum og
vini hans, kínverskum dreng, sem lenda í miklum
ævintýrum í frumskógum Malajalanda. Um þessa bók
hefur verið skrifað: „Sagan er ótrúlega skemmtileg og
spennandi, en auk þess hefur hún að geyma ógleyman-
legar lýsingar á töfrum frumskógarins og háttum og
siðum frumbyggja þessara landa.“
5. Kim og félagar
Hér kemur fyrsta bókin í bókaflokknum um Kim og
félaga hans. Kim er hörkuduglegur strákur og lendir
mörgum æsandi ævintýrum, en þið munuð kynnast
því, hvernig honum t.ekst að greiða úr þeim flækjum.
6. Sonur veiðimannsins
Höfundur þessarar bókar, Karl May, er víðfrægur fyrir
Indíánasögur sínar, og eru þær þýddar á mörg tungu-
mál. Sonur veiðimannsins gerist á sléttum Norður-
Ameríku á þeim tímum, er ekki var þar komin nein
föst byggð, en aðeins Indíánaflokkar og hvitir veiði-
menn reikuðu um slétturnar. — Fyrsta bókin af sög-
um Karls May um hina villtu Indíána og veiðimenn:
„Bardaginn við Bjarkagil“ kom fyrir síðustu jól og
er nærri uppseld.
7. Smaladrengurinn Vinzi
Eftir Jóhönnu Spyri. Meðal vinsælustu unglingabóka,
sem þýddar hafa verið á íslenzku, er sagan af Heiðu,
eftir Jóhönnu Spyri. Sú bók er löngu uppseld, en
myndasagan af Heiðu og Pétri hefur komið í einu af
dagblöðunum og kvikmyndin af þeim naut óvenju-
mikilla vinsælda. Þó er af mörgum talið, að sagan af
litla smaladrengnum Vinzi sé bezta bók .Jóhönnu
Spyri. Sagan gerist í hinu undurfagra landslagi sviss-
nesku alpanna og lýsir hinu nána sambandi ungling-
anna við húsdýrin.
8.
Stefán Sigurðsson kennari þýddi. Fyrir nokkrum árum
kom þessi bók út undir nafninu Boðhlaupið í Aiaska.
Hér kemur hún í nýrri útgáfu. í bókinni segir frá
mikilli hetjudáð, er fimm menn lögðuTíf sitt í hættu
til þess að bjarga börnunum í Nome í Alaska frá því
að verða barnaveikinni að bráð. Og þó var það George
litli, sonur læknisins, sem fann ráðið til þess að koma
hinu dýrmæta lyfi á leiðarenda. Sagan er fögur og
ógleymanleg.
9.
eftir Robert Stevenson. — Gulleyjan, þessi spennandi
sjóræningjasaga, hefur verið þýdd og lesin á fjölmörg-
um tungumálum og kvikmynduð í ótal útgáfum. Hver
er sá, sem ekki kannast við einfætta sjóræningjann,
sem öllum skaut skelk í bringu. Lýsingar Stevensons á
hinum hrjúfu mönnum, sem fengust við sjórán á átj-
ándu öld, eru .Ijósar og snilldarlegar og gleymast áldrei.
10. Tfgrlsdýríð frá Sasi Pedrö
Ekki þarf að Iýsa Sherlock Holmes leynilögreglu-
sögum. — Þær eru lesnar af ungum og gömlum og
fyrnast ekki. — Allar bessar bækur eru í vandáðri
útgáfu, nijög ódýrar.
^Prentsmiðjan LEIFTUR
Bezt ai) auglýsa í Vísj