Vísir - 17.11.1958, Page 12

Vísir - 17.11.1958, Page 12
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir og annað lestrarefni heim — án fyrirliafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Mánudaginn 17. nóvember 1958 Skrípakosningar í 2 kommúmstarikjum, Fólki smalað á kjörstaði í A.-Þýzka- landi og Ungverjalandi. E;nt var til „kosninga“". í tveim af leppríkjum sovét- stjórnarinnar í gær og var fólki smalað á kjörstaði að venju. Heldur gekk þó smölunin betur i Austur-Þýzkalandi, því að þar voru menn jafnvel látn ir fara í hópum og lúðrasveitir hafðar í fararbroddi, til þess að allt væri sem hátíðlegast. Er þess sérstaklega getið, að Otto Grotewohl, forsætisráðráð herra A.-Þýzkalands af náð sovét- stjórnarinnar, hafi kosið manna fyrstur á sínum kjörstað og hafi hann kosið fyrir allra augum^ en ljósmyndarar voru hafðir viðstaddir, svo að hægt væri að sýna mönnum ráðherr- ann á kjörstaðnum^ þar sem hann gerði skyldu sína við flokk og skipulag. Fregnir frá Berlín herma, að þar hafi sérstök nefnd haft á hendi smölun í hverju hverfi og jafnvel í hverju stóru fjölbýlishúsi .og var hlutverk hennar einnig að láta menn vita, að fylgzt vœri með gerðum þeirra á kjördaginn. Árangurinn lét heldur ekki á sér standa, því að austur-þýzka stjórnin gat tilkynnt seint í gærkvöldi, að þátttakan hefði 1 heild orðið 96,7 af hundraði, en víða hefði hver maður neytt atkvæðisréttar síns. Eitthvað voru Ungverjar hins vegar erfiðari viðfangs, eða skipulag flokksins ekki eins fullkomið. Þar varð kjörsókn ekki nema rúmlega 90%. Byltíng í Súdan. Bylting hefur verið gerð i Súd. an og hefur herinn tekið í sínar hendur öll völd í landinu. Er það haft eftir forustumönnum byltingarsinna, að þeir hafi tekið völdin í landinu til að binda endi á gerviaðskilnað Arabíska sam- bandslýðveldisins (Egyptalands og fleiri ríkja) og Súdans. Auði stóllinn á myndinni (að baki t.h.) hefur jafnan verið „að- setur“ Aksels Larsens, foringja danskra kommúnista til skamms tíma. Nú hefur Larsen verið sviftur formennskunnni og rekinn úr flokknum að auki. Flutningar með áróðursgildi. Globemaster — ein stærsta gerð af flugvélum, sem til er — lenti fyrir þrem dögum á flugvellinum við Varsjá. Var það í fyrstaj skipti, að svo stór flugvél lenti þar, og að auki flugvél, sem skráð var vestan járn- tjalds. Vakti koma liennar mikla athygli og þó keyrði fyrst um þverbak, þegar ,,ginnungagap“ vélarinnar laukst upp og út úr henni rann tveggja lesta vörubif- reið, sem ætluð var banda- ríska sendiráðinu í borginni. Að sjálfsögðu hefði verið hægt að scnda hana sjóleiðis, en slíkir flutningar hefðu ekki haft sama auglýsinga- gildi. Hjólbarðaþjófur gripinn. Innhrot t efnaiang i nátt. Á laugardaginn tók lögreglan inn og gerðu leit i honum og lijólbarðaþjóf hér i bænum. Hafði lögreglunni borizt til- kynning um grumsamlegar ferð- ir ákveðins bils nóttina áður. Hóf lögreglan þá leit að bílnum á laugardaginn og leitaði allan dag inn fram á kvöld. Þá fannst bíll- inn loksins í umferðinni i bæn- um. Lögreglumenn stöðvuðu bíl- Haustmótið: Fyrsta tapskák iémars. Rei Brezkur víðavangshlaupari varð fyrir óvenjulegri árás á laugardaginn. Ugla flaug á hann og reif búning lians. -fc Hollendingar segjast vera fúsir til að hafa liersveitir í Vestur-Þýzkalandi. Mikil síld nærri Noregi. Bátar verða varír við miklar torfur. Frá fréttaritara Vísis. Osló í gær. Mikið magn síldar er á venju- legum miðum undan ströndum Noregs, segja skipverjar á tveim bátum frá Álasundi, er komnir eru fyrir skemmstu að landi. Halda sjómennirnir, að þarna ■sé um feitsíld að ræða að ein- hverju leyti, og magnið mun svo mikið, að það er talið borga sig fyrir báta að reyna veiðar. Skipverjar á öðrum bátnum segjast hafa siglt yfir síldar- torfur á fullri ferð í 20 mínút- ur, og þegar ljóskastara var brugðið upp og lýst í kringum bátinn, glampaði hvarvetna á síld. Ætlunin var, að síldarleit og rannsóknir hæfust úti fyrir vesturströndinni í dag, en að sjálfsögðu liggur ekkert fyrir enji um árangur. Síldarverk- smiðjurnar hafa mikinn hug á að athugað sé, hvort unnt sé að hefja veiðar. Veiðar á fs- landsmiðum. Gert er ráð fyrir, að norsk skip hafi veitt alls um 240 þús. tunnur síldar á miðum við ís- land á síðasta sumri. Hafa bor- izt skýrslur um nærri 210 þús. tunnur, en ókomnar eru skýrsl- ur frá mörgum bátum. Af þessu magni voru rúmlega 90 þús. tunnur kryddsíldar. Annars eru bátar, sem verið hafa að síldveiðum djúpt und- an íslandi, allir á heimleið, þar sem veður hefur spillzt og erf- itt að athafna sig vegna sjó- gangs. Afli hefur líka verið tregur, því að bátarnir hafa að- eins 2—400 tunnur. Stafar þetta a fþví, að síldin heldur sig miklu dýpra að þessu sinni en áður. Reimar Sigurðsson tapaði í gær fyrátu skák sinni í Haust- móti Taflfélags Reykjavíkur. Var það biðskák sem hann átti við Jón Pálsson, og lauk henni eins og að framan er sagt, eftir 95 leiki. Úrslit annarra biðskáka, sem tefldar voru í gær, urðu þau að Stefán Bri’em vann Eirík Mar- elsson, en Ágúst Ingimundarson og Ragnar Eiríksson gerðu jafntefli. Enn er Reimar efstur og hef- ur 6 vinninga. Næstir honum eru Jón Pálsson með 5 vinn- inga eftir 6 skákir og Jónas Þorvaldsson með 5 vinninga úr 7 skákum, Guðm. Ársæls- son hefur 4% vinning og bið- skák og Stefán Briem 4% vinning. Áttunda umferð verður tefld í kvöld. Hæsti útgjaldaliðurinn á finnska fjárlagafrumvarp- inu fyrir næsta ár er 29.5 milljarðar marka til að bæta úr atvinnuleysinu. Búizt er við, að atvinnu- leysingjar verði orðnir 100.000 talsins þegar líður á vetur. Útgjöldin eru áætl- uð samtals 299.4 miljarðar marka, og er það 1.3 mill- jarði marka lægra en á fjárlögum þessa árs. Hussein, kóngur í Jórdaníu, varð 23ja ára á föstudag- inn. fundu þá þrjá hjólbarða aftur í honum. Við yfirheyrslu játaði bílstjórinn að hann hefði stolið tveimur þeirra uppi í Hlíðar- hverfi. Innbrot. Innbrot var framið í nótt í af- greiðslu efnalaugarinnar Hjálp, sem er til húsa í skúrbyggingu að Grenimel 12. Þar var stolið einhverju af karlmannafatnaði, en ekki vitað hve miklu. Fyrir utan húsið var stolið skellinöðru af Javagerð R-694, rauðbrúnu að lit. Slys. Á laugardaginn datt kassi úr stroffu við uppskipun úr Drottn- ingunni og lenti á manni, sem var að vinna við uppskipunina, Helga Vilhjálmssyni í Knoxbúð- um. Var hann fluttur í Slysavarð stofuna. Þá var lögreglunni gert aðvart um ölvaðan mann, sem dottið liafði og meitt sig við Sjómanna- skólann. Hann var fluttur til læknis. 50 þús. lestír af karfa. Nú lætur nærri að unt 50 þúsund lestir af karfa hafi borizt á land af Nýfundna- landsmiðum og Grænlands- miðum, síðan veiðar hófust þar í sumar. Þann 21. október höfðu togararnir flutt til Reykja- víkur 39,378 lestir og síðan hafa komið 22 farmar, eða um 6600 lestir. Til Reykja- vikur höfðu því borizt fyrir helgi um 45 þúsund lestir. Aðrir staðir á landinu þar sem karfi hefur verið lagð- ur á land eru Hafnarfjörð- ur, Isafjörður, Patreksfjörð- ur, Akranes og Akureyri. Aflamagnið sem landað hef- ur verið á ofannefndum stöðum er aldrei undir 5 þúsund lestum, er því heild- armagnið sem á land hefur komið aldrei undir 50 þús- und lestum, enda hefur aldrei jafnmikið af karfa borizt á land á fslandi og í haust. Nákvæmar heildartölur liggja ekki fyrir hendi. Ásiin að verki. Japönsk blöð skrifa mikið um það, að Akihito krónprins sé í trúlofunarliugleiðingum. Það er ekki nein háttsett að- alsmær, sem pilturinn hefur komið auga á, því að hin út- valda er dóttir malara nokkurs, og er 24ra ára, ári yngri en prinsinn. Foreldrarnir eru sagð- ir ráðahagnum samþykkir. í kosningunum í Rhodesiu og Nyasalandi hefir fráfar- andi stjórn sigrað glæsilega. Hlaut flokkurinn % þing- sæta, en hann fylgir frjáls- lyndri stefnu í kynþátta- málum. Flokkslciðtoginn, R. Velensky, er væntanlegur til Lundúna í næstu viku. V.-Berlín verður vonandi ekki einangruð. Ilrandá borgarsfjóri gerir sér vonir um það. Mikið hefur verið rœtt um framtíð Berlínar síðustu dag- ana, vegna ummœla Krusévs um, að/sovétstjórnin hafi afhent A.-Þjóðverjum öll völd í borg- inni. Vill Krúsév, að vesturveldin geri hið sarna, kalli heim alla sína menn, sem þar eru og láti Berlínárbúa eða V.-Þjóðvertja sjálfa um að stjórna málum sín- um. Hinsvegar hafa vesturveld- in svarað, að samningar gildi um stjórn borgarinnar og vilja enga breytingu. í því sambandi hafa sumir látið í ljós ótta við, að Rússar mundu enn setja flutningabann á borgina, eins og fyrir nokkrum árum, enda látið að því liggja af kommún- ista hálfu. Meðal þeirra, sem rætt hafa mál þetta upp á síðkastið, er Willy Brandt, aðalborgarstjóri í V.-Berlín, sem komst svo að orði í gær, að ástæðulaust ætti að vera að óttast, að afgreiðslu- bann yrði settt á, því að senni- lega mundu engin stórtíðindi gerast í sambandi við borgina. Um framtíð hennar og helztu málefni væri í gildi alþjóðleg- ur samningur, sem yrði vænt- anlega ekki brotinn. Ætti þess vegna að vera óþarfi að grípa til bandaríska flughersins til að flytja nauðsynjar til borg- asrjœtar.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.