Vísir - 08.12.1958, Page 6

Vísir - 08.12.1958, Page 6
6 Mánudaginn 8, desember 1958 VlSIB WISI3R. D A G B L A Ð Útgeiandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Ski'ifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19.00. Sími: (11660 (fimm línur) Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði, kr. 2.00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Það vcru varatyklar í hólfinu... tími til stefnu. Nú eru aðeins 3—4 vikur, þang- að til vetrarvertíð á að hefj- ast að réttu lagi. Það er ekki langur tími, sízt af því að hátíðin kemur inn á milli með öllu sínu umstangi. Þar við bætist, að óvissa hefir aldrei verið meiri, að því er snertir hag útgerðarinnar og yfirleitt alla lífsafkomu þjóðarinnar. Er , óhætt að segja, að oft hafi horfur ver- ið bágbornar, þegar nálgast hefir áramót og nauðsynlegt verið að taka skyndilegar á- kvarðanir varðandi hag út- gerðarinnar, en þeirri dáð- lausu stjórn, sem nú situr að völdum, hefir tekizt að margfalda tvísýnuna og ó- vissuna. Það er hennar af- rek! Það er sannarlega mikið al- vörumál, þegar vísitalan tekur eins gífurleg stökk og hún hefir tekið nú, og þau, sem gera má ráð fyrir, að hún taki á næstunni. Þó er það alvarlegasta atriðið, að það eru ráðstafanir ríkis- stjórnarinnar, sem eiga þarna alla sök, og hún vissi fyrirfram, að þannig mundi fara, þegar gengislækkúnin var framkvæmd á síðasta vori. Þá var þegar sagt fyrir, hvernig fara mundi, að því er verðlag snerti, og þurfti þá enginn að fara í grafgöt- ur um ,hvernig kaupgjaldið mundi hegða sér. Hér þurfti því enginn að vera í minnsta vaía. Síðan hefir það gerzt, að for- sætisráðherrann hefir til— kynnt, að aldrei hafi samt verið auðveldara að ráða við vandamálin en einmitt nú. Fáeinum dögum eftir að hann hefir látið sér þetta um munn fara, tilkynnir hann, að stjórn hans segi af sér, því að ekki sé samstaða inn- an hennar um neinar ráð- stafanir til að bjarga efna- hagsmálunum. Eitthvað virðist vandinn vera meiri : en ráðherrann hafði látið í' veðri vaka, úr því að hann hljóp svo fljótt til að segja J af sér, þegar vandinn er j svona auðieystur. Hér býr því bersýnilega eitthvað undir og meira en lítið. Framsóknarmenn eru orðnir þekktir að því, hvernig þeir fara úr ríkisstjórnum þeim, sem þeir standa að. Þegar þeir hafa setið nokkra hríð, búa þeir sig ævinlega undir að taka stökk úr henni, rjúfa samstarfið með einhverjum hætti og láta líta svo út sem þeir sé góðu drengirnir, sem allt gott hafi viljað en ekki mátt fyrir þeim föntum, sem með þeim voru í stjórninni. Þjóðin er farin að þekkja þenna loddaraleik Fram- sóknar og allir heiðarlegir menn hafa fyrirlitingu á slíkum vinnubrögðum. Síð- asti leikur Framsóknar í vinstri stjórninni er hinn gamli, góði. En öllum stjórnarflokkunum er það sameigilegt, að þeir hafa sett met í ábyrgðarleysi, sem erfitt verður að fara fram úr. Ef einhver manndómur hefði verið til í ráðherrun- um og ábyrgðartilfinning gagnvart afleiðingum verka sinna,*hefðu þeir ekki farið nú heldur setið og reynt að finna leiðir. En þeir reyndu ekki að finna leiðir, því að því hefir einmitt verið lýst yfir, að er einn ráðherrann drap á, að rétt mundi nú að ræða málin eitthvað lengur, þá þögðu allir hinir. Ömur- legri lýsingu á mönnum, sem telja sig þess umkomna að stjórna þjóðinni, er vart hægt að hugsa sér. Flestir Reykvíkingar kannast við við Lúðvik Einarsson, mál- arameistara, og bílinn hans R- 2150, sem er blár DeSoto 1956. j Lúðvík er einn af þeim mönn- ^ um, sem þekktir eru fyrir sér-1 staklega góða meðferð á bílnum | sínum og hægan og varasaman, akstur. j Þegar fréttist að bílnum háns hefði verið stolið, náði tíðinda- maður Vísis í hann og innti hann frekar eftir atvikum. | — Eg fór í Trípólíbió á laug- ardaginn kl. 5, sagði Lúðvík, og j læsti bílnum eins og ég er vanur. ! Eg lét samt aðra framrúðuna' vera aðeins opna — smárifu efst til að varna því að móða settist innan á rúðurnar.. Þegar ég kom út af bió aftur brá mér heldur en ekki í brún, þegar ég sá að bíllinn var horfinn. Þjófarnir hafa sennilega spennt niður rúð- una og komist þannig inn í bil- inn. — En hvernig hafa þeir getað komið bílnum í gang? — Það voru varalyklar í hólf- inu í borðinu á bílnum, og þá hafa þeir fundið. — Er hann kominn í leitirnar aftur? — Já, hann fannst kl. um fjögur í nótt inn á Langholts- vegi, með sprungið dekk, allur skítugur bæði að utan og innan og brennivínsfýlan ætlar allt að drepa. Mér er samt sama, ég er svo ánægður yfir að hafa fengið bílinn aftur óskemmdan. Eg hef verið að dútla við að þrífa hann í morgun .... — Og var bíllinn óskemmdur já? — Já, það er það merkilega við það. Hann hefur verið keyrð Hvað vill Aiþýðuflokkurinn ? Undanfarið hefír Alþýðuflokk- urinn skyndilega farið að ræða kjördæmabreytingu, og nauðsyn hennar af miklu kappi. Ilefir eitt helzta félag flokksins haldið fundi um málið og teflt fram tveim lögfræðingum, en auk þess hefir málgagn flokksins rætt málið hvað eftir annað og virzt færast í aukana upp á síðkastið. Einu sinni hafði þessi flokkur hreinan skjöld í kjördæma- málinu, en síðan hefir hon- um farið aftur á því sviði eins og öðrum. Hámarki [ náði flokkurinn þó fyrir tveim árum, þegar hann efndi til kosningaklækjanna með framsóknarflokknum. Hann græddi að vísu dálítið sums staðar, en tapaði svo miklu annars staðar, meðal annars í áliti þjóðarinnar, að hann bíður þess vart bætur, og þess vegna verður hann vitanlega spurður, hvað hann vilji eiginlega í kjör- dæmamálinu. Vill hann breytingar til að tryggja, að hægt verði að beita klækjum síðar, eða vill hann búa svo um hnútana, að það verði ekki hægt. Hann þarf að gera grein fyrir ’því atriði í upphafi. ur 150—200 kílómetra, ég sé það á benzíneyðslunni. Það var ýmis- legt verðmæti inni i bílnum, dýrmætur kíkir o. fl., en það hefur ekki verið tekið. Það eina, sem þjófarnir hafa stolið úr bíln- um, var ýmis konar sælgæti, súkkulaðispakkar, vindlar og fleira, en verði þeim bara að góðu — það hefur ekkert að segja. Mér þykir verst um lykl- ana sem voru í hólfinu, þeir finnast ekki. Þjófarnir hafa hirt þá. Nú verð ég að skipta um kveikjulás, þvi annars gætu þeir gengið að bílnum aftur þegar þeim sýnist. Kannske þú biðjir þá að senda mér lyklana í pósti .... ég skal þá bjóða þeim i bil- túr einhvern tíma seinna! — Þjófarnir hafa þá ekki fund. izt enn? — Nei, það sáust einhverjir fjórir unglingar á honum suð- ur í Hafnarfirði... og óku greitt. Kannske löreglan hafi upp á þeim. Það skeði líka óhapp hjá mér suður í firði um daginn. Eg var að koma af sjöbiói þar og var að leggja af stað i bæinn aft- ur. þá mætti ég heilli runu af bílum úr Reykjavík, sem senni- lega hafa verið að fara á níubió,! og heldurðu ekki að einn þeirra! hafi ekki endilega þurft að ^ klessa sér utan i mig! Og ekki j nóg með það, heldur hélt hann áfram eins og ekkert hefði í skorizt. Eg hef ekki séð hann! síðan. Billinn var 12 daga á verk- stæði eftir þann túrinn. —• Er hann ekki i Caskó hjá þér? — Nei, ég keyri nú venjulega svo varlega, en það er sama, j það getur allur fjandinn komið fyrir. Happdrættisskuldabréí Fluglélagsins til jólagjafa og annarra tækifærisgjafa. Þau kosta aðeins 100 krónur og endurgreiðast 30. des. 1963 með 5% vöxtum og vaxta- vöxtum. Látið ekki happdrættisskuJdabrél Flugfélagsins vanta í jólapakkann ty/týe/fff A/ff/zr/s /CfiA A/DA /# Kuldaskér 'ÆRZL JÖLABÆKUR VIÐ ÁLFTAVATN eftir ÓLAF JÓH. SIGURÐS- SON er komin út í fjórðu út- gáfu. Þessar hugþekku barna- sögur eru þegar orðnar sí- gildar. Hver ný kynslóð barna les þær og heillast af þeim. Tæpast mun fóanleg hent- ugri, skemmtilegri eða holl- ari bók til lestrar fyrir börn. Foreldrar sem lásu þessar sögur í bernsku munu nota tækifærið til að leyfa nú börnum sínum að njóta þeirra. BRÁÐUM VERÐ ÉG STÓR Þetta er nýstárleg og skemmtileg barnabók: úrval ritgerða eftir börn á aldrin- um 7—14 ára, sem barnatíma útvarpsins bárust 1951, en þá efndi umsjónarmaður barna- tímans. Baldur Pálmason, til ritgerðasamkeppni barna og áttu bau að lýsa því hvernig fullorðna fólkið kæmi þeirn fyrir sjónir, hvernig bað ætti að vera að heirra dómi, og hvað bau vildu verða ‘þegar ^ps þau yrðu stór. Höfundarnir eru hvorki meira né minna en 58 talsins, og eru úr nærri ölh.im sýsl- um og kaupstöðiun landsins. Eru nöfn heirra allra £ efnis- yfiriitl og einnig aldur. BÓK EFTIR BÖRN — HANDA BÖRNUM. DAVY CROCKETT OG WATA Þetta er fjérða bindið af sögunni um Davy Crockett og segir frá ævintýrum hans og viðureignum við Indíána. Hann er nú orðinn 14 ára og farin að heiman og verður að bjargast á eigin spýtur. — Hann hittir aftv.r Wata — vin sinn og jafnaldra af Indíánakyni. Óbarft cr að rekja ævintýri Ðavys fyrir beim, sem lesið hafa fyrri bindin. Bókaúlgáfan Dreugir

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.