Vísir - 17.12.1958, Blaðsíða 4

Vísir - 17.12.1958, Blaðsíða 4
VtSIR Míðvikuáagínn 17. deeíanber '1058 BÆMR BÆKIIR Ný bók eftir skipstjórann á Kon-tiki. „Akú-Akú" er C Thor Heyerdahl: Akú-Akú. Ixiyndardómar Páskaeyjar. Jón Helg-ason íslenzkaði. Ið- unn. Reykjavík. (Valdimar Jóhannsson) 357 bls. Þegar Norðmaðurinn Thor Heyerdahl fór með nokkrum förunautum hina frækilegu för vestur um Kyrrahaf frá Perú ströndum á blasaflekanum Kon- tiki varð hann á svipstundu heimsfrægur. Heimsstyrjöldinni síðari var nýlega lokið, afleiðing- ar hennar gætti enn á öllum svið- um, og þetta afrek Norðmann- anna var svo skemmfileg til- breyting í heimi, sem þráði að lesa um ævintýri, er snerta ekki flugvélar, fallbyssur eða eitthvað því líkt. Bók sú, sem Heyerdahl skrif- aði um þessa einstæðu siglingu, var þýdd á fjölmörg tungumál, svo að annað eins hafði vart þekkzt, að bví er ferðabók snerti. Munu íslenzkir lesendur minnast bókarinnar, sem vakti verðskuld ritað mikla og skemmtilega bók um um þennan leiðangur sinn, | svo fallegar myndir hafa sést í nokkurri bók, sem hefur ver- ið gefin út hér á landi, enda mun útgefandinn hafa látið prenta myndimar ytra, til þess að tryggt væri að frágangur væri allur hinn vandaðasti. Margar ágætisbækur eru á markaðinum að þessu sinni, því og segir þar mjög ýtarlega frá i útgefendur vita, að sá einn honum. Er geysilegur fróðleikur j viuuur í samkeppninni, sem hef- í bókinni og settur fram á þann hátt, að menn vilja jafnan halda áfram lestrinum, þótt langt sé liðið á kvöld eða komin nótt og strangur vinnudagur framundan. Því miður verður ekki hið sama sagt um allar bækur af þessu tagi. — Ak-akú er myndskreytt og er mjög mikið vafamál, hvort ur beztar bækur á bcðstólum. Iðunn hefur hættulegan keppi- naut fyrir aðrar bækur, þar sem er Akú-akú, og er lítill vafi á því, að hún verður meðal þeirra bóka, sem oft verður spurt um næstu daga. Jón Helgason ritstjóri hefur þýtt þessa miklu bók. — J. Vísindi nútímans. Visindi ruítimans. Viðfangs- á orðin, á hinn ágætasta hátt efni þeirra og hagnýting. 276 blaðsíður. Hlaðbúð. Reykjavík 1958. Veturinn 1957 -—58 beitti út- varpsráð sér fyrir því, að margir okkar ágætustu fræði- og visinda manna fluttu hver sitt erindi um aða athygli hér eins og viðar og fræðigrein sína í Ríkisútvarpið var metsölubók á sínum tíma. En Heyerdahl ætlaði ekki að láta sér leiðangurinn í Kon-tiki | eftir hádegi á sunnudögum. Öll- um þorra manna, þeim, sem á nægja, því að hann fékk brátt löngun til að kynnast sérkenni- legum steinlikneskjum á Páska- eyju, sem er ein afskekktasta eyja heims. Gerði hann því út leiðangur þangað fyrir þrem ár- um og dvaldist þar fram á árið 1956 við alls konar rannsóknir, sem snerust þó fyrst og fremst um hausa þá hina miklu, sem eru eins konar „vörumerki" eyjar- innar, en þeim lék Heyerdahl fyrst og frernst hugur á að kynn- ast. Hann hefur nú fyrir nokkru Þriðja Jóabókin. Fyrir nokkrum dögum komst eg yfir nýútkomna unglinga- •bók, „Jói og hefnd sjóræningja- strákanna“. Kápumyndin og titillinn virtust benda til þess, að hér væri á ferðinni þýdd bók. En við lestur hennar komst eg á aðra skoðun. Söguhetjurn- ar eru íslenzkir unglingar, góðir og slæmir, eins og gengur og atburðir allir gerast á íslenzkri grund. Höfundurinn er ungur Vestfirðingur, sem nefnir sig Örn Klóa. Við lestur bókar sem þessarar kemst maður að því að oft er leitað langt yfir skammt, þegar okkur þyrstir í ævintýri. Ævintýrin gerast ekki bara í útlöndum heldur eru þau allt í kringum okkur þó við látum þau ganga okkur úr greipum. En Jói Jóns hefur augun opin sem fyrr og fer því ekki á mis við ævintýrin. Hann er hætt kominn £ viðureign við ó- knyttastráka, lendir í sjávar- háska ásamt nokkrum skóla- stúlkum, en eins og vera ber í slíkum bókum fer allt vel að lokum og allir hljóta verð- skulduð Iaun. Þetta er spenn- andi og hressileg bók jafnt fyrir drengi og telpur. 4, S. J. annað borð láta sig slíka fræðslu einhverju skipta, mun því vera kunnugt um inntak þessara stór- fróðlegu erinda í höfuðdráttum og veröur þvi ekki fjölyrt um það að sinni. En þótt orðið sé upphaf til alls og hið talaða orð nái vissulega vítt á öldum út- varpsins — í rúmi, nær það skammt í tíma og er • því hinn mesti fengur að fá fræðslu sem þessa í bókarformi eftir að at- hygli almennings hefui' verið vakin með greinargóðum flutn- ingi úr útvarpssal. Öll eiga erindi þessi sammerkt í því, að höfundur þeirra rekja í upphafi uppruna og þróunarfer- il, markmið og leiðir þeirra vís- indagreina, sem um er fjallað, en slíkt yfirleitt er að sjálfsögðu ein hin bezta og beinasta leið til að vekja forvitni og skilning les- anda (hlustanda) á því efni sem fram er reitt. I þessari bók skip- ast það þannig: Davíð Daviðsson: Læknisfræði. Trausti Einarsson: Hugmyndir manna um alheiminn fyrr og nú. Þorbjörn Sigurgeirsson: Eðlis- fræði. Ernst Hovmöller: Þróun og hagnýtt gildi loftslagsfræði. Jón E. Vestdal: Tækni. . Hörður Bjarnason: Borgir og byggingar. Þórður Eyjólfsson: Lögfræði. Ólafur Björnsson: I-Iagfræði. Símon Jóh. Ágústsson: Sálar- fræði. Sigurbjörn Einarsson: Guð- fræði. Þorkell Grímsson: Áfangar í fornminjafræði. Vilhjálmur Þ. Gíslason: Sagn- fræði. Eins og þetta efnisyfirlit ber með sér, hefur hér verið fansað nokkrum klassiskum og hagnýt- um vísindagreinum, sem þó oft- ast standa í móðu og óljósri mynd fyrir sjónum leikmanna, unz þær hafa verið skýrðar og skilgreindar, svo sem hér er raun alls staðar ljóst og vel en sums staðar með þeirri snilld, sem skautar einfaldleik framsetningu þegar kunnáttusamlega er að unnið. Þetta er og hin vandaðasta bók að öllum ytra frágangi og for- laginu — sem þó er þekkt að 'vandaðri bókagerð — ásamt þeim sem sá um útgáfuna, próf. Símoni Jóh. Ágústssyni til hins itímans fær; mesta sóma. Prentvillur fyrir- finnast engar. Hjörtur Halldórsson. Páfi hefur útnefnt 23 nýja kardínála, og eru þeir þá orðnir 74, en flestir voru þeir 70 árið 1568. Tryggðin við sem Oscar Clausen: Með góðu fólki, endurminningar. — Bókfellsútgáfan, Reykja- vík, 1958. Þegar menn hafa í huga þær stórkostlegu breytingar, sem orðið hafa á högum þjóðar vorrar á síðastliðinni hálfri öld eða rúmlega það, — byltingu mætti það kalla, — þurfa menn ekki að furða sig á því, að fræðimönnum og rithöfundum verður tíðleitað til þessa tíma- bils að efni í fróðlegar og merkilegar frásagnir. Það er lofsvert og gott, að hinir eldri menn fræði hina yngri um liðna tíma og geri þannig sitt til þess að varðveita hið menningarlega samhengi meðal kynslóðanna. Góðir sögumenn hafa löngum þótt aufúsugestir hér á landi, hvenær sem þeir komu, og þótt flest hafi tekið miklum stakka- skiptum, þá ætla eg, að svo sé enn. Sá er þó munurinn, að hinir gömlu sagnaþulir urðu að láta sér nægja fámennan hóp þakklátra áheyrenda, venjulega í þröngum baðstofum strjál- býlla sveita, en sagnamenn nú- a sínar sögu í letur, skrá þær á bækur, sem jafnóð- um eru prentaðar, og geta þannig náð til allra lands- manna, sem lesa vilja og slíkan fróðleik girnast. Einnig í þessu efni er mikil breyting á orðin. Höfundur þeirrar bókar, sem að ofan er nefnd, er tvímæla- Nunnan - bók um baráttu iVgf hóh ÍB’á Hies fe Sis aí ísgá íss. ss bsí. Bláfcllsútgáfan hefur sent frá sér bók, sem heitir „Nunn- an“ og er eftir bandaríska skáldkonu, Kathryn Hulme. Bók þessi á sér þá forsögu, að skömmu eftir lok styrjald- arinnar kynntist skáldkonan belgiskri hjúkrunarkonu í flóttamannabúðum þar sem þær störfuðu báðar að hjálpar- starfsemi. Við þau kynni komst skáldkonan að því, að hjúkr- unarkonan átti sér óvenjulega fortíð. Sautján ára gömul hafði hún gengið í klaustur með það fyrir augum að helga sig klausturlífi og hjúkrun. Eftir reynslutím- ann var hún send til starfa í sjúkrahúsum reglunnar, fyrst skáldin hafa spunnið um hann sögur, og eru sumar þeirra ekki allt 1 guðhræoslunni. Þarf ekki annað en minna á Decameron, sem flestir þekkja. En hér þurfti ekkert að fara á milli mála. Skáldkonan hafði sögupersónu sína ljóslifandi fyrir framan sig: gáfaða stúlku með óvenjulega lífsreynslu að baki sér. Og' skáldkonan; sezt við að skrifa sögu þessa sautján ára klausturlífs. Undir leiðsögn hennar verður lesandinn ó- sýnilegur áhorfandi að lífinu eins og því er lifa’ð innan þess- ara múra. En fyrst og fremst fær hann að skyggnast í sál hinnar ungu nunnu og fylgjast með þeirri baráttu sem þar fer heima í Belgíu og síðar í Kongó! fram. Kröfurnar sem klaustur- í Afríku. Skömmu áður en styrjöldin skall á var hún kölluð heim og nærri öll styrj- aldarárin vann hún í stóru sjúkrahúsi við landamæri Hol- lands. Skömmu áður en stríð- inu lauk fékk hún sig leysta frá klausturheitinu og hvarf aftur út í veröldina utan klaust- urmúranna. Skáldkonan fann fljótt að hér var efniviður í mikla sögu. Klausturlíf er lokaður heimur, öllum nema þeim sem lifa inn- an klausturmúranna. Eins og annað, sem hulið er, hefur þessi heimur kitlað forvitni og ímyndunarafl almennings og reglan gerir til játenda sinna eru ofurmannlegar. Allt miðar að því að þurrka út persónuleg- an vilja. Hlýðnin við guð og klausturreglurnar verður að vera alger. Hún má einskis spyrja. Nunnan á í sífelldri baiáttu við breyskt manneðlið í brjósti sér. í þeirri baráttu skiptast á sigrar og ósigrar, sorg og gleði. Endalok hennar verða, eins og áður segir þau, að hún yfirgefur klaustrið. Þá eru þau örlög rakin og sú per- sónumynd dregin, sem enginn lesandi gleymir. Þ. j laust einn í hópi hinna beztu i sagnamanna vorra í þjóðlegur.i. j stíl, minnugur og margfróður,. j eftirtektarsamur á söguefni og j fullur af frásagnargleði. Það þarf ekki annað en sitja með Oscari Clausen stutta stund til þess að sannfærast um það. Hann er farinn að segja frá,. áður en hann veit, og hann hefur undra gott lag á því að gera skemmtilega frásögn jafn- vel úr htlu efni, sem mundi falla dautt niður í meðferð flestra manna. Þetta kemur víða í Ijós í ritum hans, sem orðin eru mörg og landsmönn- um flestum kunn. En eg held þessi hæfileiki hans komi hvergi eins vel fram og í hinni nýju bók hans: Með góðu fólki. Sú bók þykir mér taka öðrum bókum hans fram og einkum fyrir tvennt: Hún er listrænust og hún er hlýjust þeirra allra.. Flest rit Oscars Clausens eru meira eða minna tengd ætt- stöðvum hans og bernskustöðv- um á Snæfellsnesi og fólki þaðan úr byggðum. Hin fasta trj'ggð hans við átthagana gengur sem rauður þráður gegnum ritstörf hans og fróð- leiksleit. í bókinni Með góðu fólki er þessi tryggð höfundar eins og hafin upp í hærra veldi. Hann lýsir hinu efnaða og vel metna bernskuheimili sínu í Stykkishólmi viiium foreldræ sinna og bæjarbrag þar í þorp- inu í ljósi ljúfra minninga, hæ- verskur og hlýr. Fyrir aldamót- in flyzt hann til Reykjavíkur og á þar heima í 6 ár, kynnist nýju fólki og umhverfi, gegnir I ýmsum störfum við unglinga . hæfi, gengur í skóla o. s. frv., i og alls staðar verða söguefnin á j vegi hans, lögð til geymslu f sjóði minninganna. 16 ára gam- all fer hann aftur vestur i j Stykkishólm og gerist þar' ^ verzlunarmaður í mörg ár. I i Hann er nú aftur „með góðu fólki“ á Snæfellsnesi, og gömul kynni rifjast nú upp á ný. Hér segir höfundur sögu af ýmsurn kalkvistum mannlífsins sumar harla átakanlegar, en af djúpri og einlægri samúð með örlögum þeirra. Tveir síðustu kaflar bókarinnar eru um sjóferðir og hesta, en þá átti höfundur marga um.dagana og ræðir urn. þá sem sjálfstæðar persónur og gamla vini, eins og hestamönn- um einum er lagið. í þáttum. þessum sem annars staðar í bókinni er víða brugðið upp skýrum þjóðlífsmyndum, sem 'geía lesendum margt tækifæri til umhugsunar um það, hve örar breytingar hafa orðið í þjóðlífi voru á skömmum tima. Margar myndir prýða bókina. Með bók þessari hefir Oscar Clausen að mínum dómi stór- um aukið hróður sinn sem sagnamaður og rithöfundur. Ætti hann ekki að láta staðar numið við þetta, því að minn- ingasjóður hans er hvergi nærri þurrausinn enn. Guðni Jónsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.