Vísir - 17.12.1958, Blaðsíða 6

Vísir - 17.12.1958, Blaðsíða 6
p VÍSIB Miðvikudaginn 17. desember 195S WISIR D A G B L Á Ð Útgeíandi: ELAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 5. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla. Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19.00. Sími: (11660 (fimm línur) Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði, kr. 2.00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. BerfínarmáEið. Um fátt hefir verið meira rætt að undanförnu en Berlínar- málið sem svo er nefnt, þeg- ar alþjóðamál hefir borið á góma. Er þá átt við þá til- lögu sovétstjórnarinnar sem hún bar fram í lok síðasta mánaðar, að Vestui'-Berlín skuli vera „frjálst borgríki“, hersveitir stórveldanna sem þar sitja samkvæmt Pots- dam-samningnum, skuli kvaddar á brott, og Austur- Berlín sameinuð „alþýðulýð- veldi“ þeirra Grotewohls og Ulbrichts og þar með inn- limuð í austur-þýzka lepp- ríkið. Það hljómar ekki illa að Vest- ur-Berlín skuli vera frjálst borgríki, óvopnað og sjálf- stætt. Og engan furðar á því, þótt kommúnistar um allan heim taki undir þessa kröí'u sovétstjórnarinnar, því að hér er vissulega frekar um kröfu eða úrslitakosti en til- lögu að ræða. Kommúnistar þreytast ekki á að lýsa blessun þeirri, sem Vestur- Berlínarbúum myndi falla í skaut, ef þeir féllust á þessi áform Rússa. En ekki þarf ýkja mikla skarpslcyggni til þess að sjá úlfinn undir hinni kommúnistisku sauð- argæru. Urn síðustu helgi komu saman á fund í París utanríkisráð- herrar stórveldanna þeir Selwyn Lloyd, Dulles og Couve de Murville, svo og von Brentano, utanríkisráð- herra Vestur-Þýzkalands, en auk þeirra sat hinn skeleggi borgarstjóri Vestur-Beriín- ar, Willy Brandt, fundinn. Samþykkt sú, sem þar var gerð, er í alla staði hin merkasta. Þar var því lýst yfir, að vesturveldin gætu Hugtfjarfir Vestur-Berlínarbúar eiga því láni að fagna að leiðtogi þeirra, Willy Brandt borgar- stjóri, er óvenju vel gerður maður, hugrakkur og fylginn sér, maður sem heykist ekki, þrátt fyrir hótanir komm- únistískra samlanda sinna og hins erlenda kúgunar- valds. Árum saman dvaldist hann í Noregi, kynníist norrænum lýoræðis venj um, og er því lýðræðissinni í þess orðs bezta skilningi. Willy Brandt nýtur óskor- aðs trausts samborgara sinna og alls hins frjálsa heims. Kosningarnar, sem fram fóru til íylkisþings í Vestur-Berlín fvrir i. skemmstu, sýndu líka svo ekki fallizt á, að sovét- stjórnin gæti einhliða fellt úr gildi Potsdam-samning- inn ,og myndu vesturveldin því hafa áfram her í Berlín og jafnframt áskildu þau sér rétt til þess að hafa opnar samgönguleiðir frá borginni til vesturs, um austurþýzkt land, eins og verið hefir. Þessi ákvörðun vesturveld- anna hefir vakið mikinn fögnuð í Berlín. íbúum Vestur-Berlínar er að sjálf- sögðu ljóst, að mikil hætta vofir yfir þeim, ef Rússar fara sínu fram í þessu máli, einangra borgina og freista þess að hrekja hermenn vesturveldanna brott þaðan með valdi. Slíkt gæti kostað styrjöld, hugsanlega stór- styrjöld, sem allir óttast, en þó vilja þeir heldur hætta á það, en sæta hinu ömurlega hlutskipti ánauðugra manna, ofurseldir harðstjórn, hrotta skap og kúgun. Lái þeim það hver sem vill. Vestur-Berlínarbúar vita mæta vel, að „frjálst borgríki“ í Vestur-Berlín er ekkert nema blekking. Frjálst borg- ríki, einangrað í hinu kommúnistiska hafi, fær ekki staðizt. Næsta skrefið yrði vitanlega að innlima borgina endanlega í kúgun- arkerfi kommúnista. Þá myndi slokkna sá kyndill frelsisins, sem Vestur- Berlín hefir fram að þessu verið í vitund Þjóðverja, og raunar alls hins frjálsa heims. Þá myndi ungverskt réttarfar verða innleitt í borginni, þá myndi sagan um Imre Nagy og Pal Maleter endurtaka sig. Og þetta rná ekki verða. líienn. ekki verður um villzt, hvern hug borgarbúar bera til hans. Jafnframt urðu úrslit þeirra viljayfirlýsing um það, að borgarbúar vísa á bug tillögum um „frjálst borgríki" á kommúnistíska vísu. Kommúnistar Vestur- Berlínar fengu ekki nema tæp 2% greiddra atkvæða, og sýnist því ekki þurfa að velta því lengi fyrir sér, hvort 98% eða 2% eiga að ráða framtíð borgarinnar. Ao vísu telja kommúnistar urn allan héim, að eðlilegt sé og sjálísagt, að tvö prósenD. in skuli ráða yfir 98 pró- sentunum, það er þeirra skilningur á lýðræði. Vestur-Belínarbúar eru hug- Krafnhetta Guðmundar. Hrafnlietta. Skáklsaga frá 18. öld, eftir Guðniund Daní- elsson. títg.: ísafoldarprent- smiðja. Reykjavík 1958. Það sýnist vei'a orðin sterk freisting sagnaskáldum órum er þeir nálgast miðjan aldur, að sækja yrkisefni í sögima, þ. e. sögu landsins. Ekki er vert að leggja þaim það til lasts, og það er engin á- stæða til að kalla það ellimörk heldur né að þeir geri það ailir af sömu hvötum og rómantíkar- arnir á sínum tíma. Þó er Hrafn- hetta rómantísk saga, sem á margan hátt er snilldarvel gerð. 1 rauninni skiptir ekki mestu máli, hvert efniviðurinn er sótt- ur. Það sem sumum finnst sótt langt yfir skammt, verður hluíi af nærverunni, þegar skáldið hefur farið um efnið sínu næmu höndum og gefið verkinu algildi, sem hefur það yfir stund og stað, svo það talar til allra. Hrafnhetta er ástarsaga og harmsaga, eins og slíkri byrjar að vera frá hendi skálds. Lesend- um Guðmundar Danielssonar þarf ekki að koma á óvart, úr þvi að hann sneri sér að sögulegu (historísku) efni, að hann skyldi hafa notað hina dulrömmu sögu Appoloníu Schwartskopf sem i- vaf í skáldsögu, því að efnið hæf- ir honum vel. Þessi framandi 50 ára afmælisrit VéEstjórafélagsíns. í tilefni af hálfrar aldar af- maeli Vélstjórafélags íslands á þessu ári hefur verið gefið út stórt og' myndarlegt afmælisrit, þar sem saga félagsins er rakin frá upphafi. Var þegar á árinu 1955 ákveðið að hefjast handa um útgáfu aí- mælisrits og þriggja manna rit- nefnd kjörin. Hlutu til þess kosn ingu Hallgrímur Jónsson, Júlíus Kr. Ólafsson og Þorsteinn Áma- son. Féll það þó aðallega í hlut þess fyrstnefnda að kanna heim- ildir og draga saman efnið. í eft- irmála segir Hallgrímur m. a. að tilgangurinn með ritinu sé sá að sýna með fáum dráttum starfshætti samtakanna frá byrjun og geta um helztu mál- efni, sem verið hafa á dagskrá. Þarna er fyrst og fremst um heimildarrit að ræða og á bókin að verða öllum sem þessi mál varða', eða vilja kynna sér þau, til nokkurs fróðleiks. Ritið, sem er á 3ja hundrað síður að stærð.er prentaðáþykk an myndapappír og prýtt fjölda mynda. Þar er saga Vélstjórafé- lagsins rakin frá upphafi og til þessa dags og drepið á öll helztu vandamál, sem að félaginu og félagsmönnum sUðia. Þá er og í ritinu birt lög Vélstjórafélags- ins, þau sem nú gilda. kvenpersóna, sem ástóð elti landa sinn út hingað til lands fyrir meira en tveim öldum, hef- ur verið mörgum manninum ráð- gáta, töfrandi og hrindandi í senn, hefur orðið að seiðþungri þjóðsögu, og örlög htennar hér á útskeri fremur runnið Islend- ingum til rifja en hitt. (Mér finnst endilega, að Davíð hljóti að hafa ort um hana kvæði, en það hefur hann nú víst ekki gert). Verið getur, að ekki þyki öll- um að höfundur Hrafnhettu hafi mjög ríka samúð með höfuðper- sónunni, þegar litið er á allt það, sem hún leggur á sig fyrir ást sína. En allt um það verður sag- an að spennandi manntafli, þar sem heillandi og skapgerðarsterk kona á við elskara sinn og neyt- ir til þess allrar sinnar lífsorku andlegrar og líkamlegrar. til að ná yfir honum,-sem er linkind á við hana, fullkomnu valdi, en vinnur fyrir gýg — og þó. Eina huggun fær hún, er hún getur meinað honum að ganga að eiga aðra konu. Þessi saga er líklega heilsteypt asta verk Guðmundar, e. t. v. að fráskildum Blindingsleik. Gall- arnir á henni eru hverfandi á við kostina, sem eru yfirgnæfandi. Mál persónanna er stundum slíkt sambland af dönskuskotnu emb- ættisstéttarmáli 18. aldar og tárhreinm islenzku sögualdar, að það stangast einhvernveginn á. Ósjaldan ber á tilgerð. Stundum verða atvik með ólikindum, eins og hlaupið sé yfir tengiliði i eðli- legri atburðarás sögunnar.. En sagan er í heild sterk og heit, iðar af lifi, persónurnar eru af holdi og blóði.. .„Andrúmsloft- ið“ er prýðilega við hæfi. At- burðafrásagnir eru litríkar og staðalýsingar mjög „málandi". Höfundur er ágætur í því að gá til veðurs og reyndar snjall lýs- andi á alla náttúru í jörðu og á. Mikið er fengið, þegar allt það hefur verið á bók fest með ágæt- um. Slík bók á langt líf fyrir höndum. - G. JólsgjafasjóS „storu djarfir menn, sem eiga þakkir skilið allra þeirra. sem unna frelsi og lýðræði í heiminum. Allir þeir, sem óska ekki eftir því, að svart- nætti kommúnismans fara að grúfa yfir löndum þeirra, munu óska þess, ao Vest. r- Berlín fái að halda li-elsj sínu, þvi frelsi, sem bargar- hlutinn hefir nú, og a'ö hið „frjálsa borgríki“ megi aldrei upp rísa. Heiðruðu samborgarar: Mörgum er orðið kunnugt um þennan litla sjóð, því, sam safn- azt i hann fyrir jólin, cr vr-'ð til að gleðja vangoflð fólk, sem dvelst á hæhsstofnunum. Allir, sem leggja eitthvað af morkum í því skyni, geta verið þess fu.ll- vissir að þeim hefur lánazt að gleðja aðra. Því aö vangefið fólk gleðst hjartanlega af litlu tilefni, en það hryggist einnig eins og börnin ef því er gleymt. I sumar var stofnað Styrktar- félag vangefins íólks hér á landi. Stafi þess fylgja góðar óskir og fyrir bænir margra. Mörg likn- arfélög bera nafn með rentu, ekki sizt félög til líknar, þeim, sem ekkert geta hjólpað sér sjálíir, ekki bundizt neinum sam tökum sér til hagsbóta. Jóla- gjafaSjóður Stóm barnanna, sem starfað hefur í nokkur ár, verð- ur nú afhentur hinu nýja féla"i, það er eð’ilo-ast að ham ý.tnrrt innan vébanda þoss þe''"r ’-;>ð c-r komið til sögunnar. Við, ccm að honum höfum staðið, óskum aðeins eftir að hann fái að bera sama nafn framvegis og hafi á- 1 öllu því „bókaflóði", sem dynur yfir um jólin verða ýmsar góðar bækur útundan, sem eðli- legt er. Bergmáli liefur borizt eftirfarandi bréf um litla en góða bók handa börnum. Fer bréíið hér á eftir: í Biblían. . Á markaðinn er komin lítil bók, Biblíulitabókin. Hún lætur lítið yfir sér þar, sem hún er út- stilt í bókabúðum, gul með lítilli englamynd framan á kápunni. Mér datt í hug að athuga hana lítillega og sá þá, að þetta voru bibliumyndir, handa litlu börn- unum til að líta í. Ekkert er þar sem getur skaðað þau, en getur hinsvegar gefið foreldrum tæki- íæri til að kaupa fyrir litla pen- inga gjöf, er getur tendrað þann neista, hjá börnunum, og orðið þeim ómetanlegur, um leið og þau reyna sig á því að lita mynd- irnar sér til gamans. Falleg gjöf. Bergmál getur vel tekið undir með bréfritara um það, að þessi litla bók, sem hér er minnzt á, sé falleg og góð gjöf handa börn- um. Sá hugsunar háttur virðist ríkjandi hér á íslandi, eins og úti i hinum stóru löndum, að kepp- ast eftir þvi sem spennandi er. Það er ekki aðeins að slíku sé haldið að fullorðnu fólki heldur og börnum. Allir, sem þekkja nokkuð til barnauppeldis viður- kenna að flest er börnum betra en það er veldur truílun á geðs- munum þeirra og æsir skap þeirra. Þess vegna eru bækur og leikföng, sem miða að rólegri íhugun og göfgun sálarinnar hið I eftirsóknarverða í þessum efn- I um. 1 Jól og kristni. Það er nú einu sinni svo að jólin eru sá tími er kristinn mað- ur leitast mest við að gleðja með i bræður sína en oft vill það verða ! að í örlæti sinu gleymir gefand- inn að íhuga áhrif gjafarinnar og er hún því ekki í samræmi við þann anda, sem jólahelgin út- heimtir. Gjafir sem líkjast þvi sem bréfritari minnist á eru ein- mitt til þess íallnar að vekja hinn sanna jólaanda, sem oft vill verða útúndan í ofgnótt gjafa og ■ veizlugleði sem jólunum fylgir. fram það markmið, sem í nafni hans felst. Undanfarin ár hefur Ragn- hildur Ingibergsdóttir læknir, Kópavogshælis, keypt jólagjafir handa öllum b.ælunum og sent þær og kann ég henni miklar þakkir fyrir. En nú mun hver forstöðukona kaupa Iianda sínu . heimilisfólki fyrir það fé, sem úthlutað er úr sjóðnum. Gjöfum . í jólagjafasjóðinn veita viðtöku | auk Ragnhildar þau Kristrún | Guðmundsdóttir Auðarstræti 17, I sem er gjaldkeri Styrktarfélags jvangefinna, og Georg Lúðvíks- j son forstjóri Ríkisspítalanna, ! Klapparstíg 29, sem er gjaldkeri ! Jólagjafasjóðsins. Að svo mæltu þakka ég blað- f inu birtingu þessa greinarstúfs og öllum þeim, sem muna eftir Jólagjafasjóði Stóru banianna, Gleðileg jól. Emil Björnsson. ----•------ JólasKfnun í'„ r* 1 n- er á Laufásvegi 3. Opið frá kl. 1.30—6 e. h. alla virka claga. — Móttaka og úthlut- i un fatnaðar cr á Túngatu 2.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.