Vísir - 05.01.1959, Blaðsíða 6

Vísir - 05.01.1959, Blaðsíða 6
6 VÍSIR Mánudaginn 5. janúar 19á9' WE&im DAGBLAÐ Útgeíandi: ELAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstot'ur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19.00. Sími: (11660 (fimm línur) Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði, kr. 2.00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðian h.f. „Kosnmgabaráttan er hafin". í blaðinu á laugardaginn var birtur útdráttur úr áramóta- ávarpi Ólafs Thors, for- manns Sjálfstæðisflokksins. Brá hann þar upp myndum af stjórnmálaviðhorfinu og helztu viðburðum á síðasta ári, en það hefir verið mjög viðburðaríkt, enda þótt það hafi ekki allt verið til góðs íslenzku þjóðinni, sem drif- En ið hefir á daga hennar á þessu tímabili. En hið illa getur oft snúizt til góðs, og engin hætta er á því, að vel fari ekki fyrir fslendingum, ef þeir kunna að læra af reynslunni og nota það, sem þeir læra síðan til þess að forðast erfiðleikana á síðari tímum. Það hefir nú verið ákveðið, að efnt verður til kosninga á vori komanda, og ef til viil verður um tvennar kosning- ar að ræða. Það er hugur í mönnum yfirleitt að breyta kjördæmaskipuninni, svo að upprætt verði að sem rnestu leyti það misrétti, sem ríkt hefir á þessu sviði á undanförnum árum. Þó er rétt að undanskilja Fram- sóknarmenn þegar, er talað er um þetta réttlætismál. Þeir vilja engar breytingar, aðeins hafa allt eins og það hefir verið því að þeir hafa lifað á ranglætinu og engu öðru. Réttlæti táknar minnk andi áhrif þessa minnsta flokks. Ólafur Thors lauk áramóta- ávarpi sínu með þessum orðum, að kosningabaráttan sé hafin, og í rauninni er hún hafin fyrir nokkru. Það má jafnvel segja, að húnhafi þegar verið hafin, er flokkar vinstri stjórnarinnar sýndu það svart á hvítu, að þeir ætluðu ekkert annað að gera, meðan þeir höfð<u ráðherra- stólana, en að skara eld að ¥íS hvað eru Það hefir komið í ljós, að tveir af fyrrverandi stjórnar- flokkum eru hræddir við kosningar á þessu vori. Bæði Framsóknarmenn og kommúistar vildu fyrir hvern mun, að ekki yrði gengið til kosninga fyrr en á árinu 1960, enda þótt lýst hefði verið yfir, að þeir hefðu enga samstöðu í dýr- tíðarmálum, svo að þess vegna yrði að efna til kosn- inga hio bráðasta. Hvernig' getur sta&ið á því, að þess- ir fioltkar vilja ekki skjótar ; kosningar? Játa þeir, að bcir hafi brugðizt umbjóð- sinni köku og svíkja jafn- framt þá, sem þeir höfðu blekkt til fylgis við sig í kosningunum 1956. Bæjar- stjórnarkosningarnar fyrir tæpu ári færðu almenningi einnig heim sanninn um það, að hvarvetna væri tek- ið eftir „afrekum" stjórn- arinnar. nú er kosningabaráttan hafin fyrir alvöru. Nú má enginn maður sofa á verð- inum, því að kosningar þær, sem efnt verður til á þessu ári, hvort sem þær verða einar eða tvennar, munu ekki aðeins ráða skipun næsta Alþingis heldur sennilega enn lengur. Þess vegna er það svo mikilvægt að enginn maður bregðist í þeirri orrahríð, sem nú er um að ræða, því að livert atkvæði verður tiltölulega enn mikilvægara en ella, þegar svo mikið er í húfi. Þessu verða menn að gera sér grein fyrir, því að ef þeir gera það ekki, bregð- ast þeir sjálfum sér og öðr- um að miklu leyti. Vinstri flokkarnir hafa fengið gullið tækifæri til að sýna þjóðinni, hvers þeir eru megnugir, þegar þeir hafa völdin í höndum sér. Þeir hafa skarað eld að sinni köku og komið mönnum sínum fyrir í góðum stöðum, en þegar leitað er að því, sem þeir hafa gert fyrir þjóðina, almenning í land- inu, fer minna fyrir dugn- aðinum. Það er því kominn tími til þess, að alþýða manna fái að kveða upp dóminn, og hún fagnar því þess vegna áreiðanlega, þegar henni er tilkynnt, að kosningabaráttan sé hafin. Hún hefir fullan hug á að þakka fyrir góðgerðir síð- ustu stjórnar. þelr hræddir? endum sínum til sjávar eða sveita? Hafi þessir flokkar góða sam- vizku, telji þeir, að þeir haíi unnið vel fyrir kjósendur sína og þjóðina yfirleitt, þá óska þeir eftir kosningum sem fyrst, til þess að þjóð- in geti þakkað þeim með atkvæðum sínum. Þessu er ekki að heilsa, og er ekki hægt að hugsa sér ákjósan- legri viðurkenningu á því, að þessir flokkar viti, að þeir verða dæmdir þung- lega fyrir stjórnarafglöp sín, þegar þjóðin fær tækifæri til að kveða upp yfir þeim dóminn. Togarar sefdu ísfísk erlendis fyrlr 25,5 mij. s.f. ár. Söluferðum mun fjölga til V.-Þýzka lands, ef vel viðrar og aflast og markaður bregst ekki. Samkvæmt upplýsingum, sem Vísir hefur fengið hjá Fé- lagi fsl. botnvörpuskipaeigenda nam aflasala ísl. togara í er- lendum höfnum á árinu 195S rúmlega 25.5 millj. kr., en um 40.7 millj. 1957. Söluferðir til Bretlands árið sem leið voru 24, allar á fyrstu þremur mánuðum ársins. Fluttu þeir þang'að 4275.5 smál., sem seldust fyrir 249.527 stpd., en 33 söluferðir voru farnar til Vestur-Þýzkal. með 5583 smál., sem seldust fyrir um 3.6 milij. marka. Þetta verða sam- tals 57 söluferðir, fiskmagnið 9858.5 smál., sem seldust fyrir samtals kr. 25.571.106.33. Auk þess fór vélskipið Guð- mundur Þórðarson 2 söluferðir til Austur-Þýzkalands, flutti þangað 100 smál. af fiski, sem seldust. fyrir 66 þús. mörk. Til samanburðar má geta þess, að árið 1957 voru farnar 42 söluferðir til Bretlands, 49 til Vestur-Þýzkalands og 8 til Austur-Þýzkalands, samtals 99 söluferðir; fiskmagn 16.966 smál., sem seldist fyrir samtals kr. 40.699.023.64. Þannig var fiskmagnið, sem togarar fluttu út 1957 um 7.1 þús. smál. meira en 1958 og munurinn á samanlögðu sölu- verði aflans um 15.1 millj. kr. Orsakirnar margar. Þetta stafar engan veginn eingöngu af því, að söluferðir togara áttu sér stað aðeins á fyrsta fjórðungi áx-sins, •—• engar söluferðir voru farnar til Bretlands síðar á árinu vegna afstöðu og framkomu Breta í landhelgismálinu, en aðrar or- sakir eru þessar: Hækkao verð á fiski innanlands, góður karfaafli á Nýfundnalandsmið- um og aflaleysi á heimamiðum, togararnir fengu þar ekki þá farma af blönduðum fiski, sem krafizt er erlendis, og markað- ur var heima fyrir karfa til frystingar. | Landanir eftir áramótin. Landanir á ísfiski hefjast í V.-Þýzkalandi bráðlega. Fyrsti togarinn mun að líkindum selja á mánudag næstkomandi og sennilega selja 4—5 aðrir í þeirri viku. Geta má þess, að í janúar í fyrra voru farnar 10 söluferðir til Vestur-Þýzkal. og 13 til Bretlands. Líklegt má þykja, ef sæmilega viðrar og aflast, að Þýzkaiandsferðir verði mun fleiri í þessum mán- uði en í janúar í fyrra, en að sjálfsögðu verður engu um það spáð frekara nú. Ma'rgt kemur til greina, markaðshorfur hér og erlendis, hvernig aflast á heimamiðum, og hvort togar- arnir geta haldið áfram veðra vegna að sækja á Nýfundna- landsmið. Þetta er skrifað sl. þriðjudag og voru þá nokkrir togarar á heimleið af Nýfundnalands- miðum með fullfermi. Nasser handtekur komm- únista, lokar bækistöívum. Horfur á bætfri sambúð hans við vestrænar þjóðir. Eftirfarandi bréf hefur borizt frá Á. S.: Útburður jólabréfa. ,,Eg hef orðið þess var, að margir kunna illa þeirri ný- breytni póststjórnarinnar, að hefja útburð jólabréfa mörgum dögum fyrir jól. Þetta varð til þess, að ég fór að spyrja sem flesta, er ég þekki og gat náð til, hversu þeim líkaði þessi nýja til- högun, og svar allra var í einu orði sagt: Illa. Kemur þetta ekki fram í þeim ummælum, sem birzt hafa í sumum blöðum. og munu úndan rótum póststjórnar- innar runnin, þvi að hún er vit- anlega hæst ánægð með þessa tilhögun, þar sem hún er auð'- sæilega upp tekin til þess að spara fé. Sá háttur hefur nefni- lega verið hafður á þar til nú, að ráða aukamenn til þess að bera út jólapóstinn. Hefur þetta, að ég hygg, komið sér vel fyrir stúdenta og aðra námsmenn, a& vinna sér dálítið inn fyrir slík störf. Það er haft eftir sjálfum póstmeistaranum ' Reykjavík i Visi 22. des., að í fyrra hafi þurft 140 manns í aukavinnu til bréfa- burðar, „eh nú er áætlað að 40— 50 muni nægja“. Þaif hér ekki frekari vitna við. Skylda póstliússins er vitanlega að koma öllum bréfum til skila jafnóðum og þau eru póstlögð, á hvaða tima árs sem er, og eins fyrir jói. Fyrir þetta greiða menn ærna peninga — því að póststjórnin íslenzka lætur ekki sinn hlut eítir liggja í öllu hækkanafarganinu, og margir furða sig sannast að segja á hve burðargjald undir bréf er hátt hér. Pósthúsið getur með engum rétti gert neinar kröfur til að menn leggi jólabréf í póst löngu fyrirfram til þess að bera þau lit mörgum dögum fyrir jól, en hitt er sanngirnis- krafa, að menn póstleggi jóla- kortin nokkrum dögum fyrir jól, þeir, sem geta, en það á bara ekki að bera þau út fyrr en á aðfangadagsmorgun. Þá á að vera búið að raða öllu niður og útburðurinn að geta gengið greiðlega, og er pósthúsinu vork- unnax-iaust að ráða þann mann- afla, sem til þess þai'f. Menn eru sviftir jólagleði. Samkvænxt fregnum, sem bárust frá Kairo nýlega, hafa um 200 kommúnistar verið handteknir í Arabíska sam- bandslýðveldinu, þar af sein- ast 12 kommúnistaforsprakkar í Egyptalandi. Þar var og lokað húsum þriggja útgáfufyrir- tækja og ýmsar ráðstafanir aðrar framkvæmdar til þess að uppræta ólöglega starfsemi kommúnista, en kommúnista- flokkurinn ev bannaður með lögum. í fyrri fregnum nefir verið sagt frá .Iðtækum ráðstöfun- um til þess að uppræta áhrif kommúnista í Sýrlandi og að þar hafi verið lokað sovézkum menningai'stöðvum. Nánara samstarf við vestrænar þjóðir. Samtímis fi'egnunum um handtökurnar berast fregnir sem sýna, að sveigir í áttina til nánara samstarfs Nassers við vestrænu þjóðirnar. Eu- gene Black, aðalbankastjóri Aljóðabankans, þreifar fyrir sér um sættir milli Breta og Egypta, en ágreiningur þeii'ra er fjárhagslegs eðlis. Biack er nú í Kairo og var áður í Lon- don. Hann var bjartsýnn eftir fundi í gær og voi'u hoi’fur á, að gengið yrði frá undirbún- ingi að fundi hans og Nassers. Talið er, að ef sættir takist, muni á komast stjórnmálasam- band af nýju milli Bretlands og Egyptalands. Nýárskveðjur til forsetans. Meðal fjölda árnaðaróska, sem forseta íslands bárust á nýársdag, voru heillaskeyti frá þjóðhöfðingjum hinna Norður- landanna, frá Eisenhower, for- seta Bandaríkjanna, og Voros- hilov, forseta Sovétríkjanna, og Kruchev, foi'sætisráðherra. Enn fremur bárust forseta ,'heillaskeyti frá Dr. Theodor ' Heuss, forseta Vestur-þýzka | Sambandslýðveldislns, O’Ceal- iaigh, forseta írlands, Franco, ríkjsleiðtoga Spánar, Tító, for- seta Júgóslavíu, Kubitschek,j forseta Brasilíu, og Mohammad Reza Pahlavi, íranskeisai'a. Með þessu fyrirkomulagi erit menn sviptir einni helztu jóla- gleðinni, að fá jólakveðju frá vinum og kunningjum, þegar jól- in er að ganga í garð. Sá er til- gangurinn hjá þeim, sem jóla- kveðjurnar senda. — Eg fyrir mitt leyti tel, að framvegis eigi menn að mótmæla þessu nýja fyrirkomulagi, krefjast þess, að jólapósturinn sé borinn út eins og áður var venja. Það hafa ekki verlð færð nein rök fyrir, að ekki sé hægt að koma jóiapósti til skila á réttum tíma, en umbúða- laust virðist sannleikurinn sá, að pósthúsið hafi talið sig hafa fundið hér gott úrræði til að , spara mannahald og fé, en al- menningi finnst, að það sé ekki hans að hjálpa til i þeim sparn- aði. Mönnum finnst, að þeir greiði hér hátt gjald fyrir þjón- I ustu, sem ekki sé látin í té svo I sem vera ber — og finnst þó ! mörgum leiðast, að geta ekki notið þeirrar gleði yfir jólapóst- inum, sem þeir hafa ávallt notið Þá bárust og heillaóskir frá erlendum sendiherrum, islenzk- mn sendiherrum og ræðismönn- um erlendis og ýmsum öðrum. (Frá forsetaritara.)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.