Vísir - 07.01.1959, Blaðsíða 3
Miðvikudaginn 7. janúar 1959
Vf SIB
3
Beekman Street.
Beekman Street Hospital var
lítill spítali með áfastri poly-
klinik og hafði verið stofnað til
hans af ýmsum stórfyrirtækj-
um í Wall Street hverfinu
vegna siysahættunnar þar.
Rekstur hans hafði lent í ó-
reiðu og hafði verið gerð þar
mikil hreinsun fyrir 1—2 ár-
um, allt starfsliðið . rekið að
einum eða tveimur undantekn-
um og síðan samið við Post-
Graduate að taRa hann að sér
sem útibú. Vegna þessarar for-
tíðar var mjög strangt eftirlit
með öllu, sem viðkom rekstri
spítalans og vinnu starfsfólks-
ins. „Superintendant" eða for-
stjóri fyrir rekstrinum var
piparmey á fimmtugsaldri,
Miss Whidden að nafni. Hún
var mjög eftirgangssöm og ekki
vinsæl meðal starfsfólksins.
Það henti mig, þegar eg var ný-
tekinn við störfum, að eg hafði
farið inn á polyklinikkina, sem
innangengt var í úr forsalnum,
einn dag, er eg hafði slysavakt,
án þess að gera skrifstofunni
aðvart um, og fannst því ekki
alveg strax, þegar á mér þurfti
að halda. Varð það til þess, að
eg var kallaður fyrir Miss
Whidden og varð að standa
skriftir. Ekki kom það fyrir
oftar og féll vel á með okkur
eftir það.
Sjúkrakall og stimplanir.
Þegar sjúkrabíliinn var
hringdur út, sem var marg-
sinnis á hverjum sólarhring,
stimplaði símavörðurinn spjald
með stimpilklukku, maður fékk
það aftur stimplað um leið og
hlaupið var út í bílinn, skilaði
því við heimkomuna og var
það þá stimplað í þriðja sinn.
Venjulega liðu 2—3 mínútur
frá því að síminn hringdi og
þangað til bíllinn lagði af stað,
en ef það drógst fram yfir
finun mínútur, var rekistefna
vís, því að öll spjöldin voru
yfirfarin daglega á skrifstof-
unni. Spítalinn fékk ákveðna
greiðslu frá bænum fyrir hverja
ferð og var á þennan hátt einn-
ig hægt að fylgjast með því að
sinnt væri kalli svo fljótt sem
auðið væri.
Yfirlæknir spítalans var einn
af prófessorunum frá Post-
Graduate, John Moorhead,
frægur siysasérfræðingur um
fimmtugt, grannur, snar í
hreyfingum og ágætur kennari.
Það kom fyrir, að hann lét
okkur kandidatana fram-
kvæma skurðaðgerðir, sem
hann aðstoðaði okkur sjálfur
við til þess að kenna sem bezt
öll handtök. Ein af þeim gullnu
lífsreglum, sem hann gaf okk-
ur, var að stunda aldrei okkar
eigin fjölskyldu----,,for yoúr
wife thinks you ara a damned
fcrol anyway“-----því að kon-
an þín helaur hvort sem er, að
þú sért bolvað flón.
Arás Japana
á Pearl Harbor.
Fyrir 10-—12 árum gaf ame-
riskur læknir mér nýja bók,
sem heitir Miracles of Milliary
Medicine og fjallar um ýmsar
uppfinningar lækna frá stríðs-
árunum. Mér til mikillar gleði
sá eg, að einn kaflinn fjallaði
um minn gamla og góða yfir-
lækni prófessor Moorhead.
Plann hafði fundið upp raf-
segultæki til' þess að leita að
og staðsetja kúlur eða önnur
málmbrot í líkömum manna og
var boðinn til að halda fyrir-
lestra í læknafélaginu í Hono-
lulu, meðal annars um þetta
tæki. Þegar hann var að byrja
fyrirlesturinn, kom hraðboð
inn fundinn, sem fyrirskipaði
öllum læknum að mæta tafar-
laust hver á sínum spítala, því
að Japanir væru að gera loft-
árás á flotastöðina í Pearl Har-
bour. Þetta var einmitt þann
eftirminnilega dag, þegar
Bandaríkin lentu í styrjöld-
inni. Allir spítalar í borginni
fylltust af særðum mönnum og
prófessor Moorhead þaut á milli
þeirra með tæki sitt og lagði á
ráð með meðferðina.
samningurinn minn með und-
irskrift minni.
„Grafhýsin“.
Spítalinn annaðist slysa-
þjónustu á stóru svæði, sem
náði þvert yfir Manhattanskag-
ann neðantil. Á því voru skipa-
kvíar bæði við Austurá og
Hudsonfljót, viðskiptahverfi
kringum Broadway, hið gamla
glæpamannahverfi kringum
Bowery, stórt ítalahverfi og
Kínahverfið eða Chinatown.
Auk þess önnuðumst við næt-
urlæknisþjónustu fyrir fimm
lögreglustöðvar, sem voru á
svæðinu, og í stærsta fangelsi
borgarinnar, The Tombs Prison
leða Grafhýsunum, sem tekur
raftána. Það var föst regla að
fara aldrei inn í neitt hús nema
í fylgd með lögregluþjóni og
bílstjórinn íylgdi vanalega með
og bar fyrir mann læknistösk-
una nema á stöku stað, þar sem
hann yfirgaf ekki bílinn af
ótta við, að varahjólinu yrði
stolið af honum.
Slysin voru langflest á dag-
inn, þegar umferðin var mest,
en á nóttinni var lika margt við
þarna niður frá. Við höfðum
eins og áður er sagt nætur-
þjónustu í Graíhýsunum, eins
og fangelsið er kallað, og skal
þeirri stofnun lýst nokkru
nánar. Það er stórt hús og geysi
ramgert, því að fangaklefarnir
eru úr stáli, fá birtu aðeins
p.ug. ml,
lie'ra&ifcelttúr:
KANDÍDAT
Á YESTURVEGUM
Þegar eg kom aftur til New
York eftir 27 ár, spurðist eg
fyrir um það í N. Y. Academy
of Medicine, hvort prófessor
Moorhead væri enn á lífi, og
var mér tjáð, að svo væri og
heimilisfang hans, sem var ó-
breytt. Eg hringdi þangað, en
fékk því miður ekkert svar, því
að hann mun hafa verið utan-
bæjar. Mér þótti það mjög leitt
að geta ekki heilsað upp á
gamla manninn.
Þar var alit
í röð og reglu.
House-surgeon eða deildar-
læknir var dr. Peever, nokkuð
hröslulegur í viðmóti, en góður
félagi við nánari kynningu.
Þegar við höfðum næturvakt
saman, bauð hann mér stund-
um inn til sín til að rabba og
drekka í sameiningu 120 grömm
af Whisky, en það var sá há-
marksskammtur, sem við létum
eftir okkur. Hann hafoi gegní
aðstoðarlæknissíörfum úti í
víglínunni á Frakldandi og
kunni frá ýmsu að segja. Eg
hitti hann aftur 1950 og var
hann þá fyrir löngu orðinn
yfirskurðlæknir við St. Josephs
spítala í háskólabænum Lon-
don í Ontariofylki í Canada, en
það var fæðingarstaður hans og
dr. Bantings, sem fann upp
insulinið við svkursýki, en þeir
höfðu verið skólabræður og
aldavinir. Hann átti fagurt
landsetur utan við borgina og
gisti eg þar hjá honum.
Eg kom aftur á Beekman
spítalann á heimleið minni
1951, sagðist liafa unnið þar
1923 og spurði eftir gömu
starfsfólki. Það var allt farið,
að undanteknum aðstoðarmanni
á Röntgendeildinni og ein-
hverjum í eldhúsliðinu. Miss
Whidden var hætt störfum og
kornin til Kaliforníu, en góð
regla ríkti enn á skrifstofunni,
því að eg hafði ekki staðið við
nema 4—5 mínútur, þegar mér
var sýndur gamli ráðningar-
800 fanga. Auk prófessors
Moorhead og tveggja aðstoðar-
kennara hans eða „associates“
höfðu nokkrir aðrir læknar
leyfi til að leggja inn og stunda
sjúklinga, en fastalið hans, sem
bjó á spítalanum, var deildar-
læknirinn, aðstoðardeildar-
læknir og 3—4 kandidatar.
Verkaskipting okkar kandi-
datanna var sú, að við höfðum
til skiptis einn daginn skurð-
stofuvakt, annan daginn inni-
vakt og þriðja daginn útivakt,
en hún var í því fólgin að fara
út með sjúkrabílinn, þegar slys
eða bráða sjúkdóma bar að
höndum eða sinna þurfti kalli
frá lögreglustöðvunum eða
fangelsinu, því að fastalækn-
arnir þar hættu vinnu kl. 5 á
daginn. Vinnuharka var mikil,
því að þær nætur, sem maður
hafði vakt, fór maður ekki úr
fötum, en varð að vinna jafnt
fyrir því dagana bæði á undan
og eftir. Sjúkrabílarnir voru
tveir og varð sá kandidat sem
hafði innivakt, að gegna kalli,
ef báðir voru hringdir út sam-
tímis.
Fylliraftar á
gcðveikradeild.
Ekki höfou aðrir rétt til
að hringja á sjúkrabíl en lög-
regluþjónar og urúu þeir að
bíða á slysstað eftir lækni, fylla
: út bráðabirgðaskýsrlu eftir
i fyrirsögn hans, hjálpa honum
og fylgja hQnum heim á spít-
i alann, ef hann óskaði þess. Sú
regla var alltaf höfð, ef um
ölvaða menn var að ræða eða
meðvitundarlausa, en á þessum
bannárum, þegar allskonar ó-
lyfjan var drukkin, fundust oft
ölvaðir menn meiddir eða með-
vitundarlausir, einkum á laug-
ardagskvöldum og sunnudags-
nóttum. Með alla slíka menn
var farið upp á Bellevue-
spítalann, sem er stór bæjar-
spít-ali, með 2000 rúmum, og
hefur sérstaka geðveikradeild,
en þangað var farið með fylli-
um 100 þúsund manna í New
York einni saman neyttu eitur-
lyfja í einhverri mynd, mor-
fíns, kokains eða heroins, sem
er langhættulegast. Marihuana,
eða indverskur hampur, sem nú
er orðið algengt nautnalyf þar,
þekktist þá lítið eða ekki. Eit-
urlyfjanautnin er ægilegt böl
og erfitt við að fást, þótt lög-
regla flestra landa berjist gegn
henni og hafi um það nána sam-
vinnu. Vændi og allskonar
glæpir þrífast í skjóli hennar.
Samvinna okkar við lögregl-
una var ágæt og hitt.i eg aðeins
einn lögregluþjón, sem sýndi
mér þjösnaskap. Eg sá mörg
dæmi upp á snarræði lögregl-
unnar og gott skipulag, en hún
var hörð í horn að taka, ef svo
var að skipta. Hver lögreglu-
þjónn liafði eikarkylfu, sem
hékk í ól um úlnlið hans og
hann sveiflaði til og frá vana-
lega, þegar hann var á gangi.
Auk þess hafa þeir allir stóra
marghleypu við belti sér og
grípa til hennar, ef hætta er
á ferðum eða þörf gerist.
7" '1
gegnum rimlaglugga í hurð-
inni, en hún veit út að svölum,
sem eru auðvitað á mörgum
hæðum, en utan við þær er um
tveggja metra autt bil eða gjá
út að útvegg hússins, sem er
með mjög háum rimlagluggum.
Tvo lykla þarf til að opna.
Útidyr, allar gangadyr og
lyftudyr eru með ramgerðum
járngrindahurðum með tvö-
faldri læsingu, og hefur enginn
einn fangavörður lykil að báð-
um, svo að tvo þarf til að opna.
Rétt við fangelsið er dómhúsið
og liggur innbyggður gangur
eða brú á milli húsanna hátt
yfir götunni. Eftir henni er far-
ið með fangana til og frá yfir-
heyrslu og er hún kölluð
„Bridge of sighs“ eða And-
varpabrúin eftir hinni al-
ræmdu fyrirmynd sinni í Fen-
eyjum. Fangar, sem fá lengri
dóm en tveggja ára eða dauða-
dóm, er sendir þangað til rík-
isfangelsins Sing Sing, sem er
langt utan við borgina.
Þarna er sérstök deild fyrir
eiturlyfjaneytendur, sem fái
þar fyrstu meðferð eða bíða þar
dóms, en annars eru þeir sendir
til lengri dvalar á sérstakt hæli
á Blackwell-eyju í Austurá. |
Eituræturnar eða dópistarnir i
gei'ðu okkur mest ónæði, því að
þeir reyndu oft að fremjaj
sjálfsmorð eða fengu æðisköst
á nóttinni í von um að við gæf-
um þeim aukaskamm.t fram yf-
ir það, sem fangelsislæknirinn
gaf þeim á daginn, en það var
föst venja að verða aldrei við
þeirri ósk, bæði til þess að
blanda sér ekki í meðferð lækn-
isins og vegna þess, að þá heíð-
um við aldrei haft. frið fyrir
þeim. Auðvitað grátbændu þeir
okkur um það, nötrandi á bein-
unum af likamlegri og andlegri
kvöl.
100.000 eiturlyfjaneytendur.
Talið var á þessum árum, að
Léleg gistihús.
í Bowery-hverfinu voru
nokkur gistihús, þar sem hægt
var að fá næturgreiða fyrir 15
eða 25 cent. Ekki veit eg, hvort
þau hafa notið styrks bæjar eða
líknarfélaga. Þau voru í göml-
um þriggja hæða húsum, með
einhverjum verzlunum á neðstu
hæð, almenningi fyrir gestina á
annari hæð og svefnklefum á
þeirri þriðju. Þeir voru beggja
vegna miðgangs og skildir frá
honum og innbyrðis með rúm-
lega mannhæðarháu skilrúmi,
en sterkt vírnet spennt yfir þá,
svo að ekki væri hægt að seil-
ast yfir til nágrannans. t al-
menningnum var kolaofn á
miðju gólfi og gátu gestirnir
setið umhverfis hann. í 15
centa gistihúsum .var þó minni
þægindum fyrir að fara, því að
þar voru engir sérklefar, heldur
svefnsalur með hverju járn-
rúminu við annað og aðeins
mjóum lokuðum skápi á milli.
Eg var einu sinni sem oftar
sóttur í slíkt „hótel“. Sjúkling-
urinn sat á hörðum tréstól í
almenningnum og sagðist for-
stöðumaðurinn hafa séð á hon-
um lasleika siðustu tvo dagana,
en hann hefði ekki kvartað
sjálfur. Maðurinn var svo fár-
veikur, að hann mátti vart
mæla, en þó skildi eg, að hann
hefði haft kvalir í kviðnum,
sem var helaumur við þuklun,
enda var bersýnilega um
sprunginn botnlanga að ræða.
Við tókum ekki þuríalinga inn
á spitalann hjá okkur nema al-
veg sérstaklega stæði á, heldur
fluttum þá á Bellevue, bæjar-
spítalann, og bað eg lögreglu-
þjóninn um að fylgja mér með
manninn þangað, en það var
um 20 míntúna akstur, þótt
sjúkrabílarnir færu hraðar en
aðrir bílar. Framan á þeim var
stór bjalla sem hringdi stöðugt
og urðu allir að víkja fyrir þeirru
nema slökkviliðið. Maður þessi
dó á leiðinni í bílnum hjá okk-
ur og fórum við því með hann
á aðallíkhús borgarinnar, the
Morgue, sem stendur við sömu
götu og Bellevue-spítali. Fylgdi
eg líkinu í lyftu niður í kjallara
Vkhússins, en þar eru frysti-
hóli hvert við annað og hvert
upp af öðru í veggjunum, þar
Framh. á 9. síðu.