Vísir - 07.01.1959, Blaðsíða 12
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir.
Látið hann færa yður fréttir og annað
lestrarcfni heim — án fyrirliafnar af
yðar hálfu.
Sími 1-16-CO.
Munið, að þek. sem gerast áskrifendur
Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið
ókeypis til mánaðamóta.
Sími 1-16-60.
I
Miðvikudaginn 7. januar 1SS9
Kviknar í
timburhúsi.
í nótt kl. rúmlega hálf fimm
vaknaði fólkið að Suðurlands-
braut 76 við vondan dra’.rm.
í húsi þessu býr maður a3
nafni Einar Guðlaugsson ásamt
konu sinni og fimm börnum.
Vöknuðu þau við megna reykj-
arlykt í íbúðinni, og komust
strax að þeirri óskemmtilegu
staðreynd að kviknað væri í
húsinu.
Einari og konu hans varð að
sjálfsögðu fyrst íyrir að
bjarga börnuríum út, og g'ekk
það vel og, greiðlega. Fyrst
•þegar það var um garð gengið
mundi Einar eftir því að kalla
á slökkviliðið og var það þegar
gert. Slökkviliðið lagði sam-
stundis af stað og var allt vara-
lið kallað út. Þegar á staðinn
kom, en þangað mun vera a. m. ■ _____
k. 5 mín. akstur, var loftið yfir
íbúðinni alelda og húsið þétt-
fullt af reyk.
Slökkviliðið gekk vasklega
að verki að slökkva eldinn og
gat þegar heft frekari út-
breiðslu hans, og vár hann
síðan drepinn á skömmum
tíma. Þótti vel hafa til tekist
að ekki skyldi brenna húsið,
sem er byggt úr timbri. —
Skemmdir urðu samt tölu-
verðar bæði af eldi og vatni
og mun Einar hafa orðið fyrir
mokkru tjóni, þótt vátryggt sé.
Japan íær pant-
anir víða.
í Vestur-Evrópu, einkum Bret-
landi, sjá menn fram á minnk-
andi atvinnu í skipasmííðastöðv-
um, en til skipasmíða í Japan
streyma skipapantanir.
Japanska siglingaráðuneytið
tilkynnir, að fjöldi skipapantana
berist frá erlendum skipafélög-
um. Samanlögð smálestatala
skipa, sem beðið var um smiði
á I s.l. mánuði er um 300.000
(þar með ekki talin þau skip,
sem I smíðum eru eða búið að
semja um).
Hér er svo mynd af Hussein við stýrið á flugvél sinni, þeirri
sömu sem MIG flugvélar frá Sýrlandi eltu á dögunum og
neyddu til að lenda. Hussein stjórnar alltaf flugvél sinni, en
hann var ekki eins borubrattur eftir ferðina þá.
VaxawH þjóðerniskennd tendraði
báiið í Leopoldviiie.
Belgíustjórn ræðir málið í dag.
Belgiska þjóðþingið kemur 'Leopoldville, og kom þá til
saman til fimdar í dag til þess jóeirðanna. Atburðurinn er ’tal-
að ræða hina alvarlegu atburði, inn munu liafa víðtæk áhrif
sem gerst hafa í Bejgiska 'um Afríku alla. Það hefur
Kongo, en í liöfuðborginni kornið mönnum mjög óvænt í
þar, liefur allt logað í óeirðum, ^Belgiu og víðar, að slíkur at-
32 menn verið drepnir og yfir , burður skyldi gerast þarna.
100 særst alvarlega. ISambúðin milli hvítra manna
1 og blakkra hefur verið þar
betri en annarsstaðar í Afríku.
Belgíumenn hafa gert mikið til
framfara, og allt verið frið-
Flugslysið:
sctt í gær.
Frá fréttaritara Vísis. —
Akureyri í morguu.
Eins og frá var skýrt í Vísi í
gser fór leiðangur niauna úr
Fnjóskadal árla í gærmorgun
upp á Vaðlaheiði til þess að
flyíja lík mannanna, sem fór-
ust í sjúkraflugvéliuni 111
hyggða.
Kom leiðangurinn um kl. 4
niður að Fjósatungu í Fnjóska-
dal, en þaðan voru likin flutt
með snjóbíl til Akureyrar og
þangað kom bíllinn um hálf-
áttaleytið í gærkveldi.
Leiðangursfarar höíðu með
sér sleða og ýmsan annan út-
búnað til þess að flytja líkin
til byggða. Við flugvélarflakið
fundu þeir lík fjórða manns-
ins, sem ekki fannst þegar
fyrst var komið að flakinu.
Sigurður Jónsson forstöðu-
maður Loftferðaeftirlitsins er
kominn til Akureyrar og mun
fara á slysstaðinn ef unnt væri
að rekja einhverjar orsakir til
slyssins.
Sökin var ísraels.
Vonpahlésnefnd Sameinuðu
þjóðanna telur Israel eiga sök-
ina á seinasta árekstrinum
milli ísraelsmanna og Egypta.
Hann varð fyrir skemmstu í
lofti yfir E1 Ariz. — Hvor að-
ili um sig kenndi þá hinum um.
— Nefndin telur sannað, að 9
ísraelskar flugvélar hafi flog-
ið inn yfir landamæri Egypta-
lands og þar með rofið hlut-
levsi þess.
SaitffsksaSa Norðmanna
36 þús. smál. s.i. ár.
Frá fréttaritara Vísis. —
Oslo í jan.
Útflutningur frá Noregi árið
seiu leið á þurrkuðum saltfiski
nam 36 þús. lestum.
Andvirði þess útflutnings
nam um 170 millj. króna. Uppl.
um þetta eru frá Edward
Mov/inckel kaupmanni í Bei-g-
en, formanns í Uandssambands
saltfisksútflytjenda. — Út-
flutningurinn til Ítalíu jókst
nokkuð á árinu og vel horfir
um nýjasta markað Noregs
fyrir verkaðan saltfisk, þ. e. í
Belgiska Kongó.
Formaðurinn leggur áherzlu
á, að nú séu gerðar strangari
kröfur en áður um gæðamat á
öllum mörkuðum. Hann telur
horfur vera þær, að unnt verði
að auka útflutning á norskum
saltfiski á næstu árum.
Flestallt þetta fólk er
blökkufólk og beið það bana
eða særðist af völdum skot-
hríðar lögreglu og hermanna,
er uppþotið braust út.
Þjóðernisleg vakning er
sögð hafa brotist út, er bann
var lagt við útifundinum í
Tilfinnanlegur skortur á
sjómönnum í Ólafsvik.
Þððan róa 12 bátar. í fyrra voru þar margir
færeyskir sjómenn.
Frá fréttaritara VísLs.
Ólafsvík i niorgun.
Sjómenn hafa ekki undirritað
samninga í Ólafsvík og var l>ess
vegna ekki róið þar í gærkvöldi.
Að sögn eru sjómenuirnir sam-
þykkir samningunum í aðalatrið-
um en eitthvað ósamkomulag xun
kauptryggingu mun liafa komið
i veg fyrir samþykki þeirra.
Tólf bátar verða gerðir út frá
Ólafsvík i vetur og eru það allt
heima bátar. Það eru fyrirsjáan-
leg vandræði með sjómenn og
lætur nærri að vanti tvo til þrjá
enn á hvern bát. Bítið er að
skrapa saman mannskap eins og
hægt er hér um slóðir, en það
hrekkur ekki til. Undanfariu ár
hafa verið hér milli 40 og 70
Færeyingar við vertíðarstörf og
sjá menn hér ekki fram á annað
en stórkostleg vandræði verði
fáist ekki Færeyingar ráðnir eða
aðrir í þeirra stað.
Enginn bátur hefur róið hér
nýlega svo ekki er vitað hvort
fiskur er genginn á mið. Ógæft-
ir drógu mjög úr aflabrögðum í
haust. Búið er að senda alla salt-
sild héðan. Alls var saltað i sex
þúsund tunnur.
samlegt um langan aldur. Ekki
hafði verið talið, að þar væri
valdn neitt líkt því eins öflug
þjóðerniskennd eins og í Ghana
og fleiri löndum Afríku, en nú
hefur annað orðið uppi á ten-
ingnum. Þetta mun Belgíu-
stjórn nú gera sér Ijóst, og
verður viðíangsefni hennar
erfiðara úrlausnar fyrir það, að
beitt var skotvopnum gegn
fólkinu svo sem að ofan grein-
ir. Hún væntir þess þó, að frið-
ur haldist, og unnt verði að
leiða vandamálin friðsamlega
og farsællega til lykta. Mun
verða rætt um það á þingi í
dag, að senda nefnd til rann-
sóknar til Belgiska Kongó. Að
sögn hefur nú komist kyrð á í
Leopoldville — á yfirborðinu.
Samkomxxlag liefir verið
iindirritað í Peking um
efnahags- og tæknilega að-
stoð, sem Kína veitir Mong-
ólíu. Nemur hún að verð-
mæti 9 millj. stpd. og er
lánið til langs tíma.
„Hólmanes“ 137 rúmlesta
stálbátur til Eskifjarðar.
Hólmanes" er smíðaó í Noregi fyrir Hrað-
frystibús Eskifjarðar.
Frá fréttaritara Vísis.
Osló, í gær.
Eskfirðingar eiga von á nýj-
um báti, sem nýlokið er við
að smíða í Noregi og var af-
hentur í Bergen 3. jan. sl. Bát-
urinn heitir Hólmanes og eig-
andi hans er Hraðfrystihús
Eskifjarðar h.f.
Hólmanes er 137 brúttó
rúmlestir, byggt úr stáli í
skipasmíðastöðinin Skaaluren í
Rosendal. Aflvélin er 280 hest-
afla, 4ra strokka Brunvell half
dieselvél. Hjálparvélin er 30
h.a. Bukh diesel, sem knýr 12
kv. 220 volta riðsraumsrafal og
auk þess dælur, loftpressu og
aðra vökvaviriduna. Ljósakerfi
skipsins er samt 32 volta og
auk fyrrnefnds rafals er ann-
ar 4.6 kv rafall sem rafvélin
knýr.
Lestin er einangruð og út-
búin sem kælirúm með sjálf-
virkum hitastilli. Kæld mat-
vælageymsla er aftast í þilfars-
húsi. Undir þilfari fremst í
skipinu eru tvær þriggja
manna íbúðir og einn tveggja
manna klefi. Eldhús, matsalur.
matargeymsla og snyrtiher-
bergi eru í þilfarshúsi. Beit-
ingarskýhð bakborðsmegin í
göngum er upphitað.
Hólmanes er búið radar,
sjálfstýritækjum, dýptarmæl-
um og öðrum nauðsynlegum
siglingatækjum.
Til Eskifjarðar fer líka eitt
af 250 lesta fiskiskipunum, sem
byggð eru í Austur-Þýzkalandi.
„FIólmanes“ kostaði 2.8 milljón
ísl. kr. og liggur nú ferðbúið í
Bergen.
— • —
Sæborg f@kk
rúmar 5 lestlr.
Grindavík í gær.
Hér hefur ekki verið farið á
sjó síðan fyrir jól nema livað eiu
trilla hefur róið og fiskað vei.
Sæborg frá Reykjavík landaði
hér í gær 5235 kilóum af fiski,
sem hún fékk skammt undan
j Grindavík.
Búið er að ráða menn á alla
| báta í Grindavík og munu flestir
j tilbúnir að róa þegar samning-
um hefur verið lokið.