Vísir - 30.01.1959, Blaðsíða 3

Vísir - 30.01.1959, Blaðsíða 3
Föstudaginn 30. janúar 1959 V t S 11 Tímabil jaröpfunnar í orku- vinnslu hérlendis að hefjast. Gunnar Böðvarsson telur, al þaö hefjist, þesar Sogfð veríur Grein þá, sem hér fer á eftir, ritaði Gunnar Böðvarsson verkfræðingur fyrir tímaritið Frjálsa verzlun fyrir nokkru, og liefur hann leyft Vísi að birta hana. Blaðið hefur skotið imi nokkrum millifyrirsögnum, en að öðru leyti er greinin alveg í óbreyttri mynd. T.augar og hverir. Á Islandi eru um 260 jarðhita- staðir eða jarðhitasvæði. Af ýms um ástæðum er hentugt að skipta þessum sveeðum í tvo flokka, þ. e. laugarsvæði og hverasvæði. Laugarsvæði eru r,efnd svæði, þar sem allt að 100° C heitt vatn kemur úr jörðu. Svæði, þar sem ört sjóðandi vatn eða hrein gufa koma úr jörðu, eru nefnd hverasvæði. Á landinu eru samtals 250 laug arsvæði, og munu vera á þeim alls um 700 laugar. Hiti vatnsins er mjög misjafn, allt frá 20°C í 100°C. Vatnsmagn er einnig mjög breytilegt. Minnstar laugar gefa aðeins nokkra lítra á mín- útu, en þær stærstu allt að 250 lítrum á sekúndu. Vatnsmagn og hiti nátengd. Það er greinilegt samhengi milli milli hita og vatnsmagns lauga. Þær kaldari eru yfirleitt vatnslitlar, en allar vatnsmestu laugar landsins eru nær sjóð- andi. Mest vatnsmagn er í Deild- artungu í Borgarfirði, en þar koma um 250 lítrar á sekúndu úr jörðu. Skammt þaðan eru Klepp- járnsreykir með 100 lítra á sek- úndu. Þá má nefna Laugarás í Biskupstungum með um 65 lítra á sekúndu. Á þessum stöðum er vatnið nær 100'C heitt. Á Norðurlandi eru heiztu 'laug- arsvæðin í Skagafirði og Eyja- firði. I Skagafirði er jarðhiti mjög viða, en laugarnar eru flestar tiltöluiega litlar. Vatns- magn er mest að Reykjum í Neðri-Byggð, en þar koma um 30 lítrar á sekúndu úr jörðu með allt að 65°C hita. Sama er að segja um Eyjafjörð, þar er jarð- hiti víða, en laugarnar flestar litlar. Hiti er einna mestur að Revkhúsum við Kristneshæli. Þar eru um 3 lítrar á sekúndu með allt að 74°C hita. I,itill jarðhiti austanlands. Á Vestfjörðum eru allmörg laugarsvæði. Vatnsmagn er jafn- an öllu meira en á Norðurlandi. Helztu laugarsvæði eru Reyk- hólar á Barðaströnd með um 25 litra á sekúndu af allt að 1003C heitu vatni, Reykjares í Isafjarð ardjúpi með um 15 lítra á sek. vlð allt að 93°C og Hveravík í Strandasýslu með um 7 lítra á sekúndu við 75°C. Á Austurlandi er enginn telj- andi jarðhiti. Alls koma upp úr laugum á öllum laugarsvæðum landsins um 1.500 lítrar á sekúndu af \-atni, sem er að meðaltali um 75°C heitt.N Vatn úr borholum 'er ekki talið með. Hverasvæðin eru aðeins 20 að tölu. Til þeirra eru talin svæði með ört éjóðandi vatni, t. d. Geysissvæðið í Biskupstungum og Reykjahverfi í Þingeyjar- sýslu, og hin stóru jarðguíu- svæði, sem eru alls 12 að tölu. Jarðgufusvæðin eru veigamesti hluti jarðhitans á Islandi. Einna kunnust eru jarðgufu- svæðin i Krýsuvík, Hengli og Námufjalli. Þar er yfirleitt mjög lítið um vatnshveri, og svæðin einkennast af fjölmörgum gufu- augum, sem eru á víð og dreif um talsvert stór landsvteði. Þann ig þekur Hengilssvæðið alls um 70 ferkilómetra. Þó er stærsta jarðgufusvæði landsins við Torfa jökul, en það þekur um 100 fer- kílómetra. Meiri varmi á gufusvæðinu. Það er talsvert erfiðara að mæla gufumagn en vatnsmagn. Er því hvergi jafnauðvelt að mæla og meta afl gufusvæða eins og laugarsvæða. Hér skal aðeins frá því greint, að sam- kvæmt mjög lauslegri áætlun mun stærsta jarðgufusvæði, þ. e. svæðið í Torfajökli geía um 1.000 lestir á klst. af gufu, og jafngildir varmamagn þeirra um 1.700 lítrum á sekúndu af sjóð- andi vatni. Samanlagt varmamagn, sem uppkemur á hverasvæðunum mun vera talsvert meira en varmamagn laugarsvæðanna. Er Upptök jarðhitans. Allmikið hefur verið ritað al- mennt um upptök jarðhita. Jarð- hitarannsóknir hafa verið stund- aðar um langt skeið hér á landi og í Bandaríkjunum. Á síðari ár- um hafa menn á Nýja-Sjálandi einnig lagt talsvert til málanna. ítalir hafa hins vegar lítið ritað um þessa hlið málsins. Segja má, að um tvær megin- kenningar sé að ræða. Annars vegar er kenningin um, að jarð- hiti standi ætið í sambandi við I jarðelda, og sé raunverulega að | vissu leyti lokaþáttur eldsum- brota. Hins vegar er kenning um, að jarðhitinn sé að mestu óháð- ur staðbundnum eldsumbrotum en taki megnið af varma sínum frá þeim varmastraumi, sem alls staðar leitar út um yfirborð jarð ar. 1 fáum orðum skal frá þessu greint. Við eldsumbrot kemur venju- lega talsvert af kviku úr jörðu. í einu gosi í Heklu hefur komið um % rúmkílómetri af kviku, og í Skaftáreldum streymdu úr Laka alls um 12 rúmkilómetrar. Þó mun Þjórsárhraun vera mesta hraun hér á landi, og er alls um 40 rúmkílómetrar. Jarðvatns- og kvikulileifur. Gera má ráð íyrir, að sumt af kvikunni, sem upp leitar, verði eftir í jarðskurninu tiltölulega nálægt yfirborði, þ. e. á fárra kílómetra dýpi. Slikir kvikuhleif- ar í jörðu eru alþekktir, og eru margir stórir, kulnaðir hleifar kunnir hér á landi. Við myndun eru þessir hleifar í fljótandi á- standi og því allt að 1.200°C heit- ir. Þegar tímar liða kólnar og storknar hver hleiíur. Við kóln- unina gefur kvikan frá sér vatns Hér sést ein af fyrstu borhol- unum, sem boraðar hafa verið hér á landi. Þá var borun slíkra holu viðburður, en nú er þetta livcrsdagslcgur við- burður. Gufuhverinn í Innstadal. Hann var mjög umtalaður á sínum tíma m.a. í sambandi við gufuvirkjun fyrir Keykjavík. ekki ólíklegt, að það sé 5 til 10 sinnum meira. Þýðing hvera- svæðanna er þannig augljós. Hliðstæðar athuganir á varma magni hverasvæða hafa einnig verið gerðar á Nýja-Sjálandi, en þar er talsverður jarðhiti. Virð- ist samanlagður varmi, sem þar kemur upp á timaeiningu vera um Vi af þeim varma, sem ís- lenzk laugar- og hverasvæði gefa frá sér. Því miður eru hliðstæð- ar tölur ekki til frá Ítalíu, en samkvæmt þeim upplýsingum, sem fyrir hendi eru virðist rri5'ög ólíkt, að svæðin þar séu jafnöfl- ug og svæðiri á Islandi. Er því sennilegt, að jarðhiti sé hvergi jafnöflugur og á Islandi. gufu og aðrar lofttegundir, sem leita út í nálæg jarðlög og hita þau. Jarðlögin hitna einnig vegna varmaleiðslu frá kvikunni. Nú getur jai’ðvatn seitlað nið- ur á talsvert dýpi, einkum þár sem jarðlög eru sprungin, en það eru þau einmitt í námunda við kvikuhleifa. Þegar kvikan ryður sér braut í jörðu, sprengir hún nærliggjandi jarðlög og myndar þannig nýjar vatnsrásir. Jarðvatnið, sem niður leitar, kemst í snertingu við hið heita berg og blandast einnig vatns- gufu og gasi, sem kvikan gefur frá sér. Vatnið getur þariníg hitnað í 200°C til 400°C. Það leitar síðan upp til yfirborðsins aftur og myndar þar laugar og hveri. Hin kenningin gengur út frá því, að jarðhitinn standi ekki í ■ sambandi við staðbundin elds- ^ umbrot, heldur sé orsökin fyrst ^ og fremst sá hiti, sem alls staðar | er djúpt i jörðu. Ef mjög djúpar sprungur myndast, getur jarð- vatn seitlað niður á mikið dýpi, og því hitnað verulega án þess að um eldsumbrot sé að ræða. Rannsóknir siðari ára virðast benda til þess, að hin stóru hverasvaíði myndist vegna kviku innskota, þ. e. í samræmi við rri kenninguna. Laugarsvæð- ii, hins vegar, virðast flest eiga rót sína að rekja til mjög djúpra vatnsstrauma í samræmi við seinni kenninguna. Hagnýting jarðhita. Af jarðhitavirkjunum, sem nú eru komnar í notkun á Islandi, ber fyrst að nefna hitaveiturnar í Reykjavík, Ólafsfirði, Hvera- gerði og á Selfossi og Sauðár- króki. Þegar Hlíðahverfið í Reykjavik hefur verið tengt við Reykjaveituna, munu þessar hita veitur hita híbýli fyrir samtals um 45.000 manns. Auk þeirra er talsverður fjöldi gróðurhúsa og sundlauga hitaður með laugar- vatni og jarðgufu. Þessi þróun hófst með bygg- ingu Þvottalaugaveitunnar í Reykjavík árið 1930, og var þá stigið mjög merkilegt spor í tækni á íslandi. Þar sem ílestum mun kunnugt um þá þróun, er síðan hefur orðið, skal hér ekki frekar um þessi fyrirtæki rætt. Hins vegar verður reynt að gefa lauslega mynd af þeim mögu- leikum, sem framundan eru. Jarðhita má hagnýta. á þrjá vegu, þ. e. (1) laugarvatn og jarðgufu má nota til hitunar hí- býla og gróðurhúsa, (2) jarð- gufu má nota til vinnslu raforku og (3) til hitunar í efnaiðjuver- um. Margfalda má hítaveituna. Á því leikur enginn vafi, að af- köst Hitaveitu Reykjavíkur má margfalda. Nokkurt laugarvatn er enn óunnið í landi Reykjavik- ur, en það mun þó várt nægja nema til hitunar nokkurs hluta þeirra hverfa, sem .nú eru utan Reykjaveit usvæðisins. Megninu | aj: varmanum verður að veita írá Krýsuvík eða Henglí, en þar er af nægu að taka. Boranir, sem nú hafa verið framkvæmdar við Hveragerði, sýna greinilega að þar er mikið varmamagn að fá. Sama mun gilda um Krýsuvík. Höfundur þessa greinarkorns er fyrir sitt leyti þeirrar skoðun- ar, að það muni vart ofmat að telja, að í Krýsuvik og Hengli sé nægt varmaafl til þess að hita hí- býli fyrir um eða yfir hálfa millj. manna, ef varminn er eingöngu notaður til hibýlahitunar. Auk þess er vafalaust hægt að auka verulega hinar minni hita- veitur úti á landi. Þá mun óháítt að fullyrða, að Húsavík muni inn an skamms fá hitaveitu, og ekki er með öllu útilokað, að koma megi upp hitaveitu til Akureyr- ar, en þetta er þó enn í nokkurri óvissu. Gróðurhúsaræktina má sjálfsögðu auka verulega. Vinnsla raforku kemur eink- um til mála í Krýsuvík og Hengli. Þegar timar líða, má einnig virkja jarðhita á Náma- fjalli og í Torfajökli. Hiti til ýmissar framleiðshi. Höfundur hefur gert mjög lauslegar áætlanir um virkjan- legt afl á þessum stöðum og komizt að eftirfarandi niður- stöðum: Krýsuvík 50.000 kilóvött Hengill 200.000 — Torfajökull 600.000 — Námafjall 50.000 -— Þetta eru samtals um 900.000 kílóvött. Þó skal tekið fram, að hér er ekki gert ráð fyrir þvi, að þetta afl verði stöðugt. Á þessu stigi málsins verður að reikna með því, að hluti aflsins endist aðeins í nokkra tugi ára. Enn er óvist, hvort liægt verð- ur að koma upp meiri háttar iðnaði við jarðhita á Islandi. Fram hafa komið hugmyndir um vinnslu (1) þungs vatns, (2) salts og annarra sjávarefna, og (3) brennisteins. Að svo stöddu virðist vinnsla á þungu vatni vera sú iðngrein, sem einna mesta möguleika hef- ur. Athugun þessa máls er þó enn á frumstigi, og skal því að svo stöddu ekkert um þetta full- yrt. Á þessari iðngrein er þó sá galli, að Islendingar einir munu ekki hafa bolmagn til þess að koma henni á fót. Örfá grundvallaratriði. Unnið er að því að kanna möguleika hinna iðngreinanna, einkum þó saltvinnslu í Krýsu- vik eða á Reykjanesi, en sem stendur er með öllu óvíst, hvort hún kemur til greina. Möguleik- ar á vinnslu klórs, vitisóda og brennisteins virðast því miður ekki miklar. Island er ekki heppi legur vettvangur fyrir þennan iðnað. Islendingar munu því óhjá- kvæmilega beina athygli sinni fyrst og fremst að notkun jarð- hitans til híbýlahitunar og vinnslu raforku. Þegar rætt er um virkjun jarð- hita í stórum stil er skylt að hafa þjóðhagsleg sjónarmið í huga, og verður þá að meta þjóðhags- lega þýðingu hinna einstöku möguleika, og haga framkvæmd- um þannig, að heildararður þjóð arbúsins verði sem mestur. Hér er ekki rúm til þess að gefa þessum málum verulegan gaum, heldur skal aðeins drepið á örfá grundvallaratriði. , Þjóðhagslega og tæknilega hag kvæmni fyrirtækjá af þessu tagi rþá’ á grófan hátt meta út frá nýtingu (1) stofnfjár, (2) vinnu- afls og (3) þess varma, sem fyr- Frh. á 9. s.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.