Vísir - 07.02.1959, Blaðsíða 4

Vísir - 07.02.1959, Blaðsíða 4
VlSIB Laugardaginn 7. febrúar 1959 TOSIR. DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjórl og ábyrgðarmaður: Hersteinn Fálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00, Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: (11660 (fimm línur) Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði, kr. 2.00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. tíirhja otj trúmálz / Smán og sœmd' Leikni hins æfða stjóinmáiamanns. Meðan Timinn var fylgjandi ríkisstjórninni, mátti eng- inn anda á þá háu sam- kundu, án þess að vera samstundis stimplaður land- ráðamað»r eða fjandmaður þjóðarinnar. Þeir, sem að á- liti Tímans voru andstæð- ingar ríkisstjórnarinnar, i voru þá jafnframt öndverðir hagsmunum alls almenn- ings. Eysteinn Jónsson gekk þá jafn- an fram fyrir skjöldu til þess að telja raönnum trú um, að öll andstaða við rík- isstjórnina væri þjóðinni hættuleg og hindraði göngu Aumara hennar út úr þeim efna- hagsörðugleikum, sem að henni steðjuðu. Nú er þessi sami maður, Ey- steinn Jónsson, orðinn fyrr- verandi ráðherra, kominn í stjórnarandstöðu, og nú er hann á mjög áberandi hátt farinn að sýna „leikni hins æfða stjórnmálamanns“. Nú sýnir hann ,,leikni“ sína með því að snúa alveg við blað- 1 inu og telja það harla gott, sem hann fordæmdi fyrir aðeins fáeinum vikum. Hann hefir alveg umhverfzt, og telur nú sýnilega skyldu sína að vera gegn öllu, sem stjórnin ber fram, hvort sem það er gott eða illt — skiptir engu máli. Gengur hann nú meira að segja svo langt fram í þeirri við- leitni sinni að sýna ,,leikni“ sína að menn eru farnir að brosa að því, hversu vel hon- um tekst nú að „fara í gegn- um sjálfan sig“ og setja sig í algera andstöðu við allt, sem hann hefir prédikað undanfarin tvö ár. Nú hugs- ar hann ekki um annað en ráðast á ráðstafanir ríkis- stjórnarinnar og gera þær sem tortryggilegastar, þótt þær sé einu jákvæðu tillög- urnar, sem bornar hafa ver- ið fram gegn verðbólgunni í langan tíma. hlutverk getur eng- inn valið sér, sem ætlast til að almenningur taki alvar- lega það, sem hann segir. En þetta sýnir, áð allt gambur Tímans og forustumanna Framsóknar um þjóðholl- ustu og þjóðarhagsmuni hefir verið marklaust fimb- ulfamb og er aðeins haldið á loft, meðan það hentar hagsmunum þeirra og flokksþörfum — en svo „Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðarerindið", segir Páll post. uli. Einkennilegt að komast svo að orði. Var það blygðunarefni að fylgja fegurstu og göfugustu kenningu, sem flutt hefur verið? Var það vansæmd að líkja eftir fullkomnustu fyrirmynd, sem mannkynsagan kann frá að segja? Var það vanvirða að elska og þjóna Jesú frá Nazaret? Spurningunum mætti virðast sjálfsvarað. En eigi að siður er það staðreynd, að það þótti skömm að vera kristinn. Það var vansæmd í augum heimsins að fylgja Kristi. Og þeirri afstöðu x'auk ekki með kynslóð Páls. Þegar fyrst var farið að kalla lærisveina Jesú kristna, átti það vafalaust að vera háðsyrði. Það var smánarheiti í munni og aug- um múgsins í Antiokkíu, stór- borginni, þar sem það komst fyrst á loft. 1 heimi Páls voru margar lifsstefnur, mörg trúarbrögð, margar skoðanir og sjónarmið, hvað um sig í misjafnlega miklu áliti. En það var engin veruleg vanvirða eða áhætta að aðhyllast eina eða fleiri andlegar stefnur, sem voru í tízku. Þar voru heimspeki. lega litaðar hreyfingar í visinda- legu gervi, þar voru dulrænar trúarstefnur, margar hverjar blandaðar undarlegustu hjátrú og hégiljum og kynlegum hátt- um. En það var engin skömm að ánetjast slíkum hreyfingum. Margar þeirra voru meira að segja „fínar“. En það var smán að vera kristinn. Og það var ekki heldur alls ekki lengur. ,aðeins áhætta fyrir álit og Slíkum mönnum getur eng- !frama- Það vai' löngum lífshætta. inn tekíð mark á. Þeir geta I Elzta mynd’ sem er tn af Krisli haft mikla „leikni“ í því að krossfestum, fannst fyrir nokkr- skipta um skoðanir eftir því hvernig vindurinn blæs á herbúðir þeirra, en traust almennings til slíkra manna þverr því meira, sem hann kynnist betur hinu rétta eðli þeirra. Hver er hinn seki. Upp úr hádegi í fyrradag urðu skjót þáttaskil í máli tog- arans Valafells, sem legið hafði undan Loðmundarfirði á Austurlandi síðan á sunnu dagsmorgun, er Þór stöðvaði hann en gat þó ekki flutt hann til hafnar. Eigendur skipsins hafa sagt skipstjóra að fara til íslenzkrar hafnar, og það gera þeir að sjálf- sögðu með vitund og vilja ríkisstjórnar Breta, ef ekki að beinni skipun hennar, sem gerði sér ljóst, að hún hafði nógu oft gengið of langt í ofbeldi sínu gagn- vart Islendingum og fannst rétt að láta staðar numið að sinni. Skipstjóri togarans er sakborn- ingurinn í málinu — á yfir- borðinu. Hann verður að svara til saka, en það er í rauninni ekki hann, sem er hinn seki. Hér á landi hafa menn samúð með honum, en hinsvegar enga með þeim, sem hafa neytt hann til af- . brotsins — yafalaust mcð hótunum um atvinnumissi og ofsóknir ella. Skipstjórinn verður að þola sinn dóm, því að ekki verð- ur náð til þeirra, sem raun- verulega bera sök á því, að hann er sviftur frelsi um skeið og leiddur fyrir dóm- ara sem brotamaður, en ís- lendingar ættu að athuga, hvort ekki er rétt að gera þá breytingu á lögum, sem um þetta fjalla, að refsingin lendi á þeim, sem er raun- verulega hinn seki. Það sjá allir heilvita menn, að við íslendingar eigum ekki í deilu við brezka sjómenn, því að þeir eru aðeins verk- færi hinna raunverulegu fjenda okkar, útgerðar- mannanna, sem hafa vélað brezk stjórnarvöld til að reka erindi sitt. Þótt yfir- menn á togurum í Fleet- wood, Grimsby og Hull sam- þykki allskonar aðgerðir gegn íslendingum, þá eru það fyrst og fremst útgerð- armennirnir, sem eru þar aö baki. um áratugum í rústum í Róma- borg og er geymd þar á safni. Þar sem myndin fannst hefur að líkindum verið aðsetur nýliða í lífverði keisarans. Og eins og háttur er ungra manna hafa þeir krotað ýmislegt á veggi hússins. Drátthagur, ungur maður hefur dregið upp mynd, sem vakið hef- ur góðan hlátur í hópnuím. Það er sú.mynd, sem hér er um að ræða og hún er skrípamynd af kristnum manni og guði hans. Myndin er kross. Maður á krossinum, sveipaður fátæks I manns fati. En höfuð hans er t ekki mannshöfuð, heldur asna- t höfuð. Frammi fyrir þessu krýp- ur maður í bænarstöðu, með lyft. um lófum, og undir myndina er skrifað á grísku: „Alaxamenos biður til guðs síns.“ Alaxamenos, nafngreindur, en að öðru leyti óþekktur hermaður í fylkingu Hvíta-Krists. Plans er getið í annarri áletrun á þessum stað og þar nefndur fidelis, trú- aður. Ef til vill hefur hann verið þræll. En hann var ekki of litil- mótlegur til þess að sæta háði félaga sinna. Og hann hafði þrek til þess að bera trú sinni vitni og þola það spott, sem það bakaði honum. Hann hefur getað tekið undir með Páli: ,,Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðarerindið, því að það er kraftur Guðs til hjálpræðis hverjum þeim, sem trúir.“ Þessi kraftur reyndist sterkari en fyrirlitning, ofsókn og kúgun, máttugri en þeir andlegu tízku- straumar, sem glóðu af náðar- geislum mikillátra meistara. Hinn krossfesti þoldi háðið engu síður en bál og branda ríkis- valdsins. Alaxamenos biður til Guðs síns. Merkur fræðimaður segir um hann: „Hann hafði orðið snortinn af bjarma þess dular- fulla ljóss, sem einmitt nú var tekið að dreifa fyrstu daufu geislunum yfir Vesturlönd, þessu undarlega skini, sem nær allir Norðlenzk nterkiskona látin. Frá fréttaritara Vísis. —• Akureyri í gær. Nýlega er látin merkiskonan Kristín Jónsdóttir á Grana- stöðum í Köldukinn, 64 ára að aldri. Foreldrar og systkini Krist- ínar fluttust til Vesturheims þegar hún var innan ferming- araldurs og varð hún ein eftir að fjölskyldunni. Hún giftist 18 ára gömul Sigurgeiri Páls- syni, sem var héraðskunnur hagleiksmaður og smiður. Þau bjuggu myndarbúi á Grana- stöðum. Mann sinn missti misskildu og enginn gat skýrt,; Kristín fyrir 13 árum og höfðu því siður séð fyrir áhrif þess, en brátt átti það að verðaaðþvímáli sem læsti logum sínum um feiga mannfélagsbyggingu fornaldar og úr þeirri deiglu skyldi manns- andinn stíga mót nýjum himn- úm, sem enga menn hafði áður órað fyrir." Það fór ekki mikið fyrir ein- um unglingi, sem beygði kné og lyfti lófum til bænar, talaði við hinn smáða Drottin sinn, kross- festan Gyðing. Hann var ekki öf- undsverður, þegar háðsglósur fé. laganna dundu á honum. Eða hvað? Átti hann ef til vill eitt- hvað, sem þeir áttu ekki og hirtu ekki að leita? Átti hann eitthvað, sem glaumkæti götunnar, leik- húsanna, vínkránná, samkvæm- anna gat ekki veitt? Var ekki eitthvað í hjarta hans, sem var meira virði en allur frami, allt gengi? Lýsti ekki meira að segja svipur hans, þegar hann kraup á steingólfið og talaði við frels- ara sinn, af innri auðlegð, styrk, friði, sem hvergi varð fundið annars staðar í sölum keisarans? Alaxmenos tilbað þann himn- eska konung, sem hugsunarleys- ið hefur löngum krýnt þyrnum og drýldnin stundum sæmt höf- úðsvip asnans. En „heimskan hjá Guði er mönnum vitrari og veik- íeikinn hjá Guði mönnum sterk- ári.“ Það var of oft svo, að „það, sem hátt er í augum manna, er viðurstyggð í augsýn Guðs,“ eins og Jesús sagði (Lúk. 16,15), en hitt, sem mennirnir fyrirlitu, var vegsemd i augum hans. þau þá eignazt þeim eru 7 á lífi. 10 börn, af Fræðslufundur um bindíndismál. Frá fréttaritara Vísis. —■ Akureyri í gær. j AS tilhlutan Góðtemplara- reglunnar á Akureyri var efnt til fræðslufundar um bindind- ismál s.l. sunnudag. Gunnar Dal rithöfundur van aðalræðumaður á fundinum og svaraði hann á eftir fyrir- spurnum um áfengismál. Enn- fremur var upplestur og kvik- myndasýning. Fundarstjóri vai’ Eiríkur Sigurðsson skólastjóri. Húsfyllir var og urðu margirs frá að hverfa. Aðgangur var ó- keypis. ; □ S.l. sunnudag- snjóaði í fyrsta sinn á vetrinum í Galileu og' u u Grátsöngvarinn á ísafiröi. Frá fréttaritara Vísis. ísafirði í morgun. Leikfélag ísafjarðar er byrjaiS æfingar á leikritinu „Grátsöngv- arinn“. Leiðbeinandi er Ingibjörg Steinsdóttir leikkona. Næsta viðfangsefni leikfélags- ins verður „Elsku Rut“, og mum þá Sigrún Magnúsdóttir leik- kona verða leiðbeinandi. Síðustu dagana hefur verið hér 8—10 stiga hiti. Muna menrt vart slíka Þorrabliðu. Hér em stöðugar gæftir, og afli almennt fjöllunum í suðurhluta Judeu 3—5 lesir í róðri. — Arn. Gefa Bandaríkin ógrynni matvæla út um heim? MiEndi vera gert til að bæta friðarhorfurnar. Gera má ráð fyrir, að Banda- ríkin gefi á næstunni ógrynni matvæla þeim þjóðum, sem matarskortur herjar, segir í fregnum frá Washington. Eins og getið var fyrir nokkru í fréttum vestan um haf eru birgðir af hveiti svo miklar í skemmum ríkisstjórn- arinnar, að þær mundu nægja Bandaríkjamönnum öllum á þessu ári, þótt ekki fengizt ein skeppa til viðbótar af þessa árs uppskeru, og auk þess mundi vera hægt að halda uppi út- flutningi eins og venjulega. Bandaríkjastjórn kaupir nefnilega vissan hluta af upp- skerunnl á ári hverju til þess að halda uppi verðlagi, og húa hefir nú áhyggjur af þvi, hvað birgðirnar eru orðnar miklar, og aukast jafnt og þétt, enda þótt bændum sé greidd verð- laun fyrir að draga úr ýmissi ræktun. Það eru þessar miklu birgð- ir, sem stjórn Eisenhowers hef- ir nú hug á að gefa ýmsum þjóðum, sem eru í senn þurf- andi og hafa ekki fjármuni til að kaupa korn í eins ríkum mæli og nauðsynlegt væri til að bæta mataræði almennings. Vonast forsetinn til þess, að betri og meiri fæða leiði til ör- uggari friðar víða um heim.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.