Vísir - 07.02.1959, Blaðsíða 1

Vísir - 07.02.1959, Blaðsíða 1
49. árg. Laugardaginn 7. febrúar 1959 31. tbl, Vorveður á Hólsfjöllum. Flugvél lenti á Grímsstöðum til að flytja farþega og sjúkling. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri * gær. Frá Grímsstöðum á Fjöllum var símað að bar hafi verið samfellt þíðviðri í heila viku með 4—7 stiga hita jafnt að nóttu sem degi. Sjó hefur mikið til tekið upp, en jörð er svelluð. Fé hefur verið beitt á hverjum degi og er það að mestu leyti fóðrað á síldarmjöli. Fyrir nokkrum dögum lenti Björn Pálsson flugmaður flug- vél sinni á Grímsstöðum, tók þar farþega og flaug með hann til Vópnafjarðar. í bakaleið lenti hann einnig á Grímsstöð- um og þá til þess að taka sjúka konu frá Víðidal, sem hann flutti itl sjúkrahússins á Akureyri. Um síðustu helgi var efnt til Þorrablóts Fjallamanna að Grímsstöðum. Hefur þeirri venju verið haldið við í mörg ár að efna til Þorrablóts á Grímsstöðum í upphafi Þorra. Stundum hefur þó blótdagur- inn dregizt af völdum óveðurs eða ófærðar og svo var í ár. En um síðustu helgi varð kom- izt á jeppum frá öllum bæjum á Fjöllum og einnig frá Möðru- dal og Víðidal, sem annars eiga oft erfitt með samgöngur að vetri til. Varð þarna veizlugleði hin mesta, enda tjaldað því sem til var þ. á m. Hólsfjallahangi- keti, súrum bringukollum og öðru lostæti. Skemmtiatriði voru nokkur og stiginn dans fram eftir nóttu. Oft koma gestir úr fjarlægari hreppum á þessi Þorrablót Fjallamanna, en af því varð þó ekki að þessu sinni vegna þungrar færðar. Það er algengt, að menn dundi við að smíða flugvélalíkön heima hjá sér, en sjaldgæft getur það víst talizt, að menn smíði þar flugvélar, sem geta borið mann. Það eru þó ensk hjón, John Taylor og kona hans, að gera á heimili sínu í Essex. Flugvélin er einsessa, og þegar ósvikinn flugmaður hefur prófað hana, ætlar Jolin sjálfur að bregða sér á loft. Annar kaldasti janúar hér á þessari öld. Aðeins var kaldara í janúar frosta- veturinn 1918. Skipstjóri Valafells treysti sér ekki til ail véfengja mælingar Þórsmanna. Ratsjá hans var i ólagi og hann treysti þá á dýptar- mæli. Frá fréttaritara Vísis. — Seyðisfirði í gærkvöld. -Réttarhöldin yfir Ronald Pretious, skipstjóra á Valafell, hóf- ust ekki fyrr en kl. tvö eftir hádegi í dag, og þegar komið var fram á sjötta tímann var sýnt, að dómur yrði ekki kveðinn upp fyrr en á morgun (laugardag). Meðalhiti janúarmánaðar 1959 í Reykjavík reyndist —3.8°, og hefur janúar aðeins einu sinni orðið kaldari það sem af er öldinni, en það var 1918. Þá varð meðalhitinn —7.3. Peron kominn til Bilbao. * Fregn barst um það síð- degis í gær, að Peron fyrrum einræðisherra í Argentinu, væri kominn til Bilbao á Spáni. Kom hann þangað á snekkju nokkurri, er lét í haf frá Haiti fyrir rúmum hálfum mánuði. Ekki var vitað, að Peron væri á snekkjunni, og var allt á huldu um hann, þar til það fréttist, að hann væri kominn til Spánar. Lýðveldissinnar í Argentinu óttuðust mjög, að hann mundi laumast inn í Arg- entinu og ná völdum, og það mundi hann sennilega hafa reynt, ef verkföllin, sem brut- ust út, um það bil, er Frondizi forseti fór til Bandaríkjanna, hefðu borið tilætlaðan árang- ur. Nú mun Peron sjá, að von- laust sé fyrir hann að komast -aftur til valda, og hefur yfir- gefið Vesturálfu fyrir fullt og állt, lagt þar niður laupana, og hyggst gista að Franco ein- raeðisherra á Spáni. Árið 1920 varð janúar álíka kaldur og að þessu sinni. Alla daga fram til 24. að 12. undan- skildum var hitinn neðan við frostmark allan sólarhringinn og á hverjum sólarhring fór fróstið niður fyrir —5°. Kaldast varð aðfaranótt 21., —12.7*. Frá því á nýársdag og fram til 23. var úrkomulaust, en síðustu dagana rigndi tölu- vert og varð heildarúrkoma mánaðarins 39 mm, en í með- alárferði mælist úrkoman í Reykjavík 92 mm í janúar. Á Akureyri varð mánaðarhitinn —5.7° og hefur einu sinni orð- ið dálítið eitt kaldara þar síðan 1918. Þar var 1936, —6.0°. Sólskin hefur aldrei fyrr mælst jafn mikið í janúar í Reykja- vík. Sólskin mældist nú 58.2 klst. Mest áður 39.2 klst. 1955. Mælingar hófust árið 1923. Þegar klukkan var farin að halla í tvö, var bátur sendur frá varðskipinu Þór út að tog- aranum, sem hafði ekki enn lagzt að bryggju, og sóttu varðskipsmenn Pretious skip- stjóra, svo að hann kæmi í réttinn í tæka tíð. Var komið með skipstjóra í réttarsalinn, sem er í gömlu húsi á bakka Fjarðarár, skömmu fyrir klukkan tvö og Erlendur Björnsson bæjarfógeti setti réttinn klukkan tvö. Mik- ill' ’fjöldi manna hefir verið í réttarsalnum í allan dag, því að mönnum leikur að sjálf- sögðu forvitni á að vita, hvern- ig hinn ákærði hegðar sér, og hvaða spurningar verða lagðar fyrir hann. Sturdum er þögn- in svo mikil ; salnum, þegar ritarinn er að bóka það, sem fram hefir farið, að næstum má heyra flugu anda. Þó heyrist dálítill niður frá Fjarðaránni, ef menn leggja við hlustirnar.\ Ronald Pretious skip- stjóri er maður lágvaxinn | og býður af sér góðan ‘þokka. Hann er af þeirri gerð manna, sém margir mundu kalla sveitamann, og sennilega er óhætt að segja, að áheyrendur i rétt- iirsalnum liafi samúð með honum. Þar eru ill örlög, sem hafa ráðið því, að hann er þarna. Réttarhaldið byrjáði á því, að lesið var ákæruskjalið gegn Pretious og lögð fram gögn í málinu. Eins og' frám hefir komið, sýna mælingar skip- herrans á Þór, að Valafell var 0,8 mílur innan 4ra mílna landhelginnar, og hafði verið : staðfest af brezkum sjóliðsfor- i ingjum, að rétt væri mælt af hálfu íslendinga. Viðurkenndi Pretious, að þetta mundi vera rétt, en hafði þó við það að athuga, að hann hefði haldið, að hann væri miklu lengra frá landi eða hálfa, áttúndu mílu. Hefði hann ekki vitað betur, því að Framh. á 2. s.íðu. Spánverjar slá íslendingum alveg við. Þeirra svaréamarkaðs-verð a bílum er Iiærra en her. Þið lialdið, að „prís- arnir“ hér séu liáir, og þið segið, að J>eir séu víst hvergi eins ofsa- lega ferlegir og hér á landi. En verið bara rólegir, gððir hálsar, því a/3 Spánverjar slá okkur alveg út — i svartamarfcaðsverði á bilum. Spánverjar liafa nefnUega neyðst til að draga mjög úr innflutningi bifreiða, og eðlileg afleiðing er stórimi hækkað verð- lag. Árið 1956 voru fluttir inn 16,094 bilar, en árið eftir aðeins 3332, og gert er rúð fyrir, að iunllutaúng- urinn hafi MiimukaS enn á sl. ári. — Og þá er svo lítið sýnishorn af verðlaginu, eins og Sunday Times í Lond- on sagði frá því sl. sunnudag. Fyrir stór- ar gerðir bandarískra og brezkra bíla borga meiui nú milljón pes- eta eöa sem svarar 6M.H0 istewdoun kr.. þegar reiknað er með yfirfærslugjaldi. — Lægsta verð á .20 ára bílum — til dæmis Austin-7 — er 18.000 krónur, en tíu ára Morris Minor fer ekld fyrir minna en 105.000 krónur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.