Vísir - 11.02.1959, Blaðsíða 6
Vf SIR
Miðvikudaginn 11. febrúar 1559*
wisias.
D AGBLAÐ
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00,
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
'Sími: (11660 (fimm línur)
Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði,
kr. 2.00 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Frzntsékn og kommiínistar.
Margt er líkt með skyldum,
segir máltækið, og það hefir
rifjast upp fyrir mönnum
síðustu vikurnar, þegar þeir
hafa haft tækifæri til að
kynnast viðbrögðum komm-
únista og framsóknarmanna,
er þessir aðilar höfðu neyðzt
til að fara úr stjórn. í raun-
’ inni eru viðbrögðin ná-
kvæmlega þau sömu, enda
þótt framsóknarmenn þori
ekki að ganga alveg eins
langt og kommúnistar í and-
stöðu sinni við þá tilraun,
sem nú er gerð til að stöðva
dýrtíðina. í rauninni hefir
ekki gengið hnífurinn á
milli þessara aðila undan-
farin fjögur ár, en þeir
gengu í eina fylkingu í
verkfallinu mikla 1955. Þá
mátti Tíminn t. d. ekki segja
frá ofbeldi og lögleysum
kommúnista vegna væntan-
legrar samvinnu.
Það kom líka bráðlega í Ijós,
að eitthvað bjó undir, því að
þrátt fyrir heilaga svardaga
í eyru alþjóðar, var strax
rokið til og falast eftir lið-
veizlu og samvi^nu komm-
únista, þegar kosningarnar
voru um garð gegnar og það
var ljóst, að kosningabrell-
ur framsóknar og krata
höfðu ekki borið tilætlaðan
árangur. Og vitanlega voru
kommúnistar viðbúnir að
hlýða kallinu, enda þótt þeir
hefðu talað eitthvað um það
fyrstu dagana eftir kosning-
arnar, að þeir gætu ekki
fellt sig við kosningabrell-
urnar. Jafnskjótt og þeir
gátu gert „business", hættu
þeir öllu tali um þetta atriði.
Það var ekkert smáræðisverð,
sem framsóknarmenn voru
fúsir til að greiða fyrir lið-
sinni og samvinnu komm-
únista. Þeir hikuðu ekki við
að afhenda kommúnistum
mikilvægustu ráðherraem-
btætin, en aðrir flokkar
héldu virðulegri ráðherra-
stólum. Þar með var komm-
únistum fengin aðstaða til
að gera það, sem þá hefir
ævinlega langað til — binda
viðskipti okkar sem allra
mest austur á bóginn, gera
okkur sem allra mest háða
viðskiptum við sovétstjórn-
ina og leppstjórnir hennar.
Kommúnistum tókst allt það,
sem þeir höfðu ætlað sér í
fyrstu lotu, en því fór fjarri,
að þeir væru búnir að ljúka
sér af, þegar þeir urðu að
hrökklast úr stjórninni. Þeir
áttu margt ógert fyrir hús-
bændur sína fyrir austan, og
framsóknarmenn voru fúsir
til að gefa þeim kost á að
starfa lengur í þágu þeirra.
Það kom greinilega í Ijós,
rétt áður en Emil Jónssyni
tókst að mynda stjórn sína,
því þá gerðu bæði fram-
sóknarmenn og kommúnist-
ar ítrekaðar tilraunir til að
blása lífsanda í nasir stjórn-
ardraugsins. Þeim tókst það
ekki, og síðan hafa þeir haft
allt á hornum sér.
I andstöðunni við núverandi
stjórn hefir enn komið fram,
hversu skyldleikinn er mik-
ill með kommúnistum og
framsóknarmönnum. Kom-
múnistar berjast af full-
komnu ábyrgðarleysi gegn
stöðvun dýrtíðarinnar og
munu vafalaust beita öllum
ráðum á næstunni til að
hleypa af stað nýrri dýrtíð- i
arskriðu. Framsóknarmenn |
eru einnig á móti stjórninni1
og aðgerðum hennar, en |
þora ekki að berjast af sama '
kappi og vinir þeirra. Þeir j
vita sem er, að bændur eru j
engir verðbólguvinir, og i
þess vegna þora framsókn-1
foringjarnir ekki að ganga |
eins langt og þá blóðlangar
í rauninni til — — til að
geðjast kommúnistum.
Riíssar saka Bandsríkjastjórn
UIR
í Washiiii>(oii laafa incnn sí»r-
hncykslast á ásöknniiini.
Mikil gremja ríkir í Wash-
ington út af framkomu Sovét-
stjörnarinnar vegna birtingar
viðtals rússneskra flugmanna,
áður en þeir réðust á banda-
rísku flugvélina yfir S.-Armen-
íu s.I. haust, en bað náðist á
segulband, eins og þegar hefur
verið getið.
Tassfréttastofan birti fregn
s.l. laugardag, þar sem sagt var
að segulbandið væri falsað,
þetta væri viðtal auðheyrilega
búið til í Hollywood-fyrirmynd,
þeir sem talað hefðu inn á
bandið kynnu ekki almennilega
nútíðar rússnesku o. s. frv.
í Washington segir, að sú
eina ástæða hafi verið fyrir þvi,
að ekki var útvarpað af segul-
bandinu, að sjálfsagt þótti að
reyna fyrst og í lengstu lög, að
fá fregnir um afdrif þeirra 11
flugmanna, sem Rússar segjast
ekkert um vita. — Rússar neita
og enn, að hafa skotið flugvél-
ina niður.
Fréttamenn í Washington
segja, að í utanríkisráðuneytinu
hafi menn stórhnevkslast á
þessum ásökunum sovétstjórn-
arinnar, en hún stendur að
sjálfsögð á bak við það sem
Tassfréttastofan birtir um þetta
mál.
Gamla Bíó:
SISSI.
Gamla Bíó sýnir þessi kvöldin
við góða aðsókn kvikmyndina
Sissi, en það er þýzk litkvik-
mynd, er gerist í Austurríki og
Bæheimi í gullfallegu umhverfi,
á keisaraveldistimanum. Þetta
er kvikmynd um hirðlíf og ástir
— „glansmynd", en vel gerð og
svo skemmtileg, að hún kemur
öllum í gott skap. Rom Schneid-
er er fögur og geðþekk í hlut-
verki Elísabeth prinsessu
(Svissi) og GustavKnoth, í hlut-
verki föður hennar. Karlheinz
Böhm leikur Franz Jósef keis-
ara. Gerir hann hlutverkinu góð
skil. Kvikmyndin sýnir skemmti-
lega viðhorf þeirra, sem í eðli
sinu eru náttúrubörn, og einnig
hirðsnobbanna.
Nýtízku gufubalstofz opnúð
í dag að Kvisthaga 29.
Er að finnskri fyrirmynd og þar geta
menn fengið Ijósböð og nudd.
Rzuii krossinn.
Rauði krossinn er eitt þeirra
alþjóðafélaga, sem starfað
hafa hér á landi um langt
skeið, og gert hér mikið og
margvíslegt gagn eins og
víðar. 'Við íslendingar höf-
um þó verið svo lánsamir,
að við höfum ekki þurft að
njóta aðstoðar hans í eins
ríkum mæli og sumar aðrar
þjóðir, til dæmis þar sem
náttúruhamfarir hafa geis-
að, en við vitum að hann er
samt sístarfandi hér og æv-
inlega reiðubúinn, ef eitt-
hvað verður að og til hans
l ,er leitað.
í meira en hálfan mannsaldur
hefir það verið eitt helzta
verkefni Rauða krossins á
hverju sumri að koma fjölda
barna úr bæjarrykinu og á
gras. Fátt er börnum betra
en að komast í sem nánust
tengsl við náttúruna og
þar hefir RKÍ hjlpað
miklu meira en nokkur
annar hliðstæður aðili.
Menn eru einnig sammála
um, hversu góð þessi starf-
semi er, og þegar menn
leggja félaginu lið á fjár-
söfnunardegi þess í dag,
hjálpa þeir litlum þjóðfé-
Gufubaðstofa eftir finnskri
fyrirmynd hefur veriö opnuð
til afnota fyrir almenning að
Kvisthaga 29 hér í bœ.
Það er Jónas Halldórsson
sundgarpur, sem komið hefur
baðstofu þessari upp í kjallara
íbúðarhúss síns á horni Kvist-
haga og Hjarðarhaga, og er þar
allt eins snyrtilegt og hreinlegt
eins og bezt verður á kosið.
í sambandi við baðstofuna
eru biðstofa, búningsherbergi,
hvildarstofa og steypibaðsklefi,
og seinna er hugmyndin að
koma upp litlum fimleikasal
með róðrarvél og öðrum æfinga-
tækjum. Alls hefur Jónas þarna
um 80 fermetra húsnæði til um-
ráða, sem öll eru innréttuð á
nýtízku hátt og hin vistlegustu.
Hægt er að taka á móti 10
manns samtímis í bað, og er
gert ráð fyrir að baðtími hvers
einstaklings sé allt að 85 mín-
útur, en lengri ef baðgestir fá
nudd.
í sérstakri hvíldarstofu er
komið fyrir sex bekkjum með
svampdýnum, þar sem menn
geta hvílzt að loknu gufubaði,'
enda er það talið mjög æskilegt.1
Seinna verður komið upp ljósa-j
útbúnaði, og þá geta þeir sem
óska, fengið ljósböð. I
Til að byrja með verður gufu-
baðstofan einungis ætluð karl- ^
mönnum, og verður hún opin1
alla virka daga kl. 2—9 e. h. I
nema á laugardögum verður:
hún opin frá kl. 9 árdegis til
kl. 9 að kvöldi. Seinna getur
komið til mála, að koma á sér-
stökum kvennatímum á morgn-
ana, en fullráðið er það ekki
ennþá.
Hvert bað kostar 20 krónur
fyrir einstakling, en nudd —
ef þess er óskað, er selt sér-
staklega.
Gufubaðstofan var opnuð kl.
2 í dag, og er gengið í hana
frá Hjarðarhaga. Þeir sem óska,
geta fengið handklæði leigð.
lagsborgara til að njóta
hressandi dvalar í heil-
næmu umhverfi á næsta
sumri.
Háskólafyrirlestrar
um trúarefni.
Dr. Steplien C. Neill, biskup,
flytur tvo opinbera fyrirlestra
á vegum Guðfræðidcildar Há-
skólans á morgun, fimmtudag- l
inn 12. þ. m.
Hann er mjög framarlega í
kirkjulegu alþjóðasamstarfi og j
kunnur rithöfundur og fyrir-
lesari. Fyrir nokkrum árum
kom hann sem snöggvast hing-
að til lands og eru ýmsir hér
kunnugir honum síðan. Hann
er góður vinur íslands.
Fyrirlestra sína flytur hann
í 5. kennslustofu Háskólans.
Fjallar annar um boðun krist-
innar trúar (The Preaching of
the Gospel in the Modern
World), hinn um kristna ein-
ingarstarfsemi og þróun henn-
ar á næstliðnum árum (Recent
Developments in the Move-
ment for Christian Unity).
Fyrri fyrirlesturinn verður
fluttur kl. 10 árdegis, hinn síð-
ari kl. 11,15 og er öllum heim-
ilt að sækja þá.
Enn um saltið á
götunum.
Einn af góðkunningjum Vísis
hefur tekið sér penna í hönd og
skrifað „Bergmáli" eftirfarandi:
„Bergmál“ hefur — eins og
reyndar fleiri áhyggjur af
saltinu, sem stráð er á göturnar.
Er það að vonum. Eg átti þess
kost haustið 1955 (3/10) að heim
sækja bæjarverkfræðinginn í
City of University Heights, Cle-
veland, Ohio, Bandaríkjunum,.
en þar var það einmitt á dag-
skrá að bæta efni í salt, sem
stráð er á göturnar. Efnið átti
að hafa þau áhrif, að saltið*
skemmdi ekki hjólbarða eða
örvaði ryðmyndun. Einhverjum
góðúm mönnum sýndi ég plögg
, upp á þetta, eftir að heim kom,.
og ekki virtist kostnaður við
iþetta mikill. Bæjarverkfræðing-
jurinn þarna í fyrrnefndum bær
heitir (Mr.) H. P. Peterson (City
engineer), borgarstjórinn, er þá
var (mayor) Earl A. Aureliusr
en einn af bæjarfulltrúunum
(councillman) dr. Harru Osbornr
mjög hjálpsamur maður. Væri
nú ekki ráð, að skrifa þessum
góðu mönnum og spyrjast nán-
ara fyrir um efnið og reynzluna
vestra. Nafninu á efninu hef ég
gleymt. — Á. Bj.“
Binox.
t tilefni af þessu bréfi skal
minnt á, að fyrir nokkrum dög-
um (6/2) febrúar birtist fróðleg
grein á tæknisíðu Visis, „Bif-
reiðarnar og saltið á götunum“r
og sjálfsagt er það hún, sem
hefur minnt Á. Bj. á heimsókn
þá, sem hann ræðir um í bréfi
sínu. 1 Vísisgréininni er nefnt
efnið Binox, sem má blanda í
salt með þeim árangri, að það
skemmi þá ekki málma. Tekið
var fram, að efnið væri tiltölu-
lega ódýrt, að forráðamenn hér
hafi fyrir alllöngu komið auga á
nytsemi þess, og gert ráðstaf-
anir til að afla þess, en verið
neitað um gjaldeyri til þess.
Ekki skal neitt um það sagtr
hvort þetta er hið sama efni og
notað er í Cleveland. Það er
sjálfsagt vel þess vert, að at-
huga það líka, en aðalatriðið err
að það verði ekki framvegis lát-
ið stranda á gjaldeyrisleyfi, íkI
nauðsynleg efni af þessu tagi
fáist til landsins.
Sparnaður.
Sennilega er hér ekki um nein-
ar stórupphæðir að ræða, svo a$
gjaldeyrisstaðan við útlönd ættí
ekki að versna stórum, þótt leyfí
væri veitt. Svo mætti kannske
lika líta á þá lilið málsins, að
af þessu leiddi talsverðan sparn-
að fyrir bifreiðaeigendur; þar
sem biifreiðir yrðu þá ekki fyrir
skemmdum af völdum saltsins.
Fyrirspurn.
Einn af lesendum Vísis hefur
spurt fyrir um, hvort efni það,
sem blandað er í salíið, geri það
aðeins óskaðlegt málmum, og
benti hann á, að saltið skemmí
einnig skófatnað og föt manna.
Þessari fyrirspurn getur „Berg-
mál" ekki svarað öðru vísi en-
svo, að ekki eru aðrar upplýsing
ar fyrir hendi, eins og er, um
kosti efnisins, en fram komu í
tæknisíðugrein Vísis.
Nærfatnaður
karlmanna
og drengja
fyrirliggjandi
L.H.MÍÍLLER