Vísir - 13.02.1959, Blaðsíða 10
10
• manae&Mrtfixa! *»■«» .«
Vf ^IK
Föstudaginn 13. febrúar 1953-
•> 1
M* *W
heit
SKALDSAGA EFTIR MARY ESSEX
Þegar Hugh sagði að nú yrði Candy að reyna, flýtti hún sér
að leggja spilapeningana á sama númerið og konan hinumeg-
inn hafði gert.
— Það var ekki vitlaust, hvíslaði Hugh, — maður á aö elta þá
sem eru í heppni, er. sagt. Nú skulum við sjá til.
Candy vann.
Henni öx mjög hugur við að vinna við fyrstu tilraun. Hún
sópaði að sér vinningnum og fór smásajnan að skilja hvað spila-
ííkn er. Það var spenningin — maður var fljótur að tapa, en ef
maður vann á annað borð, var ofur auðvelt að hugsa sér aö
halda áfram. Það fannst henni núna, þó hún vseri nýbúin að
segja að hún vildi ekki eyða peningum í annan eins hégóma.
Hún taldi elcki peningana sem hún tók við, en henni sýndist
þetta vera álitleg fúlga. Hún lagði undir aftur og vann enn.
Eitt spil enn — og nú tapaði hún.
— Það skiptir engu máli, sagði Hugh. — Leggið tvcfalt undir
næst. Og ef þér vinnið þá, hafið þér unnið upp tapið.
Hún gerði eins og hann sagði og vann. — Eg held að eg sé orð-
in stórrík! sagði hún uppvæg.
— Þetta er ekki eins mikið og það sýndist. Kringum fimmtán
pund, gizka eg á. Hvað ætlið þér nú að gera?
— Haldið þér að eg sé i heppni í kvöld?
— Það er svo að sjá, sagði hann. — Væri eg í yöar sporum
mundi eg ekki fara frá spilaborðinu strax. Stingið nokkru af
peningunum í töskuna yðar og takið þá ekki upp aftur. Spilið
þér um afganginn.
Þetta virtist skynsamlegt og hún fór að ráðinu.
Næsta klukkutímann skiptist tap og vinningur á. Þetta gekk
svo fljótt að Candy átti erfitt með að fylgjast með, en þegar hún
athugaöi fjárhaginn næst hafði hún kringum tíu pund í vinn-
ing. Hún :.fcakk helmingnum í töskuna en lagði hitt undir. Það
var notaleg tilhugsun að geta sent svolítið af peningum til
London á morgun — en það nefndi hún ekki við Hugh. Hann
mundi ekki geta skiliö hve mikils virði fimm pund voru í litlu
íbúðinni hennar móður hennar.
Þao var komið yfir miðnætti en Candy hugsaði ekkert um það,
hún skemrnti sér ágætlega — og græddi meira að segja peninga
á því' Hún hafði grætt 30 pund þegar Hugh sagði við hana:
— Nú finnst mér að þér ættuð að reyna við eitt af stærri borð-
unum.
— Er ekki nógu gott hérna?, Það er hérna sem eg hef verið í
heppninni, sagði Candy.
— Rétt er það að vísu, en nú ættuð þér að reyna þar sem
meira er lagt undir — þar getið þér líka fengið stærri vinning.
Það er alls ekki víst að það sé hyggilegt, ,en við verðurn nú samt
að reyna. Komið þér!
Hún elti hann, hún hafði vanist að treysta á hugboð hans.
Á leiðinni milli borðanna brosti hún til hans: — Aldrei hafði
mér dottið í hug að Monte Carlo væri svona! Eg var sannfærð
um að eg mundi fá óbeit á spilum æfilangt, ef eg kæmi hingað.
— Ef maður hleypur ekki á sig er Monte Carlo alls ekki eins
hættulegur staður og orð er á gert.
— Og eg hafði ekki haldið heldur, að þér væruð svona, álpaö-
ist upp úr henni.
Hann tók fastar um handlegginn á henni, en brosti samt.
Eg skil vel hvað þér eigið við. Þér hafiö séð mig í tveimur mynd-
um. Þér hafið séð mig starfandi í réttinum, og nú sem óbreyttan
einstakling' hérna. Hérna gét eg leyft niér að vera eins og eg í
raun réttri er.
— Það er kannske svo, já.
Hann hélt áfram: -— Candy, ég er yður verulega þakklátur fyrir
allt sem þér gerið fyrir hana Diönu, og mér þykir líka vænt um
að skoðun yðar á mér er smátt og smátt að breytast.
Hún stamaði: — Eg veit að þetta er mál, sem okkur kom saman
um að minnast sem minnst á, en eg get ómögulega skilið, að þér
skylduð geta orðið lögfræðingur.
— Sannast að segja skil eg það stundum ekki sjálfur, Candy.
Þau voi’u komin að einu stóra borðinu þar sem glitraði á gim-
steina samkvæmisklæddra hefðarfrúa og karlmennirnir voru
allir kjólklæddir. Þau héldu sig bak við fólkið og horfðu á spilið.
Og eftir dálitla stund settust þau.
Þau sáu að fólk tapaði og græddi án þess að bregða svip. Hugh
lagði undir lægstu upphæðina sem leyfð var, og tapaði. Svo
gerði Candy eins — og vann. Hún fann til sín þegar allir horfðu
á hana meðan hún var að taka við vinningnum.
Henni fannst einhver ákveðin augu stara á sig í sífeliu, og leit
yfir borðið. Þar sat maður.
Á næsta augnabliki hafði hún staðið upp. Þetta var ekki satt!
Það hlaut að vera draumur. Hún lokaði augunum snöggvast og
opnaði þau hægt aftur. Maðurinn hafði staðið upp.
Það var Colin Cameron.
Margar beiskar nætur hafði Candy legið andvaka og verið að
hugsa um hvað hún ætti að gera ef hún sæi Colin aftur.
Hún ætlaði að hlaupa til hans, hún ætlaði að biðja hann um
að fyrirgefa allt það illa, sem hún hafði gert honum. Hún ætlaði
að grátbæna hann um að taka sig i sátt aftur. Hún hafði leynda
von um að kannske elskaði hann hana þrátt fyrir allt og mundi
fyrirgefa allt það liðna og byrja á nýjan leik.
Nú var augnablikið þá komið. Hún stóð augliti til augliti við
Colin í spilabankanum í Monte Carlo, en hún hafði ekki hug-
mynd um hvaða tök hún ætti að hafa á þessu. Hún stóð þarna
í fallega undrakjólnum og hafði grætt 25 pund og vissi að hún
sómdi sér vel þarna sem hún stóð. Hún studdi lófanum ofan á
vinninginn, en hafði ekki dregið höndina að sér þegar banka-
vörðurinn kallaði.
„Mesdames et Messieurs, faites vos jeaux.“
Candy horfði á Colin, hún gleymdi öllu öðru, það var eins og
þau tvö væru einu manneskjurnar í veröldinni. Hún studdi enn
hendinni á borðið, hún trúði varla að' þetta væri satt.
Svo kom hann hennar megin við borðið. Hugh hafði ekki séð
hver maðurinn var, því að hann var að telja gróða Candy og
skipta honum í tvennt, eins og þau höfðu gert síðan Candy fór
að græða.
„Mesdames et Messieurs, faites vos jeaux!“
Nú stóð Colin hjá henni, hún dró andann í stuttum kippum,
Það var líkast og hjartað hlypi yfir annað hvert slag.
Þetta var augnablikiö sem hún hafði þráð og óskað svo mjög
— en hún hafði aldrei þorað að vona að það mundi koma. — Colin
er kominn aftur! hljomaði í hjarta hennar — kannske Colin
verði þinn áður en lýkur....
Hún hafði tekið eftir augnaráði hans, þessi maður sem hún
þekkti svo vel gat ekki leynt því fyrir henni að hann gladdist
þessum óvænta samfundi.
Hún þurfti ekki annað en líta til hliðar. Colin stóð lijá henni.
— Candy, þetta var óvænt. Óvænt ánægja!
— Finnst þér það? Hún stóð á öndinni. — Eg hef átt heima
hérna skammt frá núna um tírna.
— Eg er hérna á snöggri ferð — hann gaut augunum og sá
bakið á Hugh. — Eg varð óneitnalega hissa aö sjá þig hérna, —
og með honum....
Hugh heyrpi þetta og leit vi'ð. — Hvaö er þetta? — Þér hérna,
— Jackson!
Þó að Colin hefði séð áöur hverjum Candy var með, gat hann
ekki leynt því hve forviöa hann var. — Eg hafði sannarlega ekki
búist við að sjá yöur hérna — og með Candy!
Hugh Jackson svaraði rólega: — Candy á heima hérna syðra
4
KVÖLDVÖKUNNI
E. R. Burroughs
- TARZAW -
2823
Sue French snökti: „Þetta
var hræðilegt — en við höf-
um þá hvort annað, Jón“.
„Komdu þér í burtu, hrópaði
Jón. „Ó, sei, sei, það er
naumast við erum við-
kvæm,“ hreytti ieikkonan
út úr sér. „Er ekkí bezt að
við ljúkum við kvikmynd-
ina?“
Maggie og Jock höfðu „spáss-
erað“ saman um tuttugu ára
skeið — genið út saman héi'
unj bil á hverju kveldi.
Maggie liafði vænzt þess'
næstum fimmtán ár, að Jock
myndi biðja hennar, en hánn
( hafði aldrei gert það. Svo þeg-
ar hlaupár kom hugsaði hún
1 sér að taka málið í sínar eigiix
hendur. Hún hcrti upp huganit
og sagði:
„Jock, heyrðu, veiztu það, að
eg hefi verið að hugsa um okk-
ur. Eg held við ættum að giít-
ast.“
„Já Maggie! Þetta er ágæt
hugmynd. En hver-jum eiguna
við að giftast?“
★ i
I smábæ einum var lyfsali,
sem var mjög óvinsæll af
börnum. Einn dag fékk móðir
í þorpinu syni sínum Willie
shiliing og penny og átti hann
að fá meðalaglas fyllt aftur.
Hann hitti nokkra af félögunx
sínum fyrir utan og þeir urða
ásáttir um að hafa peninga af
lyfsalanum. Willie fór einn inn^
beið þangað til honum var
fengið glasið, henti aðeins
penny á búðarborðið- og stökk
út. i
Samsærismennirnir biðu fyr-
ir utan og hugsuðu sér að
kaupa gott — heldur en ekki —
fyrir peningana.
Lyfsalinn kom út og sam-
særismennirnir heilsuðu hon-
um með háum hrópum. En
hann hélt upp hendinin með
einum penny í og sagði: „Ha,
ha, ha! Eg græð-i samt hálfan
penny!“
Prestur einn fékk þrjár
flöskur af kampavíni í nýjárs-
gjöf og fékk ráðskonu sinni
þær til geymslu.
Nokkrum vikum síðar ætlaði
hann að hafa nokkra vini til
kvölds og bað ráðskonuna að
koma með flösku af kampavíni.
„Kampavíni, herra?“ spurSi
hún.
„Já, munið þér ekki eftir
þrem flöskum, sem eg fékk yð-
ur fyrir þrem vikum?“
„Var það kampavín?“ sagði
ráðskonan. „Hamingjan góða.
Eg hélt að það væri bjór og eg"
hafði hann út á grautinn minn.
Og eg var alveg hissa á því
hvað eg var í góðu skapi að
morgni ‘dags.“
★
Ef dæma skal eftir þessári
sögu, sem Bryce lávarður sagði
með ánægju, þekkti hann Skota
eins vel og hann þekkti Am-
eríkumenn.
Það var í Aberdeen ágætur
maður, sem bauð góða nótt
vini sínum nokkuð snemma
Þeir sátu við borð og röbbuðu
og það var eitthvað á borðinu
milli þeirra. Hann stóð upp og
klukkan var ekki tíu. Vinurinn
sagði: „Hvað er þetta Sandy.
Klukkan er ekki tíu enn. Þetta
er enginn tími til heimferðar.“
„Já,“ sagði Sandy, eg efa
það ekki, að klukkan sé ekki
tíu ennþá. En eg hefi tekið eft-
ir því, þegar eg hefi verið í
heimsókn í öðrum húsum, að
eg er ekki vel kunnugur stig-
anum.“