Vísir - 13.02.1959, Blaðsíða 4

Vísir - 13.02.1959, Blaðsíða 4
1 VÍSIR Föstudaginn 13. f«brúar 195ð ISTA DG HEILBRIGGI Hvíti kynsto þolir illa ku Villtar þjóðir geta þolað miklu meiri kulda. Rannsóknir hafa leitt í ljós, að hvíti maðurinn sefur ekki né hvílist við lægra hitastig nakinn, en 26 st. hita á C. Vísindamenn segja að þetta hitamark virðist vera svipað og hjá villtum dýrum í hitabelt- inu. Á hinn bóginn eru til villtar þjóðir, sem þola miklu lægra hitastig án þess að það trufli svefnró þeirra eða hvíld. Er þar m. a. átt við Indíánana á syðsta odda Suður-Ameríku og frumbyggja Ástralíu. Þessir villimenn ganga naktir í snjó og slyddu og kvarta aldrei undan vondu veðri. Áður en hinir hvítu húsbændur villi- mar.nanna í Ástralíu ráku þá til að klæðast fötum, sváfu þeir naktir á jörðunni, þótt hita- stig væri' undir frostmarki. Þeir sváfu djúpum svefni og hvíldust. Þetta er hægt að skýra, Vísindamenn skýra þetta með aðlögunarhæfni mannsinsi og geta bent á mörg dæmi til skýringar. Hinn norski vísindamaður dr. P. F. Scholander í Osló hef- ir gert margskonar tilraunir á þessu sviði. Menn hafa dregið þær álykt- anir, að hvitu mennirnir hafi litla aðlögunarhæfileika, en dr. Scholander er á annari skoð- Un. — Hann fékk átta stúdenta við Oslóarháskóla til að gera til- raunir á þessu sviði. Þeir fóru upp í háfjöll í Noregi, þar sem hitastigið var undir frost- marki og gerðu tilraun með að sofa þar naktir undir berum himni. Þeir fengu að vísu að liggja í þunnum, léttum svefnpokum og hver um sig hafði létt, þunnt teppi eða á- breiðu í pokánum hjá sér. Þetta- var gert til þess að hafa hemil á kuldanum en þó ekki svo, að aðlögunarhæfin nyti sín ekki. Fyrstu næturnar urðu stú— dentarnir að mestu að ráfa um skjálfandi af kulda og nutu ekki svefns að ráði, en brátt fóru þeir að venjast kuldan- um og loks sváfu þeir svefni hinna réttlátu þrátt fyrir kuld- ann og hinn lélega aðbúnað. Þeir svörtu sváfu. Loks fór dr. Scholander til Ástralíu og gerði tilraunir á frumbyggjunum þar, sem van- ir voru að sofa naktir á jörð- inni. Hann fékk þá til að halda sér við sínar gömlu venjur, en þó með þeirri undantekningu, að skríða niður í svefnpoka. Scholander og félagar hans gerðu slíkt hið. sama, lágu naktir í svefnpoka að nótt- unni. Hitastigið var aðeins undir frostmarki. ,,Við skulfum og urðum að vera á reiki mest alla nóttina og biðum þess að sólin kæmi upp. _ Ástralíumennrnir lágu hreyfingarlausir, hrutu og steinsváfu,“ segir Scholander. Allt þetta sýnir að hvíti mað- urinn hefir vanizt á visst hitastig og notar fatnað og annan útbúnað til þess að verða ekki fyrir miklum hita- sveiflum. Það ætti því engan að undra, þótt hann þoli ekki mikinn kulda þegar hann er nakinn. í fyBgsnum hugans. IS’íBts bb sófi tt ir ík sjóiéhverf- ÍBstjtsBBB tpg h viSisii sgnjj™ BBWBBMB3B• Kvefið var í farangriiuim. Það hefur löngum verið haft fyrir satt, að kvefsýkill- inn þrífist ekki í heimskauta- héruðunum, en brezkir leið- angitrsmenn, sém eru fyrir skemmstu komnir heim frá Suðurskautslandinu, hafa aðra sögu að segja. Þeir voru oft sárþjáðir af kvefi. Halda þeir, að sýkillinn hafi búið um sig í farangri þeirra heima í Bretlandi og fengið ,fría ferð“ suður eftir — og vaknað þar til „dáða“. „Eg sé undurfagurt sólarlag. Eg sé stórt stöðuvatn . . . það er hópur Indíána á ströndinni fyrir handan vatnið .... þeir eru með fjaðráskraut á höfð- inú.“ „Þarna er einhver skepna afar löng og mjó með marga fætur. Hún er að skríða .... nú kemur hún aftan að mér.“ Þó að þessar lýsingar bendi til þess, að um óráðshjal sé að ræða, þá höfum við þær eftir fullkomlega heilbrigðum mönnum. Það var í Washing- ton fyrir nokkrum vikum, á ráðstefnu American Associa- tion for the Advancement of Science: Umræðuefnið var hvik- skynjanir, sérstakega þær, sem framkallaðar eru hjá heil- brigðlu fólki með lyfjum (t. d. mescalíni), svefnleysi, ein- angrun, eða á annan óvenju- legan hátt. ; Sá, sem gaf lýsingar þær, ^sem grein þessi hefst á, var jsjálfboðaliði frá Harvard Me- I jlokaður inni jeinangrun í 36 dical School, sem hafði verið í klefa í algerri í 36 klst. Þetta er . þó aðeins sýnishorn af þeim hvikskyn j unum, sem menn verða fyrir af ýmsu morsökum. Þotuflugmenn, sem verða að þola þau ógnarátök, sem því eru samfara að berjast í gegnum hljóðmúrinn, verða t. d. fyrir undarlegum áhrfium, enda þótt hægar sé farið. Rannsóknir vísindamanna á sjónhverfingum eða hvik- skynjunum heilbrigðra manna hafa vakið mikla athygli, því að gert er ráð fyrir, að nokk- uð megi af þeim læra og að þær kunni að bregða ljósi yfir starfsemi hugans, bæði hjá heilbrgðum mönnum og hug- sjúkum. Talið er að ráða megi þá dul, sem hvílir yfir geðveik- inni, ef hægt er að framkalla geð- eða skynjunartruflanir hjá heilbrigðum mönnum um stundarsakir og rannsaka þær með hjálp hins truflaða en heilbrigða manns. Nýlar andEítsiih'far handa skurðlæknnm. Þær munu útrýma grisjugrímunúm. Grisjugríman, sem skurð- lœknar haja hingaS til notaS viS uppskurSi, mun bráSlega verða úr sögunni. Læknar tveir í Minneapolis í Bandaríkjunum hafa fundið upp nýja gerð af andlitshlífum fýrir skurðlækna. Eru þær úr gúmplasti og er talið að þær séu svo þéttar, að veirur eða aðrar sóttkveikjur geti varla smogið í gegnum þær. Þó munu þær ekki vera óþægilegri fyrir lækninn en hinar gamaldags grisjugrímur. Grisjugríman er það óþétt samanborið við gúmplastgrím- una, að í gegnum hana smjúga 120 sinnum fleiri sýklar heldur en í gegnum gúmplastgrímuna. í General Hospital, þar sem læknar þeir starfa, sem fundu upp gúmplastgrímuna, hafði brotizt út allt að því fár á með- al sjúklinga, sem teknir voru til uppskurðar þar. Smituðust all Imargir og var staphylococ- cus sýkli kennt um. Þá var það, sem læknarnir hófust handa um endurbætur á grímunni, og hef- ur þetta gefið það góða raun, að nú hafa ekki smitast nema 2 af hundraði. Hægt er að þvo nýju grím- una og fæst hún í ýmsum stærð- um — bæði fyrir karla og konur. Þessar grímur fást nú víðs- vegar um Bandaríkin og eru framleiddar af Phelan Manu- facturing Company í Minneat polis. í Yfirlæknirinn á General Hospital, dr. Hitchocock, ætl« ast til að allir þeir, sem í skurð- stofunum starfa, beri grímu, bæði læknar, hjúkrunarkonurs aðstoðarmenn og nemendur. j Plastgrímur hafa verið bún« ar til áður, en ekki reynzt vel, og verið óþægilegar. GrímurnaP,- þurfa auðvitað að vera þægileg« ar fyrir læknana, sem stund« um þurfa að vera allt að átta! tíma með þær á skurðstofunum. Tilraunir með ýmsar gerðir1! af grímum sýndu, að 145 teg« undir af sýklum smugu í gegn« um einfalda grisjugrímu á fiínrrí mínútum, 43 tegundir í gegnumí. tvöfalda grisjugrímu, en aðeins 1,2 í gegnum gúmplastgiúmunai að meðaltali. i KvslastíHandi lyf, sem tekur öðrum fram. Það cr ialið bclra en inorfín. Þaö var nýlega tilkynnt op-og vilja halda áfram að nóta inberlega í Waslúngton, að tek- izt hefði að búa til nýtt, kvala- stillandi lyf, sem tœki fram öllum kvalastillandi lyfjum, en þó liefur þaS veriS notaS viS yfir 200 sjúklinga. Sérfræðingar fullyrða, að lyf þetta taki morfíni fram sem kvalastillandi meðal, en auk þess hafi það þann kost, að menn venjist ekki á það þannig, að þeir hallist til eiturlyfjanotk- unar, þótt þeim sé gefið það um lengri tíma. Lyfið er táknað með einkenn- ismerkinu NIH 7519. Það er tíu sinnum áhrifameira en morfín og fimmtíu sinnum áhrifameira en codeine. Tilkynning þessi hefur vakið mikla athygli, ekki sízt þar sem talsmaður hins opinbera telur, að hér sé um mikinn sigur læknavísindanna að ræða. Það var Mr. Flemming, yfirmaður Health, Education and Welfare, sem birti tilkynningu þessa þ. 13. jan. s.l., og lét hann jafn- framt í ljós, að hann teldi upp- götvun þessa mjög mikilvæga. Eins og kunnugt er, stafar mikil hætta af notkun morfíns, vegna þess að menn venjast því það sem nautnalyf. Morfín er unnið úr ópíum og vegna þeirra hafta, sem víða eru á fram- leiðslu eða réttara sagt á rækt- un ópíumjurta, er orðinn skort- ur á lyfinu. Víða um lönd er farið að banna ræktun ópíum- Nýtt geðstfílilyf. Það hefir áhrif við ýmsa geðsjúkdóma, í s.I. mánuði var gefin út til- kyiuiing lun nýtt Iyf, sem fram- leitt hefur verið hjá Síiuibb ogj' kallast Siquil. ( Lyf þetta hefur verið reynt víða um lönd, bæði vestan hafg: og austan, aðallega á taugaveikF uðum eða geðveikum mönnumf með undraverðum árangri. S Lyfið heitir á fagmálinit triflupromazine hydrochlorida- og er talið að það hafi ekki þait óæskilegu áhrif, sem flest lyfl annars hafa, sem reynd hafaj verið við geðveikisjúklinga. í Brezkir læknar, sem hafa not— að lyfið við geðveika, segja að það hafi borið undraverðan ár- angur. Menn, sem hafa neitað! að vinna, tala eða hafa sam- neyti við fólk mánuðum eða ár- um saman hafi orðið vingjarn- legir, farið að starfa og veriö jurtarinnar til þess að hamla á móti eiturlyfjanotkun og mis-J hín‘r samvinnuþýðustu. Jafnvel: notkun lyfjanna. Iran og Afg- geðklofar haía lækngzt. Einit hanistan hafa takmarkað rækt-J slíkur sjúklingur, sem hafði ver- un ópíumjurta til þess að vinnaj lð nlu ar á sjúkrahúsi í Kanada1. á móti ólöglegri sölu á eitur- ®af farlð heim eftir að honunt. lyfjum. Tyrkland og Indland var Seflð Siquil. eru nú einu löndin, þar sem ræktun ópíums fer fram undir eftirliti og eingöngu með lyfja- framleiðslu fyrir augum. Það liggur í augum uppi, hve mikilvægt það er, ef nú tekst að búa til gervilyf, sem komið getur í stað eiturlyfjanna sem kvalastillandi lyf, án þess að hafa um leið ókosti þeirra. Rockefeller-stofnunin í New York hefir tilkynnt nýtt framlag til stuðnings háskólum ,og öðrum vís- indastofnunum erlendis og eru það alls 3 millj. dollara, sem nú koma til útlilutun- ar. Siquil hefur einnig reynzt á- hrifaríkt við delirium tremens og öðrum hvikskynjunum, sent stafa af ofnautn áfengis. Þá hef- ur það reynst vel við uppköst- um, sem stafa af taugabilun. ítalskir læknar segjast hafá notað það með góðum árangri við geðveika, sem þurfti að róa, og þurfti ekki að nota stórá skammta. Svipaðar fregnir ber- ast frá læknum í Berlin, Þýzka- landi, Grikklandi, Spáni, Tyrk- landi, og SuðurAfriku. 1 Banda- ríkjunum var það notað á sjúkræ húsi einu við sjúklinga, sent: voru frá 65 til 91 árs gamlir og reyndist vel til að róa þá, sem- liðu af eirðarleysi og taugaæs- ingí- ulé

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.