Vísir - 13.02.1959, Blaðsíða 1
12
síður
12
síður
49. árg.
Föstudaginn 13. febrúar 1959
3S. tbl.
Bryggjan í Þorlákshöfn var
í kafi í óveðrinu í gær.
íslelfi bjargað frá ai reka upp.
Frá fréttaritara Vísis.
Selfossi i morgun.
Frátt fyrir suðaustan fárviðri
varð ekkert tjón af völdum veð-
ursins hér austanfjaUs. Þó mun-
aði minnstu að vélbátinn ísleif
ræki upp í Forlákshöfn og það
var aðeins fyrir harðfylgl skip-
verja að bátnum varð bjargað.
Þorlákshafnarbátar reru í fyrri-
nótt en komu snemma aftur úr
róðri og var gengið frá bátun-
um eins og venjulega. Storminn
herti stöðugt er á daginn leið og
fylgdi honum mikið flóð. Á suð-
austan stendur beint inn í Þor-
lákshöfn, og er það langversta
áttin hér. Bátarnir dönsuðu við
bólfærin og bryggjan hvarf í
hafrótið og kom ekki upp úr
klukkustundum saman og braut
þá á henni eins og blindskeri.
Þegar veðrið stóð sem hæst tóku
menn eftir því að Isleifur hafði
brugðið sér á kreik og var ekki
annað að sjá en að hann ætlaði
upp. Brugðu þeir Svavar Karls-
son og menn hans skjótt við og
Þorpift yfirgefna
Svissar bíða í
ofvæni.
í f jallaþorpi í Sviss um 225
Mlómetrum austur af Genf,
er nú mikil snjóflóðahætta.
Feikna snjódyngja er þar
efra í hlíðunum og talið lík-
legt, að hún velti niður hlíð-
ina, þar sem þorpið er, þegar
fer að hlýna, og sópi því með
sér, eða það grafist undir þvi.
Hafa allir þorpsbúar, um 200
talsins, nú flúið með allan
kvikfénað sinn, eru engir i
þorpinu nema nokkrir þraut-
þjálfaðir fjallamenn, sem
eru þar á verði, til að gefa
gætur að öllu. Fregnir frá
Sviss herma, að öll þjóðin
bíði „spennt' frétta um þetta.
H&osseln fer fil
iretlands.
Hussein Jordaniukonungur er
væntanlegur til Bretlands.
Hann mun koma þangað
innan skamms og dveljast
vikutíma í landinu. Þetta er
einkaheimsókn og hefur ekkert
verið látið uppi um erindi
konungs.
299 líflátnir á Kúbu.
Fimm lögreglumenn voru tefcn
ir af lífi á Kúbu.
Þeir höfðu verið dæmdir til
lífláts fyrir að drepa nokkra
stúdenta. — Tala þeirra, sem
teknir hafa verið af lífi, er nú
.komin upp í 299.
brutust út í bátinn. Kom þá í
ljós, að ísleifur var ekki laus
heldur hafði hann togað það
sterklega í bólfærið, að hann
hafði dregið það tiL Tókst að
ganga örugglega frá bátnum.
I morgun reru Þorlákshafnar-
bátar aftur.
Hsaníbal keitndl
Hermamii em.
Frá fréttaritara-Vísis. —
ísafirði í gær.
Alþýðubandalagið hélt stjórn-
málafund hér í gœrkveldi.
Frummælandi var Hannibal
Valdemarsson. Sagði hann frá
slitum vinstri stjórnarinnar og
komið hefði verið nokkuð á leið,
að hún gengi aftur. Hannibal
kenndi Hermanni Jónassyni um
fall vinstri stjórnarinnar og
andmælti efnahagsaðgerðum
ríkíkisst j órnarinnar.
Auk Hannibals töluðu Krist-
ján Guðjónsson, Guðmundur
Guðjónsson, Guðmundur B. Al-
bertsson og Jón Jóhannsson.
Fundinn sóttu að sögn 70—
80 manns. — Arn.
Norræn blöð gegn
heimsókn Krúsévs.
Blöð á Norðurlöndum gagn-
rýna boð forsætisráðherra Norð-
urlanda til Krúsévs, að koma í
heimsókn til Norðiu’landa.
1 Morgenbladet norska segir,
að það sé vitanlega einkamál
hverrar þjóðarinnar um sig,
hvort slíkt boð sé gert, og Ger-
hardssen hefði átt að leita álits
Stórþingsins. Blaðið segir Norð-
menn ekki hafa gleymt Ung-
verjalandi. — Svipuð gagnrýni
hefur komið fram í sænskum
blöðum.
Hussein Jórdaníukonungur
hefir Bandaríkjaför í huga;
e. t. v. fer hann þangað í
næsta mánuði.
Þessi óvanalega mynd af rebba, þar sem hann stendur á vatnsbakka og horfir löngunarfullxmi
augun á villiendurnar, sem gæta sín að vera hæfilega fjarri honum, var tekin í skemmtigarði
í Stokkhólmi, þar sem Stokkhólmsbúar koma daglega til þess að gefa öndunum, og menn eiga
á dauða sínum von frekar en að mæta refum, en það gerðist nú samt í vetur, að tveggja refa
varð vart í garðinum. Vafalaust hefur sulturinn rekið bá þangað.
Víðtæk leit að Julá hefir
ekki borið árangur ennþá
Fedíir hefir heMur Itegt
tí leiiarsvtedinu*
Þar gengur á með éljum og er
bjart á milli.
í gær var haldið áfram leit-
inni að togaranum Júlí. Sam-
kvæmt upplýsingum Slysa-
varnafélagsins var leitað á 30
þúsund fermíla svæði af flug-
vélum og skipum, en leitin bar
engan árangur.
Leitarskilyrði voru slæm,
skyggni aðeins um íjórar míl-
ur og veður risjótt. Átta flug-
vélar tóku þátt í leitinni. Lögðu
þær upp frá Halifax,- Af þeim
voru fimm frá Kanada og þrjár
bandarískar. í morgun var leit-
inni haldið áfram. Samkvæmt
upplýsingum frá veðurskipum
á þessum slóðum var veðrið
heldur hægara á þessum slóð-
j um, 6 til 7 vindstig og 7 stiga
frost. Að sögn flugmannanna
voru mörg skip á leitarsvæðinu.
Slysavarnafélagið hefur snú-
ið sér til sendiráðs Ráðstjórnar-
ríkjanna í Reykjavík og beðið
um að tvö rússnesk verksmiðju-
skip, sem eru stödd við Ný-
fundnaland tækju þátt í leit-
inni.
ísienzku togararnir munu nú
flestir vera á heimleið og eru
fyrstu togararnir sem voru á
miðunum í fáviðrinu væntan-
legir heim um helgina.
í gærdag fór flugvél frá
varnarliðinu á Keflavíkurflug-
velli til Nýfundnalands til að
taka þátt í leitinni. Er þetta
þriðja flugvélin sem .fer þaðan
í leitina. Flugvél þessi er búin
mjög nákvæmum leitartækjum.
Furðusaga úr fárviðri:
Bíllinn fauk og lenfi á hvolfi, og jiá
bundu menn hann bara rammlega.
Borgarnesi í morgun.
Vatnsleiðsla Borgarnesinga,
sem liggur ofan úr Hafnarfjalli
og yfir Borgarfjörð þveran,
komst loks i lag í byrjun þess-
arar viku eftir langa bilun.
í frostunum í janúarmánuði
fraus í leiðslunum úti á leirun-
um í sunnanveðrðum firðinum,
og varð Borgarnesþorp þá með
ölluvatnslaust í nokkurarvikur.
| I langvarandi kláloim að und-
I anförnu losnaði imi klakann í
leiðslunum og þá kom jafnframt
í i ljós að þær . höfðu rifnað á
nokkru svæði um 800 metra frá
landi — þ. e. suðurbakka fjarð-
arins. Var kafari fenginn frá
Vélsmiðjunni Hamri 5 Keykjavik
t$l þess að annast viðgerðir á
leiðslunum og síðastliðinn mánu
, dag voru þær komnar í lag og
Borgnesingar búnir að fá vatn
að nýju.
I gær var hvassviðri mikið í
Borgarnesi og þá skeði sá at-
burður í einni vindkviðunni, að
bíll, sem stóð uppi á hæð i þorp
inu tókst á loft og hvolfdi. Urðu
menn að grípa til þess ráðs að
binda bílinn niður, þar sem hann
var kominn unz lygndi.
Nær 30 mm.
úrkoma á 24
stundum.
Urkoman í gær var mjög
mikil, en þó ekki metúr-
koma. Frá kl. 8 í gærmorg-
un til kl. 5 síðdegis mældist
hún 18.5 mm, en frá 5 síð-
degis í gær til kl. 8 í morg-
un 10.7 mm, alls 29.2 mm á
sólarhringnum.
Horfur eru á suðaustan
kalda og éljum í kvöld, en í
nótt suðaustan stormi með
rigningu, er líður á nóttina.
I morgun var S 3 og 0 stig í
Reykjavík.
Var þá hæg vestlæg átt
víða um land og hiti 0—4
stig, en allhvasst og rigning.