Vísir - 21.02.1959, Síða 4
4
!
Laugardaginn 21./ febrúar 1950
VÍSIR
DAGBLAÐ
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIE H.F.
Víslr kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
Ritstjórl og ábyrgðarmaður: Hersteinn Fálsson.
Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Ritstjófnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00,
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: (11660 (fimm línur)
Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuöi,
kr. 2.00 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðjan hl.
Sýnuni
Það eru mörg ár, síðan Kvenna-
deild Slysavarnafélagsins
hér í Reykjavík valdi sér
konudaginn í upphafi góu
til fjarsöfnunar í þágu starf-
semi sinnar. Ævi Slysa-
varnafélagsins er ekki löng,
en félagið hefur unnið mik-
ið og merkilegt starf, sem
aldrei verður fullþakkað, og
um það verður elcki deilt, að
ef konurnar hefðu ekki unn-
ið af alúð og frægum dugn-
aði fyrir þetta málefni, væri
alls ekki búið að ná þeim
mikilvægum áföngum, sem
þegar hefur verið náð.
Einhvern tíma var það sagt
hér í blaðinu, hvort sem það
var í sambandi við slysa-
varnamálin, barnaspítalann
eða eitthvert annað málefni,
sð þegar konurnar tækju sig
*. til og ákvæðu að hrinda
einhverju í framkvæmd,
gæti enginn mannlegur
máttur stöðvað þær. Þær
I hefðu sitt fram, og það er
harla gott í mörgum tilfell-
! um, ekki sízt í málum eins
og þeim, sem hér hafa verið
nefnd. Kvennadeildir Slysa-
varnaféiagsins eru ekki sér-
staklega stórar eða fjölmenn,
ar á hverjum stað, en dugn-
aður meðlimanna er þeim
mun meiri, svo að ekkert
stenzt, þegar þær taka sig
til fyrir alvöru.
Nú er enn komið að því, að
konurnar, gefi almenningi
kost á að leggja nokkurt fé
af mörkum til slysavarna,
því að enn er komið að
konudegi, enn efna konurnar
til söfnunar, svo að enn miði
í áttina að því marki, að
slysavarnir hér á landi verði
einsfullkomnar og kostur er.
Þótt mikið hafi verið gert á
viijann!
undanförnum árutn, koma
þó alltaf ný verkefni, og nú
er það meðal annars fram-
undan að koma upp bæki-
stöð fyrir Slysavarnafélagið
og starfsemi þess, svo að það
geti bætt þjónustu sína á
marga lund. En vitanlega er
það.margt fleira, sem deild-
irnar beita sér fyrir.
Ekki er ástæða til að rifja upp
hina hörmulegu atburði,
sem dunið hafa yfir íslenzku
þjóðina síðustu vikurnar.
Þeir eru öllum í fersku
minni- og verða vafalaust
lengi, hvort sem menn hafa
átt ættingja eða vini meðal
þeirra, sem farizt hafa eða
ekki. Þessi slys minna menn
á það, að auka þarf slysa-
varnir, enda þótt þeim verði
ekki ævinlega við komið,
eins og þessi síðustu dæmi
sanna. En þau ættu einmitt
að vera hvatning til þess, að
ekkert sé látið ógert, sem
gæti orðið til þess að draga
úr hættunum, sem ævinlega
eru allt um kring', hvort sem
er á sjó eða landi.
Almenningur á nú að sýna,
hversu átakanleg honum
finnast þau slys, sem hér
hafa orðið að undanförnu,
með því að styrkja konurnar
innan vébanda Slysavarna-
félagsins af enn paeiri rausn
en nokkru sinni fyrri. Það
væri fagur vottur um hlut-
tekningu almennings í sorg-
um þeim mörgu, sem nú
eiga um sárt að binda, ef
menn létu kvepnadeildir
Slysavarnafélagsins njóta
góðs af rausn sinni, svo að
starf þeirra mætti bera enn
meiri árangur á komandi
tímum en á liðnum árum.
Pantaðar samþykktir.
Það er gamanþekkt kommún-
istabragð að panta allskonar
samþykktir hjá félögum og
samtökum, sem þeir ráða
yfir, til þess að skapa eins-
konar ,,almenningsálit“ í
málum, sem þeir telja mikil-
væg, Er þetta sú aðferð, sem
þeir beita í sæluríkjum sín-
um, þar sem vinnustöðva-
fundir og verksmiðjusam-
komur eru stimpill á gerðir
valdhafanna, ef mikið þykir
við liggja.
Að undanförnu hefur það verið
áberandi, hversu miklir
kærleikar hafa verið með
kommúnistum og framsókn-
L armönnum, sem eru á
margan hátt sem einn flokk-
ur" síðan þeir fóru úr ríkis-
stjórn. Nú hafa framsóknar-
menn meira að segja tekið
upp þá bardagaaðferð kom-
múnista, sem fólgin er í að
panta samþykktir og birta
síðan. Panta f-ramsóknar-
menn nú slíkar samþykktir
varðandi kjördæmamálið,
enda þótt endanlegar tillög-
ur í því sé ókomnar fram,
og síðan er Tíminn látinn
birta „Þjóðviljann" til að
sýna hug almennings í land-
inu. Hvenær skyldu fram-
sókn og kommúnistar sam-
einast í einn flokk?
VlSIB
KIRKJA O G TRIMAL:
Huggim í liiirmi.
„Til blessunar varð mér hin
sára kvöl“ (Jes. 38,17).
Þannig fórust manni orð end-
ur fyrir löngu. Þótt orðin séu
ekki mörg, segja þau mikla
sögu, þrautasögu fyrst, tjáða í
tveimur orðum. Hann talar um
sára kvöl, þungbæra raun. Hann
hafði staðið í þeim sporum, að
ekkert komst fyrir í huga hans,
nema þetta eina — sársaukinn,
kvölin vegna þess, sem við hafði
borið og hann fékk bkki skilið
né á neinn veg valdið og ekki
með orðum tjáð. Dýpsta sæla og
sorgin þunga eiga samleið í
þessu, að þeirra mál ei talar
tunga, tárin eru beggja orð. Og
sumt er oss þyngra en tárum
taki.
1 slíkum sporum er veikur
maður smár. Hinn óvænti harm-
ur getur orðið um megn, hin
sára kvöl yfirbugað.
En Biblian, svo raunsæ sem
hún er á mannlifið og skugga-
hliðar þess, er ekki vitnisburður
veikra manna um vanmátt sinn.
Hún er orð himneskrar misk-
unnsemi og almáttugs kærleika:
„Ákalla mig í neyðinni og ég
mun frelsa þig og þú skalt veg-
sama mig.“ Það hafði þessi mað-
ur gert í sinni kvöl og neyð. Og
það rofaði til, birti í kringum
hann, hann öðlaðist þrek til þess
að bera byrði sina, hugrekki til
þess að horfast í augu við hlut-
skipti sitt, hann fann að líkn
var lögð með þraut.
Svo liðu tímar fram. Og þar
kom, að hann horfði yfir gengin
harmaspor í rósemi og trausti
og þakklæti og gat sagt sög-
una alla, sem orðin hans
fáii fela í sér: „Til blessunar
varð mér hin sára kVöl.“
Þetta er ekkert einstætt dæmi.
Þessi maðúr er fulltrúi margra,
karla og kvenna, fyrr og síðar.
Ekki aðeins í þeim skilningi, að
harmaskýin svört ber tíðum yfir
áföll og slys, sárar raunir. Hún
trúir ekki á þann Guð, „er venji
á gott með slys sem tækifæri."
Jesús Kristur, sem hefur birt oss
Guð, lét ekkert tækifæri ónotað
til þess að varna slysum, forða
dauða, hann gekk á hólm við
sjálfar höfuðskepnurnar til þess
að varna grandi af þeirra völd-
um. Guð er mannsins megin í
baráttunni við reginöfl náttúr-
unnar og allt, sem tjóni getur
valdið. Guð striðir sjálfur í öllu
mannlegu striði, með mannin-
um og fyrir hann.
En trúin veit hitt lika með ör-
uggri vissu, að þótt barátta endi
með ósigri mannsins, þótt hann
verði að lúta fyrir ofurvaldi
vizku og annað gefið. Ekki lausrt
leyndardómsins. Stafróf þeirrar
lausnar er of stórt fyrir oss.
Oss er ætlað og gefið það hlýja
orð frá hjartarótum tilverunnar,
sem sefar, hughreystir, vekur
trú, traust, öryggi barnsins í
þessari dularfullu, óskiljanlegu
tilveru. Vér þörfnumst þeirrar
vitneskju, að handan þess sviðs,
sem dauðleg augu sjá yfir, sé
sá máttur miskunnar og kær-
leika, sem harmana bætir og
breytir böli og kvöl í blessun og
náð.
Þessi vitneskja og vissa er oss
veitt. Vér megum treysta þeiira
mætti, sem lífið lýtur. Guð hef-
ur í Jesú Kristi opinberast sem
sá kærleikur, er sjálfur þekkir
hina sáru kvöl, sjálfur líður og
fórnar og sigrar þannig fyrir
vora hönd. Drottinn vor hefur
krossinn að tákni. Of krossinra
er einmitt hin fyllsta opinberura
brims og boða, ísa og storma
eða annars skaðræðis, þá eru
möguleikar Guðs ekki tæmdir
þar með. I-skugga hörmuleg-
ustu atburða getur trúin enn
sagt við Guð sinn í öruggu
trausti:
Þig vantar hvergi vegi
þið vantar aldrei mátt,
þín bjargráð bregðast eigi
til bóta á einhvern hátt,
þitt starf ei nemur staðar,
þín stöðvar enginn spor,
af himni er þú þér hraðar
með hjálp og líkn til vor.
Ægileg sjóslys hefur borið að
höndum, hvert ofan í annað. Vér
spyrjum, hvað valdi svo váleg-
um hlutum og vonarsnauða vizk-
an veldur köldu svari. Og vér
I þurfum annað en köldu svörin.
Það finnum vér, þegar vér hugs-
um til þeirra, sem eiga um sár-
ast að binda. Og oss er annað
ætlað en andsvör vonarsnauðrar
sannleikans, sem í orðunum
felst: Til blessunar varð hin
sára kvöl.
Öll þjóðin hugsar til þeirra
mörgu, sem hafa orðið fyrir
þyngsta áfalli og nistingssárura
harmi. Hún blessar minningu'
þeirra sona sinna, sem létu lífið
á hættusömum hólmi þeirrar
lífsbaráttu, sem háð er fyrir
þjóðina alla. Þeir eru margir,
sem hugsa í bæn til sorgbitinna
vandamanna þeirra. En öll
mannleg hluttaka er aðeins berg-
mál frá þeim föðurbarmi, sera
heyrir sinum himni frá hvert
hjartaslag. Hann mun snúa böli
til bóta á einhvern hátt, sárrí
kvöl i blessun. Hann segir: Ótt-
ast þú eigi, því að ég er með
þér, lát eigi hugfallast, því að
ég er þinn Guð. Eg styrki þig,
ég styð þig, bæti úr öllu og sigra
í öllu um siðir.
Guði séu þakir, sem gefur os3
sigurinn fyrir Drottin vorn Jes-
úm Krist.
Frú Helga Thorsteinson.
IVIinningarorö.
og oft óvænt. Hann er ekki held-
ur einn um játningu sina að
lyktum. Vera má, að flestir þeir,
sem komnir eru til vits og ára,
geti að einhverju leyti tekið und-
ir vitnisburð hans, þótt í smáu
kunni að vera, um það, að sárs-
auki og raun hafi orðið til bless-
unar eftir á.
En hin sára kvöl, hin mikla,
birta reynsla, hin myrka sorg?
Er slíkrar játningar að vænta í
hennar slóð?
Einn missti allt, sem maður
getur misst. Hann sagði: Drott-
inn gaf, Drottinn tók, sé nafnið
Drottins vegsamað. Annar sagði:
Á sorgarhafsbotni sannleiks-
perlan skín, þann sjóinn máttu
kafa, ef hún skal verða þín.
Þriðji sagði: Augasteinarnir
stækka í myrkri og finna að
lokum ljós í því, eins og sálin
stækkar í neyðinni og finnur að
lokum Guð. Fjórði sagði eftir
voveiflegan atburð og hörmu-
legt áfall: Nafn Drottins sætt
fær böiið bætt, blessað sé það án
enda.
Dæmin mætti margfalda. Og
þó eru fæst þeirra kunn. Fæst
voru skráó. Slikir sigrar eru
ekki auglýstir. Faðirinn, sem er
í leyndum, vinnur sin máttar-
verk í kyrrþey.
Kristin trú er svo djörf, að
hún fullyrðir það, að öll kvöl
geti orðið til blessunar, Hún er
ekki með þvi að afsaka eða rétt-
læta hörmuleg atvik, átakanleg
í dag er gerð útför írú Helgu
Thorsteinson, Mímisvegi 8, hér
í bæ, konu Árna tónskálds
Thorsteinson.
Frú Helga var fædd að
Hraunum í Fljótum 22. dag
októbermánaðar 1875, dóttir
hinna gagnmerku hjóna Einars
dannebrogsmanns Guðmunds-
sonar og Kristínar, sem var
dóttir Páls prests Jónssonar í
Viðvík. Hinn 15. scpt. 1900
giftist Helga Árna Thorstein-
son.
var hið farsælasta, þár vaC
samheldni og kærleikur ríkj-*
andi á fögru heimili, og hira
sanna lífsgleði kulnaði aldrei,
jafnvel ekki á dögum mótlætis
og djúprar sorgar.
Þau hjón eignuðust tvær,
dætur og einn son. Eldri dóttir-
in, Soffía, er gift á Englandi,
en hin yngri, Jóhanna er gjald-
keri hjá Sjúkrasamlaginu. Son-
ur þeirra, Árni, lögfræðingur
og bankastarfsmaður, lést fyrit'
mörgum árum. Var hann harm-
Frú Helg'a átti í ríkum mæli dauði öllum, er hann þekktu,
alla beztu kosti sterkrar ættar, j sakir ljúfmennsku hans og;
hún var gædd mikilli lífsgleði
og starfsorku og góðum gáfum,
takmarkalausri góðvild og
hlýleik hjartans, sem allir nutu
er í návist hennar komu í langri
ævi, en að sjálfsögðu framar
öðrum ástvinir hennar, og
hinir mörgu, sem áttu því láni
að fagna, að kynnast henni.
Mín fyrstu kynni af þessari
góðu konu eru frá barns aldri,
og þá, sem jafnan síðan, hefur
mér fundizt, að eg hefi vart
nokkurri mannneskju kynnst,
fyrr og síðar, er ávallt var
jafnbjart kringum.
Frú Helga lét til sín taka á
sviði mannúðar- og félagsmála
og innti mikið starf og gott af
hendi í þágu Thorvaldsens-
félagsins og Hringsins. Hjóna- j
band hennar og rnanns hennar1
1 göfuglyndis.
Ástvinir og fjöldi annarra
vina kveðja í dag hinnstu
kveðju góða og göfuga konu
með söknuði, en í hugum
þeirra verður jaínan sama
birtan yfir minningunum og
yfir henni var á löngum ævi-
ferli.
ATH.
Filippus drottningarmaður
er nú á leið til Singapore í
drottningarskipinu Brit-
annia, sem lét úr liöfn á
miðvikudag í Rangoon, era
Filippus lieimsótti fyrstur
manna af kommgsættinni
Burma frá því það var<S
sjálfstætt.