Vísir - 21.02.1959, Síða 7
Laugardaginn 21. febrúar 1959
VÍSIR
r
32
keit
SKALDSAGA EFTIR MARY ESSEX
Diana lá í rúminu, föl og hljó'ö eins og hún væri dáin. Viö
rúmið stóö Theresa hjúkrunarkona róleg aö vanda og ekkert varð
lesið úr svip hennar, og Hugh talaði lágt við franska lækninn,
sem pataði ákaft. Candy heyrði hvert orð sem læknirinn sagði.
— Hvíld — það er það sem er nauðsynlegast. Það má aldrei
ofþreyta barnið svona. Aldrei! Fullkomna hvíld. Súreíni. Hún
þarf afar nákvæma hjúkrun. Ef hún nær sér aftur verður hún
að......
Candy tók andann á lofti. Ef hún nær sér aftur! Þessi orð
lömuðu hana. Hugh heyrði andköf hennar og sneri sér að henni
— hann hafði ekki heyrt þegar hún kom inn.
— Loksins, Candy — það var gott að þér komuð. Eg hefði
aldrei átt að láta yður fara — mér fannst á mér að eg ætti ekki
að gera það, en....
— Hefðum við getað gert nokkuð til að afstýra þessu?
— Nei, það var eg sem ofgerði henni með ferðinni til Nice.
Eg hefði átt að hafa hugsun á þessu en gerði það ekki. — Bíðið
þér hérna meðan eg fylgi lækninum út.
Candy heyrði ekki að dyrnar lokuðust bak við hana. Hún var
komin að rúminu.
Diana opnaði augun og sem snöggvast brá fyrir hátíðiegu brosi
á andlitinu á henni.
— Diana mín — eg er hérna og eg verð hérna þangað til þú
ert orðin heilbrigð aftur, hvíslaði Candy.
Það var komið miðnætti er hún fór frá rúminu aftur. Diana
hafði fengið sprautu og súrefni og það hafði gert gagn. Theresa
átti að vaka yfir henni um nóttina, hún tók vel eftir öllu og
sneri talnabandinu sínu.
Það var Hugh sem kom og sótti Candy. — Þér hafið ekki fengið
neitt að borða, sagði hann. — Þér verðið að borða eitthvað, ann-
ars þyrmir yfir yður líka.
— Eg get ekki farið frá Diönu.
— Jú, þér getið það og verðið að gera það. Komið þér nú, —
annars verð eg að beita valdi.
Candy óttaðist að Diana mundi ekki lifa þetta' af. Hún hafði
verið að hugsa .um litlu kapelluna, sem hún hafði verið í um
daginn. — þar höfðu gerst kraftaverk. Hún reyndi.að telja sér
trú um að ef hún væri nógu bænheit mundi ósk hennar ganga
eftir. Það eina sem hún hugsaði um var að Diana hresstist aftur
— annað skipti engu máli'núna.
Nanny hafði borið fram mat á lága kringlótta borðið og tínt
saman ýmiskonar góðgæti, í von um að þau mundu fást til að
borða. Þau settust og Hugh ýtti til hennar diski.
— Eg hef enga matarlyst. Eg er svo hrædd — og þér eruð
hræddur líka.
— Við verðum að borða fyrir því. Þetta er allt mér að kenna,
eg hafði ekki hugsun á að hún þoldi ekki svona mikla áreynslu
á einum degi. Þegar maður er hraustur og heilbrigður sjálfur,
hættir manni við að gleyma að aðrir þola minna. Eg hefði átt
að vera nærgætnari — en það er svo lítil stoð í því að áfellast
sjálfan sig eftir á.... — Diana er allt sem eg á. Og eg hef hagað
mér eins og flón og stofnað henni i hættu.
Candy hristi höfuðið. — Það er svo auðvelt að gera skissur,
þér vitið það bezt úr yðar eigin starfi. En það rætist oftast úr
þeim aftur. Þér getið treyst því að Diana nær sér aftur.
■— Eg vildi óska að eg gæti trúað þyí, sem þér segiö!
Candy saup á freyðandi víninu, sem hann hafði hellt í glösin.
Hún sneri milli fingranna grannri stéttinni á glasinu og horfði
á hann. — Hugh — jafnvel eg hef fengið nýtt tækifæri. Eg hélt
að eg mundi aldrei ná mér aftur eftir réttarhöldin, en í gær-
kvöldi í spilabankanum — Hugh, hvað varð að Colin? Nú mundi
hún allt í einu að hún hafði hlaupið frá honum hérna niðri í
anddyrinu fyrr í kvöld.
— Eg varð að biðja hann um að fara.
— Hann kom með mér inn til þess að fá glas.
Það vottaði fyrir brosi á næmum vörum Hughs við tilhugsun-
ina. — Og svo fékk liann ekkert glas, en var bara rekinn út.
Eg- vil ekki hafa þann mann hérna, Candy. Hann er enginn mað-
ur handa yður.
— Er það ekki mitt að skera úr því?
— Eg sagði yöur að honum væri ekki treystandi.
— Er yfirleitt nokkrum karlmönnum treystandi? Hve mörg
hjónabönd fara ekki út um þúfur?
Hann leit snöggt á hana og svo í aðra átt. — Eg játa að hjóna-
bandið mitt fór í hundana. Kannske er það þess vegna, sem eg
Á
KVQLDVðKUNNI
sb
Sorpeyingarstöðin....
Framh. af 1. síðu.
þar sem honum er komið fyrir
í bingjum þar til hann verður
notaður.
Það er sameiginlegt fyrir all-
ar sorpeyðingaraðferðir, sorp-
brennslu sem aðrar, að alltaf
verða eftir málmhlutir og önn-
ur efni, sem ekki verður brennt,
eða eytt á annan hátt, oft um
15—20% af þyngd sorpsins. Úr-
gang þennan verður að setja í
sérstaka hauga og þekja með
mold eða þ. h., og gera iðnað-
arfyrirtækjum skylt að flytja
úrgang sinn þangað. Svo verð-
ur og hér.
Sala á áburðinum, sem hlotið
hefur nafnið Skarni,' hefst eftir
helgina og verður hann af-
greiddur í Sorpeyðingarstöð-
inni. Mun stöðin annast heim-
akstur til þeirra, sem þess óska,
og verður tekið á móti pöntun-
um að Veghúsastíg 4, símar:
13210 og 12746. Prentaður hef-
ur verið leiðarvísir um notkun
Skarna og er hann afhentur ái
framangreindum stöðum.
Verð á SKARNA.
Ámokaður í bílhlössum
kr. 100,00 pr. 1 rúmm.
Ámokaður í minni mælieining-
um kr. 120,00 pr. 1 rúmm.
Ef keypt er meira magn en
50 m3, er gefinn 20% afsláttur.
Er stöðin hafði verið skoðuð,
bauð Gunnar Thoroddsen borg-
arstjóri til kaffidrykkju og
flutti þar ávarp. Kvað hann
merkum áfanga hafa verið náð,
því að það hafi verið eitt mesta
vandamál Reykjavíkur sem og
margra annarra borga, hvað
gera skyldi við ösku og úrgang.
Það væri þrifnaðarmál, heil-
brigðismá^ og menningarmál,
og þá lausn, sem fengizt hefði,
mætti mest þakka Jóni Sigurðs-
syni borgarlækni, sem hefði frá
því að hann tók fyrst við emb-
ætti beitt sér fyrir því, að þess-
ari stöð væri komið á fót. Minnt
ist borgarstjóri þess, sem segir
í Njáls sögu, að Njáll hafi lát-
ið áka skarni á hóla í því skyni,
„að þar yrði taða betri en ann-
ars staðar“. Vonir stæðu til, að
um áburðinn „Skarna“ mætti
svipað segja, að af honum
mundi í framtíðinni vaxa betri
taða og hvers konar gróður en
áður.
Þá hélt dr. Jón Sigurðsson
borgarlæknir ræðu og rakti
sögu þessa máls og sagði m. a„
að bæjarbúum mætti vera það
fagnaðarefni, að nú losnuðu þeir
við allan þann óþrifnað, sem
sorpinu væri samfara, en engu
að síður hlyti þessi lausn að
verða fagnaðarefni fyrir alla þá
sem stunduðu ræktun jarðar.
Aðrir þeir, sem til máls tóku,
voru Sveinn Guðmundsson, for-
stjóri Héðins, sem lýsti véla-
samstæðum og afhenti þær borg
arstjóra. Loks sagði Hákon
Bjarnason skógræktarstjóri
nokkur orð og taldi, að
Góð borgun. Hæstlaunaður
forstjóri í Ameríku á árinu'
sem leið var Eugene Grace, 81
árs að aldri og forstjóri fyrir
Stálgerðinni, Betlehem. Árs-
launin voru vel 4 milljónir
króna, Næst hæstur á listan-
um er forstjórinn fyrir Gene-
ral Motors, Harlow H. Curtice,
með 365 milljónir. Þegar ríkiú
er búið að fá sitt hefir Grace
allténd 400 þúsund krónur til
að skemmta sér fyrir.
★
Frú Murphy var afskaplega
feit og einn daginn reyndi hún,
bögglum hlaðin eins og áburð-
arhestur, að brjótast upp
tröppurnar á strætisvagni.
Vagnstjórinn stóð þar alveg
ráðalaus hjá, hann var mjög
smávaxinn. Þegar frúin var
komin upp á pallinn leit hún
l'á hann með fyrirlitningu og
sagði: „Ef þær væruð hálfur
haður hefðuð þér hjálpað mér
upp.“
Hinn smávaxni vagnstjóri
svaraði rólegur: „Já áreiðan-
lega frú. Ef þér væruð hálf
kona hefði eg gert það.“
Serov fær nýtt,
hlutverk.
Samkvæmt fregnum, sem
áreiðanlegar heimildir eru fyr-
ir í Vestur-Þýzkalandi, hefur
Serov, fyrrverandi yfirmaður
rússnesku leynilögreglunnar,
fengið nýtt hlutverk.
Hann hefur sem sé verið sett-
ur yfir nýja stofnun til vernd-
ar kjarnorku- og eldflauga-
leyndarmálum Rússa og að
njósna um slík leyndarmál vest
rænna þjóða.
Tripolibíó :
djúpi þagnar.
I djúpi þagnar (Le monde du
silence) nefnist heimsfræg
með | frönsk stórmynd í litum, sem
því að sorpeyðingarstöðin tæki, Tripolibíó hefur nú tekið til
til starfa hefði sennilega náðst( sýningar. Myndin er nýstárleg,
merkilegri áfangi í ræktunar- — hún er fyrsta stórmyndin
málum en
grein fyrir
flestir gerðu sér
í fljótu bragði og
sem tekin er að öllu leyti neð-
ans,jávar, af frægustu frosk-
bar fram þakkir til borgarstjórn mönnum Frakklands, Jacques
arinnar fyrir að hafa komið
þessari stofnun á fót.
Eo R. Burroughs
TARZAN -
2830
v
A FAMÍLY
“'ZAN 5POKE PLEASAN.TLY.
>QUASBLE- '
'LOOKS LIKE fYE INTERKUPTEÞ
’fsCT RJNNY/ SNAPPEP THE
BEAUTIFUL VvQVANJ. 'VDU AKE
SAZINIS AT THE PE/AMANTS OF
A P0QME7 SAFAKI--
'THANKS TO PAutslTLESS
CHAELES LA.VER.TlE
SPOKTSMAN SUPREMEl*
Jæja, sagði Tarzan glettn-
islega. Það lítur út fyrir að
eg hafi truflað hjónarifrildi.
Þetta er ekkert skemmti-
legt. Þú ert að virða íyrir þér
leifarnar af leiðangri, sem
búinn er að vera'. Og það er
að þakka hinum hugrakka
Charks Laver, veiðimanni
með afbrigðum, eða hitt þó
heldur, sagði Jrme Laver.
Yves Costeau og Lois Malle. Til
marks um ágæti myndarinnar
er það, að íiún hlaut stórverð-
laun (Grand-Prix) á kvikmynda
hátíðinni í Cannes 1956.
Enn fremur koma fram í kvik
myndinni froskmenn og skip-
verjar af hafrannsóknaskipinu
„Calypso“, m. a. skipstjórinn.
Myndin er tekin í litum sem að
ofan greinir (Estmancolour
Technicolor). Danskur þulur
myndarinnar er Per Bukhöj. —
Kvikmyndin er stórfróðleg oj
athyglisverð að öllu leyti. Kvik
ámyndatakan hefur heppnast
með ágætum.
Aukamynd er Keisaramör-
gæsirnar, gerð af hinum kunna
heimskautafara Paul Emile
Victor, sem einnig er kunnu:
hér á landi. Einnig þessi mynd
hlaut stórverðlaun i Cannes-
(1954). • j