Vísir - 23.02.1959, Side 1

Vísir - 23.02.1959, Side 1
12 sí5ur 12 síður 49. álg. Mánudaginn 23. febrúar 1959 44. tbl. ex bílstjórar teknir fyrir olvnn við akstur. Innbrot og þjófnaðir um helgina. "Veruleg brögð voru að ölvun í Reykjavík uin helgina og m. a. tók lögreglan sex bifreiðarstjóra, sem grunaðir voru um ölvun við akstur. Fjóra þessara bifreiðarstjóra tók lögreglan i fyrradag og hafði Þósundirnar streyma að. veí vi5. Það er greinilegt, að al- menningur ætlar að bregðast vel við áskorun um að hlaupa undir bagga með .vanda- mönnum þeirra ,sem fórust með togaranum Júlí og vita- skipinu Hermóði, en í gær var birt ávarp frá biskupi ís- lands og fleiri mönnum um þetta efni. Fyrsti maðurinn, sem bað Vísi að koma gjöf áleiðis fyrir sig, ónefndur borgari, afhenti 500 krónur fyrir klukkan tíu í morgun og síðan bárust nokkrar gjaf- ir minni, svo að fyrsta þús- undið er þegar komið. — Þá samþykkti Hið íslenzka prentarafélag á 500. fundi sínum í gær að leggja 5000 kr. í söfnunina. — Vonandi verður áframhaldið eins, og Vísir hvetur almenning til að afhenda gjafir sínaí* sem fyrst. — Ávarpið varðandi söfnunina er birt á öðrum stað í blaðinu í dag. einn þeirra lent í árekstri inni á Sundlaugavegi. I gærkvöldi eða í nótt tók lögreglan tvo bifreið- arstjóra, sem grunaðir voru um , ölvun við akstur. Hafði annar þeirra lent í harkalegum árekstri á mótum Hringbrautar og Njarð argötu, og urðu verulegar : skemmdir á farartækjunum í árekstrinum. I Innbrot og' þjófnaðir. ; Brotizt var í fyrrinótt inn í bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar í Austurstræti og stolið þaðan 200—300 krónum í skipti- mynt. 1 fyrinótt var farið inn í rúss- neskan jeppa, sem stóð fyrir ut- an Vetrargarðinn. Billinn var þurrkaður að innan af öllum á- höldum, sem í honum voru geymd. Þá var og stolið pyngju af manni með 1500 krónum í pen- ingum í fyrrakvöld eða fyrrinótt. Hafði eigandinn setið að tafli í svokölluðum Ásaklúbb þegar hann varð stuldsins var og var lögreglan þá kvödd á vettvang. Slys. Á laugardaginn var ekið á dreng, sjö ára gamlan, á mótum Spítalastígs og Þingholtsstrætis. Drengurinn heitir Sveinn Benó- nýsson til heimilis að Kárastig 3. Drengurinn var fluttur í slysa varðstofuna, en ekki er blaðinu kunnugt um meiðsli hans. Slökkviliðið gabbað. Slökkviliðið var tvívegis gabb að á laugadag, en í þriðja skipt- ið, sem það var kvatt út var um linusnertingu að ræða og því enginn eldsvoði. Þessi mynd er úr rannsóknastofu Eðlisfræðlstofnunar Iláskólans, óg tækin sem sjást þarna, eru notuð við mælingar á geislavirkni í lofti, láði og legi. Páll Theódórsson eðlisfræðingur situr við borðið og stillir saman minna „járnhúsið“ og mælitækin í hilluborðinu, en Þorbjörn Sigur- geirsson prófessor styður hönd á stærra „járnhúsið“. Sjá viðtal við þá atómfræðinganna á 7. síðu blaðsins. Macmillan vel fagnað í Rússlandi. Hann er nú talinn ætla sér annað og meira en að eins að „kanna hugina“. Geíið í skyn, að griðasáttmáli sé til uasiræðBi. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun. Það var ekki laust við að hýrn aði yfir bæjarbúiun á föstudag- inn var þegar 8 daga samfelld bið eftir pósti var á enda og fjórar flugvélar hlaðnar pósti og farþegum komu til Akureyr- ar. Síðan hefur verið flogið daglega. Allan þennan tíma var sam-, göngulaust við Akureyri að sunnan og sama kvöld og flug- vélarnar voru hér, kom hrað- ferðin að sunnan, einnig hlaðin' pósti. Póstur er ekki sendur með Það mnnar um miima: Skyndileg og mikil hita- breyting á Akureyri. úr 13 st. frosti í 10 st. hita á eisini nóttu skipum og verða menn því að bíða, ef flugsamgöngur teppast. Tíðarfarið hefur verið um- hleypingasamt með afbrigðum. Eins og áður hefur verið skýrt frá í Vísi fóru Akureyringar ekki varhluta af óveðrinu, sem gekk yfir Norðurland og frá því á laugardag til sunnudags- morguns breyttist hitastigið um 23 gráður á Celsius. Á laugar- dag var 13 stiga frost, en á sunnudagsmorgun var komið vorveður og 10 stiga hiti. í morgun var hitinn nærri frost- marki og hríðarmugga var á. Þeir Harold MacmiIIan for- sætisráðherra Bretlands og Selwyn Lloyd utanríkisráðherra komu aftur til Moskvu í gær- kvöldi, efti að hafa dvalist í gær á sveitarsetri Krúsévs fyrir ut- an borgina. Þar var ræðst við óformlega í samtals um tvær klukku- stundir. Setið var við arineld og þar sem ekki voru til kvadd- ir neinir sérfræðingar. er litið svo á, að viðræðurnar hafi verið um vandamálin almennt. í dag hefjast formlegar viðræður íj Moskvu og er gefið í skyn í brezkum blöðum, að Macmillan kunni nú, þrátt fyrir fyrri yfirlýsing- ar, að tilgangur hans væri aðeins að kynnast og kanna hugi sovézkra leiðt, að hafa annað meira í hug, og jafn- vel tæpt á griðarsáttmála. Þessir menn voru viðstaddir viðræðurnar á sveitarsetri Krús évs í gær: Mikojan, varafor- sætisráðherra, utanríkisráð- herrarnir Gromyko og Selwyn Llovd, Malik sendiherra sovét-j stjómarinnar í London og Sir Patrick Riley, sendiherra Breta í Moskvu. Minni drukkin. — Sleðaferð. f hádegisverðarboði voru drukkin minni Elisabetar II.: drottningar og Voroshilovs for- j seta. — Þeir Krúsév og Mac- j millan fóru í sleðaferð um^ landareignina með fram vatn- inu, þar sem fjöldi fólks var á skautum, en aðrir dorguðu nið- ur um vakir í ísnum. Góðar undirtektir. Tvær ræður, sem Macmillan flutti í Moskvu á laugardag, við Frh. á bls. 10. Kardelj hefmsækir Norðurlönd. Tilkynnt hefur verið, að Kar- delj varaforseti Júgóslavíu muni heimsækja Norðurlönd á vori komanda. Fer hann til Oslóar, Kaup- mannahafnar og Stokkhólms til þess að endurgjalda heimsóknir forsætisráðherra Noregs, Dan- merkur og Svíþjóðar. Ferðin verður að líkindum farin í mai og júlí. Ávarp til þjóóarínnar. Skammt hefur orðið milli liörmulegra sjóslys undan- farna daga, er togarinn Júlí og vitaskipið Hermóður hafa farizt með allri áhöfn, alls 42 mönnum. Hafa þessir atburðir vakið sárustu sorg á mörgum heim- iluin og auk þess svipt fjölda manns fyrirvinnu. Islenzka þjóðin liefur jafnan verið fús til að sýna hlut- tekningu sína í verki við slíkar aðstæður, og mun svo vissulega enn. Slysabætur ríkisins til aðstandenda ná skammt og því brýn þörf á meiri hjálp til margra heimila, sem eiga við erfið kjör að búa. Vér undirritaðir viljum vinna að því, að fjársöfnun verði haíin með þjóðinni til styrktar þeim, sem erfiðast eiga, enda hafa oss þegar horizt óskir um það, og vér vitum vilja þjóð- arinnar. Prestar eru vinsamlega beðnir þess að veita gjöfum við- töku, ennfremur blöð landsins. Biskupsskrifstofan, Bæjar- útgerðin í Hafnarfirði, Vitamálaskrifstofan og vér undir- ritaðir munum einnig veita gjöfum viðtöku. Reykjavík, 21. febrúar 1959. Ásmundur Guðmundsson, biskup íslands. Aðalsteinn Júlíusson, vitamálastjóri. Garðar Þorsteinsson, prófastur. Adolf Björnsson, form. útgerðarráðs Bæjarútg. Hafnarfjarðar. Pétur Sigurðsson, forstj. landhelgisgæzl.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.