Vísir - 23.02.1959, Qupperneq 6
6
VÍSIK
Mánudaginn 23. febrúar 1959
wisxis.
DAGBLAfi
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Víbít kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 e8a 12 blaðsíður.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Fálsson.
Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: (11660 (fimm línur)
Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á m'ánuði,
kr. 2.00 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðian h.f.
FjárhagsáætEun og útsvör.
Bæjarstjórn Reykjavíkur hefir
nú loks gengið endanlega
frá fjárhagsáætlun bæjar-
ins fyrir yfirstandandi ár, og
hefir dregizt að gera þetta,
þar sem það var ekki hægt,
fyrr en gengið hafði verið
úr skugga um, til hvaða ráða
ríkisstjórnin ætlaði einkum
að grípa til að sporna við
frekari aukningu dýrtíðar-
innar. Slíkar ráðstafanir
hljóta óhjákvæmilega að
hafa meiri eða minni áhrif á
afkomu bæjarfélaga og var
þessi dráttur þess vegna
eðlilegur, og það hefir raun-
ar komið fyrir áður, að
bæjarstjórnin yrði að fresta
afgreiðslu fjárhagsáætlun-
arinnar meðan beðið hefir
verið eftir slíkum ákvörðun-
um ríkisstjórnarinnar.
Afgreiðsla áætlunarinnar ein-
kennist af því, að leitast var
við að færa gjöld sem mest
niður frá því, sem áætlað
, var í fyrstu. Er það í sam-
ræmi við aðrar tilraunir,
sem nú eru gerðar til að
, draga úr dýrtíðinni, snúa
þróuninni í verðlagsmálun-
, um við. Voru ýmis framlög
lækkuð til muna og einnig
verður um lækkun á út-
svarsstiganum að ræða, enda
eðlilegt að slíkt fylgst að.
Kemur það sér að sjálfsögðu
bezt fyrir þá, sem minnstar
tekjurnar hafa en mega þá
um leið sízt við því að missa
nokkuð af þeim í opinber
gjöld, svo að þetta mun
vafalaust mælast vel fyrir.
I sambandi við þetta er fróð-
legur áróður minnihluta-
flokkanna í bæjarstjórn,
sem koma með venjuleg yf-
irboð, sem eru orðin alveg
fastur liður í áróðri þeirra.
Þegar bæjarstjórnin ákveð-
ur, að útsvörin lækki um
að minnsta kosti fimm af
hundraði, koma framsóknar-
Veturínn með eindæmum
góður í Húnaþingi.
Nýrækfartún spruftu ffram
im miðjan nóvember.
kommúnistar og heimta enn
meiri lækkun. Þeir vita sem
er, að allir vildu fegnir
þiggja meiri lækkun, en það
eru takmörk fyrir því,
hversu langt er hægt að
ganga, án þess að skert
verði ýmis þjónusta eða
framkvæmdir, sem með
engu móti má draga úr.
Yfirboðsmennirnir eru ekki
að hugsa um þvílíka smá-
muni.
Almenningi er að sjálfsögðu
ætlað að trúa, að þessir
menn geti betur en gert er í
bæjarstjórninni og málefn-
um bæjarins, úr því að þeir
telji unnt að lækka útsvörin
enn meira en ætlunin er að
gera. Menn skyldu þó trúa
því varlega, því að það eru
einmitt þessir sömu menn
eða svo til, sem fengu að
sýna hin ágætu úrræði sín í
stjórn allrar þjóðarinnar til
skamms tíma, og menn sjá,
hvernig fór. Þeir fengu stórt
og mikið tilraunadýr, og til-
raunir þeirra til að lækna
það leiddu til þess, að þeir
voru næstum búnir að ganga
frá því dauðu. Óska menn
hins sama fyrir Reykjavík?
í Ijósi þessara staðreynda verða
menn að líta á tillögur þær,
sem framsóknar-kommún-
istar bera fram í bæjar-
stjórninni. Ef sú stund rynni
allt í einu upp, að þeir menn
ættu að faya að stjórna bæj-
arfélaginu, mundu þeir
verða fljótir að leika fjár-
hag þess og borgaranna eins
, og þeir hafa leikið fjárhag
ríkisins og atvinnulíf l'ands-
manna á þeim tíma, sem þeir
hafa verið í ríkisstjórn að
undanförnu. Tillögurnar á
ekki að taka alVarlega, því
að það er engin alvara bak
við þær. Þær spretta aðeins
af löngun lítilla karla til að
verða aðeins stærri.
Blönduósi, 17. febr.
Hér í héraðinu hefur þessi
vetur verið einn sá bezti, er
komið hefur á þessari öld.
Nýræktartún voru að spretta
fram um miðjan nóvember, og
öll ræktuð jörð með grænum lit.
í byrjun desember var varla
kominn þeii í jörð, en þá brá
til norðanáttar með hægu frosti.
Fyrir jól var kominn nokkur
snjór í fjöll. Var veðráttu þann-
ig háttað síðari hluta desember
og fram um miðjan janúar, að
hríðarkólga gekk jafnan yfir
norðurfjallgarðinn austan
Blöndu og fennti þar allmikið
í þeim byggðum, en á láglend-
inu vestan Blöndu, Ásum, Þingi
og Vatnsdal hefur aldrei í vet-
ur þessum tíma komið meiri
snjór en grasfyllir. Mun það
vera einsdæmi. í janúarmánuði
voru miklar frosthörkur, oft 15
—18 stig. ísar urðu óvenju
þykkir á vötnum og vatnsföll-
um. Blanda botnfraus það sem
hún dreifist um víðáttumikla
i
sanda norban við Æsustaði í
Langadal. Gekk áin þar yfir is-^
inn og flæddi bakka milli. Varð
þjóðvegurinn um lengri tíma ó-‘
fær af þessum sökum. Þegar'
aftur hlýnaði í veðri undir lok
síðasta mánaðarins, bárust mikl
ar íshrannir um allt svæðið,
sem áður var undir ís. Litlar
skemmdir urðu á veginum, en
Æsustaðaengið, sem liggur með-
fram honum hefur sennilega
skemmst allmikið, sem koma
mun í ljós þegar af því leysir
til fulls. Skemmdir urðu þarna
á síma, en ekki stórvægilegar.
í þessum leysingum um síðustu
mánaðamót hljóp Svartá yfir
láglendið norðan við Gil í Svart
árdal, og spillti girðingum og
slægjulandi. Bárust miklar ís-1
hrannir á veginn en skemmdu
hann ekki að öðru leyti.
í Höfðakaupstað voru gerðir
út f jórir bátar. Gæftir voru;
góðar í janúarmánuði. Aflaðist!
þá sæmilega, 4—5 lestir á bát j
í róðri hverjum. Var stutt sótt
og kostnaður því minni. Undan-
farið hefur ^jaldan gefið á sjó
vegna sunnan og vestan storma.
í Höfðakaupstað hefur verið
ri“æg atvinna í vetur fyrir
heimamenn.
Á Blönduósi hefur verið mik-
il' byggingavinna, svo flestir
hafa haft nóg að starfa.
Heilsufar hefur verið gott
hér í héraðinu í vetur, nema
hvað mislingar stungu sér nið-
ur á nokkrum stöðum í ársbyrj-
un, en breiddust ekki út og hef-
ur þeirra ekki orðið meira vart.
Stgr. Davíðsson.
samúð.
Samúðarkveðjur hafa borizt ■
frá sendiherra Islands í Bonn og ,
Islendingum i Þýzkalandi vegna
hinna miklu mannskaða, sem ís- [
lenzka þjóðin hefur orðið fyrir
undanfarna daga.
(Frétt frá utanríkisráðuneyt-
inu).
Ármann efnir til
sundmóts.
í tilefni af 70 ára afmæli
Glímufélagsins Ármanns, verð-
ur efnt til sundmóts nk. þriðju-
dag í Sundhöll Reykjavíkur.
Keppt verður í 8 einstak-
lingssundum og tveim boð>-
sundum. Keppnisgreinar eru
100 metra skriðsund karla, þar
mætast meðal annars Pétur
Kristjánsson fyrrverandi met-
hafi og Guðmundur Gíslason
núverandi methafi. í 100 metra
skriðsundi kvenna eru 5 kepp-
endur og þar á meðal Ágústa
Þorsteinsdóttir. í 100 metra
bringusundi karla verður mjög
skemmtileg keppni eins og á-
vallt áður. í 50 metra bringu-
sundi kvenna keppa meðal
annars Hrafnhildur Guðmunds
dóttir og Sigrún Sigurðardótt-
ir úr Hafnarfirði, en sú fyrr-
nefnda setti met á síðasta móti.
Auk þess verður keppt í 50
metra baksundi kvenna, 100
metra bringusundi drengja,
100 metra baksundi kai’la og
50 metra skriðsundi drengja,
en í unglingasunduunum koma
nú til keppni margt efnilegra'
unglinga. Boðsundssveitir
keppa í 4X50 metra fjórsundi
karla og 4X50 metra skrið-,
sundi kvenna.
raá Etefja séknina.
Fyrir nokkru fluttu kommún-
istar á þingi tillögu um það,
að gangskör verði gerð að
því að reka varnarliðið úr
landi og gera ísland varnar-
laust. Var þetta fyrsta lífs-
mark kommúnista að þessu
leyti um langt skeið, því að
meðan þeir voru í stjórn,
hrófluðu þeir ekki við varn-
arliðinu, samþykktu meira
ao segja seint á árinu 1956,
að það skylai vera hér á
landi um óákveðinn tíma,
af þvi að þá horfði mjög ó-
friðlega vegna árásanna á
Ungverjaland og Suez.
Þögn kommúnista fram að
þessu verður ekki skilin á
annan veg en þann, að þeir
hafi talið rétt að greiða fyr-
ir setu í ríkisstjórninni með
því að leggja til hliðar kröfu
um brottför varnarliðsins.
Nú eru þeir ekki lengur í
ríkisstjórninni og þagnar-
samningurinn varðandi ráð-
herrasætin er því úr gildi
fallinn. Það er sannarlega
einkennilegt siðgæði, sem
ríkir hjá mönnum er verzla
þannig með þær hugsjónir,
sem þeir telja helgastar.
Kísilleirnáman í Mývatni
stærst í Evrópu.
m.EE3 lniksáein á
©EB sálleir áitiið.
Á síðastliðnu ári gaf ríkis-,
stjórn SambandslýSveldisins
Þýzkalands, fyrir milligöngu
sendiráðs þess hér, íslenzku
ríkisstjórninni kost á tækni-!
legri aðstoð til athugunar á nýt-
ipgu náttúruauðæfa landsins.
Boð þetta var þegið, og var að
stoðinni einkum varið til rann-|
sókna á perlusteini (biksteini);
í Loðmundarfirði og kísilleirs á
botni Mývatns, og umhverfis
Laxá í Aðaldal. Einnig voru
rannsakaðar leirtegundir ýms-*
ar í Önundarfirði og brúnko
í Súgandafirði.
Að rannsóknunum stárfaði
þýzkur rikisjarðfráíðingur, pró-
fessor Konrad Richter. Hann
dvaldi hér um sjö vikna skeið
ásamt aðstoðarmanni. Einnig
komu hingað til lands þýzkur
sérfræðingur í vinnslu kísilleirs,
verkfræðingurinn Heinz Tron-
ne. Rannsóknarráð ríkisins
annaðist rannsóknirnar fyrir
hönd íslenzkra stjórnarvalda og
störfuðu þeir Tómas Tryggva-
Það er eins konar ,,draumur
vetrarrjúpunnar“, sem er á dag-
skrá að þessu sinni.
Svo er mál með vexti að þegar
mér varð 'litið á Öskjuhlíðina
gráa og ömurlega nýlega, með
auðnarkennd urðarholt hennar
og gróðurleysi, þá varð mér um
leið hugsað til sorpstöðvarinnar,
sem nú hefur tekið til starfa fyr-
ir innan Elliðaár og datt þá jafn-
framt til hugar hvort ekki væri
unnt að tengja þessi tvö fyrir-
bæri á einhvern hátt.
Fylla upp kvosir með
úrgangi.
Eg hafði sem sagt héyrt að frá
sorpeyðingarstöðinni féllu ýmis
konar efni, sem ekki færi til
brennslu heldur til fyllingar í
gjótur og gryfjur og þess hátt-
ar. Hvi ekki að nota þennan úr-
gang til þess að fylla með dýpstu
kvosir utan í Öskjuhliðinni, bera
síðan moldarjarðveg ofan á og
loks „Skarna“ eða annan áburð
eftir þörfum.
Á Öskjuhlíðinni á að koma
fegursta og eftirsóttasta almenn-
ingssvæði Reykjavikurbæjar.
Það þarf ekki að gera þar margt
til skrauts annað en græða holt-
ið upp með ýmsum gróðri, og
koma ■ upp einhverjum göngu-
stigum svo jarðvegurinn verðí
ekki alltof troðinn og útjaskað-
ur. — Af þessari sjónarhæð
eiga Reykvikingar að njóta út-
sýnisins ýfir sundin bláu og
fjallahringinn, sem er óvenju
viður og fagur í senn.
Jörðin skal vera ,
ósnortin. "!
1 guðanna bænum að fcoma
þarna ekki upp neinum furu-
skógi, i mesta lagi aðeins lág-
vöxnu kjarri rétt til skjóls. Og
ennþá siður að koma upp mynda
styttuskógi, gosbrunnum eða
öðru misheppnuðu flúri. Jörðin
á að vera þarna ósnortin að
mestu, aðeins gras, nokkúr
klapparholt eða steinar mega
standa upp úr til að minna á
hinn ófrjóa jarðveg Öskjuhlið-
arinnar. Að öðru leyti á þetta
skemmtisvæði að gegna því
hlutverki einu að laða almenn-
ing af götum bæjarins á sól-
björtum sumardögum og opna
augu Reykvíkinga fyrir hinnj
dásamle'gu fegurð umhverfisins,
fegurð, sem alltof mörgum er
hulin vegna þess að fólkið er
grafið niri á milli húsa og labb-
ar sig aldrei upp á Öskjuhliðina
til. að skoða umhverfið. —- Og
það er satt — Öskjuhliðin laðar
fólk ekki að sér, eins og útlit
hennar er nú — en því þarf aö
breyta, og það sem fyrst.
Þetta er draumur vetrarrjúp-
unnar i dag.
son, jarðfræðingur og Baldur
Líndal, verkfræðingur, með
þýzku sérfræðingunum.
Nú hefur borizt fyrsta grein-
argerð frá hinum þýzku sér-
fræðingum. Af ýmsu athyglis-
verðu, sem þar kemur fram, má
nefna þá niðurstöðu þeirra, að
kísilleirnáman í Mývatni sé sú
stærsta í Evrópu og leirinn.
góður. Þó of snemmt sé að full*-
yrða nokkuð um framleiðslu-
kostnað og' sölumöguleika, teljá
þeir sjálfsagt, að slíkt sé kann-
að til hlítar. Einnig líst þeim
allvel á leirinn í Aðaldal, en.
náman er minni og leirinn ekki
eins góður. Sömuleiðis hefur
rannsókn leitt í ljós, að í Loð-
mundarfirði er töluvert meira
magn af perlusteini en áður
var álitið.