Vísir - 11.03.1959, Síða 12

Vísir - 11.03.1959, Síða 12
Kkkert blaS er ódýrara i áskrift en Vfsir. Látið hann færa yður fréttir eg annað m ySar hólfn. Sími 1-16-60. Munift. aft þfcM, «;m gerast áikrifendni Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Simi 1-16-6». Miðviíiudaginn 11. marz 1959 Flokksþing sett í Póllandi. Gomulka sfyður Sovéfríkm í Þýzkalands- rnálinu. Andmælir landakröfum Adenausrs. : i Pólland mun styðja Sovétríkin í hvívetna í Þýzkalandsmálun- um. Þriðja þing pólska kommún- istaflokksins var sett í gœr og ílutti framkvæmdastjóri flokks ins og aðalleiðtogi í Póllandi, Gomulka, setningarræðuna, og var allharðskeyttur í garð Júgóslavíu og vestrænu land- anna, sem hann kvað vera að bíða ósigur fyrir Sovétríkjun- /um í kalda stríðinu. Mætti þakka það langdrægu, sovézku eldflaugunum. Stefna Adenauers vítt. Réðst Gomulka með harðri .gagnrýni á dr. Adenauer og -hans menn fyrir að halda uppi .landakröfum á hendur Pól- landi. Sameining Þýzkalands í ■ frjálsum kosningum kæmi alls ekki til greina meðan þeim kröfum væri haldið fram, að . Þýzkaland ætti að fá aftur þau landsvæði, sem Pólland hefði . fengið eftir styrjöldina. Það •væri skiljanlegt að vísu, að Þjóðverjar sæju eftir þessum löndum, en þeir hefðu misst þau í styrjöld, sem þeir sjálfir hefðu átt upptökin að, og Pól- verjar fengið þau í stað pólskra landsvæða, sem Rússar fengu. Engír EOKA-menn í haldi á Kýpur. Ollum Eoka-mönnum, sem í haldi voru á Kýpur, hefir nú verið sleppt. Var niikið um fögnuð í Nikósíu í gær af því tilcfni. Níu voru fluttir til grísku eynnar Rhodos, og hafa þeir . skuldbundið sig til þess að hverfa ekki aftur til Kýpur fyrr en stjórn sjálfstæðs Kýpur leyfir. í brezkum fangelsum eru 31 Kýpur-fangi. Þeim verður sleppt úr fangelsi innan tíðar og fluttir burt, sennilega til * Grikklands, flestir. Júgóslavía gagnrýnd. j Gómulka gagnrýndi einnig allhvasslega þá fráviksstefnu frá lcommúnismanum, er rikj- 'andi væri í Júgóslavíu, en þrátt fyrir það hefði Pólland reynt í öllu að ástunda vinsamlega sambúð við Júgóslavíu. — Kvaðst hann vona, að Júgó- slavía hyrfi aftur á sömu braut og hin kommúistaríkin. Rithöfundar fengu sinn skammt. Pólskir rithöfundar, sem una illa þeim kommúnstisku viðj- um, sem þjóðin er í, fengu sinn skammt hjá Gómulka. Hann kvað þá aðhyllast fráviks- stefnu, suma, og þeir hefðu lát- ið borgaralegar, vestrænar hug myndir hafa áhrif á sig. Ræða Gómulka þykir bera því vitni að hann vilji, að ræð- an verði skilin sem stuðningur við Rússa og stefnu þeirra, og taki þar af öll tvímæli, enda ’ óttast Pólverjar landakröfur Þjóðverja, því meir sem Vest- ur-Þýzkaland eflist, og veit Gomulka vel, að Sovét-ríkin eru þar sá bakhjarl, er þeir helzt geta treyst á, til þess að halda hinum gömlu þýzku hér- uðum, sem þeir hafa haft frá stríðslokum, en það hefir aldrei verið gengið formlega frá Od- er-Neisselínunni í friðarsamn- ingum, sem enn er ekkert sam- komulag um og framtíðin óviss. Bærittn kaupi „telpu- Happdrætti H.!.: Nr. 18789 fékk 100 þtís. kr. Dregið var í gær í 3. flokki Happdrættis Háskóla íslands, og féll liæsti vinningurinn, 100 þúsund krónur á nr. 18789, sem er fjórðungsmiði. Tveir miðar með þessu núm- eri voru seldir í umboði Verzl- unar Þorvalds Bjarnasonar í Hafnarfirð, einn í umboði Arn- dísar Þorvaldsdóttur, Vestur- götu 10 og einn í umboði Jóns Arnórssonar og Guðrúnar Ól- afsdóttur, Bankastræti 11 í Reykjavík. Næsthæsti vinningurinn, 50 þús. krónur, féll á nr. 8643, sem einnig var fjórðungsnúm- er, tveir miðar seldir í umboði Helga Sívertsen í Vesturveri og tveir í umboðinu Banka- stræti 11. Tíu þúsund krónur fengu eigendur þessarra númera: 9997, 29327, 29634, 32136, 33787 og 47925. Fimm þúsund. krónur féllu á þessi númer: 7468, 15778, | 15832, 17785, 23125, 27790, 33091, 38920, 44999 og 10742. Aukavinningar féllu á núm- er 18788 og 790, fimm þúsund krónur á hvort. Bandarískur maður, Howard Hill, er lieimsfræg bogaskytta, sem hefur gaman af að veiða í matinn með boga og ör. Síðan skreppur hundur hans eftir bráðinni. mynd". Á fundi bæjarráðs s.I. föstu- dag var samþykkt að fest skuli kaup á „telpumynd" eftir Ól- öfu Pálsdóttur myndhöggvara, eins og lagt var til í bréfum listaverkanefndar. Á sama fundi var einnig samþykkt að fela Jóni Engil- berts að skreyta veggflöt í fundarsal bæjarstjórnar að Skúlatúni. Aðvörunarkerfi N.-Ameríku framlengt til Grænlands. Nær frá yztu Aleúteyjum á Kyrra- hafi til Grænlandsstranda. Smásíld í sjónum safnað unthverfís Ijósaútbiínað. RletfkiSeg tilraan lam þetta gerð norðiir a Eyjafirði. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun. Merkileg tilraun hefur verið gerð í Eyjafirði síðustu dagana með því að safna smásíld um- hverfis rafljós í sjónum. Það er Steinþór Helgason út- gerðarmaður á Akureyri sem lét gera þessar athuganir á TiJkynnt hefur verið, að Bandaríkin ætli að færa út að- vörunarkerfi á norðurhveli jarðar. Bandaríkin ætla að fram- lengja hið svonefnda aðvörun- arkerfi sitt, sem nær frá yztu Aleút-eyjum, sem liggja til suðvesturs frá Alaska, yfir þvert Kanada, svo að það nái allt til Grænlands. Er í ráði að reisa þar enda- stöð, sem kostar um 24 millj. • dollara. Hér er í rauninni um keðju-stöðvar að ræða til þess að Bandaríkin og Kanada geti jafnan verið viðbúin, ef til loftárása á borgir og herstöðv- ar í Norður-Ameríku skyldi koma. Oft hefur verið rætt um nauðyn þess, að lengja þá varnarlínu kerfisins, sem hér um ræðir, allt til Grænlands- stranda, og hefur nú ákvörð- unin verið tekin. Kanada er aðili að þessum aðvörunarkerfi með Banda- ríkjunum. Annríki á Akur- eyrarflugleið. Frá íréttaritara Vísis. Akureyri í morgiin. I gær var ntikið annríki á flugleiðinni milli Akureyrar og Keykjavíkur og varð Flugfélag- ið að senda aukavél norður í gær til að sækja farþega. Mikill liluti þessara flugfar- þega eru fulltrúar, sem eru á leiðinni á flokksþing Sjálfstæð- flokksins og Framsóknarflokks- ins í Reykjavík. 1 dag var flugvél send til Ak- ureyrar og Húsavíkurflugvallar, en flugvélin var fullskipuð og margir á biðlista. báti sínum „Ugga“ E-103, sem er 11.5 lestir að stærð og búinn fullkomnum dýptarmæli og asdic fiskileitartæki. Fór Steinþór, ásamt Stein- dóri Jónssyni skipstjóra út á Eyjafjörð á bátnum í fyrradag. Höfðu þeir meðferðis vatns- heldan ljósaútbúnað bæði með 40 cg 100 kerta rafperum sem þeir söktu í sjóinn á 10—15 faðma dýpi. Áður höfðu þeir lóðað á dýpt- ármælinn og orðið varir óveru- legs magns af síld. Settu þeir ljósin þá niður og biðu í röskan stundarfjórðung og lóðuðu þá á nýjan leik. Sýndi mælirinn þá þéttar síldartorfur umhverf- is ljósið. Voru tilraunirnar end- urteknar ýmist með sterku eða veiku ljósi og sýndi dýptarmæl- irinn jafnan torfur umhverfis ljósin í hvert skipti sem mælt var. Steinþór útgejðarmaður tjáði fréttaritaranum að sér virtist enginn munur á því hvort notast yrði við sterk eða veik Ijós. Hins vegar hefði það Enginn getur setið asnann. Geysi mikil aðsókn er að kab- arettinum í Austurbæjarbiói, en þó nnm vart nokkurt atriði, sem vekur eins milda kátínu í hópi áhorfenda og asninn frægi, seitt enginn getur setið. Margir eru búnir að spreyta sig á að sitja asnann, en engum hefur tekizt það til þessa og sagt er að snjallir reiðmenn úr hesta- mannafélaginu Fáki séu þar ekki öðrum fremri. Nokkir hafa ; komizt á bak, en þar hafa þeir ; ekki haft lengri viðdvöl en svo | sem brot úr mínútu áður en þeir :fljúga af asnanum. Marga lang- ; ar til að þreyta þessa raun og koma sumir klæddir í duggara- | peysu til að geta verið til í tusk ið. Þykir og mörgum sárt til 1 þess að vita að asninn fer ósigr- aður af Islandi. Sýningum fer nú að ljúka og er þeim sem ætla að sjá þennan óvenjulega kabarett ráðlagt að tryggja sér miða í tíma. Menn mega og vera minnugir þess, að væntanlegur ágóði af sýningun- um rennur til líknarstarfsemi. vakið athygli sína að það hafi ' verið eins og síldin hafi fælzt fiskileitartækið og hörfað und- an raföldunum, sem það fram- leiðir, því í hvert skipti sem það var búið að vera í gangi' nokkurn tíma í senn hafi torf- urnar þynnst og dreifst. Steinþór ætlar að halda til- raunum þessum áfram og vill fá óyggjandi vissu fyrir þv£ hvort byggja megi á þeim.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.