Vísir - 14.03.1959, Side 7

Vísir - 14.03.1959, Side 7
Laugardaginn 14. marz 1959 V í SIB 7 «£*☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ ■☆☆☆ SU5AN INGLIS: iji ijL ☆☆☆☆☆☆☆ ☆ 12 kringum sig í salnum til þess að reyna að láta sér detta eitthvað í hug. Þau voru rétt við einn franska dyragluggann, sem stóð opinn út að svölunum, til þess að sjávarloftið kæmist inn. Hann stýrði Penny þangað. „Hvert eruð þér að fara með mig?“ sagði hún og rauf loksins þögnina. Andrew Brand hló. Án þess að hún vissi hafði honum tekist að dansa henni út um dyragluggann og út á marmaragólfið á svöl- unum fyrir utan. Ljósin í danssalnum lýstu bak við þau og hljómlistin hélt áfram.... Penny hvíldi sig augnablik, hugfanginn af útsýninu sem blasti við þeim. Undir alstirndum himni sáust langar öldurnar utan af hafi brotna við fjörusandinn. Ljós sáust á stangli úti á sjónum. En svo varð hún fjúkandi reið Andrew, fvrir þá frekju að fara með hana hingað, og nú reyndi hún að hlaupa frá honum. En Andrew hafði verið við þessu búinn. Hann sveigði hand- legginn fast að mittinu á henni. „Aðeins augnablik, ungfrú Mayne. Við eigum svolítið ótalað sarnan, og.... Einhver dulmáttur var í næturkyrrðinni. Penny varð hrædd er hún fann það. „Eg held,“ sagði hún með öndina í hálsinum, „að við höfum talað meira en nóg saman, hr. Brand. Gerið þér svo vel að lofa mér að fara.“ „Ekki alveg strax." það var hlátur í rödd hans og hann hélt enn fast um mittið á henni. Hlustið þér á mig,“ sagði hann, en nú var hún orðin svo uppvæg að hún vildi ekki hlusta á hann. „Æ, lofið þér mér að fara,“ bað hún og reyndi að losa sig, en fann fljótt að það var árangurslaust að ætla að neyta aflsmunar við hann. „Verið þér nú góð,“ sagði hann og slakaði dálítið á. Henni gramdist glaðværðarhreimurinn í rödd hans. „Lofið þér mér að fara,“ sagði hún og reyndi að stilla sig. Svo bætti hún við: „það stóð ekkert um þetta í samningnum!" Hún hvessti á hann augun, og þó hún væri reið var hún samt hrifandi. Andrew Brand missti alveg stjórnina á sér. „Nei, ekki eitt orð,“ sagði hann. Og ekki um þetta heldur....“ Og áður en hún hafði> áttað sig á hvað hann ætlaðist fyrir, beygði hann scig og kyssti hana. Kyssti hana ofur iaust og hlæjandi, eins og hann hafði kysst fjölda af stúlkum áður. Það er að segja, það var' þannig, sem hann hafði ætlað að gera það. En þessi dulmagnaða nótt suðrænunnar lék á hann. Kossinn sem hann hafði byrjað með hlátri, endaði með tilfinn- ingu — og stúlkan sem áður hafði barist við hann með góðum árangri lá föl og hreyfingarlaus í faðmi hans. Þegar Andrew loksins sleppti henni, mundi Penny hafa orðið mjög forviða, ef hún hefði séð svipinn á andlitinu á honum: Þar vottaðí nú ekkert fyrir drambi og stærilæti. Öllu fremur var raunasvipur á andlitinu. Þetta var andlit manns, sem hvaða dilk sú uppgötvun gæti dregið á eftir sér. En Penny leit ekki upp. Hún var enn uppvæg eftir þessa geðs hræringu. Hún barðist af kappi gegn öllu því, sem htærðist henni, til þess að ná jafnvæginu aftur, áður en maðurinn, sem laut yfir hann uppgötvaði að hún hefði nokkurntíma mísst jafn- vægið. Hún titraði svo, að í svip var hún hrædd um að hún mundi detta, er hann sleppti höndunum af henni. En þarna var mann- arabekkur rétt hjá þeim á svölunum, og henni þótt gott að fá að setjast. Andrew Brand kom hægt til hennar og stóð við hliðina á henni. Hún lét sem hún sæi hann ekki, en starði út á hafið, þar sem stjörnurnar spegluðust eins og í þoku og runnu saman í eitt fyrir augunum á henni. Bara að hann vildi nú fara, hugsaði hún með sér, og lofa henni að vera í friði — svo að hún gæti náð valdi á sjálfri sér aftur og hjartað orðið rólegra. Hann stóð þegjandi urn stund, en svo sagði hann: „Eg bið afsökunar, ungfrú Mayne — mér datt ekki í hug að .... þetta gæti komið fyrir....“ „Það er nokkuð seint að biðja afsökunar. Finnst yður það ekki?“ svaraði Penny og reyndi ekki að fara dult með að hún var reið. Hún titraði ennþá. „Yður er kalt,“ sagði Brand. Hún ætlaði að fara að neita því þegar hann hélt áfram: „Eg skal ná í kápuna yðar.“ Penny svaraði ekki. Hún heyrði hann fara, og andvarpaði djúpt. Hvað hafði komið fyrir hana? Auðmýkingarkenndin fór um hana alla er hún minntist sekúndanna í örmum Brands og varir þeirra þrýstast saman. Hvaða vitfirring var þetta, sem hafði náð valdi á henni? Ó, hann var ómögulegur. Alveg ómögulegur. Hvernig sem hún barðist og streittist móti honurn, virtist hann allt af vinna á. Hún leit kringum sig í örvæntingu. Jafnvel núna beið hún auð- mjúk eftir honum. Hún hefði getað farið inn í salinn aftur. Hún hefði getað flúið niður í ilmandi blómagarðinn, rétt fyrir neðan fætur henni, og falið sig þar, þangað til hann gæfist upp við að leita að henni. Hún stóð upp til hálfs, en seig niður á bekkinn aftur. Það var of seint. Hún heyrði fótatak bak við sig. Eitthvað mjúkt og hlýtt var lagt um herðar henni, og hún heyrði rödd Andrews Brand. „Eg sagði lafði Kathleen að þér og eg værum að tála um Tínu.“ „Já, einmitt," svaraði Penny og röddin hljómaði annarlega í hennar eigin eyrum. „Eg geri varla ráð fyrir að við þurfum að tala meira um hana úr þessu. Hún þagnaði allt í einu. „Ungfrú Mayne, eg vil að þér hlustið á Brand rólega. „í síðasta sinn, ef þér viljið. En — gerið það fyrir mig, að hlusta á mig.“ A KVÖLÐVÖKUNNl I Eg á nú bágt með annað, hugsaði Penny með sér. Það var helzt að sjá, að hann vissi ekki hvernig hann ætti að byrja. En svo sagði hann: „Fyrst og fremst vil eg að þér vitið, að eg hef sjálfur séð hve flónslega eg hef hagað mér. Það er ekki oft sem eg geri svona skissur. En þegar eg sá yður fyrst, sýndist mér þér vera svo ung og svo.... svo....“ „Óveruleg?" sagði Penny með beiskju. Hann horfði alvarlega á hana og laut höfði. - „Já, því ekki það. Mér datt sannast að segja ekki í hug, að þér gætuð ráðið við Kristínu. Þér verðið að muna, að hún var alveg nýlega rekin úr skóla, eftir að hún hafði gert allar kennslu- konurnar ærðar. Og hún þvertekur fyrir að gegna mér.“ „Og þér vilduð auðvitað ekki trúa lafði Kathleen, þegar hún sagði yður, að það væri gagnslaust að reyna þvinga Kristínu eða vera strangur við hana.“ „Nei,“ játaði hann, „eg trúði því ekki. En þér sýnduð mér í dag hve rækilega mér hefur skjátlast. Eins og eg sagði áðan, þá er það sjaldan, sem eg geri slíkar skissur. En þegar eg geri þær, reyni eg að bæta íyrir þær eins fljótt og mér er unnt. En það eina sem eg gat gert í þessu tileflli var að reyna að fá yöur til að halda samninginn, hvort yður væri ljúft eða leitt.“ Stúlkurnar í Vassarskólal voru einn dag að hlusta 4 fuglafræðing, sem var í heim, sókn og flutti erindi um líf-* erni strútsins. „Þessi langbeinótta skepna sér lítið, en meltir hvað sem' er.“ Stúlka í baksæti hvíslaði að herbergisfélaga sínum: „Hann væri .sá ágætasti eig- inmaður!“ ★ „Hvert er verksvið magans?,<( spurði kennarinn dreng í heilsufræðitíma. „Að halda buxunum uppi/5 svaraði drengur. ★ „Yðar ágæti,“ sagði eigin- maðurinn, „lögregluþjónninn hafði engan rétt til þess að taka okkur föst og fara með okkur í réttinn fyrir að trufla friðinn á götunni. Við gerðum það eitt að standa á götunni og þetta var bara ómerkilegur meiningarmunur hjá okkur. Slíkt kemur oft fyrir milli manns og konu.“ „Hvers vegna lukuð þið ekki þessari smávægilegu deilu ykk- ar heima hjá ykkur, í stað þess að gera það á götunni?“ „Hvað þá?“ sagði konan og var nú hneyksluð líka. „Og brjóta kannske öll hús- gögnin?“ ★ Eg hefi aldrei getað trúað sögunni um Skotann, sem var mig,“ sagði Andrew á leið frá LundÚnum 1 ódýrustu lest, sem faanleg var. Hann stökk út úr lestinni í hvert sinn sem hún nam staðar og kom svo másandi og blásandi inn í hana aftur þegar hún fór af stað. Þá spurði samfarþegi hann að því hvers .vegna hann gerði 'þetta og hann útskýrði það. „Eg var niðri í Lundúnum til þess að tala við sérfræðing í hjartasjúkdómum. Hann sagði mér að eg gæti dáið á hvaða augnabliki sem væri. Þess vegna kaupi eg mér bara far- miða til næstu stöðvar." Stjorn Hreyfiis vann á og sigraði. E, R. Burroughs — TAItZAN — 21130 Bardaginn stóð stutt. — Apamaðurinn og Lavers- hjónin voru ofurliði borin. Hvað á.þetta að þýða? Við eigum ekki í ófriði við ykk- ur, mælti Tarzan. Þegiðu, kallaði svertinginn. Þakk- aðu guðum þínum að þú skulir enn vera á lífi. í gær og fyrradag fór fram stjórnarkjör í bifreiðástjóraf laginu Hreyfli, og voru atkvæði talin í gærkvöldi. Héít stjórn Iýðræðissinna glæsilcga velli. A-listinn (lýðræðissinnar) hlaut 228 atkvæði, en B-listinn (kommúnistar) 120. Auðir seðl- ar og ógildir reyndust vera 11. Fylgismunurinn nú'reyndist því vera 108 atkvæði, mun meiri en í fyrra, þá munaði 90 atkvæðum. Nú skipa stjórn bifreiðastjcra- félagsins Hreyfiis: Bergsveinn Guðjónsson, Hreyfli, formaður. Andrés Sverrisson BSR, varafor- maður. Bergur Magnússon, Borg arbilstöðinni ritari. En með- stjórnendur eru Guðmann Ke'ð- ar, BSR og Ármann Magnússc n, Hreyfli.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.