Vísir - 19.03.1959, Side 8
^áti
:ert blað er ódýrara í áskrift en Vísir.
látiS hann færa yður fréttir og annað
lestrarefni heim — án fyrirhafnar af
yðar hálfu.
Sími 1-16-60.
VfiS
Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur
Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið
ókeypis til mánaðamóta.
Sími 1-16-60.
Fimmtudaginn 19. marz 1959
Frá aðalfundi slysavarna-
deiklarínnar Ingólfs.
Eign deildarinnar 140 þús. kr.
Aðalfundur Slysavarnadeildar-
Innar Ingólfs í Reykjavík, var
haldinn 24. febr. s.í. Formaður
Gelldarinnar setti fundinn og
minntist látinna félaga, sérstak-
lega minntist liann þeirra 3ja,
frú Guðrúnar Jónasson, Jóns
Loftssonar og Geirs Sigurðsson-
ar, en þau störfuðu öll mikið að
eflingu slysavarnastarfseani
landsins. Einnig minnist form.
þeirra er fórust með togaranum
Júlí og vitaskipinu Hermóði.
Því næst flutti formaður
skýrslu fráfarandi stjórnar og
gjaldkeri, Jón Jónsson, las upp
■endurskoðaða reikninga deildar-
innar. Hagur deildarinnar stend-
ur með ágætum og skuldlaus
■ eign deildarinnar nemur nú rúm-
lega 140.000 krónum.
Gunnar Friðriksson varafor-
maður deildarinnar gaf mjög it-
- arlegt yfirlit um gang húsbygg-
ingarmáls Slysavarnafélags ís-
lands, og rikti á fundinum mikill
- einhugur um þetta mál.
Þar næst sýndi Jón Oddgeir
Jónsson nýja, fullkomna tegund
af sjúkrabörum og björgunar-
. ílotholt af nýrri og handhægri
ísfirðingar vilja
menntaskóla.
ísafirði í gær.
Mikill áhugi ríkir meðal ís-
firðinga fyrir stofnun mennta-
skóla á ísafirði.
Hafa ýmis félög bæjarins
fyrir forgöngu Oddfellowstúk-
unnar á ísafirði, bundizt sam-
tökum um að vinna að því að
komið yrði upp framhaldsdeild
við gagnfræðaskólann, svo að
nemendur geti lokið landsprófi
á staðnum. Þá ríkir og mikill
áhugi fyrir því að stofnaður
verði fullgildur menntaskóli á
ísafirði.
Var almennur borgarafund-
ur haldinn um þessi mál á ísa-
firði í gærköldi, þar sem þeir
Guðjón Kristinsson og Björg-
vin Sighvatsson voru frum-
mælendur. Samþykkti fundur-
inn einróma að unnið yrði að
framkvæmd þessa áhugamáls
þeirra ísfirðinga.
gerð, ennfremur skýrði hann
nýja aðferð til lífgunar úr dauða
dái. Einnig sýndi Jón Oddgeir
nýja gerð björgunarkaðla til
notkunar í húsum er eldvoða
ber að höndum.
Henry Hálfdánarson skrif-
stofustjóri S.V.F.I. sýndi ný
radíósenditæki til notkunar i
gúmmíbátúm.
Þá afhenti formaður deilarinn-
ar Birni Pálssyni, flugmanni
fjögur björgunarbelti til notk-
unar í flugvél hans, og þakkaði
honum vel unnin störf og óskaði
honum blessunar í starfi.
Stjórnin var öll endurkjörin,
en hana skipa: Séra Óskar J.
Þorláksson formaður, Jón Jóns-
son gjaldkeri, og Gunnar Frið-
riksson, Baldur Jónsson og Jón
Oddgeir Jónsson meðstjórnend-
ur, til vara Sigurður Teitsson og
Björn Pálsson, endurskoðendur
Þorsteinn Árnason og Júlíus Ól-
afsson.
Á fundinum voru gerðar svo-
felldar samþykktir: Þar sem vit-
að er, að erfitt er, eða jafnvel
ekki leyfilegt að halda björgun-
aræfingar með gúmmibjörgun-
arbátum um borð í skipunum
sjálfum, þá beinir aðalfundur
slysavarnadeildarinnar Ingólís
þeim tilmælum til stjórnar
SVFÍ, að hún fari þess á leit, við
Skipaeftirlit rikisins, að komið
verði á einhverju föstu og við-
unandi formi á þessar æfingar
í staðinn.
Vegna hinna tíðu umferða-
slysa vill aðalfundur Slysavarna
deildarinnar Ingólfs í Reykjavík,
skora á alla ökumenn og stjórn-
endur 'ökutækja, að gæta sem
ailra mestrar varúðar í umferð-
inni og fylgja í öllu settum regl-
um um hraða og svo öðrum á-
kvæðum hinna nýju bifreiðalaga.
Með því að mjög er algengt,
að þeir, sem bifreiðaslysum
valda, reynast ölvaðir við akstur
eða undir áhrifum áfengis, skor-
ar aðalfundur Slysavarnadeild-
arinnar Ingólfs á aila löggæzlu-
menn og lögreglustjóra, að taka
hart á slíkum brotum, og sýna
enga linkind í sviptingu öku-
leyfa í slíkum tilfellum.
Lögin um Hawaii sem
50. fylkið undirrituð.
Næsta skref þjóðaratkvæði og þingkosningar.
Eisenhower forseti undirrit-
aði í gær frumvarp um, að
Hawaii skyldi verða 50. fylki
Bandaríkjanna og varð frum-
varpið þar með að lögum.
Þrennt verður að gera, áður
en Hawaii fær inngöngu í sam-
bandsríkin:
1. íbúar Hawaii verða sjálfir
að samþykkja það í þjóðar-
atkvæði, sem landstjóri þeirra
verður að boða til innan 60—90
daga.
2. Að því loknu, ef íbúar
Hawaii lýsa sig samþykka lög-
unum, sem enginn vafi er á, að
þeir gera, skal boða til al-
mennra þingkosninga, til þess
að kjósa þingmenn og embætt-
ismenn, tvo menn í öldunga-
deildina í Washington og einn
í fulltrúadeildina.
3. Staðfesta verður formlega
úrslit kosninganna og þá lýsir
forsetinn yfir formlega, að
Hawaii sé búin að fá öll rétt-
indi sem eitt sambandsríkj-
anna, með öllum þeim skyld-
um, sem því eru samfara.
Það er oft býsna
v i n d a s a ffl t á
horni Lækjar-
götu os Austur-
strætis, eins og
þessi mynd ber
með sér. Þar að
auki var suð-
austan slagviðri,
svo að hrakning-
ar voru enn meiri
en ella, þegar
myndin var tekin
fyrir nokkrmn
dögum.
Safnast hafa 3 milljónir
króna og enn berast gjafir.
Auk þess mun nokkurt fé vera í
kauptúnum úti á landi.
Fjársöfnunin til aðstandenda
þeirra, sem fórust með Júlí og
Hermóði heldur enn áfram, en j
nokkuð er farið að draga úr^
framlögum. Þó berast enn gjaf-
ir og í fyrradag var heildar-j
söfnunin orðin 2 milljónir 965
þúsund krónur og var áætlaðj
að upphæðin muni vera komin
nokkuð yfir þrjár milljónir
króna í dag.
í þessari upphæð eru taldar
með 100 þúsund krónur, sem
blaðið Dagur á Akureyri til-
kynnti að safnazt hefðu þar.
Mun Akureyrarsöfnunin vera
nokkuð hærri því langt er síðan
tilkynnt var um þessa upphæð
í blaðinu.
Vitað er að safnað hefur verið
Innhr&t í ,
Hafn nrfitt'ði*
Aðfaranótt s.l. sunnudags var
brotizt inn í Sjófatnaðar- og
útgerðarvöruverzlunina Öld-
una, Vesturgötu 20 í Hafnar-
firði.
Stolið var þaðan töluverðu
magni af vindlingum og súkku-
laði að því er séð varð, en pen-
ingum var ekki stolið.
Þetta er í annað skiptið í
vetur, sem brotizt er inn í þessa
sömu verzlun. Var það nokkru
fyrir áramót í hið fyrra skiptið
og þá sömu vörutegundum
stolið.
Fyrir þrem vikum var brotin
rúða í þessari sömu verzlun, en
í það skipti engu stolið.
Atlasskeyti skotið
í morgun.
Bandaríkjamenn hafa enn
gert tilraun með Atlantsflug-
skeyti.
Var því skotið í loft upp frá
tilraunastöðinni á Canaveral-
höfða á Floridaskaga. Ekki er
annað vitað en að tilraunin
hafi gengið að óskum.
allmiklu fé í kauptúnum úti á
landi en Vitamálaskrifstofunni,
sem hefur með höndum varð-
veizlu fjárins hefur ekki verið
tilkynnt hve niiklu það nemur,
en gera má ráð fyrir myndar-
legum upphæðum.
Engin tilkynning hefur verið
birt um það hvenær söfnuninni
lýkur eða hvort henni verður
sett nokkurt takmark. Eigi
heldur hefur verið ákveðið hve-
nær úthlutun liefst eða hvernig
hún verður framkvæmd enda er
það geysimikið verk, sem tekur
langan tíma.
Heyrzt hefur en ekki fengizt
staðfest, að Tryggingarstofnun-
in muni verða fengin til þess að
sjá um úthlutunina enda mun
það liggja næst, þar sem hún
hefur á að skipa starfsliði og
hefur betri aðstöðu en aðrir að-
ilar til að sjá um framkvæmd
verksins.
Frakkland liafnaði nú í vik-
unni láni að upphæð 56,5
millj. stp. ef það þyrfti á
því að halda vegna fjár-
hagslegra erfiðleika fram-
undan. Bankar í Bretlandi og
fleiri löndum buðu lánið.
Kaffídagur á Páfma-
sunnudag.
Kvennadeild Slysavarnafé-*
Iagsins í Reykjavík hefir á-
kveðið að efna til kaffisölu í
Sjálfstæðishúsinu á sunnudag-
inn kemur — Pálmasunnudag
— og rennur allur ágóði til
söfnunarsjóðs vegna sjóslys-
anna.
Kaffidagar reykvískra hús-
;mæðra eru löngu frægir orðnir
fyrir myndarskap, bæði vegna
hins ljúffenga og kjarngóða
meðlætis, svo og rausnarlegrár
framreiðslu. Á slíkum dögurn
fjölmenna Reykvíkingar með
fjölskyldur sínar til að njóta
eftirmiðdagskaffisins í því sér-
stæða og heimilislega and-
rúmslofti, sem skapast við
heimabakaðar kökur, „pönsur“
með rjóma, brauði og flatkök-
um með rúllupylsu og ýmsu
öðru góðgæti, og að sjá frúna
í „húsinu hinumegin“ með
svuntu framan á sér.
Húsmæður leggja á sig mikla
vinnu við undirbúning og
framkvæmd slíkra kaffidaga
og sýna mikinn áhuga fyrir
málefni því, sem þær berjast
fyrir. Reykvíkingar mega ekki,
láta bregðast að sækja vel til
Sjálfstæðishússins á sunnudag-
inn, og ekki mun það spilla
fyrir að vita að þeir eru um
leið að leggja í söfnunarsjóð-
inn.
Félagsheimilið í
Kópavogi opnað.
Hið myndarlega félagsheim-
ili, sem Kópavogsbúar hafa
reist á Digraneshálsi verður
opnað formlega á morgun.
Að byggingu félagsheimilis-
ins standa þessi félög: Kven-
félagið, Leikfélagið, Ungmenna-
félagið, Framfarafélagið, Skáta-
félagið og Slysavarnadeildin í
Kópavogi auk Kópavogskaup-
staðar og ríkis.
Neðsta hæð hússins er nú til-
búin til notkunar, en þar er;
veitingasalur og bíósalur, sem
tekur um 300 manns í sæti. Bú-
ið er að steypa upp aðra hæð,
en alls mun húsið verða þrjár.
hæðir.
Táknmerki herast ekki
lengur frá Könnuði II,
Ifaifiri liringsólar ekki leaagn.r
kringmn jörðn.
Köimuður II mun nú ekki
lengur á brautu kringum jörðu.
í tilkynningu herstjórnar-
innar bandarísku segir, að
táknmerki berist ekki frá hon-
um lengur og tilraunir til að
fylgjast með honum í ratsjám
hafi engan árangur borið.
Könnuði n var skotið í loft
upp frá Vandenbergstöðinni í
Kaliforniu, þar sem flugherinn
: hefur eldflaugastöð. Var stað-
fest hinn 5. marz, að hann væri
kominn á braut kringum jörðu
og færi yfir bæði heimskautin
á hringrás sinni. Byggðist þetta
á 41 tilkynningu, sem borist
höfðu frá athuganastöðvum í
Alaska, Hawaii og Bandaríkj-
unum.
Könnuður II vó 585 kg., var
5.7 m. á lengd og 1.5 m. á
breidd.