Vísir - 01.04.1959, Blaðsíða 7

Vísir - 01.04.1959, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 1. apríl 1959 VÍSIR Páskamót skíðamanna á Akureyri. Ztmmermann sigraði með yfirburðum í svigi. Frá fréttaritara Vísis. legasta veður. Engin óhöpp eða Akureyri, í morgun. 'slys komu fyrir. Mótsstjóri var Hermann Sigtryggsson á Akur- eyri. Fjölmargt var áhorfenda víðsvegar að. Margt aðkomumanna var á Akureyri um páskahelgina og þar var efnt til skíðamóts, sem hófst á skírdag. í svigi karla, sem keppt var í á skírdag, var austurríski þjálfarinn Zimmermann með- al keppenda. Sigraðd hann með yfirburðum á tímanum 64 sek. Næsti maður var Kristinn Benediktsson frá Siglufirði á 70.4 sek. Þriðji varð Hjálmar Stefánsson á Akureyri á 72.0 sek. og fjórði Hákon Olafsson frá Siglufirði á 73.7 sek. A mánudagskvöldið efndu íþróttafélögin á Akureyri til mikils skilnaðarhófs í Hótel Kea og þar voru verðlaun af- hent. Verðlaunin voru bækur frá prentverki Odds Björns- sonar á Akureyri. Alla dagana var veður hið ákjósanlegasta og komst hitinn upp í 10 stig. Þurrviðri var alla dagana og oft sólskin. Sæluvika Skagfirðinga hefst 5. apríl n.k. Ilváldarlaus skeinmfaii nótf og dag í heila vikn. Sauárkrki í gær. | Sitthvað fleira Sæluvika Skagfirðinga hefst ' dægradvalar. verður til 5. apríl og verður fjölbreytt að í svigi kvenna sigraði Martha , vanda. Sæluvikan er heldur B. Guðmundsdóttir Rvík., á seinna a ferðinni en venjulega 46.1 sek. í svigi drengja, 12 ára °S kom þar til ótti manna við og yngri, Smári Sigurðsson á snjóþyngsli síðari hluta marz- Akureyri og í svigi unglinga, manaðar, sem þó reyndist 13—15 ára, Magnús Ingólfsson ^ ástæðulsuis að þessu sinni. á Akureyri. A páskadag var keppt í stór- svigi karla. Þar sigraði Zim mermann enn með yfir- burðum á 68.3 sek. Af hálfu ísléndinga varð Stefán Krist- jánsson Rvík. fyrstur á 75.3 sek. Annar Úlfar Skæringsson, Rvk. á 75.8 sek. og þriðji Hjálmar Stefánsson, Ak. á 76.4 sek. í stórsvigi kvenna sigraði Martha B. Guðmundsdóttir Rvk. á 48.3 sek. í drengja- keppni, 12 ára og yngri, bar Smári Sigurðsson Ak. sigur úr býtum á 24.0 sek, en í flokki 13—15 ára unglinga Björn Guðmundsson, Ólafsfirði, á 24.8 sek. Á mánudaginn var háð sveitakeppni 3ja manna í svigi og þar sigraði sveit Reykvík- inga á samanlögðum tíma 412.5 sek. Önnur varð B sveit Akureyringa á 420.6 sek. . Beztu tímar einstakiinga í þessari keppni urðu hjá Ein'ari Val Kristjánssyni, ísaf. 115.1 sek., Hjálmari Stefánssyni Ak. 116.0 sek. og Úlfari Skærings- syni, Rvk. á 116.9 sek. Alla dagana var hið ákjósan. I Margt verður til skemmtun- ar og. má þar nefna fyrirhug- að sýningu Leikfélags Sauðár- króks á gamanleiknum „Grát- söngvarinn". Kvenfélag Sauð- árkróks hefir í hyggju að sýna gamanleikinn „Hanagal". Kvikmyndasýningar verða dag- lega og dansað vérður hverja nótt frá miðvikudagskvöldi til sunnudagskvölds. Málfundir verða haldnir og mun Helgi Sæmundsson ritstjóri hafa framsögu um alþýðukveðskap. Hér á Sauðárkróki hefir stað- ið yfir fjársöfnun vegna sjó- slysanna miklu í febrúar sl. Er henni lokið og söfnuðust 30 þúsund krónur, Einmuna veð- urblíða hefir verið undanfarið og er ennþá gersamlega örísa í héraðd og snjór sést aðeins í fjöllum. Það má teljast til sjaldgæfra tíðinda að blóm sjást útsprungin í görðum. Fiskilaust er með öllu í Skagafirði, en rauðmagaveiði nokkur og eru menn fegnir ný- metinu þótt af skornum skammti sé. Nokkur uggur er í mönnum að kólna muni með vorinu og spilla gróðri, sú hefir verið reynsla undangenginna ára. A. Þ. Þér getið sparað kaííikaupin um alit að helming með því að nota 'Og gengur, en það kom ekki fyr- ir að þeim dytti til hugar að tuskast meðan á lestri Passíu- sálmanna stóð. Af tillitssemi við fullorðna fólkið, og ekki sízt við ömmu sína, tipluðu þau á tánum og hvísluðust á, ef nauðsynlega þurfti að skiptast á orðum. Og nú eru börnin flogin úr hreiðr- inu, og ég að verða fullorðin, og hlusta ég nú með enn meiri at- hygli á hin djúpspekimál og heil- ræði, sem Passíusálmarnir hafa að flytja, og þætti mér páskahá- tiðin missa mikils, ef aðdragandi hennar, Passíusálmalesturinn, félli niður i útvarpinu. Það skal með ánægju viður- kennt hér, að mér þykir maður sá, sem nú hefur lesið Passiu- sálmana, gera það með smekk- vísi og skilningi á efni þeirra. Raddir hafa heyrzt um það, að sálmana beri að syngja i útvarp- inu. Ekki er ég fylgjandi því. Misgóðar raddir og framburður, en hjá mörgu söngfólki er hann mjög óskýr, yrði til þess að efni sálmanna færi fyrir ofan garð og neðan. Læt ég svo útrætt um þetta mál, en vona fastlega að útvarp- :ið haldi uppteknum hætti með lestur Passíusálmanna. — Skrif- að á föstudaginn langa. Móðir." . JOHNSON & KAABER % SpáB „Undraglerin“, 10 sýning. — Á annan í páskum var barna- leikurinn sýndur í 10. sinn og hefur verið uppselt á öllum sýningunum. Um 7000 leikhúsgestir liafa bá séð bessa skemmti- legu barnasýningu. Næsta sýning verður kl. 8 í kvöld. Myndin er af Bessa Bjarnasyni í hlutverki Tobiasar liænsnahirðis og Ævari Kvaran, en hann leikur vonda konunginn. Hafnar IMasser frekari aðstoð Sovétríkjanna. Súdan fær lán og tæknilega aðstoð. Nasser forseti Arabiska sam- bandslýðveldisins hefur nú lýst yfir því, að hinir frægu úrslita- kostir Sovétríkjanna, sem sett- ir voru Bretlandi og Frakklandi í Súez-árásinni, hafi ekki verið settir fyrr en sama daginn og bardagar hættu. Er þar með afhjúpuð enn ein blekking, se mkommúnistiskir áróðursmenn í Arabalöndum hafa hampað á undangengnum tíma, þ. e. að telja Arabaþjóð- unum trú um, að Bretar og Frakkar hafi séð sitt óvænna vegna þessara úrslitakosta — og lyppast niður. — Sýnir þetta á- samt fleiru hve gallharður Nass er er í baráttu sinni að hnekkja gengi kommúnista í Arabalönd um. þj borgar «ig að auglvsa í VMSM SV.-átt og mugguéljum. Suðvestanátt er nú ríkjandi um land allt og horl'ur á, að hér syðra verði framhald á mugguéljum. Var nokkuð um él vestan lands og sunnan í morgun, en bjart norðan lands og austan. Hiti var um frostmark víða. — í Rvík var suðvestan kaldi og 1 stigs hiti. Úrkoma s.l. nótt 1.8 mm. — Alldjúp lægð en nærri kyrrstæð yfir Græn- landshafi. Veðurhorfur hér við flóann: Suðvestan gola eða kaldi. Muggúél með köflum. Hiti um frostmark. PASSAMYNÐIR teknar í dag — tilbúnar á morgun. Annast myndatökur á Ijósmyndastofunni, í heima- húsum, samkvæmum, verksipiðjum, auglýsingar, skólamyndir o. fl. Pétur Thomsen, kgl. hirðljósm., Ingólfsstræti 5. Sírni 10297. Nærfatnaöur karlmanna og drengja fyrirliggjandi LHJÖLLER Rósir í pottum og afskomar Gróðrarst. v. Miklubraut, Sími 19775. Pappírspokar »llar stærðlr — brúnir ú» kraftpappír — ódyr*rl ea erlend,r pokar PappírspokagerÓin Siml 12870. J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.